Feykir


Feykir - 03.11.2021, Blaðsíða 11

Feykir - 03.11.2021, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: :Skot. Sudoku Krossgáta FEYKIFÍN AFÞREYING Feykir spyr... Jæja, á að fara að henda upp jólaseríunum? Spurt á Facebook UMSJÓN: klara@nyprent.is „Fyrsta sunnudag í aðventu.“ Sigurlaug Ebba Kristjánsdóttir Tilvitnun vikunnar Það er betra að vera algjörlega fáránlegur en ótrúlega leiðinlegur. – Marilyn Monroe „Fyrsta sunnudag í aðventu.“ Þorbjörn Have Jónsson „Ég læt nú bara systur mína um það, ég verð í Danmörku hjà henni yfir hátíðirnar.“ Sindri Freyr Sigurgíslason LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Morðvopn Abrahams Lincoln. F „Já, ég fer örugglega að freistast til að setja upp eitt og eitt ljós.“ Kristín María Gísladóttir Graskers- og spínat- lasagna og möffins Matgæðingur vikunnar er Rannveig Einarsdóttir, dóttir Einars og Soffíu á Króknum, en hún býr í Reykjavík ásamt Völu, kærustunni sinni, en það vill svo skemmtilega til að þær eru að flytja í fjörðinn fagra, Skagafjörð, lok árs. „Við borðum báðar plöntumiðað fæði og draumurinn er að rækta okkar eigið grænmeti og ávexti og verða eins sjálfbærar og við getum,“ segir Rannveig. Hérna koma tvær af þeirra uppáhalds uppskriftum. Gott er að gera góðan skammt af lasagna og eiga í frysti. AÐALRÉTTUR Graskers- og spínatlasagna Uppskrift fyrir 4-6 1 Butternut squash grasker, meðalstærð 9-12 lasagnaplötur 1 poki spínat, ferskt eða frosið 1 laukur 2-3 hvítlauksrif 1 dós kókosmjólk - helst feita 2-3 msk. soya 1-2 msk. hvítvínsedik ólífuolía salt og pipar 1-2 tsk. cayenne pipar 1 tsk. múskat 1-2 msk. karrí 150 g rifinn ostur Aðferð: Skerið graskerið í litla bita, setjið í eldfast mót, kryddið með ykkar uppáhalds karríkryddi ásamt salti og pipar og vel af ( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is Rannveig Einarsdóttir | Króksari EFTIRRÉTTUR Súkkulaði- og bláberjamöffins 5 dl hveiti 1 msk. kanill 1 msk. lyftiduft 100 g smjörlíki 4 dl haframjólk 200 g suðusúkkulaði 1 bolli bláber Aðferð: Ofninn hitaður að 200°C. Þurrefnum blandað saman í skál. Bræðið smjörið og hellið saman við mjólkina. Öllu blandað saman og hrært vel. Súkkulaðinu og bláberjunum hrært saman við í lokin. Deilið deiginu í möffinsform (verða sirka 15 möffins) og bakið í u.þ.b. 15-20 mínútur. EFTIRRÉTTUR Mjólkurhristingur 150 – 200 g jurtaís vanillu eða hindberja nokkrir ísmolar 2 msk. frosin hindber 2-3 msk. hlynsíróp 50 - 70 ml haframjólk Aðferð: Allt sett í blandara, hægt að bæta í haframjólk ef hann er of þykkur. Framreitt í fallegu glasi með röri. Verði ykkur að góðu! Rannveig skorar á góða vinkonu sína hana Önnu Berglindi Sig- urðardóttur að taka við næsta matgæðingaþætti. ólífuolíu. Bakið í 25-30 mínútur við 190°C. Leggið lasagna plöturnar í bleyti (vatn) í 20-30 mínútur. Steikið lauk upp úr ólífuolíu. Þegar hann er búinn að mýkjast bætið þá við spínati og pressið hvítlauksrifin út á pönn- una. Hellið því næst hálfri dós af kókosmjólk út í og bætið við cayennepipar, hvítvínsediki, soya, salti og pipar. Hrærið öllu vel saman á vægum hita. Stappið bakaða graskerinu saman við restina af kókosmjólkinni, smakkið til og kryddið meira að vild. Finnið til eldfast mót, ég nota 28×28cm. Smyrjið ólífuolíu í botninn og setjið til skiptis lasagnaplötur, grasker og spínat blönduna. Þið ættuð að ná þremur lögum ef þið notið álíka stórt mót og ég. Stráið rifnum osti yfir og bakið í 20 mínútur við 190°C. Gott að bera fram með hvítlauksbrauði eða fersku salati. Rannveig og Vala. MYND AÐSEND 42/2021 11 Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum: Ótrúlegt - en kannski satt... Heilsukvíði felur í sér miklar áhyggjur af eigin heilsufari og ótta við að vera með alvarlegan sjúkdóm sem ekki hefur tekist að greina, segir á minlidan.is. Fólk eyðir miklum tíma í að hafa áhyggjur af því hvort það sé veikt eða að veikjast og oft er skýringa leitað á Netinu. Ótrúlegt, en kannski satt, þá eru þrjú helstu heilsutengdu leitarorðin þunglyndi, ofnæmi, og krabbamein. Vísnagátur Sveins Víkings Lífi sjaldan gefur grið. Góður felustaður. Snerting armleggs hröð við hlið. Hættir ungum þessu við.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.