Feykir - 03.11.2021, Side 7
Heilir og sælir lesendur góðir.
Ekki þarf að hafa mörg orð um þann
dásamlega hita sem gladdi okkur landsins
börn á síðasta sumri. Einn af þeim sem varð
að þola óbærilegan hita á sólpalli sínum var
okkar góði félagi Pétur Stefánsson.
Hér í sælum sunnanþyt
ég syng af gleði kenndur.
Úti á palli sæll ég sit
af sólarljósi brenndur.
Þrátt fyrir hitann kemur mikill hugur í
kappann með að taka til hendi.
Arka nú með skóflu skal
skerpa afl og vinna.
Grafa þarf í Þormóðsdal
þar er gull að finna.
Kannski hefur það verið um sama leyti sem
Ingólfur Ómar orti svo:
Regnið úðar græna grund
grænkar lyng í mónum.
Blærinn strýkur blíðri mund
brekkum víðigrónum.
Gunnar J. Straumland hugsar til vísna-
gerðar.
Enn í stöku stöku helst
stuðlar hafa valdið,
en vísan lítils virði telst
ef vantar innihaldið.
Veit því miður ekki um höfund næstu vísu.
Þegar ellin er um megn
og engu meir að flíka,
þá er huggun harmi gegn
að hinir eldast líka.
Ármann Þorgrímsson er einnig að hugleiða
þá miklu neyð sem stefnir í ef við, sem erum
talin gamlingjar, höldum áfram að lifa.
Ef að traustar teljast spár
til þess margir vonir bera,
aldur manna yrði of hár
eitthvað róttækt þarf að gera.
Birti nú í haust nokkrar af þeim vísum
sem Adolf J. Petersen orti um veður-
athugunarstaði, sem sumir hverjir eru nú
ekki lengur starfandi. Langar að halda
áfram með sýnishorn af því.
Æðey vindur sunnan sjö
súld og talsverð alda.
Hornbjargsviti hefur tvö
hitastig og kalda.
Gjögur hefur góða tíð
gæftir í betra lagi.
Þess má vænta að verði hríð
vond, úr lægðardragi.
Næst upplýsir þulurinn Vestur-Húnvetn-
inga um sitt veður.
Ekkert skyggni úfið haf
ógna norðan hríðar.
Við Þóroddsstaði þokutraf
þekur fjallahlíðar.
Þá förum við Austur-Húnvetningar að kann-
ast vel við það sem kemur næst:
Hjaltabakka hríðarkóf
Vísnaþáttur 795
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is
hörsl um tún og grundir.
Vindur ótt úr sköflum skóf
en skjól er sunnan undir.
Góða vini er að hitta á næsta áfangastað
skáldsins.
Hafáttin á Hrauni gól
hátt rís alda á sjónum.
Hveravelli signir sól
og sunnanblær í mónum.
Ekki skal meira birt að sinni af þessum
snilldar vísum Adolfs, verð þó kannski að
taka þau orð mín aftur og bæta við einni úr
syrpunni þar sem enn koma góðir vinir við
sögu.
Bergstöðum er bjart að sjá
breytileg er áttin.
Út við Drangey yglibrá
er að fella máttinn.
Haustlegt hefur verið orðið þegar Kristján
bóndi á Skálá orti þessa vel gerðu
hringhendu:
Norðan vindar æða efldir
nú er yndi frá í bráð.
Fjallatindar skýjum skefldir
skuggamyndum hylja láð.
Davíð Hjálmar gerir grein fyrir mataræði
sínu í næstu limru:
Radín og radon ég bryð
og ríf í mig geislavirk svið
og bragða í glettni
á brennisteinsvetni.
Það kemur mér varla neitt við.
Eftir að hafa fengið upplýsingar hjá
veiðimanni, sem var félagi í Skotvís, um
hvernig ætti að bera sig til við veiðarnar,
varð þessi til:
Nú er veiðin unun ein,
æstur byssu-þundur
í þaula skoða þúfu og stein
og þefar eins og hundur.
Þegar nú er byrjaður nýr vetur rifjast upp
næsta vísa sem ég veit því miður ekki eftir
hvern er.
Bágt er að sjá hve bliknað fá
blómakollar fríðir.
Svona fyrir feigðar ljá
föllum við um síðir.
Allt í einu rifjast upp þessi undarlega vísa
gamla Ísleifs Gísla á Sauðárkróki:
Kærleiksamboð upp hann tók,
ástar – gambri hreyfði.
En „hárkamba“ eyjan klók
engin sambönd leyfði.
Gaman væri fyrir okkur í nútímanum að
kunna slíka orðgnótt.
Gott að enda með vísu Egils Jónassonar
sem hann mun hafa gert um það leyti er
hann varð áttræður.
Þróttur dvínar, það er mjög við hæfi.
Þó er ég í anda hress og glaður.
Ég hef beðið alla mína ævi
eftir því að verða gamall maður.
Veriði þar með sæl að sinni.
Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi
Sími 452 7154
Það hafði verið í
umræðunni í þó
nokkurn tíma hjá
okkur félögunum að
það væri gaman að
stofna pílufélag á
Hvammstanga. Áhuginn
var til staðar en það eina
sem þurfti var spark í
rassinn til að hefjast
handa.
Fyrir mánuði síðan
hófust framkvæmdir
og styrktarsöfnun.
Peningalega séð fórum
við hægt af stað en
um leið og við fengum
úthlutað húsnæði fór allt
á fullt og einungis þremur
vikum seinna vorum við
búnir að opna. Við eigum
þó enn eftir að klára
ýmislegt sem farið verður
í á næstu vikum.
Á þriðja tug félagsmanna
sækja í aðstöðuna og
alltaf eru nýir að bætast
við, karlar jafnt sem
konur og tökum við vel
á móti öllum. Hægt er að
finna allar upplýsingar á
Facebook síðu okkar. Í
aðstöðu okkar má finna
fjórar vandsmíðaðar
pílubrautir.
Pílukast er íþrótt sem
hefur farið vaxandi á
Íslandi síðustu ár og er
íþróttin sú þriðja
vinsælasta í Bretlandi
um þessar mundir. Á
Íslandi eru nú um tólf virk
pílufélög og fer þeim
fjölgandi. Keppt er mikið í
íþróttinni á landinu í öllum
landshlutum. Íslendingar
eru til að mynda með
landslið í íþróttinni.
Opið er hjá okkur tvisvar
í viku, á þriðjudögum og
fimmtudögum frá 19:30 -
22:00 ásamt auka
opnunartímum af og til.
Stefnan er að vera með
námskeið í íþróttinni
seinna í vetur þar sem
Íslandsmeistari kvenna
kemur og heldur utan um
það.
Fyrirtæki og hópar geta
haft samband við okkur
og leigt aðstöðu okkar sér
til skemmtunar, endi-
lega hafið samband við
okkur á Facebook.
Vonandi sjáum við sem
flesta í vetur.
- - - - - -
Ég skora á Gunnar Pál
Helgason að koma með
pistil.
ÁSKORENDAPENNINN | palli@feykir.is
Patrekur Óli Gústafsson | Formaður Pílufélags Hvammstanga
Pílufélag Hvammstanga
Patrekur Óli grillar á góðum degi. AÐSEND MYND
42/2021 7