Feykir - 03.11.2021, Page 8
Hvernig nemandi varstu?
Örugglega óþolandi, ætla að
nota tækifærið og þakka gömlum
kennurum fyrir kærleikann og
þolinmæðina.
Hvað er eftirminnilegast frá
fermingardeginum? Að mamma
mín og pabbi voru undir sama
þaki, úff.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar
þú yrðir stór? Allt, þess vegna er
ég leikkona í dag.
Hvert var uppáhalds leikfangið
þitt þegar þú varst krakki? Það
sem stendur mest upp úr er blað
og blýantur, teiknaði rosalega
mikið.
Besti ilmurinn? Af nýfæddum
börnunum mínum.
Hvar og hvenær sástu núver-
andi maka þinn fyrst? Ég er svo
makalaus eða ég er makalaus,
svo svarið er pass.
Hvað varstu að hlusta á þegar
þú fékkst bílprófið? Hef alltaf
verið alæta á tónlist, en kannski
það sem stóð upp úr þá og gerir
ennþá í dag er rapp, jazz/blues
og klassísk sinfónía.
Hvernig slakarðu á? Ég er ekk-
ert sérstaklega góð í að slaka
á en auðvitað gerir maður alls
konar og nær sér í smá slökun
í leiðinni. Ég er aðallega að nota
tónlist í dag og tek oft brjálaða
dansa hérna heima. Þetta er
svona aktív hugleiðsla sem er
góð leið fyrir ofvirkan huga. Ég
gæti ekki sest niður og hugleitt
hefðbundið þó ég ætti lífið að
leysa, hausinn á mér gersamlega
springur!
Hverju missirðu helst ekki af í
sjónvarpinu? Áramótaskaupinu.
Besta bíómyndin? Það er ómögu-
legt að eiga eina uppáhalds
bíómynd. Ég dýrka t.d. 80’s/90’s
spenn-u og ævintýramyndir
eins og Goonies eða Batman
Returns svo ég nefni einhver
dæmi. Í dag eru þessar myndir
( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is
NAFN: Vivian Didriksen Ólafsdóttir.
ÁRGANGUR: 1984.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Einstæð móðir.
BÚSETA: Mosfellsbær
HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALIN: Foreldrar eru Ólafur
Andrésson (Mosfellsdal) og Rita Didriksen (Færeyjar). Fæddist í
Færeyjum, ólst upp hér og þar, aðallega þar.
STARF / NÁM: Er starfandi leikkona.
HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Frumsýningar og uppsöfnuð wrap-partý eftir
covid. [Vivian fer með eitt af aðalhlutverkunum í Leynilöggu sem
frumsýnd var 20. október sl.]
Vivian
– bíó sem er feitur hamborgari
með frönskum og nóg af allri
sósu klikkar aldrei.
Hvaða íþróttamanni hefurðu
mestar mætur á? Þetta er allt
saman flott fólk, fylgist lítið sem
ekkert með íþróttum.
Hvað gerir þú betur en allir
aðrir á þínu heimili? Þar sem að
ég er eina fullorðna manneskjan
á heimilinu, þá geri ég ýmislegt
betur.
Hvert er snilldarverkið þitt í
eldhúsinu? Ég er snillingur að
gera heilandi mat, þá meina ég
mat sem bústar meltingarveg og
þar af leiðandi ónæmiskerfið.
Hættulegasta helgarnammið?
Lakkrís.
Hvernig er eggið best? Steikt
báðu megin eða linsoðið.
Hvað fer mest í taugarnar á þér
í fari þínu? Ég er roooosalega
hvatvís, það fer að verða soldið
þreytt.
Hvað fer mest í taugarnar á þér
í fari annarra? Fólk sem vill ekki
að sjá, fólk sem vill ekki skilja og
fólk sem talar niður það sem það
sér ekki og skilur ekki.
Uppáhalds málsháttur eða
tilvitnun? Neyðin kennir naktri
konu að spinna.
Hver er elsta minningin sem þú
átt? Ég á mjög gamla minningu.
Hef verið um eins árs. Er að
labba inn gang á heimilnu mínu
þá, er bara í bleyju og pínu völt,
man eftir þeirri tilfinningu. Er
einhverra hluta vegna með egg í
hendinni og er eitthvað að reyna
að fela það, dett niður og eggið
brotnar undir ofni á ganginum.
Ég man að ég hugsaði: „Þetta er
örugglega ekki gott,“ á meðan ég
var að hræra í eggjarauðunni
með puttunum.
orðnar svo sérstakt bragð,
ef ég mætti orða það þannig.
Þessar myndir einkennast
af hraðri og skemmtilegri
kvikmyndagerð, geggjuðum
hljóðheim, leikstíl sem er í raun
órealískur eða jafnvel lélegur,
ýktum karakterum, húmor og
kaldhæðni, dulúð, létt rómantík
og vondum körlum sem deyja
Þú vaknar einn morgun í líkama
frægrar manneskju og þarft
að dúsa þar einn dag. Hver
værirðu til í að vera og hvað
myndirðu gera? Ég myndi
vilja prófa að vera í eldgömlum
líkama, held að ég myndi læra
að meta svo margt enn meira
eftir það. Segjum bara Anthony
Hopkins, hann er líka alltaf að
gera eitthvað skemmtilegt. Og
þá myndi ég líka fá að upplifa
hvernig það er að vera með
typpi... en svona án þess að
hugsa of mikið um ástandi typpis
á þeim manni.
Hver er uppáhalds bókin þín
og/eða rithöfundur? Dóri DNA,
af því að hann er ógeðslega
fyndinn og klár.
Orð eða frasi sem þú notar of
mikið? Er með æði fyrir orðinu
mental load akkúrat núna.
Þetta er orð sem inniheldur svo
margar tilfinningar – svo gott að
geta sagt eitt orð í staðinn fyrir
að tjá sig um alls konar í allar
áttir.
Hvaða þremur persónum vild-
irðu bjóða í draumakvöldverð?
Tarantino, Wes Anderson og
Spielberg, allt leikstjórar sem ég
elska. Myndi auðvitað passa mig
á að hafa vel af víni með þessum
dinner og plata þá til að gera
sitthvora bíómyndina þar sem
ég er í aðalhlutverki.
Ef þú gætir farið til baka í
tímann, hvert færirðu? Veistu,
mér líður oft eins og ég sé nú
þegar stödd í fornöld varðandi
svo margt í þessum heimi. En
ætli það væri ekki áhugavert
að taka eitt gott spjall við Jesú?
En nú fer ég að hugsa, kannski
er búið að finna upp tímavél
í framtíðinni og einhver snilli
fór aftur í tímann, rambaði á
einhvern Jesú, upplýsti hann um
alls konar og þess vegna varð
Jesú svona meðvitaður gaur.
Pæling.
Hver væri titillinn á ævisögu
þinni? FML
Framlenging:
Ef þú gætir hoppað upp í
flugvél og réðir hvert hún færi,
þá færirðu... Akkúrat núna, bara
eitthvert þar sem er sól og ódýrt
að lifa, bið ekki um meir.
Bucket list spurningin: Nefndu
eitthvað þrennt sem þér finnst
þú mega til að gera áður en
þú gefur upp öndina: Flytja
eitthvert til Asíu með börnin
mín og upplifa með þeim nýjan
heim, teygjustökk og synda
með hákörlum, sem er auðvitað
Bucketlist klassík. Er til íslenskt
orð yfir Bucketlist?Vivian. AÐSEND MYND
8 42/2021