Feykir - 03.11.2021, Qupperneq 12
Einn kunnasti
hestamaður Íslands á
áratugunum um og
eftir aldamótin 1900
var Bjarni Jóhannesson
(1861-1941), jafnan
nefndur Hesta-Bjarni.
Hann var fæddur og
uppalinn á Reykjum
[í Hjaltadal] og varð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi
fyrir tamningar og verslun með hesta. Þolinmæði hans
við baldna og erfiða fola voru engin takmörk sett. Sagt
var að hann hefði aldrei barið hest til hlýðni, hversu
óþægur og þrjóskur sem hann var, en sigrað með
þolinmæði. Fræg er saga af því er Bjarni kom á bæ til að
sækja tamningafola sem var í stóði spölkorn frá. Bóndi
sendi vinnumenn sína eftir folanum og tók langan tíma
og fyrirhöfn áður tækist að ná honum og yfirbuga svo
að koma mætti upp í hann beislinu. Töldu menn þá
björninn unninn og fengu Bjarna tauminn. En hans
fyrsta verk var að taka út úr honum beislið. Og svar
Bjarna til hinna undrandi áhorfenda var: „Mér líkaði
ekki hvernig ég tók hann.“
Bjarni fór fjölmargar hestasöluferðir norður og
austur um land og jafnvel suður. Hvaðeina sem Bjarni
sagði um kosti og eðli hesta var talið sannmæli og naut
hann því óskoraðs trausts og virðingar á þessu sviði.
Hann stundaði oft barnakennslu á vetrum en
tamningar á sumrin og veit enginn fjölda þeirra hrossa
er hann tamdi eða lagaði.
/Byggðasaga Skagafjarðar 6. bindi
Byggðasögumoli | palli@feykir.is
Hesta -Bjarni
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
42
TBL
3. nóvember 2021 41. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Starfsfólk Byggðastofnunar bauð
síðasta föstudag gestum og gangandi að
koma og samfagna því að nýtt og
glæsilegt húsnæði hafi verið tekið í
notkun á Sauðárkróki. Ekki stóð á
gestakomunni og segir Aðalsteinn
Þorsteinsson, forstjóri, ánægjulegt að
sjá þann áhuga sem fólk sýnir starf-
semi stofnunarinnar.
Aðalsteinn segir fjölda fólks hafa heim-
sótti stofnunina þennan dag en viður-kennir
að hafa klikkað á að telja. „Ánægjulegt er
að sjá þann áhuga sem fólk sýnir starfsemi
stofnunarinnar og þeim verkefnum sem
hún vinnur að. Húsið og búnaður þess
hefur reynst okkur vel, hönnun þess og smíði er af mjög
háum gæðum og verktökum til sóma. Áhersla var lögð
á að húsið væri bjart og fallegt og bjóði upp á
sveigjanleika þannig að starfsemin geti þróast áfram
ásamt því að hljóðvist og loftgæði og öll vinnuaðstaða
sé svo góð sem verða má,“ segir hann.
Starfsfólk flutti í húsið um miðjan júní 2020 og
hefur því verið í nýjum húsakynnum í um 16 mánuði
Margmenni í opnu húsi Byggðastofnunar
Loksins veislufært
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar og Bjarni Jónsson, nýkjörinn
alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi, gátu líklega rætt sitthvað gagnlegt fyrir byggðir
landsins á milli þess sem þeir ræddu við aðra gesti Byggðarstofnunar. MYND: PF
Á heimasíðu Blöndu-
ósbæjar segir frá því
að bærinn stefnir á að
gefa út viðburða-
dagatal með dagskrá
flestra þjónustuaðila,
kirkjunnar, félaga,
safna og skóla auk
upplýsinga um tón-
leika, jólamarkaði og
öðru því sem fylgir
aðventunni.
Eru fyrirtæki, stofnanir, félög og einstaklingar sem
standa fyrir viðburðum og þjónustu á aðventunni hvött til
að senda inn upplýsingar en viðburðadagatalinu verður
dreift á öll heimili og fyrirtæki á Blönduósi og sveitum í
kring.
Upplýsingar um viðburði er hægt að senda á Kristínu
Ingibjörgu, Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa
Blönduósbæjar á netfangið: kristin@blonduos.is eða í
síma 455-4703 í síðasta lagi þriðjudaginn 16. nóvember
nk. /ÓAB
Njótum töfra aðvent-
unnar í heimabyggð
Blönduós
Frá Æskujóla-tónleikum á Blönduósi.
MYND: RÓBERT DANÍEL
Vélgæsla- og viðhaldsstarf
Dögun leitar að nýjum liðsmanni. Félagið starfrækir mjög
tæknivædda vinnslu sem krefst þekkingar og útsjónarsemi
við rekstur og umsjón. Um er að ræða fjölbreytt starf á sviði
vélstjórnunar, viðhalds, iðnstýringa og fleira.
Helstu verkefni:
Vélgæsla og viðhald.
Umsjón með viðhaldi og viðgerðum.
Rekstur vélbúnaðar, tækja- og iðnstýrikerfa.
Allskonar reddingar og inngrip þegar þörf er á!
Vinnutími getur verið breytilegur.
Hæfniskröfur:
Reynsla og þekking af vélbúnaði.
Geta til að skipuleggja og vinna verkefni.
Sjálfstæði í starfi, samskiptahæfileikar.
Menntun á sviði vélvirkjunar, vélstjórnar er kostur.
Góð tölvukunnátta.
Upplýsingar gefur Yngvi Yngvason í síma 899-7170 og Óskar Garðarsson
í síma 892-1586. Vinsamlegast sendið umsókn á oskar@dogun.is
Dögun sérhæfir sig í vinnslu á rækju og starfrækir mjög fullkomna
rækjuvinnslu á Sauðárkróki. Félagið hefur nýlega lokið við miklar
endurbætur á framleiðslubúnaði með frekari tæknivæðingu
og aukinni sjálfvirkni. Félagið er leiðandi á sínu sviði.
Dögun hefur starfað samfleytt í 35 ár á traustum grunni.
Yfir 90% af sölu félagsins fer á erlenda markaði.
en ekki getað haldið opnunarhátíð fyrr en nú. „Það
má því kannski segja að við höfum legið hér í leyni
frá því að við fluttum inn. En eftir að samkomu-
takmörkunum vegna Covid 19 var aflétt hefur verið
mikið um heimsóknir til okkar og við höfum tekið á
móti hópum af ýmsum stærðum á skemmri og lengri
fundi. Það má segja að húsið iði nú af lífi,“ segir
Aðalsteinn. /PF