Morgunblaðið - 04.04.2022, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022
www.rafkaup.is
Imran Khan, for-
sætisráðherra
Pakistans, fram-
lengdi valdatíð
sína með því að
rjúfa þing og
boða til kosninga
áður en þingið
gæti fjallað um
vantrauststillögu
á sig.
Khan segir bandarísk stjórnvöld
standa að baki samsæri gegn sér
fyrir vinsamleg samskipti við Rúss-
land og Kína.
Shehbaz Sharif, leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar, sakar Khan um
landráð og kveðst vonast til þess að
hæstiréttur landsins skakki leikinn
þegar hann fjallar um málið í dag.
Efnahagsöngþveiti og kreppa
hefur grafið undan stjórn Khan,
sem gat sér frægð sem krikket-
stjarna, en auk þess hefur kastast í
kekki með honum og hernum.
PAKISTAN
Imran Khan heldur
enn naumlega velli
Imran Khan
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Undanhald Rússa frá Kænugarði
hefur leitt í ljós hrylling stríðsins og
voðaverk rússneskra hermanna, sem
varla er nokkrum vafa undirorpið að
flokkast undir stríðsglæpi.
Lík óbreyttra borgara hafa fund-
ist á víð og dreif á götum úti, sumir
með hendur bundnar fyrir aftan bak
og virðast hafa verið teknir af lífi, en
aðrir virðast hafa verið skotnir á færi
á leið heim með mat eða úti að ganga
með hundinn. Önnur lík hafa verið
falin, hulin með dúk eða vafin í um-
búðaplast, sum í fjöldagröfum, öðr-
um staflað upp í kjöllurum. Sum lík-
anna eru hálfbrennd og mörg bera
merki pyndinga. Enn eru að finnast
lík óbreyttra borgara í nágrenni höf-
uðborgarinnar, en þau skipta hundr-
uðum nú þegar.
Að sögn erlendra blaðamanna,
sem hafa komist inn á þessi yfir-
gefnu hernámssvæði Rússahers eftir
að hann féll frá umsátri um Kænu-
garð, er aðkoman skelfileg og ber
vott um ótrúleg grimmdarverk í
skjóli hernaðarins.
Ekki þó síst þegar haft er í huga
að þetta eru lík óbreyttra borgara,
margir með hvíta borða til þess að
gefa til kynna vopnleysi. Þar á meðal
eru konur og börn þótt meirihlutinn
séu karlar.
Grimmdarverkin skipulögð
Vestrænir hernaðarsérfræðingar
telja að ódæðisverkin beri ekki vott
um stjórnleysi rússneskra her-
manna, heldur að grimmdarverkin
hafi verið framin af yfirlögðu ráði,
samkvæmt skipunum.
Benda þeir á fyrri dæmi um sams
konar illvirki rússneskra herja í
Tsjetsjníu, þar sem ráðist var á
óbreytta borgara af skefjaleysi til
þess að brjóta á bak aftur alla and-
stöðu við innrásarliðið, öðrum til við-
vörunar og til þess að vekja ógn og
skelfingu.
Rússnesk stjórnvöld hafna þessu
með öllu og segja ásakanir um
fjöldamorð óbreyttra borgara vera
ósannindi og áróður af hálfu Úkra-
ínustjórnar. „Það blasir við að þetta
eru falsanir og sviðsettar myndir,“
sagði Dmítríj Peskov, talsmaður
stjórnvalda í Kreml.
Ronaldi Schemidt/AFP
Úkraína 20 lík óbreyttra borgara á götu í Bútsja norður af Kænugarði. Sumir virðast hafa verið bundnir á höndum og teknir af lífi, aðrir skotnir á færi.
Rússar fremja stríðsglæpi
- Lík hundraða óbreyttra borgara finnast á fyrrum yfirráðasvæða Rússlandshers
- Merki um aftökur á götum úti og pyntingar - Rússar segja það sviðsetningu
Ráðgert er að Úkraínuher fái innan
skamms afhenta skriðdreka til þess
að treysta varnir og auka sókn-
argetu í austur- og suðurhluta lands-
ins, þar sem búist er við að stríðs-
átök magnist á næsti dögum eftir að
rússneskar hersveitir hörfuðu frá
Kænugarði.
Þetta herma heimildarmenn í
bandaríska varnarmálaráðuneytinu,
en það yrði veruleg stefnubreyting
af hálfu vestrænna ríkja, sem hafa
ekki látið Úkraínu í té skriðdreka
eftir að árás Rússa hófst. Gert er ráð
fyrir að þeir fái í hendur skriðdreka
rússneskrar gerðar, sem þeir eru
vanir, svo ekki þurfi að þjálfa skrið-
drekasveitir til notkunar á þeim.
Ekki er ljóst hvaðan skriðdrekarnir
koma, en hugsanlega mun a.m.k.
hluti þeirra koma frá Póllandi, sem á
mikið af rússneskum skriðdrekum.
Pólland hefur verið í fararbroddi
stuðnings við Úkraínu innan Atl-
antshafsbandalagsins, en hefur
einnig sérstaklega náin tengsl við
Bretland og Bandaríkin. Pólverjar
hafa nýverið gengið frá kaupum á
nýjum bandarískum M1A2 Abram-
skriðdrekum með það fyrir augum
að leggja rússneskum T-72 drekum
sínum.
AFP/Fadel Senna
Stríð Úkraínskur skriðdreki, rússneskrar gerðar, í landamærabænum
Trostíanets, sem Úkraínuher náði aftur á sitt vald skömmu fyrir fyrir helgi.
Úkraína fær rúss-
neska skriðdreka
Sex manns voru skotnir til bana og
að minnsta kosti tíu særðir í skot-
árás í miðbæ Sacramento, höfuð-
borgar Kaliforníu, á sunnudags-
nótt.
Lögregla leitar árásarmannsins
eða -mannanna, en atvikalýsing var
óljós og virðist lögregla hafa á litlu
að byggja. Hún hefur beðið almenn-
ing um hvers kyns upplýsingar um
málið og ábendingar um hver eða
hverjir kynnu að hafa verið að
verki.
Að minnsta kosti tíu manns voru
fluttir sárir á sjúkrahús, en engar
upplýsingar hafa verið gefnar um
áverka þeirra eða líðan.
KALIFORNÍA
Sex fallnir og tíu
særðir í skotárás
AFP
Sacramento Lögregla girti svæðið af.