Morgunblaðið - 04.04.2022, Page 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Mikið úrval af öryggisvörum
Verkfæri og festingar
vinnuföt fást einnig í
HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414 3700 • hagi@hagi.is • hagi.is • Hagi ehf HILTI
Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga
„Ríkið hefur tekið þá
ákvörðun að banna Jó-
dísi Skúladóttur, þing-
manni Vinstri-grænna,
að skilgreina sig sem
konu.“ Jódís greinir frá
þessu á visir.is 27. mars
sl. Þingmaðurinn lýsir
ekki stjórnsýsluformi
bannsins en einhvers
staðar – í Stjórn-
arráðinu? – sitja
„þröngsýni og kredduháttur fortíðar“
og heimta að „troða“ Jódísi í „fyr-
irframgefinn, ferkantaðan raunveru-
leika“. Er hér með lýst eftir þeim.
Ég á aldrei von á vitrænum svörum
frá trans-aðgerðasinnum. Ég vonaði
þó að þingmaðurinn myndi sýna vott
af rökhugsun og svara transgátunni.
En Jódís veltir hvorki fyrir sér því
lögmæta athugunarefni, né útskýrir
hún hvaða orð í mínum „ömurlegu
skrifum“ eru „hatursumræða“, „ýta
undir ofbeldi“, „standa fyrir öfga-
stefnum“ og setja „transfólk í lífs-
hættu“. Nei, í stað þess að rökstyðja
rauðsíldar-salatið sitt – sem á meira
skylt við drykkjuröfl á ítölskum bar á
Mussolini-árunum en bona fide skoð-
anagrein eftir 21. aldar þingmann í
norðurevrópsku lýðræði – gramsar
Jódís í verkfæraskúffu trans-
rannsóknarréttarins (merkt „UM-
RÆÐA BÖNNUГ) og dregur upp
tól slitin af ofnotkun: aðdróttanir,
uppnefni, ærumeiðingar, rökvillur og
hótanir.
Grein Jódísar er kennslubók-
ardæmi um umburðarleysi sem á að
vera ólíðandi, óverjandi og óþolandi í
lýðræðisþjóðfélögum. Þrátt fyrir að
þykjast tala gegn „mismunun“ er
Jódís reiðubúin að ritskoða, banna og
gera útlægar allar skoðanir á skjön
við hennar eigin. Auð-
velt er að lesa á milli lín-
anna við hvað þingmað-
urinn á með lofi sínu um
„fjölmiðla sem hafa
komið góðum verkum í
höfn með þéttu aðhaldi
(svo „þéttu“ að aðeins er
pláss fyrir „réttar“
skoðanir) og opinni um-
ræðu um krefjandi mál“.
Ef marka má skila-
boðin sem rignt hefur
yfir mig síðan Morg-
unblaðið birti grein
mína 25. mars sl. fer svo lítið fyrir
„opinni umræðu“ í íslensku þjóðfélagi
að landið er orðið eins konar trans-
gúlag sem „bannar alla lýðræðislega
þjóðfélagsumræðu“ ef hún inniheldur
vott af gagnrýni (guðlast) á sér-
trúarsöfnuð transkirkjunnar eða,
eins og einn faðir skrifaði, „ef maður
er ekki 100% sammála öllu trans þá
er maður transfóbískur“.
Kannski kemur það Jódísi á óvart,
en það eru ekki allir sammála henni.
Skoðanakannanir í mörgum löndum
sýna greinilega að ekkert alþjóðlegt
samkomulag ríkir um óskalista þeirra
sem einkenna sig „trans“. Þótt allt
sómasamlegt fólk fyrirlíti ofbeldi og
mismunun gegn „trans“ ein-
staklingum er langt í frá að fólk sé
sammála um að karlmenn sem ein-
kenna sig sem konur eigi að hafa rétt
til að keppa í kvennaíþróttum og hafa
aðgang að prívat stöðum kvenna.
Mikill meirihluti almennings er and-
vígur því að skattborgarar greiði fyr-
ir (gífurlega kostnaðarsamar og
hættulegar) útlits- og kynbreytandi
skurðaðgerðir. Hefðu Íslendingar
haft upplýsingar og tækifæri til að tjá
sig um það væri niðurstaða þeirra
sennilega svipuð.
En þjóðin hefur haft hvorugt, þökk
sé fjölmiðlum á fjórum fótum skríð-
andi fyrir ráðamönnum eins og Jó-
dísi. „Þegar við látum áróður og fas-
isma (ef Jódís gerði allar skoðanir
ólöglegar sem henni mislíkar væri
fasismi úr sögunni!) í fjölmiðlum leyf-
ast án athugasemda … gýs jafnan
upp „trans-lífshættuleg“ orðræða
(eins og Írisar og Pútíns, nota bene].“
Í stað þess að hvetja til og taka þátt
í skynsamlegri þjóðfélagsumræðu um
mikilvæg mál velur Jódís ad hom-
inem ærumeiðingar og aðdróttanir og
ræðst á grundvöll réttinda okkar
allra – réttinn til málfrelsis.
Þetta óþol og fyrirlitning – frá full-
trúa Alþingis sem hefur svarið þess
eið að virða og verja stjórnarskrár-
varin réttindi okkar og hefur vald til
að lögfesta bönn á skoðanir sem ekki
eru í takt við hennar eigin – fyrir rétt-
indum þegnanna til málfrelsis er ógn-
vekjandi. Munu Jódís og kollegar
hennar neyða skoðunum sínum upp á
landsmenn án umræðu? (Foreldrar
sem haft hafa samband við mig
myndu segja að það hafi þau þegar
gert.) Mun trans-rannsóknarrétt-
urinn refsa okkur villutrúarfólkinu
sem ekki er sammála skoðunum
transkirkjunnar? Beita sektum? Mis-
munun? Ofbeldi?
Jódís á að biðja Morgunblaðið af-
sökunar á því virðingarleysi sem hún
hefur sýnt ritstjórn blaðsins og
starfsfólki þess fyrir það eitt að vinna
störf sín eins og þau best geta. Hún á
að biðja kjósendur afsökunar á virð-
ingarleysi því sem hún hefur sýnt
þeim og stjórnarskrárvernduðum
rétti þeirra til málfrelsis. Svo ætti
hún að læra utan bókar 73. gr. Stjórn-
arskrár Íslands:
„Allir eru frjálsir skoðana sinna og
sannfæringar … Ritskoðun og aðrar
sambærilegar tálmanir á tjáning-
arfrelsi má aldrei í lög leiða.“
Transfasistarnir Íris og Pútín
Eftir Írisi
Erlingsdóttur
Íris Erlingsdóttir
» Svo lítið fer fyrir
„opinni umræðu“ í
íslensku þjóðfélagi að
landið er orðið eins kon-
ar trans-gúlag sem
bannar alla lýðræð-
islega þjóðfélagsum-
ræðu.
Höfundur er fjölmiðlafræðingur.
Greinarhöfundar
hafa hvor um sig starf-
að í menntakerfinu í
um það bil hálfa öld og
látið sig skólamál
miklu varða. Það er því
af nokkurri reynslu
sem við teljum að
menntamál hafi mjög
oft verið hornreka í
pólitískri umræðu og
framkvæmd ríkis og sveitarfélaga.
Áherslur stjórnvalda og stjórn-
málaflokka í menntamálum
Við höfum margoft bent á þá stað-
reynd að búseta í okkar fallega landi
verður aldrei í góðu lagi, hvað þá
heldur með frábærum hætti ef menn
standa ekki góðan vörð um mennta-
kerfið. Mennta- og skólakerfi á að
vera stolt hverrar þjóðar. Þetta hafa
fjölmargar þjóðir skilið til fullnustu,
s.s. Japanir, Hollendingar, Suður-
Kóreumenn, íbúar í Singapúr og
Finnar. Hvernig snúum við vörn í
sókn? Ýmislegt getum við nýtt okkur
úr brunni reynslunnar og góðum að-
ferðum þjóða sem hafa náð bestum
árangri.
Stefnumótun og fjármál
Þingmenn og sveitarstjórn-
arfulltrúar eru lykilmenn í þessum
efnum. Þeir hafa ákveðið stefnuna og
fjárveitingar til framkvæmda á
hverju ári og bera því höfuðábyrgð á
því hver staðan er í menntamálum
þjóðarinnar og hverju sveitarfélagi.
Okkur finnst að þeir þurfi nú þegar
að gera mun betur og halda svo
áfram að efla og bæta skólakerfið á
næstu árum ef við eigum að geta rétt
hlut okkar eða öllu heldur barna
okkar og barnabarna. Nú er þörf á
samstilltu átaki og að bæta fyrir van-
rækslu liðinna áratuga í skóla-
málum.
Fræðslustefna
Frá grunnskóla til loka framhalds-
skóla er forsenda þess að við getum
áttað okkur vel á stöðunni eins og
hún er nú og mikilvægustu atriðum
menntunar. Fá þarf reynda skóla-
menn, fulltrúa sveitarfélaga,
menntamála- og fjármálaráðuneytis
til að semja drög að vandaðri
fræðslustefnu. Hún þarf að innihalda
tímasett markmið og deilimarkmið
ásamt tímasettum fjárveitingum til
skóla. Stefnuna verður að endur-
skoða reglulega. Stefnan þarf að
vera samin í anda valddreifingar þar
sem skólastofnanir hafa sjálfstæði
en bera jafnframt mikla ábyrgð á ár-
angri nemenda. Stjórnandi hverrar
stofnunar ber ábyrgð á árangri nem-
enda sinna í samráði við foreldra.
Fjármál og fleira
Mikilvægt er að sú stefna verði
tekin að allar menntastofnanir hafi
fjármagn til að hægt sé að ráða fær-
asta fagfólk til starfa. Kjaramál
kennara þarf því að taka til algjörrar
endurskoðunar í tengslum við fjár-
reiður skólanna. Stjórnendur skóla
eiga skilyrðislaust að hafa sjálfir
svigrúm án allrar miðstýringar til að
ráða færasta fagfólk til starfa og
greiða þeim verulega góð laun. Kenn-
arar þurfa um leið að hugsa sín mál
að nýju og eiga ekki að sætta sig við
neitt minna en afar góð laun.
Brotthvarf úr skóla
Í mörg ár hafa menn reynt að finna
góðar leiðir til að vinna gegn brott-
hvarfi nemenda úr skóla. Brotthvarf
úr skóla er grafalvarlegt mál fyrir
hvern þann nemanda sem í því lendir,
hætt er við að nemendur verði fyrir
alvarlegu áfalli þar sem sjálfsöryggi
skaðast og áræði og kjarkur bregst.
Dæmi eru um að brotthvarf leiði ein-
staklinga í alvarlegar ógöngur. Með
fræðslustefnu þar sem boðið verður
upp á raunverulegt einstaklings-
miðað nám er hægt að draga úr líkum
á brotthvarfi. Þar má meðal annars
líta til reglulegra viðtala við umsjón-
arkennara og námsráðgjafa, fjöl-
breyttra námsleiða, tryggs aðgengis
nemenda að verklegum brautum og
markvissrar lestrarkennslu.
Sóknarfæri
í skólamálum
Eftir Gunnlaug
Sigurðsson
og Þorstein
Þorsteinsson
Gunnlaugur
Sigurðsson
» Stefnan þarf að vera
samin í anda vald-
dreifingar þar sem
skólastofnanir hafa
sjálfstæði en bera jafn-
framt mikla ábyrgð á
árangri nemenda.
Gunnlaugur er fv. skólastjóri
Garðaskóla. Þorsteinn er
fv. skólameistari FG.
thorsteinn2212@gmail.com
Þorsteinn
Þorsteinsson
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Um 3000
þjónustufyrirtæki
eru á skrá hjá
finna.is
HVAR ER
NÆSTA
VERKSTÆÐI?
Allt um sjávarútveg