Morgunblaðið - 04.04.2022, Page 17
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022
TORMEK Brýnsluvélar
Tormek T-4
Verð 73.390
Allar stýringar fyrirliggjandi
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is
Opið
virk
a
dag
a frá 9-18
lau
frá 11-1
7
SVX-150:
Skærastýring
Verð 9.870
Tormek T-2
Atvinnu eldhúsbrýni
Verð 112.770
SVD-186:
Stýring fyrir tréskurðar- og rennijárn
Verð 17.260
SVM-140:
Hnífastýring
Verð 9.410
SVA-170:
Axarstýring
Verð 2.930
SVM-00:
Stýring fyrir tálguhnífa
Verð 6.250
SE-77:
Stýring fyrir hefiltennur og sporjárn
Verð 11.760
Vefverslun brynja.is
TNT-808
Aukahlutasett fyrir rennismíði
Verð 54.395
HTK-806
Sett fyrir hnífa skæri o.fl.
Verð 39.980
Tormek T-8
Verð 126.800
Komnir eru fram
átta listar í kosningum
til borgarstjórnar
Reykjavíkur í maí 2022.
Þarna eru kunningjar á
ferðinni; Framsókn,
Sjálfstæðisflokkur,
kommar og kratar,
sumir rækilega dulbún-
ir. Gamli fjórflokkurinn
eins og hann leggur sig.
Og svo eru nokkrir ný-
liðar, t.d. afsprengi klofnings eldri
flokka eða bankahrunsins. Við fyrstu
sýn viðist þetta fjölskrúðugt framboð
af alls konar, eitthvað fyrir alla. En
þegar betur er að gáð kemur allt annað
í ljós.
Allir listarnir eiga sameiginlegan
innbyggðan kerfisgalla, sem vinnur
sjálfkrafa gegn mikilvægustu hags-
munum borgarbúa, gegn þjóðarhag og
gegn hagsmunum landsmanna. Þessi
kerfisgalli er banvæn afbökun vegna
misvægis atkvæða í kosningum til Al-
þingis. Listarnir átta eru hreinrækt-
aðir landsmálalistar því þeir eru aðeins
aukageta flokka, sem bjóða einkum
fram í alþingiskosningum í öllum kjör-
dæmum.
Frá stofnun lýðveldisins og lengur
hefur Reykjavík verið stjórnað af þess-
um landsmálalistum og áratuga
reynsla er af því í borgarstjórn að þeg-
ar hagsmunir borgar og landsbyggðar
skarast eru hagsmunir borgarbúa allt-
af látnir víkja. Þetta á einkum við um
lóðina undir 80 ára gömlum herflugvelli
í Vatnsmýri og lofthelgina yfir öllu nes-
inu vestan Elliðaáa, alls
um 2.200 hektarar lands.
Listarnir átta eru eins
konar trójuhestar í ráð-
húsi Reykjavíkur, far-
vegir fjandsamlegra og
eyðandi bjögunaráhrifa
af landsbyggðinni í krafti
misvægis atkvæða. Her-
flugvöllinn skal festa í
sessi í Vatnsmýri með
öllum tiltækum ráðum.
Sömu listar berjast gegn
framboðum borgarafla
úr grasrótinni með því
að halda fjölda kjörinna fulltrúa í
borgarstjórn sem minnstum.
Ríkið og sveitarstjórnir í SV-
kjördæmi (Kraganum) telja sig eiga
sameiginlegra hagsmuna að gæta
gagnvart Reykvíkingum; að festa her-
flugvöllinn í Vatnsmýri til langframa.
Misvægi atkvæða er vopnið, sem bítur
á kjörna fulltrúa í Reykjavík, og er
það afl, sem ræður þróun byggðar,
borgarskipulagi og þar með örlögum
borgarbúa. Með misbeitingu valds
misvægisins hefur herflugvellinum
verið haldið í Vatnsmýri í 77 ár eftir
stríðslok 1945.
Í skugga misvægis segja kjörnir
fulltrúar Reykvíkinga í borgarstjórn
og á Alþingi að ríkið ráði yfir herflug-
vellinum í Vatnsmýri. Flestir hinna
kjörnu viðurkenna þó að Samtök um
betri byggð hafi faglega séð rétt fyrir
sér í helstu skipulagsmálum Reykja-
víkur, það sé hins vegar pólitískt
ómögulegt að láta almannahag ráða
og ganga þannig gegn valdi og vilja
ríkisins um áframhaldandi flugrekstur
í Vatnsmýri.
Samtök um betri byggð eru frjáls
og óháð félagasamtök á skipulagssviði.
Þau mæta ærandi þögn og fálæti
borgaryfirvalda. Þessi samtök benda
hins vegar á að vald ríkisins er auðvit-
að ekki lögformlegt. Reykvíkingar
fara með skipulagsvald yfir öllu landi
innan sveitarfélagamarka Reykjavík-
ur eins og önnur sveitarfélög á Íslandi
innan sinna marka, í samræmi við lög,
reglur og hefðir hvar sem er, ekki
bara á Íslandi. Það vald er algert og
óskorað. Illa fengið vald ríkisins er
hins vegar áhrifavald af misbeitingu
misvægis. Það nær aðeins til einka-
hagsmuna einstakra kjörinna fulltrúa
Reykvíkinga og til framboðslista
landsmálaflokka í kosningum til Al-
þingis og borgarstjórnar. Raunveru-
legur vilji Reykvíkinga sjálfra er allt
sem til þarf.
Ríkið tók Vatnsmýrarsvæðið með
óréttmætum og fjandsamlegum hætti
af Reykvíkingum 1946, afhenti Flug-
félagi Akureyrar herflugvöllinn til lei-
gufrírra afnota og gerði fyrrverandi
stjórnarformann þess að flug-
málastjóra ríkisins. Hvorki eru dæmi
um slíkt landrán hérlendis né í nálæg-
um löndum en þekkt tilvik í nútíma-
sögunni skekja heimsbyggðina, m.a. í
Palestínu og í Úkraínu. Talsmáti Pút-
íns og annarra illvirkja minnir
óþyrmilega á þvætting þeirra, sem
beita sér fyrir áframhaldandi flug-
rekstri forkólfa Akureyringa og sam-
herja þeirra í Vatnsmýri.
Árlegt tjón af herflugvelli í stað
miðborgar í Vatnsmýri nemur hundr-
uðum milljarða króna. Tjónið felst
m.a. í stjórnlausri útþenslu byggðar, í
því að stöðugt eru reist íbúðahverfi á
röngum stöðum ár eftir ár, áratug eft-
ir áratug. Viðvarandi atgervisflótti frá
Íslandi, óhóflegur akstur, einhver
mesta bílaeign heims per 1.000 íbúa,
mikil mengun, mikill útblástur CO2,
slök lýðheilsa og ómæld glötuð tæki-
færi eru meðal helstu einkenna
byggðar og samfélags.
Endurheimt Vatnsmýrar og loft-
helginnar yfir nesinu eru veigamestu
hagsmunir Reykvíkinga fyrr og síðar.
Landsmálaöflin í borgarstjórn van-
rækja stöðugt að upplýsa kjósendur
um helstu skipulagsvalkosti. Þau úti-
loka kjósendur frá þátttöku í stefnu-
mótun en semja þess í stað herfilega
af sér í reykfylltum bakherbergjum,
bæði við ríkið og við nágrannasveit-
arfélögin í SV-kjördæmi. Þessi lands-
málaöfl hafa alltaf gætt þess að „flug-
vallarmálið“ sé ekki á döfinni fyrir
kosningar.
Kjósendur í Reykjavík verða að
sameinast um framboð sem er með
öllu óháð misvægi atkvæðanna og
landsbyggðarsjónarmiðum, lista sem
vinnur eingöngu að reykvískum hags-
munum á forsendum borgarbúa. Þeir
sem ná inn í borgarstjórn af þeim lista
geta unnið fyrir kjósendur sína og
rætt við þá hvern einasta dag næstu
fjögur ár.
Reykjavík, besta borg
í heimi – án herflugvallar
Eftir Örn
Sigurðsson
Örn Sigurðsson
» Listarnir átta eru
eins konar tróju-
hestar í ráðhúsinu, far-
vegir fjandsamlegra og
eyðandi bjögunaráhrifa
af landsbyggðinni í
krafti misvægis at-
kvæða.
Höfundur er arkitekt,
í framkvæmdastjórn
Samtaka um betri byggð (BB).
arkorn0906@gmail.com
Móttaka að-
sendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morg-
unblaðsins og höfunda.
Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar á aðra
miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá kl.
8-18.