Morgunblaðið - 04.04.2022, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.04.2022, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022 Upphafið má rekja aftur til ársins 2007 þegar við vorum allir starf- andi skólastjórar í Reykjavík og tókum þátt í námsferð til New Orleans ásamt fleirum. Þá tókst með okkur vinskapur sem síðan hefur styrkst og þróast. Með mis- reglulegu millibili höfum við hist, etið og drukkið og borið saman misalvarlegar bækur okkar. Ósjaldan höfum við notið gest- risni og matreiðsluhæfileika Arn- ar við þau tækifæri. Nú verða þær stundir ekki fleiri. Kennsla var ævistarf Arnar Halldórssonar og snemma var honum treyst fyrir stjórnunar- og leiðtogastörfum í skólakerfinu. Rúmlega þrítugur var hann kom- inn í hóp skólastjóra í Reykjavík. Örn var hæglátur maður og fór ekki í gegnum lífið með neinum gusugangi. Það var ekki hans stíll að berja sér á brjóst og miklast af verkum sínum eða gefa mönnum óumbeðin ráð. En enginn þurfti að efast um einlægan áhuga hans, heilindi og metnað gagnvart þeim verkefnum sem honum var trúað fyrir og undir hans forystu blómstraði fjölbreytt og fram- sækið skólastarf í Selásskóla og síðar Grandaskóla. Í góðra vina hópi var hann hrókur alls fagn- aðar og með gítarinn í hönd leiddi hann gjarna viðstadda með sér í söng. Með þakklæti og virðingu minnumst við Arnar og vottum eiginkonu hans og börnum þeirra okkar dýpstu samúð við ótíma- bært fráfall hans. Börkur Vígþórsson, Hilmar Hilmarsson, Hreiðar Sigtryggsson, Óskar S. Einarsson. Vinakveðja. Það er ekki auðvelt að setjast niður og skrifa minningargrein um Örn Halldórsson vin okkar hjóna. Það er tvennt sem okkur er efst í huga en það fyrra er það þegar Örn ásamt öðrum vini okk- ar myndaði brúðkaup okkar og náðum við aldrei að fullþakka Erni fyrir það að verja með okkur deginum okkar. Hitt er það þegar við hjóninu og vinir vorum á ferðlagi um vest- firði og við boðuðum okkur í heimsókn á Hólmavík til Arnars og Ingibjargar en svo fór það svo að hún var ekki á staðnum þegar við komum. Örn tók því einn á móti okkur með kaffi, nýbökuðum vöfflum og öllu tilheyrandi. Þess- ar móttökur lýstu Erni vini okkar svo vel. Alltaf hlýtt og gott faðm- lag og hlýtt hjarta. Við þökkum Erni fyrir góðar stundir og góðan vinskap og vottum Ingibjörgu, Sif, Halldóri Smára og fjölskyldu og vinum okkar dýpstu samúð. Örn Halldórsson var góður eig- inmaður, faðir og vinur og verður sárt saknað. Djúp og varanleg vinátta er dýrmætari en veraldlegar viðurkenningar, og allt heimsins gull og silfur. Henni þarf ekki endilega alltaf að fylgja svo mörg orð heldur gagnkvæmt traust og raunveruleg umhyggja. Kærleikur, sem ekki yfirgefur. (Sigurbjörn Þorkelsson) Takk fyrir vináttuna kæri Örn. Klara Lísa og Gísli. Væri ekki snjallt að byrja á því að segja: „Að heilsast og kveðjast er lífsins saga?“ Þessum orðum beindi ég til Arnar þegar við vor- um tveir saman á leið vestur í Helgafellssveit á Snæfellsnesi eitt vorið til að standsetja veiði- hús fyrir komandi sumar. Tímann sem í aksturinn fór nýttum við fé- lagarnir eins og ávallt til að ræða skólamál og ýmis úrlausnarefni sem biðu okkar á þeim vettvangi. Þessi orð voru mín tillaga að upp- hafsorðum skólaslitaræðunnar það árið. Mér þykir vel við hæfi að gera þau einnig að upphafsorðum minna síðustu orða til Arnar því þau eru svo sönn. Við Örn heilsuðumst fyrst fyr- ir þrjátíu árum þegar ég var ráð- inn, sumpart fyrir hans tilstuðl- an, sem kennari við Grandaskóla í Reykjavík. Fljótlega eftir að við Örn hófum að vinna saman fund- um við að það var ekki aðeins samhljómur í viðhorfum okkar til náms og kennslu heldur einnig til lífsins almennt. Smátt og smátt myndaðist traustur vinskapur sem entist þar til yfir lauk. Báðir vorum við áhugamenn um stang- veiði og þær eru ófáar minning- arnar sem ég á úr veiðiferðum með Erni og veiðideild Smíða- klúbbsins Granda sem við vorum báðir meðlimir í. Fyrsta minning- in tengist Staðará á Ströndum þar sem Örn kenndi mér listina að veiða lax og í þeirri ferð veiddi ég minn fyrsta. Örn hafði sterkar taugar norður á Strandir og það kom okkur skemmtilega á óvart þegar við fyrir hreina tilviljum áttuðum okkur á að það var nokk- ur skyldleiki með okkur félögun- um. Það var nefnilega svo að langafi minn og afi hans voru bræður og bjuggu félagsbúi á jörðinni Eyjum á Ströndum. Það skyldi þó aldrei vera að sam- hljómur sá sem ég fann með Erni hafi átt sér dýpri rætur en við í fyrstu áttuðum okkur á. Saman störfuðum við Örn við Grandaskóla í tæpan áratug. Þegar hann færði sig yfir í hinn enda borgarinnar og gerðist skólastjóri við Selásskóla bauð hann mér kennarastarf þar sem ég þáði. Þar vorum við nánir sam- verkamenn næsta áratuginn og eignuðumst góða vini sem héldu tengslum eftir að Örn færði sig aftur vestur í Grandaskóla. Te- stósteron-klúbburinn var stofn- aður. Í þeim klúbbi voru það skólamál og tónlist sem tengdu hópinn saman. Örn var fé- lagslyndur maður sem naut þess að gera sér glaðan dag í góðum hópi. Hann hóaði reglulega í okk- ur strákana og síðan var talið í og spilað fram á nótt. Það er kominn tími til að kveðjast. Skömmu áður en Örn kvaddi áttum við langt og mikið samtal um skólamál og lífsins gang að venju. Við meira að segja hlógum saman þrátt fyrir að báð- ir vissum við hver staðan var í baráttu hans við þann illvíga sjúkdóm sem olli veikindum hans. Okkar síðasta samtali luk- um við síðan með því að ræða það sem er verðmætast í þessu lífi, fólkið okkar. Örn talaði um hve stoltur hann væri af börnum sín- um þeim Sif og Halldóri og að þeim orðum sögðum kvöddumst við í síðasta sinn. Með þessum fá- tæklegu orðum kveð ég minn kæra vin Örn Halldórsson. Elsku Ingibjörg, Sif og Hall- dór. Ykkur vottum við Guðrún og dætur okkar Harpa og Lilja okk- ar dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng lifir. Þorkell Daníel. Það var fyrir rúmlega 10 árum að við fimm vinkonur sem unnum saman tókum okkur til, skrupp- um til Manchester og stofnum í kjölfarið Manchester-klúbbinn. Við þetta styrktist góður vin- skapur okkar enn frekar. Ekki löngu seinna tókum við makana með í félagsskapinn og saman smullum við öll eins og við hefð- um þekkst um ómunatíð. Nú hefur verið hoggið skarð í okkar góða hóp með fráfalli Arn- ar langt um aldur fram eftir bar- áttu við veikindi, og langar okkur að minnast hans með fáum orð- um. Margar minningar spretta fram á stundu sem þessari, en hæst stendur minning um frá- bærar móttökur Arnar og Ingi- bjargar þegar hópurinn dvaldi eina helgi hjá þeim í bústaðnum á Hólmavík. Þarna sá maður að Örn var á heimavelli. Hann fór með okkur um bæinn og ná- grenni hans þar sem m.a. var stoppað í Bjarnarfirði hjá systur hans þar sem beið okkar pönnu- kökuveisla. Mikið var hlegið og spjallað í þessari helgarferð og ógleymanlegur var þessi fallegi dagur þegar Örn fór nokkrar ferðir með hópinn út á sjó að veiða. Eftir sjóferðina stóð Örn svo á lóðinni við sumarbústaðinn, gerði að aflanum af mikilli natni og allir að sjálfsögðu sendir heim með fisk í soðið. Við eigum eftir að sakna Arnar úr hópnum, þessa ljúfa og skemmtilega félaga, en minningin lifir með okkur. Elsku Ingibjörg, Sif og Halldór Smári, við sendum ykkur öllum innilegar samúðar- kveðjur. Guðlaug og Sigurður, Ás- gerður og Hannes, Hulda og Andrés, Margrét og Páll. Félagi minn og vinur Örn Hall- dórsson er fallinn frá. Við kynntumst 1989 þegar hann hóf störf við Grandaskóla nýútskrifaður sem kennari. Leið- ir okkar lágu fljótt saman þar sem áhugamálin voru lík. Í kennslunni voru það raungreinar og tölvunotkun í kennslu. Í raun- greinum skiptum við með okkur bekkjum og kenndum líffræði og eðlisfræði. Þar hófst vinnan með lífið í sjónum, sjóbúrið, fjöruferð- ir og vorþema skólans um lífið í fjörunni sem enn er í gangi á hverju vori. Í eðlisfræðinni var margt brallað í tilraunum svo sem að láta nemendur búa til raka- krem og jólaseríur sem eru enn í notkun í skólanum. Síðan sneri Örn sér að stjórn- unarstörfum sem aðstoðarskóla- stjóri Grandaskóla, flutti sig upp í Selásskóla sem skólastjóri í 11 ár en kom svo til baka sem skóla- stjóri í Grandaskóla 2012 og starfaði þar til dauðadags. Með breyttu starfi breyttist samstarf okkar þar sem hann var orðinn yfirmaður minn en vinskapurinn var alltaf til staðar. Það er ekki hægt að segja að við höfum alltaf verið sammála í skólamálum en við gátum rökrætt um leiðir án leiðinda, eins og það á að vera í góðu samstarfi. Örn var ástríðu- fullur skólamaður bæði sem kennari og skólastjórnandi og það var gott að vinna með honum. Annað sameiginlegt áhugamál áttum við sem var veiðin. Þær voru margar veiðiferðirnar sem við fórum saman með félögum okkar í Smíðaklúbb Grandaskóla og nokkrar ferðir fórum við tveir saman. Hópurinn byrjaði sínar sameiginlegu veiðar í Hítarvatni og var þá mikið gengið og tjaldað, en með hækkandi aldri var farið í þægilegri ferðir og þá gist í sum- arbústöðum og síðustu árin var farið í draumavötnin okkar á hverju ári og mikið veitt. Oftar en ekki var Örn með flesta fiska og marga tekna á flugu sem sýndi mikla veiðihæfileika hans sem við félagarnir urðum að sætta okkur við. Hann var mikill veiðimaður og sá fiska sem enginn annar sá og ekki var hægt að hugsa sér betri makker í veiði þar sem hann var betri en enginn sem aðstoð- armaður. Síðasta árið var erfitt hjá hon- um en hann reyndi alltaf að labba yfir í skólann og spjalla um heima og geima hvort sem var á skóla- safninu eða í gegnum gluggann þar, sem hann gerði oft í covidinu því hann vildi ekki koma inn. Það að vera betri en enginn voru síðustu orðin sem hann sagði við mig eftir að ég aðstoðaði hann þegar hann fór á líknardeildina. „Valli minn, þú ert nú betri en enginn eins og Bjarni Fel sagði,“ alltaf stutt í húmorinn hjá honum og útskýrði síðan vel hvernig þetta orðatiltæki kom til. Í minningunni kemur upp sam- starfið í Grandaskóla, Bettferð- irnar til London, ferðir á Hólma- vík, matarklúbburinn og veiðiferðirnar. Þessi verkefni verða ekki endurtekin. Góður vinur er fallinn frá og hans er sárt saknað, ég sendi Ingibjörgu, Sif og Halldóri Smára mínar dýpstu samúðarkveðjur. Valgeir Gestsson (Valli). ✝ Osvald H. Kratsch fædd- ist í Reykjavík 16. maí 1925. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Heradsbygda omsorgssenter í Hönefoss í Noregi 23. febrúar 2022. Foreldrar hans voru Þorbjörg Ólafsdóttir Kratsch, f. 23.12. 1902 í Selárdal í Arnarfirði, d. 30.4. 1992, og Walter Kratsch, f. 21.10. 1899 í Dresden í Þýska- landi, d. 12.7. 1969. Osvald var næstyngstur fjögurra systkina sem eru nú látin; þau Ólafur Wal- ter Reynir, f. 25.4. 1922, d. 1.1. 2001, Margrét Ester, f. 6.1. 1924, d. 5.2. 2008, og Marteinn Her- bert, f. 18.6. 1931, d. 14.9. 2012. Osvald ólst upp í Reykjavík, á Laugavegi 157, seinna flytur fjölskyldan í Stigahlíð 20, þar sem hann bjó þar til hann fluttist til Noregs. Osvald gekk ungur í skátana; ið fór hann að vinna hjá Høvik verk þar sem hann starfaði allan sinn starfsaldur. Bjó í Høvik/ Drammen fyrstu árin, þar til fyrirtækið flutti starfsemi sína til Hønefoss, þá flutti hann þang- að og bjó til dánardags. Í Noregi eignaðist Osvald marga trygga og góða vini til lífstíðar. Hann var um langt skeið öflugur liðsmaður í Íslend- ingafélaginu í Ósló, þar sem hann var ætíð fánaberi 17. júní ár hvert og var gerður að heið- ursfélaga. Ekki síður var hann virkur í safnaðarstarfi íslenska safnaðarins í Noregi, sat í stjórn og kom að skipulagi og fram- kvæmd viðburða og hópastarfs. Honum var einkar annt um Ólaf- íusjóðinn og studdi hann vel. Hann var allt þar til allra síðustu ár frískur og vel á sig kominn. Var mikil útivistarmaður, átti ekki bíl, gekk allra sinna ferða og notaði almennings- samgöngur. Ferðaðist mikið er- lendis, auk tíðra ferða til Ís- lands. Minningarathöfn var haldin í Hönefoss 8. mars sl. Útför Os- valds fer fram í Fossvogskapellu í dag, 4. apríl 2022, klukkan 13. var mjög virkur þar og tók þátt í mörg- um viðburðum á vegum þeirra. . Skátaflokkurinn hans Rakkarnir (Hundarnir) byggði sér skálann Bæli á Hellisheiðinni. Í skátunum eignaðist Osvald sína bestu vini sem hann hélt tryggð við alla tíð. Hann var fánaberi á alþing- ishátíðinni 1944 og alla tíð stolt- ur af því. Hann tók sveinspróf í rak- araiðn á Íslandi, fór síðan í fram- haldsnám í hárgreiðslu til Nor- egs og var fyrsti karlmaður á Íslandi til að útskrifast sem hár- greiðslumeistari. Hann rak um tíma eigin hárgreiðslustofu í Reykjavík. Hann flutti til Noregs snemma á sjöunda áratugnum, þar sem til stóð að hann ynni við sitt fag, en hann varð frá að hverfa vegna ofnæmis. Í kjölfar- Við leiðarlok viljum við systur minnast frænda okkar með nokkrum orðum. Í okkar huga var hann frændi með stórum staf. Það var sann- arlega ævintýralegt að eiga frænda sem bjó í útlöndum og þegar hann var væntanlegur var spenna í loftinu því hann kom alltaf færandi hendi og gleymdi aldrei neinum. Gjafirnar sem hann færði okkur voru flottar og öðruvísi og svo fullt af útlensku nammi. Eftir að amma fór að eldast kom hann öll jól til Ís- lands. Amma átti afmæli á Þor- láksmessu og þá hélt frændi þessar fínu veislur fyrir fjöl- skyldu og vini, þá byrjuðu jólin. Eftir að amma dó kom hann sjaldnar en þegar hann kom reyndi hann að heimsækja sem flesta og alltaf sama gjafmildin, sumir fengu sérrí, aðrir fengu sígarettur og enn aðrir fengu „brunost“. Hann mundi alltaf hvað hver vildi. Hann var höfðingi heim að sækja og nutum við allar þess- arar gestrisni. Margt kom okkur spánskt fyrir sjónir, alltaf lagt á borð eins og um stórveislu væri að ræða. Morgunverðarhlað- borðin voru fræg og ekki óal- gengt að um 10 áleggstegundir hafi verið á borðum. Hann var einnig einstaklega nýtinn, fór vel með og henti helst aldrei mat, brauðið var ekki búið fyrr en endarnir voru búnir. Þetta þótti sérstakt í þá daga. Það að eyða degi með honum heima við þýddi göngutúra á milli matartíma. Magga og Árný muna eftir ferðunum með „busen“ til Osló, þá var farið í Glasmagsinet og Sten og Ström þar sem var farið í kaffiteríuna í kjallaranum og gætt sér á smurðu brauði, þetta var auðvitað ævintýri fyrir litlar frænkur. Sigga þakkar fyrir að hann var fjölskyldan hennar sumarið ’73, alltaf til staðar og hjálpsam- ur. Lítil saga frá þeim tíma. Frændi var pjattaður og alltaf vel til fara. Honum varð því um og ó þegar frænkan mætti til hans í snjáðum gallabuxum, mussu og jesúskóm og skrifaði heim að hann héldi að Sigga væri að breytast í hippa. Til hafði staðið að heimsækja frænda á 95 ára afmæli hans en vegna Covid var það því miður ekki hægt. Fyrir tilstilli góðra vina hans Einars Traustasonar og Gerd Marit náðum við að heimsækja hann í lok október sl. Áttum við með honum og hans góðu vinum ógleymanlega gæða- stund þar sem frændi tók á móti okkur með dekkuðu borði og reffilegur í fínu Dior-skyrtunni sinni. Alltaf samur við sig. Þessi stund er okkur systrum dýr- mæt. Við þökkum kærum frænda samfylgdina og óskum honum góðrar heimkomu. Sigríður Marteinsdóttir, Margrét Björg Marteins- dóttir, Árný Marteinsdóttir. Góður vinur minn, Osvald Kratsch, er nú látinn í hárri elli. Hann lést í Hønefoss í Noregi þann 23. febrúar, borinn til graf- ar á Íslandi þann 4. apríl. Leiðir okkar lágu saman þeg- ar ég kom til starfa sendiherra í Noregi í byrjun hausts 2008. Það var í þann mund sem hrunið skall á Íslendingum. Í kjölfar þess lá straumur flóttamanna frá Íslandi til Noregs og þar sem sendiráðið í Ósló var lítið og hafði mörg verkefni á sinni könnu tókum við sr. Arna Grét- arsdóttir, prestur íslenska safn- aðarins í Noregi, höndum saman og reyndum í sameiningu að leysa þennan ófyrirséða vanda. Þá kynntist ég Osvald sem var innanbúðarmaður í íslenska söfnuðinum. Osvald var nettur maður og hógvær, stundvís eins og klukka. Hann tók í hverri viku, á fimmtudögum minnir mig, strætó frá Hønefoss, þar sem hann bjó, til Óslóar og var þá til reiðu fyrir söfnuðinn í þau verk sem þurfti að vinna. Hann smurði sér alltaf nesti og það svo ríkulega að stundum kom hann við í sendiráðinu og gauk- aði að okkur rúgbrauði með kæfu. Það var kærkomið en enn þá kærkomnara var að fá að njóta góðvildar hans og nær- veru. Í framhaldinu setti söfnuður- inn á fót styrktarsjóð til að að- stoða Íslendinga í Noregi, eink- um einstæðar mæður. Var hann nefndur Ólafíusjóður í höfuðið á Ólafíu Jóhannsdóttur sem sinnti fátækum konum í Ósló upp úr aldamótunum 1900. Osvald studdi þennan sjóð af alhug og það svo mjög að hann seldi kært dúkkusafn sitt og gaf andvirðið til sjóðsins. Við urðum perluvinir. Hann sagði mér margt af uppvexti sín- um í Reykjavík, en faðir hans var tekinn til fanga og fluttur af landi brott þegar Bretar her- námu Ísland 1940. Osvald sagði mér líka margar skemmtilegar sögur af því þegar hann fór á Bessastaði til að „krulla“ Dóru Þórhallsdóttur forsetafrú en Os- vald var lærður hárgreiðslu- meistari. Hann var líka mikill skáti og náðu þeir Friðrik, eig- inmaður minn, vel saman í þeim málum. Ástfóstri tók hann við Sigríði dóttur okkar, sem var táningur í Noregi þegar við vor- um þar, og gaf henni gjafir, háls- men og fleira fínt. Þegar ég var kvödd af Norð- mönnum við starfslok mín í Nor- egi 2012 var haldinn hádegis- verður í ráðherrabústað þeirra Norðmanna. Mátti ég bjóða gestum og auðvitað bauð ég Os- vald. Hann mætti í íslenska þjóðbúningnum eins og hann gerði ævinlega á hátíðarstund- um svo sem á 17. júní þegar hann fór fyrir skrúðgöngu okkar með íslenska fánann á lofti. Hann var sá flottasti í þessum hádegisverði, hógvær en ein- stakur. Það fór ekki fram hjá ráðuneytisstjóra utanríkisráðu- neytis Norðmanna sem vildi helst ekki af Osvald sjá þegar boðinu lauk. Eftir að við fórum frá Noregi 2012 kom Osvald jafnan í eft- irmiðdagste til okkar þegar hann kom til Íslands. Sátum við þá og spjölluðum lengi dags. Hann sendi okkur ávallt jóla- kort, heimatilbúin með alls kon- ar límmiðum af jólasveinum, jólatrjám og þvílíku. Um síðustu jól kom ekkert kort og vissi ég þá að halla færi undan fæti hjá mínum manni. Andlátsfregnin kom því ekki beint á óvart. Fátt er dýrmætara en góð- mennska, örlæti og umhyggja en þetta allt átti Osvald í ríkum mæli. Ég kveð vin minn með söknuði. Við hjónin sendum að- standendum hans og vinum inni- legar samúðarkveðjur. Far þú í friði kæri vinur. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Osvald Kratsch Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐNI GARÐARSSON, lést miðvikudaginn 23. mars. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 7. apríl klukkan 15. Garðar Guðnason Anna Jónsdóttir Andri Guðnason Bjartur Logi Guðnason Jóhanna Ósk Valsdóttir Dögg Guðnadóttir Svavar Þór Einarsson barnabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.