Morgunblaðið - 04.04.2022, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022
✝
Guðlaugur
Liszt Pálsson
fæddist í Reykjavík
12. júlí 1946. Hann
lést á heimili sínu í
Garðabæ 22. mars
2022.
Foreldrar hans
voru Páll V. Magn-
ússon bifreiða-
stjóri, f. 5.9. 1910,
d. 22.8. 1988, og
Njála Eggerts-
dóttir húsmóðir, f. 10.4. 1916, d.
21.4. 1989.
Systkini hans voru Pálína G.
P. Eyfeld, f. 26.10. 1936, d. 1.9.
2001, Benedikt E. Pálsson, f.
8.7. 1942, T. Margrét Páls-
dóttir, f. 2.6. 1944, og Ragnar
M. Pálsson, f . 28.7. 1956, d.
7.12. 1956.
Eftirlifandi eiginkona Guð-
laugs er Eyrún Magnúsdóttir, f.
15.6. 1948. Foreldrar hennar
voru Magnús Sigurðsson vél-
stjóri, f. 9.8. 1912, d. 2.1. 1981,
Lilja S. Guðlaugsdóttir hús-
móðir, f. 17.7. 1923, d. 13.5.
2002.
Guðlaugur kvæntist Eyrúnu
Magnúsdóttur þann 6.6. 1968,
eignuðust þau fimm stúlkubörn.
ofer L. Auðunsson, f. 17.3. 1997,
og Patrek P. Auðunsson, f. 3.11.
1998.
Lea Björk býr með Eggerti
A. Magnússyni, þau eiga tvö
börn. Kristófer Liszt býr með
Emilíu Karlsdóttur, þau eiga
tvö börn. Patrekur Páll er gift-
ur Önnu G. Rúnarsdóttur, þau
eiga tvö börn.
Bjarklind A. Guðlaugsdóttir
er gift Stefáni Úlfarssyni, f.
20.7. 1967, og eiga þau saman
Úlfar B. Stefánsson, f. 3.9. 1988,
Birgi Þ. Stefánsson, f. 3.6. 1991,
og Eyrúnu Ó. Stefánsdóttur, f.
21.4. 1995. Úlfar býr með Katr-
ínu Viðarsdóttur þau eiga son.
Fyrir átti Úlfar tvo drengi.
Birgir Þ. á tvö börn. Eyrún Ósk
býr með Ingólfi Árnasyni og
þau eiga tvö börn.
Eiður O. Guðlaugsson er
kvæntur Berglindi Jónsdóttur,
f. 12.2. 1973, þau eiga Ágúst Ö.
Eiðsson, f. 28.8. 2000, og Silju
L. Eiðsdóttur, f. 20.6. 2006.
Guðlaugur var fæddur og
uppalinn í Reykjavík, hann
hafði mikinn áhuga á bílum og
vann við sölu á bílavarahlutum
alla tíð. Flest árin starfaði hann
hjá Fjöðrinni eða í yfir 40 ár.
Guðlaugur spilaði á trommur í
hljómsveitum frá unglingsaldri
þangað til að hestaáhuginn tók
yfir um miðjan aldur. Útför
Guðlaugs fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag, 4. apríl 2022,
klukkan 13.
Þeim fæddust tví-
burastúlkur þann
2.5. 1967, 1) stúlka
Guðlaugsdóttur, d.
7.5. 1967, og 2)
stúlka Guðlaugs-
dóttur, d. 8.5. 1967,
3) Lilja S. Guð-
laugsdóttir, f. 24.5.
1968, 4) Ásthildur
B. Guðlaugsdóttir,
f. 19.4. 1969, og 5)
Bjarklind A. Guð-
laugsdóttir, f. 19.4. 1969. Fyrir
átti hann Eið O. Guðlaugsson, f.
20.2. 1966, með Sigríði B. Eiðs-
dóttur.
Lilja S. Guðlaugsdóttir var
gift Eiríki Í. Andreasen, f.
26.11. 1957, d. 9.12. 2004, þau
áttu Guðlaug Í. Andreasen, f.
27.5. 1988, og Magnús Í. Andr-
easen, f. 17.3. 1994. Síðari sam-
býlismaður Lilju var Guðjón Þ.
Þorbjörnsson, f. 14.4. 1952, d.
29.11. 2020. Guðlaugur býr með
Karine J. Paroux og Magnús
býr með Írisi E. Heiðarsdóttur,
þau eiga son.
Ásthildur B. Guðlaugsdóttir
er gift Auðuni J. Pálssyni, f. 2.1.
1970, þau eiga Leu B. Auð-
unsdóttur, f. 12.1. 1990, Krist-
Elsku pabbi og tengda pabb.
Hlýjar og góðar minningar
koma upp í huga okkar þegar við
hugsum um þig. Þú reyndist okk-
ur alltaf svo vel og seinna meir
börnunum okkar. Geðbetri mann
þekktum við ekki og vorum
heppin að eiga þig að.
Ég man svo vel þegar ég var
lítil þegar þú gafst þér tíma til að
fíflast í okkur systrunum, lundin
var alltaf létt. Þrátt fyrir mikla
vinnu hjá þér á daginn og svo
tóku við hljómsveitakvöld á
kvöldin og um helgar.
Þú tókst Stebba svo vel þegar
hann kom inn í fjölskylduna og
mættir honum með vinsemd og
virðingu þegar hann flutti inn og
hann kunni svo vel að meta það.
Við gleymum því aldrei þegar við
vorum á leiðinni út úr húsi og ég
nennti ekki að strauja skyrtuna
hans Stebba og bað hann um að
vera í jakkanum allt kvöldið. Þá
stoppaðir þú okkur, baðst Stebba
að klæða sig úr og straujaðir
skyrtuna óaðfinnanlega. Þetta
fannst okkur skemmtilegt og
fyndið. Þú passaðir að allir væru
jafn miklir snyrtipinnar og þú
varst sjálfur.
Takk fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman. Þú varst
okkur svo kær. Við erum ólýs-
anlega þakklát fyrir allar þær
stundir sem við áttum með þér.
Minning þín lifir með okkur
um ókomin ár.
Í hinsta sinn að heiman lágu spor mín
því ég hamingjuna fann ei lengur þar
og hratt ég gekk í fyrstu uns ég heyrði
fótatak
og háum rómi kallað til mín var.
Kallað:
„Bíddu pabbi, bíddu mín
bíddu því ég kem til þín.
Æ, ég hljóp svo hratt
að ég hrasaði og datt.
Bíddu pabbi, bíddu mín.“
Ég staðar nam og starði á dóttur mína
er þar stautaði til mín svo hýr á brá
og mig skorti kjark að segja henni að
bíllinn biði mín
að bera mig um langveg henni frá
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Þín dóttir og tengdasonur,
Bjarklind og Stefán.
Nú er elsku pabbi og afi Gulli
farinn í sumarlandið eftir erfið
veikindi. Margs er að minnast.
Við minnumst þess sérstaklega
hvað afi var mikill húmoristi og
alltaf var gaman að koma til hans
og hitta hann. Við krakkarnir
munum eftir því að fara í hest-
húsin með honum, en afi var mik-
ill hestamaður og var með þrjá
hesta. Einn þeirra var kallaður
Litli skítur því hann var alltaf að
velta sér upp úr moldinni. Þá var
afi mikill bílakall og strákarnir,
Krissi og Patti, erfðu bíla-
áhugann frá afa sínum. Afi hafði
vissulega miklar skoðanir á bíl-
um alla tíð, alveg eins og á bolt-
anum. Afi missti ekki af leik, en
hann var gallharður Valsari og
hélt með Liverpool í ensku deild-
inni. Á sínum yngri árum spilaði
afi á trommur með hljómsveit-
inni Hafróti, en hann átti lengi
trommur sem við krakkarnir
fengum að prófa við mikinn fögn-
uð. Amma og afi pössuðu okkur
oft og við eigum margar góðar
minningar frá þeim tíma.
Elsku afi takk fyrir allt.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Ásthildur, Auðun, Lea
Björk, Eggert, Kristófer,
Emilía, Patrekur og Anna.
Elsku besti afi okkar, nú ertu
fallinn frá og kveðjustundin erf-
ið.
Minningarnar eru fjölmargar
sem við eigum með þér og okkur
langar að minnast þín með
nokkrum orðum þrátt fyrir að
þær nái engan veginn að lýsa
hversu frábær afi þú varst.
Þegar við hugsum til æskuár-
anna þá varst þú alltaf til staðar,
þú varst svo góður við okkur
systkinin og við fengum að njóta
góðs af því að alast upp í sama
húsi og þú. Aldrei skiptirðu skapi
í öll þau ár sem við bjuggum und-
ir sama þaki, þú varst með mesta
jafnaðargeð sem við höfum
kynnst og þótt víðar væri leitað.
Tókst engu of alvarlega og húm-
orinn var aldrei langt undan. Við
munum aldrei eftir að þú hafir
nokkurn tíman skammað okkur,
það bara átti ekki við þig.
Það er gaman að líta til baka
og sjá hversu mikill rútínumaður
þú varst og algjör snyrtipinni.
Vaknaðir snemma, klæddir þig í
skyrtu og gerðir þig til og mættir
tímanlega hvert sem þú fórst. Ef
þú vildir að skyrturnar þínar
væru vel straujaðar þá gerðirðu
það sjálfur því að þú varst alltaf
svo vandvirkur. Allt sem þú tókst
þér fyrir hendur gerðirðu vel.
Við systkinin vorum svo heppin
að fá að verða samferða þér í
skólann á morgnana, það var svo
notalegt því þú stoppaðir alltaf í
bakaríi á leiðinni og bauðst okkur
upp á nesti.
Það eru fáir sem ná að að vera
jafn indælir, ljúfir og nægjusam-
ir og þú. Þú varst barngóður og
mikill dýravinur. Hafðir áhuga á
að spyrja hver ætti hvaða barn
og leyfðir öllum dýrum að koma
inn á þitt heimili, fyndnast þótti
okkur að þú kallaðir alla ketti
Pétur.
Þegar við vorum börn leyfðir
þú okkur alltaf að slást við þig –
og það sem þú nenntir að hnoðast
í gólfinu með okkur. Við gripum
hvert tækifæri til þess að
hrekkja þig með ýmsum leiðum,
en þú varðst aldrei pirraður. Þitt
samband við ömmu var einstakt,
við upplifðum aldrei neina kergju
eða rifrildi á ykkar heimili. Okk-
ur þótti svo vinalegt að heyra þig
kalla á ömmu þegar þú kallaðir
„Rúna mín“ þá vissum við að þú
varst að fara biðja hana um eitt-
hvað, að vísu þurftirðu aldrei að
biðja svona fallega því hún gerði
allt í heiminum fyrir þig.
Húmorinn þinn var aldrei
langt undan og þú varst svo
skemmtilega kaldhæðinn. Sem
dæmi þá bjuggum við í sama húsi
en á kvöldin þegar við fórum nið-
ur að sofa þá sagðirðu okkur allt-
af að passa okkur á bílunum
þrátt fyrir að vita að við þyrftum
ekki að fara yfir neina götu.
Þetta var þín leið að segjast
þykja vænt um okkur án þess að
segja það
Þótt döpur sé nú sálin,
þó mörg hér renni tárin,
mikla hlýju enn ég finn
þú verður alltaf afi minn.
(Heba Dögg Jónsdóttir)
Þín barnabörn á neðri hæðinni
Eyrún Ósk, Birgir Þór
og Úlfar Bjarki.
Þá er komið að því að kveðja
elsku Liszt frænda og uppeldis-
bróður. Liszt var 7 ára þegar ég
fæddist í bragganum í Múla-
kambi og ólumst við upp saman.
Þegar ég komst á unglingsárin
þá brölluðum við ýmislegt saman
og ég á margar góðar minningar
um tímann okkar. Áhugi hans á
bílum var mikill og þegar hann
var ca. 16 ára byrjaði hann að
vinna hjá Bifreiðum og landbún-
aðarvélum þar sem hann naut sín
vel í starfi. Sérstaklega var hann
hrifinn af amerískum bílum og
átti hann nokkra svoleiðis. Þá
spilaði tónlist stórt hlutverk í lífi
hans. Hann spilaði á trommur í
nokkrum hljómsveitum og var
gaman að fara á ball með honum.
Hann átti flott plötusafn og ég
fékk stundum að fara í herbergið
hans og spila plötur þegar hann
var ekki heima. Þegar Askur
opnaði á Suðurlandsbraut þá var
það mikil nýjung. Stundum átti
Liszt það til að fara á Ask og
kaupa hamborgara og færa okk-
ur. Það vakti mikla lukku hjá
mér. Við höfum alltaf haldið góðu
sambandi, það var alltaf gaman
að heimsækja þau hjónin.
Nú ert þú farinn í sumarlandið
og ég kveð þig með sorg í hjarta
en minningarnar gleðja. Elsku
Eyja og fjölskylda, innilegar
samúðarkveðjur.
Þín frænka,
Njála Vídalín.
Elsku besti frændi minn, það
var þann 22. mars síðastliðinn
sem elsku dóttir þín hún Ásthild-
ur tilkynnti mér að þú hefðir
kvatt þennan heim um nóttina og
mikið svakalega voru það sorg-
legar fréttir og bað hún mig um
að hringja í hann bróður þinn og
tjá honum þær sorgafréttir. Það
var mér mjög erfitt en eins og þú
veist er pabbi mjög sterkur og
mun hann ávallt geyma minningu
þína í hjarta sínu. En elsku Gulli
nú ert þú kominn í sumarlandið
og ég veit að þar verður tekið vel
á móti þér því þvílíkt ljúfmenni
er erfiðara að finna. Allar þær
stundir sem ég átti í Huldulandi
og Kópavogsbraut sem barn sem
og allar stundirnar í Garðabæ við
eldhúsborðið þegar ég var orðin
fullorðin með þér og ykkur öllum
geymi ég svo sannarlega í hjarta
mínu. En í dag fylgi ég þér til
hinstu hvíldar með miklum trega
og sorg í hjarta.
Elsku Eyja, Bjarklind, Ást-
hildur, Lilja og ástvinir guð verði
með ykkur í þessari miklu sorg.
Berglind Sif
Benediktsdóttir (Begga).
Guðlaugur Liszt
Pálsson
✝
Otti Pétursson
fæddist 20.
október 1926. Hann
andaðist á Hrafn-
istu, Laugarási, 24.
mars 2022.
Foreldrar hans
voru Pétur Ottason
skipasmiður, f.
10.3. 1891, d. 28.9.
1973, og Guðrún S.
Árnadóttir hús-
móðir, f. 28.11.
1890, d. 14.9. 1977.
Systkini hans voru Guð-
mundur, f. 22.9. 1927, d. 25.9.
1927, og Helga, f. 17.12. 1929, d.
16.10. 2021. Helga systir hans
giftist Guðbjarti Á. Kristinssyni
múrara, f. 24.6. 1933, d. 22.3.
2011. Börn þeirra eru: 1) Guð-
rún, f. 17.6. 1959, gift Guðjóni Þ.
sendisveinn hjá Skipaútgerð
ríkisins. Þegar skólagöngu lauk
þá vann hann á skrifstofu Skipa-
útgerðar ríkisins alla sína
starfsævi. Otti hóf ungur að æfa
skíði og sund hjá KR. Hann var
við æfingar í mörg ár og sund
æfði hann fram á fullorðinsár.
Otti fékk snemma áhuga á ljós-
myndun, hann tók margar
myndir, bæði listrænar sem og
fjölskyldumyndir, og framkall-
aði þær sjálfur. Hann var virkur
meðlimur í Félagi áhuga-
ljósmynda (FÁ). Hann var einn-
ig meðlimur í Royal photograp-
hic society (RPS). Hann tók þátt
í fjölda ljósmyndasýninga bæði
hérlendis og erlendis og vann til
fjölda verðlauna bæði sem besta
mynd í sínum flokki og mynd
ársins.
Otti verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í dag, 4. apríl
2022, og hefst athöfnin klukkan
11.
Sigfússyni, f. 2.1.
1962, 2) Kristinn
Heiðar, f. 30.11.
1961, kvæntur
Laufeyju Ó. Hilm-
arsdóttur, f. 12.10.
1963, 3) Álfheiður
Jóna, f. 4.5. 1965,
gift Olaf Sveins-
syni, f. 10.2. 1964.
Otti fæddist á
Austurbakka,
Reykjavík, og ólst
upp við Stýri-
mannastíg í vesturbæ Reykja-
víkur. Seinna bjó hann við Orra-
hóla í Reykjavík. Síðasta eina og
hálfa árið dvaldist hann á
Hrafnistu, Laugarási. Hann
gekk í Miðbæjarbarnaskólann
og síðan í Samvinnuskólann.
Otti byrjaði ungur að vinna sem
Það er nú þannig að maður er
aldrei viðbúinn þegar sorgar-
fréttin kemur. Elsku Otti er lát-
inn. Ég var svo lánsöm að fá
óvænt símtal frá honum frá
hjúkrunarheimilinu um tveimur
vikum fyrir andlátið og er ég
Kristni frænda hans afar þakk-
lát fyrir að hafa græjað það.
Ég hitti Otta fyrst 1997 eftir
að afi dó. Hann var góður kunn-
ingi afa og ömmu frá eldri borg-
ara félagslífinu á Vesturgötu 7.
Eftir að afi dó var hann ein-
staklega hlýr og góður við
ömmu og þróuðu þau með sér
fallegan og traustan vinskap.
Otti kom iðulega í kaffi og var
ömmu mikið innan handar eftir
að hún gat verið minna á ferð-
inni sjálf og stússaði hann þá
fyrir hana það sem hún þurfti.
Ég er honum mikið þakklát fyr-
ir allt sem hann gerði fyrir
hana.
Otti var mikill ferðagarpur og
hann og amma ferðuðust um
landið þvert og endilangt í öll-
um þeim ferðum sem voru í boði
fyrir eldri borgara. Ég á marg-
ar góðar minningar frá heim-
sóknum hans og ömmu til mín
til London og er þá sterkast í
minni ferðin þar sem ég sótti
þau bæði til Íslands og flaug
með þau út svo við gætum hald-
ið upp á 90 ára afmæli ömmu í
London. Hann var svo þakk-
látur, elsku kallinn.
Otti var alltaf klæddur eins
og hann væri á leið til fundar
við forsetann, hvernig sem viðr-
aði. Einstaklega smekklegur,
vel tilhafður og alltaf í stíl.
Hann var mikill ljósmyndari og
var meðal annars meðlimur í
breskum ljósmyndaklúbbi til
margra ára. Hann tók allt á 35
mm filmu og útkoman var alltaf
aðdáunarverð.
Elsku Otti minn, ég kveð þig
með sorg í hjarta og þakka þér
fyrir allt sem þú gerðir fyrir
bæði mig og ömmu. Þú varst
einstakur vinur, hlýr og góður.
Guð blessi minningu þína.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Marlín Birna Haraldsdóttir.
Maðurinn með myndavélina
var svarið sem ég fékk frá litlu
frænkum mínum um Otta Pét-
ursson. Otti var óþreytandi að
taka myndir af fjölskyldunni og
því sem honum þótti áhugavert í
umhverfi sínu. Í gegnum lins-
una sá hann gjarnan það sem
aðrir tóku ekki eftir, sem var
fallegt og sérstakt. Otti lætur
eftir sig mikið og merkilegt safn
ljósmynda. Hann gerði ljós-
mynd að listaverki. Otti vann til
fjölda verðlauna fyrir ljósmynd-
ir gegnum ævina, hérlendis og
erlendis. Hann var meðlimur í
Félagi áhugaljósmyndara (FÁ)
og í Royal Photographic Society
(RPS), Bretlandi. Oft þegar
rætt var um ljósmyndir við Otta
tók hann fram að ljósmynd gæfi
minningar.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Otta Péturssyni, en
Otti var bróðir tengdamóður
minnar, Helgu. Þau ólust upp í
gamla Vesturbænum, á Stýri-
mannastíg. Faðir Otta, Pétur
Ottason, var skipasmiður og rak
eigin skipasmíðastöð með bróð-
ur sínum. Afi Otta, Otti Guð-
mundsson, var einnig skipa-
smiður. Langafi Otta, ásamt
bróður sínum og mági, byrjuðu
að smíða áttæringa með Eng-
eyjarlagi úti í Engey um miðja
19. öld. Þessi skip voru stór í
sniðum, glæsileg og smíðuð til
að standast öldur Atlantshafs-
ins.
Otti gekk í Samvinnuskólann
þegar hann var staðsettur í
Reykjavík. Hann vann hjá
Skipaútgerð ríkisins, eða Rík-
isskipum, mestan hluta sinnar
starfsævi.
Samband þeirra systkina
Otta og Helgu var einstakt. Otti
var oft á heimili Helgu og Guð-
bjarts og naut gestrisni þeirra.
Alltaf var jafn gefandi að
hitta Otta, hvort sem það var á
heimili Helgu og Bubba eða upp
í sumarbústað þeirra þar sem
Otti var alltaf með myndavél á
lofti, eins og í sólbaði, við grillið,
í vinnu við bústað eða við sund-
laugina. Með sínum myndum
hefur Otti gefið okkur minn-
ingar til gleði og ánægju. Ég
hitti Otta einstaka sinnum í
miðbæ Reykjavíkur, sem hann
þekki afburða vel. Við fengum
okkur kaffi á bestu kaffihús-
unum, skoðuðum söfn sem Otti
vildi að ég sæi og skoðuðum
skip, þar á meðal stórt þýskt
seglskip sem var til sýnis.
Þarna var Otti á heimavelli.
Otti var einstakur í prúð-
mennsku og hógværð. Alltaf
snyrtilegur og vel klæddur.
Hann hlustaði af hógværð og
fannst gaman að segja frá.
Hann byrjaði snemma að fara
til útlanda, fór oftast til Bret-
lands sem virtist höfða mest til
hans. Eins byrjaði hann ungur
að fara um landið með Ferða-
félagi Íslands. Hann átti margar
sögur úr þessum ferðum.
Að leiðarlokum, þegar ég
hugsa til Otta, er mér efst í
huga þakklæti. Þakklæti fyrir
að hafa þekkt hann og geta lært
af honum.
Vísa sem var samin í tilefni
afmælis Otta
Október með Otta
og tugunum tveim.
Lýsa haustsins ljóma
langt um heimsins geim.
(GÞS)
Eitt sinn þegar Otti gisti hjá
okkur Guðrúnu að Grund í
Eyjafirði, sá hann morgunsólina
lýsa upp fjallið Kerlingu. Hann
tók myndir, talaði um hvað
þetta hafi verið fallegt að sjá.
Otti hefur farið gegnum síðasta
sólarlagið sitt á þessari jörð um
leið og hann sér nýjan morg-
unroða lýsa upp nýjar víddir
með nýjum litum og birtu. Og
þegar kominn með myndavélina
á loft.
Guðjón Þórir Sigfússon.
Otti Pétursson