Morgunblaðið - 04.04.2022, Side 22

Morgunblaðið - 04.04.2022, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Boccia með Guðmundi kl. 10. Spænskukennsla kl. 11. Handavinna kl. 12.30-16. Félagsvist kl. 12:45. Glervinnustofa kl. 13 - 16. Hjólað á æfingahjóli fyrir framan skjá um borg og bý kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.45- 15.30. Allir velkomnir. Sími: 411-2600. Bústaðakirkja Aðalafundur kvenfélags Bústaðasóknar er í kvöld kl 19:30 í safnaðarsal kirkjunnar. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7:00-8:00. Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00. Postulínsmálun kl. 9:00-12:00. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9:45-10:00. Ganga kl. 10:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13:00-13:10.Tálgun með Valdóri kl. 13:00-15:30. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Garðabær Kl. 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi Kl. 10.00 Gönguhópar frá Jónsh. og Smiðju Kl. 11.00 Stóla-jóga í Kirkjuhvoli Kl. 12.30-15.40 Bridds í Jónshúsi Kl. 12.40 Bónusrúta frá Jónshúsi Kl. 15.00/15.40/16.20 Vatnsleikfimi í Sjál. Kl. 16.30 Zumba Gold í Kirkju- hvoli Glernámskeið fellur niður 14.og 21.mars. Gjábakki kl. 8.30 til 16.00 = Opin handavinnustofa, kl. 9.00 til 10.30 = Boccía-æfing, kl. 9.00 til 11.30 = Postulínsmálun, kl. 10.50 til 12.15 = Jóga, kl. 13 til 16 = Opið verkstæði, kl. 13.15 til 15.00 = Canasta, kl. 16.30 til 18.30 = Söngvinir með kóræfingu. Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 15.mars er opið hús fyrir eldri bor- gara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13:00-15:00. Margt er sér til gamans gert s.s. spilað, spjallað og sungið. Að opna húsinu loknu er boðið upp á kaffi og meðlæti. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir. Kyrrðarstund er kl. 12:00. Að henni lokinni er boðið upp á léttan háegisverð gegn vægu gjaldi. Verið öll hjartanlega velkomin! Gullsmári 13 Opin handavinnustofa kl.09:00-16:00. Qigong heilsueflandi æfingar kl.09:00. Bridge kl.13:00. Jóga kl.17:00. Félagsvist kl.20:00. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli 9:00-11:00. Samsöngur kl 13:30 Allir velkomnir, sönghefti á staðnum, veitingar seldar eftir á. Hraunsel Billjard kl. 8-16. Myndlistarklúbbur kl. 9:00. Stóla yoga kl. 10. Félagsvist kl. 13:00. Gaflarakórinn: Kl. 11:00. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Minning- ahópur kl. 10:30. Jóga með Ragnheið Ýr kl. 12:20. Zumba með Carynu kl. 13:10.Tálgun – opinn hópur kl. 13:00-16:00. Bridge kl.13:00. Sýnikennsla í umhverfisvænum pakkaskreytingum og kortagerð kl. 13:30. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Hugleiðsla og létt jóga kl. 8:30. Gönguhópar frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll kl.10:00. Dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 11:00. Félagsvist kl. 12:30. Prjónað til góðs og frjáls skartgripagerð kl. 13:00.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13:00. Línudans kl. 15:00. Kóræfing kl. 16:00. Hádegisverður kl. 11:30 til 12:30 og kaffiveitingar kl. 14:30 til 15:30. Seltjarnarnes KKaffikrókur alla morgna kl. 9-11.30. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Jóga/leikfimi í salnum á Skólabr. kl. 11. Handavinna samvera og kaffi á Skólabraut kl. 13. Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Munið skráninguna á gaman saman nk. miðvikudag. Skráningarblöð á Skólabraut og Eiðsismýri. Einnig skráning í síma 8939800. Veitingar, glens og gaman. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Sólarfilmur Hurðaspjöld Húsviðhald Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555 1947 Gsm 894 0217 Vantar þig fagmann? FINNA.is ✝ Sigurður Jósef Björnsson fæddist 19. nóv- ember 1951 á Sauð- árkróki. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu, Barða- stöðum 21, 21. mars 2022. Foreldrar hans voru séra Björn Björnsson prófast- ur á Hólum í Hjaltadal, f. 7. maí 1912, d. 9. október 1981, og Emma Hansen kennari og bókavörður, f. 15. febrúar 1918, d. 2. júlí 2010. Systkini Sigurðar eru Björn Friðrik, f. 1941, Ragnar, f. 1945, og Gunnhildur Kristín, f. 1961. Thu Thi Nguyen, f. 1966. Þau skildu. Sigurður Jósef var gagnfræðingur frá Reykjaskóla í Hrútafirði og lauk sveinsprófi í vélvirkjun frá Iðnskóla Sauð- árkróks og Bifreiða- og véla- verkstæði KS í nóvember 1976. Hann vann við ýmiss konar vélavinnu hjá Ræktunarsam- bandi Skagfirðinga í þrjú sumur 1971-1973, á vélaverkstæði KS 1973-1977 og var verkstjóri við malarvinnslu hjá Grettistaki hf. 1977-1980. Hann starfaði lengst af við blikk- og járnsmíði, hjá Blikki og stáli 1980-1993 og Stjörnublikki 1993-2010. Sigurður Jósef hafði mikinn áhuga á bílum og bíla- viðgerðum. Hann var góður járnsmiður svo sem margir gripir sem hann smíðaði bera vitni um. Útför Sigurðar Jósefs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 4. apríl 2022, klukkan 13. Sigurður Jósef giftist 1973 Helgu Jóhönnu Haralds- dóttur, f. 1951. Þau skildu. Sonur þeirra er Ari Björn Sigurðsson tölv- unarfræðingur, f. 1973. Börn hans og Esterar Ingv- arsdóttur, f. 1978, eru Ynja Mist, f. 1996, Óðinn, f. 2000, og Urður, f. 2005. Unn- usta Ara er Rebekka Stef- ánsdóttir skurðhjúkrunarfræð- ingur, f. 1979. Synir hennar eru Óskar Smári Viðarsson, f. 2005, og Stefán Viðarsson, f. 2009. Seinni kona Sigurðar var Thuy Þegar eitthvað bilaði, hvort sem það var bíll, krani eða hvað sem var, þá var kallað í Bróa. Hann gat lagað allt og var úr- ræðagóður. Hann undi sér best á verkstæðinu innan um bílana sína, logsuðutækin og öll þessi verkfæri sem ég kunni engin skil á. Hann hafði smekk fyrir amerískum drekum, grófum jeppum og pallbílum. Hann átti um tíma fjórhjól sem hann fór á um fjöll og firnindi og einnig hlut í bát. Honum sigldi hann út á bugtina til að veiða fisk og varð eitt sinn vélarvana á miðjum Faxaflóa. Mig minnir að talstöðin hafi ekki verið alveg í lagi, en einhver kom til bjargar svo þetta reddaðist. Hlutirnir voru stundum ekkert alveg í topplagi og líka erfitt að hlíta öryggisreglum alveg fram í fingurgóma. Sigurður Jósef var alinn upp á Hólum í Hjaltadal. Staðurinn átti alltaf sess í huga hans. Hann var líflegur krakki og atorkumikill. Þegar faðir hans var upptekinn við messusöng og móðirin í kirkjukórnum, var engin ástæða til að sitja kyrr á bekknum. Miklu fremur að ganga um kirkjuna, jafnvel bregða sér upp í predikunar- stólinn þegar enginn sá til og svo kannski hífa sig upp og líta yfir söfnuðinn úr stólnum. Slík uppátæki voru ekki öllum að skapi. Þegar séra Friðrik Frið- riksson kom eitt sinn í Hóla og var við messu, hélt Sigurður uppteknum hætti og ráfaði um kirkjuna meðan á messunni stóð. Móðir okkar var miður sín og afsakaði hegðun hans strax á eftir. Séra Friðrik svaraði að hann hefði haft gaman af að fylgjast með stráknum og þetta væri bara til marks um það að hann ætti heima í kirkjunni. Sigurður lét ekki alltaf vel að stjórn, hann fór sínar eigin leið- ir. Brói var næstur mér í systkinaröðinni og sá eini minna bræðra sem enn var í foreldra- húsum þegar ég man eftir. Hann var stríðinn og þar lá litla systir vel við höggi. Allt var það þó í góðu gamni gert, hvort sem hann fór með vísuna um Gunnu tunnu grautarvömb yfir graut- ardisknum, elti mig með lifandi mús eða jafnvel bara hávað- sömu Hoover-ryksugunni þegar ég var enn yngri. Í honum átti ég þó alltaf hauk í horni þegar á þurfti að halda. Hjá honum fékk ég að keyra bíl í fyrsta sinn, þá aðeins um fermingu og lét hann mig byrja á því að bakka út úr stæði. Ætíð var gott að leita til hans með allt sem viðkom fram- kvæmdum og oft hægt að fá hann til að smíða eitthvað sem mann langaði í eins og til dæmis nýja kertastjaka. Sigurður Jósef var drengur góður og hafði notalega nær- veru. Hann þurfti þó ekki alltaf félagsskap því hann undi sér vel einn. Móðir okkar, Emma Hansen, orti erfiljóð til frænda og eins besta vinar Bróa, Friðriks á Svaðastöðum, sem dó langt fyrir aldur fram. Mér finnst þessi er- indi úr ljóðinu eiga einnig vel við núna þegar ég kveð kæran bróð- ur, Sigurð Jósef. Horfinn er ævierill örlaganóttin gengin. Hjartað sem brast í brjósti bróðurins skildi enginn. Oft mun að efsta hjalla erfiði göngumóðum. Gefi þér Guð á hæðum gæfu á nýjum slóðum. Minning um æskuárin yljar í huga mínum. Eilífð sem enginn skilur orðin að vegi þínum. Gunnhildur Kristín Björnsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Minningarnar eru margar allt frá því að kær bróðir minn Sig- urður Jósef kom í heiminn og þar til hann lést. Fyrstu ár ævi hans gætti ég hans oft og hafði gaman af. Hann var líflegur og kátur strákur, stríðinn og hugmyndaríkur og það fór vel á með okkur. Með aldrinum hætti hann að líta upp til stóra bróður og vildi auðvitað fara sínar eigin leiðir, vorum við þá ekki alltaf sammála. Hann var duglegur og hafði alltaf eitt- hvað fyrir stafni. Hann hafði áhuga á mörgu, sérstaklega öllu sem viðkom vélum og bíl- um sem varð til þess að hann lauk námi í vélvirkjun. Gamlir bílar sem þurfti að gera upp voru hans áhugamál og hjálpaði hann mér oft við að halda mín- um bílum í lagi. Naut öll fjöl- skyldan góðs af færni hans og útsjónarsemi varðandi viðgerð- ir og ráðleggingar við bílakaup. Hann var mjög góður hand- verksmaður, allt lék í höndum hans, ekki síst járnsmíði og á fjölskyldan fallega og góða gripi sem vitna um það. Meðan Sigurður bjó fyrir norðan var mikill samgangur milli heimila okkar en heldur dró úr honum þegar hann var farinn að vinna í Reykjavík og víðar. En við héldum alltaf góðu sambandi og fylgdumst með lífi hvor ann- ars þar til yfir lauk. Hann var eftirsóttur starfsmaður og vann mikið. Fyrir norðan vann hann á jarðýtum, gröfum og á Bif- reiða- og vélaverkstæði KS. Eftir að hann flutti suður vann hann aðallega við blikk- og járnsmíði allt til ársins 2010. Þá fór heilsu hans að hraka og átti hann oft erfiða tíma. Ragn- ar bróðir okkar veitti honum alltaf þann stuðning sem hann þurfti vegna veikinda og ber að þakka það. Blessuð sé minning Sigurðar Jósefs bróður míns og innilegar samúðarkveðjur til Ara Björns sonar hans og fjölskyldu. Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson.) Björn Friðrik Björnsson. Augun voru glettin og þegar stríðnisglampa brá fyrir og prakkarasvipur færðist yfir andlitið var eitthvað í uppsigl- ingu. Litla systir hafði stundum fengið að finna fyrir stríðninni en hann passaði sig að láta hana aldrei ganga of langt, verða aldrei kvikindislega. Til þess var leikurinn ekki gerður. Svo brosti hann og hló og það var eiginlega ekki annað hægt en hlæja með honum. Sigurður Jósef var nefnilega ljúflingur sem engum vildi illt. Hann var góð sál og hjálpsam- ur og hafði einlægan áhuga á sínu nánasta fólki, þótt hann ætti stundum erfitt með að sýna það. Ekki síst var gott að leita til hans þegar fram- kvæmdir stóðu fyrir dyrum því Brói var útsjónarsamur og hafði gott verksvit. Hann ólst upp á Hólum í Hjaltadal, innan um alls kyns tæki og tól, og hafði frá barn- æsku óstjórnlegan áhuga á öll- um vélum. Það var því ósköp eðlilegt að Brói lærði vélvirkj- un, þótt svo að blikksmíði yrði hans aðalstarf. Bílar voru hans líf og yndi, flottir kaggar eða jeppar, og þegar færi gafst eft- ir langan vinnudag gat hann dundað sér við að gera upp gamla bíla eða laga bíla fyrir aðra. Þekking hans á bílum kom sér ekki síst vel þegar kaupa átti notaða bifreið, þá gat hann gefið góð ráð um hvaða bílategundir kæmu helst til greina – og hverjar ætti að varast. Brói var flinkur í höndunum og völundur á blikk og stál. Hann var duglegur til vinnu og ósérhlífinn og eftirsóttur starfsmaður. Hann gerði einnig marga góða gripi úr smíðajárni og hefði án efa getað náð langt í hönnun og smíði listagripa, ef hann hefði leyft sér að eyða meiri tíma í þá iðju. Hæfileik- arnir voru svo sannarlega til staðar. Sveinn Agnarsson. Sigurður Jósef Björnsson Einn af öðrum hverfa þeir nú á braut gömlu Búð- dælingarnir, fólkið sem byggði upp litla þorpið við Hvammsfjörðinn. Þorpið sem Þorsteinn Eggerts- son gerði ódauðlegt með text- anum um lukkunnar pamfílinn sem tárvotur kom heim þar sem meyjarnar biðu hans í röðum. Ása flutti ásamt eiginmanni sínum Einari til Búðardals árið 1961 og þar lifðu þau og störf- uðu allt til ársins 2003. Hjón sem alla jafnan voru kennd hvort við annað, Einar hennar Ásu og Ása hans Einars. Saman stofnuðu þau verslun Einars Stefánssonar, verslun sem í dag- legu tali var alla jafnan kölluð Ásubúð. Þar störfuðu þau alla Ása Stefánsdóttir ✝ Ása Stef- ánsdóttir fædd- ist 14. nóvember 1935. Hún andaðist 24. mars 2022. Útför fór fram 2. apríl 2022. tíð saman, Einar sá um verkstæðið og sinnti rafvirkjun vítt og breitt um Dalasýslu og ná- grenni og Ása sá um allan daglegan rekstur verslunar- innar. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að ráðast til starfa hjá Ásu og Einari og vann ég hjá þeim hjónum þrjú sumur auk þess að vinna þar í nokkrum jólavertíðum. Í Ásubúð var hægt að kaupa allt milli him- ins og jarðar, þar fengust leik- föng, garn, kristalsglös, ljós, raf- tæki, málning, happadrættismiðar, skartgripir, úr, klukkur, styttur og alls kon- ar gjafavara. Ása var alltaf „elegant“ í fasi, hafði gott auga fyrir innkaupum og var mikill verslunarmanneskja. Hún var ákveðin á því hvernig hún vildi að hlutir væru gerðir og lagði mikið upp úr því að það ætti að þjónusta viðskiptavinina vel, veita góða ráðgjöf, pakka gjöfum fallega inn og aðstoða á annan máta eftir þörfum. Að vinna í Ásubúð fyrir jólin var einstak- lega skemmtilegt, þá var mikið að gera og margir þurftu aðstoð við að finna smáar og stórar gjafir sem síðan var pakkað inn eftir kúnstarinnar reglum. Þá var Ása svo sannarlega í essinu sínu og afgreiddi af röggsemd allt það sem sveitungana van- hagaði um. Síðasta sumarið sem ég vann í Ásubúð treystu þau hjón mér fyrir daglegum rekstri verslunarinnar um nokkurra vikna skeið á meðan þau fóru í frí á griðastað sínum austan- lands. Undirbjó Ása þetta vel þannig að allt gengi nokkuð snurðulaust fyrir sig meðan þau væru fjarverandi og ég gerði mitt besta til þess að standa undir þeirri ábyrgð sem þau fólu mér þetta sumar. Hjá Ásu og Einari var gott að vinna og ég minnist þeirra hjóna og þeirra gilda sem ég lærði undir stjórn Ásu af hlýju og þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Aðstandendum votta ég mína innilegustu samúð. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.