Morgunblaðið - 04.04.2022, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.04.2022, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022 England Burnley – Manchester City .................... 0:2 - Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Liverpool – Watford................................. 2:0 Brighton – Norwich ................................. 0:0 Chelsea – Brentford................................. 1:4 Leeds – Southampton .............................. 1:1 Wolves – Aston Villa ................................ 2:1 Manchester United – Leicester .............. 1:1 West Ham – Everton ............................... 2:1 Tottenham – Newcastle........................... 5:1 Staða efstu liða: Manch. City 30 23 4 3 70:18 73 Liverpool 30 22 6 2 77:20 72 Chelsea 29 17 8 4 58:23 59 Tottenham 30 17 3 10 52:37 54 Arsenal 28 17 3 8 44:31 54 West Ham 31 15 6 10 51:40 51 Manch. Utd 30 14 9 7 49:41 51 Wolves 31 15 4 12 33:27 49 West Ham – Manchester City................. 0:2 - Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með West Ham. Þýskaland Augsburg – Wolfsburg ........................... 3:0 - Alfreð Finnbogason kom inn á hjá Augs- burg á 89. mínútu. Ítalía Empoli – AC Milan................................... 0:3 - Guðný Árnadóttir lék allan leikinn með AC Milan. Inter Mílanó – Fiorentina ....................... 2:0 - Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn með Inter. Frakkland Guingamp – Lyon .................................... 0:2 - Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn á hjá Lyon á 78. mínútu en Lyon náði fimm stiga forskoti á París SG í toppslagnum. Rússland CSKA Moskva – Ural .............................. 2:2 - Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA. Belgía OH Leuven – Antwerp............................ 0:1 - Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Leu- ven í leiknum. Grikkland Panathinaikos – PAOK........................... 2:1 - Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Skotland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Aberdeen – Celtic .................................... 0:2 - María Ólafsdóttir Gros lék fyrsta klukkutímann með Celtic. Danmörk AaB – Köbenhavn.................................... 0:1 - Hákon Arnar Haraldsson kom inn á hjá Köbenhavn á 66. mínútu. OB – Nordsjælland .................................. 2:1 - Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá OB á 81. mínútu. Bröndby – Kolding .................................. 0:0 - Kristín Dís Árnadóttir lék allan leiknn með Bröndby. Bandaríkin Cincinnati – CF Montréal ....................... 3:4 - Róbert Orri Þorkelsson kom inn á hjá Montréal á 90. mínútu. Inter Miami – Houston Dynamo ............ 1:3 - Þorleifur Úlfarsson kom inn á hjá Hou- ston á 76. mínútu. Svíþjóð Häcken – AIK........................................... 4:2 - Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn með Häcken. Kalmar – Malmö ...................................... 0:1 - Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn með Malmö. Norrköping – Varberg ........................... 0:1 - Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Norrköping og Óskar Tor Sverrisson fyrstu 80 mínúturnar með Varberg. Vittsjö – Rosengård................................. 1:1 - Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Rosengård. Örebro – Djurgården.............................. 2:0 - Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á hjá Örebro á 82. mínútu. Piteå – Kristianstad ................................ 2:2 - Hlín Eiríksdóttir lék fyrstu 62 mínúturn- ar með Piteå og Amanda Andradóttir lék seinni hálfleikinn með Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar. Noregur Bodö/Glimt – Rosenborg........................ 2:2 - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Aalesund – Kristiansund ........................ 1:0 - Brynjólfur Willumsson kom inn á sem varamaður hjá Kristiansund á 62. mínútu. HamKam – Lilleström ............................ 2.2 - Hólmbert Aron Friðjónsson lék fyrsta klukkutímann með Lilleström. Molde – Vålerenga .................................. 1:0 - Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn með Vålerenga en Brynjar Ingi Bjarnason var á bekknum allan tímann. Sarpsborg – Viking ................................. 0:1 - Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark- Viking og Samúel Kári Friðjónsson kom inn á á 68. mínútu. 50$99(/:+0$ KÖRFUBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Elvar Már Friðriksson landsliðs- maður í körfuknattleik verður þriðji Íslendingurinn til að spila í ítölsku A- deildinni eftir að Tortona, eitt af efstu liðum deildarinnar, kynnti hann til leiks í gær sem nýjan leikmann. Elvar kemur til Ítalíu frá Antwerp Giant í Belgíu en hann náði ekki að ljúka heilu tímabili þar því fé- lagaskiptin ganga strax í gegn og hann er orðinn leikmaður Tortona sem samdi við hann til loka næsta tímabils. Á undan Elvari hafa Jón Arnór Stefánsson og Jón Axel Guðmunds- son leikið í ítölsku A-deildinni. Jón Arnór lék með Napoli tímabilið 2005- 06, með Roma 2007-08 og með Trev- iso hluta ársins 2009. Hann varð ítalskur bikarmeistari með Napoli og lék til úrslita um meistaratitilinn með Roma. Jón Axel lék með Fortitudo Bologna fyrri hluta yfirstandandi tímabils en fór þaðan til Crailsheim í Þýskalandi. Nýja félag Elvars heitir reyndar Derthona Basket en gengur um þessar mundir undir nafninu Bert- ram Tortona vegna styrktarsamn- ings. Félagið er frá Tortona, litlum bæ á Norður-Ítalíu, á milli Mílanó og Genúa, og er nýliði í A-deildinni á yf- irstandandi tímabili. Þar hefur liðinu gengið vonum framar en það er í sjötta sæti af sextán liðum þegar sex umferðum er ólokið og á góða mögu- leika á að komast í átta liða úrslitin. Elvar kemur beint inn í þann slag og á því að minnsta kosti sex leiki eft- ir á tímabilinu, þann fyrsta gegn botnliðinu Cremona á útivelli næsta sunnudag. Þá komst liðið í bikarúrslitin á Ítal- íu í síðasta mánuði en tapaði þar fyrir Olimpia Mílanó, einu besta félagsliði Evrópu sem er í fjórða sæti í Euro- league. Kvaddi með góðum leik Elvar Már kvaddi belgíska félagið með góðum leik á laugardagskvöldið en Antwerp Giants vann þá útisigur á Leiden í Hollandi, 96:92, eftir fram- lengingu í úrslitakeppni belgísk- hollensku BNXT-deildarinnar. Elvar skoraði þar 18 stig og átti fimm stoð- sendingar en hann spilaði í þrjátíu mínútur í þessum lokaleik sínum í búningi Antwerp. Elvar hefur tekið góð skref á sín- um ferli eftir að hann yfirgaf Njarð- vík sumarið 2019. Hann fór fyrst til Borås í Svíþjóð og síðan til Siauliai í Litháen, þar sem hann var í stórum hlutverkum í báðum liðum. Elvar hefur haldið sínu striki í Belgíu í vet- ur og verið með Antwerp Giants í toppbaráttu ásamt því að spila með liðinu í Evrópubikar FIBA. Elvar átti stórleiki með íslenska landsliðinu í báðum leikjum þess við Ítali í undankeppni HM í febrúar. Hann skoraði 25 stig í sigurleiknum magnaða á Ásvöllum og síðan 30 stig í ósigrinum í seinni leiknum í Bo- logna. Þessir leikir hafa vafalítið hjálpað Elvari við að taka næsta skref á ferlinum sem er að spila í einni bestu deild Evrópu frá og með þessari viku. Nú er hann kominn á stóra sviðið. Kominn á stóra sviðið - Elvar Már beint í ítölsku A-deildina Morgunblaðið/Árni Sæberg Ítalía Elvar Már Friðriksson skoraði 55 stig í tveimur leikjum gegn Ítölum og nú mætir hann ítölsku landsliðsmönnunum í þeirra eigin deild. Framarar eygja enn von um sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeist- aratitil karla í handknattleik eftir jafntefli gegn FH, 24:24, í Safamýri í fyrrakvöld. Takist Frömurum að vinna Stjörnuna og Aftureldingu í tveim- ur síðustu leikjunum, Afturelding tapi fyrir FH og Grótta fái ekki meira en tvö stig gegn ÍBV og KA, ná þeir áttunda sætinu. Breki Dagsson tryggði Fram stigið dýrmæta með vítakasti í lok leiksins en Framarar voru undir í hálfleik, 9:15. Breki skoraði sjö mörk fyrir Fram og Ásbjörn Frið- riksson átta fyrir FH, sem er nú í fjórða sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Selfoss lagði ÍBV, 32:31, í spennuleik á Selfossi og styrkti stöðu sína í fimmta sæti. Atli Ævar Ingólfsson og Einar Sverrisson skoruðu sjö mörk hvor fyrir Selfoss en Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði átta fyrir Eyjamenn sem eru í þriðja sætinu og nær öruggir með heimavallaréttinn. Morgunblaðið/Eggert Jafnt Framarinn Kjartan Þór Júlíusson á leið i gegnum vörn FH-inga. Fram eygir ennþá von Tottenham náði hinu dýrmæta fjórða sæti úr höndum erkifjenda sinna í Arsenal í gær með glæsi- legum heimasigri á Newcastle, 5:1, eftir að gestirnir höfðu skorað fyrsta mark leiksins. Fabian Schär kom Newcastle yfir með marki úr aukaspyrnu en Ben Davies jafnaði fyrir hlé og í seinni hálfleik héldu strákunum hans Ant- onio Conte engin bönd. Matt Do- herty, Heung-min Son, Emerson Ro- yal og Steven Bergwijn skoruðu sitt markið hver. Arsenal getur þó endurheimt fjórða sætið í kvöld þegar liðið sækir Crystal Palace heim. _ West Ham fór upp fyrir Man- chester United og Wolves og í sjötta sætið en Aaron Cresswell skoraði þar stórglæsilegt aukaspyrnumark í 2:1 sigri á Everton. _ Kelechi Iheanacho kom Leicest- er yfir á Old Trafford en Fred jafn- aði fyrir Manchester United, 1:1. Toppliðin Manchester City og Liv- erpool hituðu upp fyrir stórleik þeirra á Etihad-leikvanginum næsta sunnudag með því að vinna tvö botn- liðanna 2:0 á laugardaginn. City er því áfram einu stigi á undan Liver- pool í einvíginu um meistaratitilinn. _ Diogo Jota og Fabinho, úr víta- spyrnu, skoruðu fyrir Liverpool gegn Watford og tryggðu tíunda sigur liðsins í röð í deildinni. _ Kevin De Bruyne og Ilkay Gün- dogan skoruðu fyrir City í öruggum útisigri á Burnley. _ Christian Eriksen var á meðal markaskorara Brentford sem vann magnaðan útisigur í grannaslag gegn Chelsea á Stamford Bridge, 4:1. vs@mbl.is Tottenham flaug upp í fjórða sætið AFP/Glyn Kirk Tottenham Heung-min Son og Ben Davies skoruðu báðir í gær. _ Guðlaug Edda Hannesdóttir náði níunda sæti á Evrópubikarmóti í þrí- þraut í spænsku borginni Melilla á norðurströnd Afríku í gær. Vegna veð- urs var ekki synt í sjónum en hlaupið og hjólað, samtals 27,5 kílómetrar sem Guðlaug fór á 53,40 mínútum. Þetta er einn besti árangur Guðlaugar sem fær væntanlega yfir 100 stig á heimslist- anum fyrir vikið. _ Wolfsburg vann ótrúlegan stórsigur á Bayern Münc- hen, 6:0, í upp- gjöri toppliða þýsku kvenna- deildarinnar í fótbolta í gær og náði þar með fjögurra stiga forskoti þegar þremur umferð- um er ólokið. Sveindís Jane Jónsdóttir lék fyrstu 75 mínúturnar með Wolfsburg og átti þátt í einu markanna og Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Bayern. Cecilía Rán Rúnarsdóttir kom í mark Bayern í hálfleik, þegar staðan var 3:0, og lék sinn fyrsta leik í efstu deild í Þýskalandi, og Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir kom líka inn á sem vara- maður í hálfleik hjá Bayern, sem er ríkjandi Þýskalandsmeistari. _ Selma Sól Magnúsdóttir skoraði fyrra mark Rosenborg í 2:0 sigri á Kol- botn í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. Hún lék í 83 mínútur. Ros- enborg hefur unnið þrjá fyrstu leikina eins og hin tvö Íslendingaliðin, Våler- enga og Brann. Ingibjörg Sigurð- ardóttir lék allan tímann í vörn Våle- renga sem vann Röa 3:0 og Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan tímann með Brann sem vann Lilleström á útivelli, 1:0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir var allan tímann á varamannabekk Brann. _ Martin Hermannsson skoraði 14 stig og átti 5 stoðsendingar fyrir Valencia í gær þegar lið hans vann Unicaja Málaga örugg- lega, 90:75, í spænsku ACB- deildinni. Martin lék í 24 mínútur með Valencia sem lyfti sér upp í fjórða sætið, sex stigum á eftir toppliði Barce- lona. Leiknar hafa verið 26 umferðir af 34. _ Aron Sigurðarson tryggði Horsens sigur á toppliðinu Helsingör, 1:0, í úr- slitakeppni dönsku B-deildarinnar í gær með marki úr vítaspyrnu. Sævar Atli Magnússon lagði upp eitt marka Lyngby í 5:0 sigri á Nyköbing á laugardag. Hels- ingör er með 51 stig, Lyngby, undir Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.