Morgunblaðið - 04.04.2022, Page 27

Morgunblaðið - 04.04.2022, Page 27
stjórn Freys Alexanderssonar, er með 46 og Horsens 43 í þremur efstu sæt- unum þegar níu umferðum er ólokið. _ Aron Bjarnason skoraði fyrra mark Sirius í 2:1 sigri á Sundsvall í fyrstu um- ferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu í gær. Aron lék fyrstu 75 mín- úturnar með Sirius. _ Willum Þór Willumsson lék allan leikinn og lagði upp tvö marka BATE Borisov þegar liðið vann Belshina, 3:0, á útivelli í hvítrússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag. BATE hefur unnið tvo fyrstu leiki sína. _ ÍR-konur mæta Ármanni í úr- slitaeinvígi um sæti í úrvalsdeild kvenna í körfubolta eftir að hafa sigrað KR í oddaleik, 84:65, í Seljaskóla á laugardags- kvöldið. Fyrsti leikurinn fer fram á heimavelli Ár- manns í Kenn- araháskólanum annað kvöld. Gla- diana Jimenez og Aníka Linda Hjálmarsdóttir skoruðu 20 stig hvor fyrir ÍR en Chelsea Jennings skoraði 18 stig fyrir KR og tók 14 fráköst. _ Þóra Kristín Jónsdóttir er komin með Falcon í úrslitaeinvígið um danska meistaratitilinn í körfubolta en hún átti stórleik í sigri á Herlev á útivelli, 92:78, á laugardag. Hún skoraði 26 stig og tók 4 fráköst á 32 mínútum. Ástrós Lena Ægisdóttir tók eitt frákast og átti eina stoðsendingu fyrir Falcon sem vann einvígið 2:0 og mætir Sisu eða Amager í úrslitunum. _ Jón Daði Böðvarsson landsliðs- maður í knattspyrnu tryggði Bolton stig gegn Wigan í ensku C-deildinni á laug- ardaginn með glæsilegu skallamarki, 1:1, á 83. mínútu. Jón Daði, sem kom inn á sem varamaður á 55. mínútu, skoraði þarna sitt 60. deildamark á ferl- inum, í 355 leikjum. _ Guðmundur Ágúst Kristjánsson hafnaði í ellefta sæti á Limpopo- golfmótinu sem lauk í Suður-Afríku í gær og var hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Hann lék fjórða og síðasta hringinn á 71 höggi en hafði áður leikið á 68, 69 og 70 höggum, og var samtals á tíu höggum undir pari. Mateusz Gra- decki frá Póllandi sigraði á 19 höggum undir pari. _ Óskar Ólafsson er kominn í undan- úrslit Evrópubikars karla í handknatt- leik með norska liðinu Drammen. Óskar skoraði þrjú mörk í útisigri gegn Suhr Aarau í Sviss í gær, 33:32, en Drammen vann þar með 64:61 samanlagt. _ Hörður frá Ísafirði er einu stigi frá því að vinna sér úrvalsdeildarsæti í handknattleik karla í fyrsta sinn eftir sigur á Fjölni, 38:36, á Ísafirði í gær- kvöld. Harðarmönnum nægir jafntefli gegn Þór frá Akureyri í lokaumferðinni á föstudagskvöldið kemur. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022 KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit kvenna, fyrsti leikur: Dalhús: Fjölnir – Njarðvík .................. 18.15 Hlíðarendi: Valur – Haukar ................ 20.15 Umspil karla, undanúrslit, annar leikur: Álftanes: Álftanes – Sindri .................. 19.15 Dalhús: Fjölnir – Höttur...................... 20.30 Í KVÖLD! Spánn Zaragoza – Joventut Badalona.......... 63:77 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði 6 stig, tók 7 fráköst og átti eina stoðsendingu á 21 mínútu fyrir Zaragoza. Belgía/Holland Landstede Hammers – Belfius Mons 95:96 - Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skor- aði 9 stig fyrir Landstede, tók 2 fráköst og átti 2 stoðsendingar á 22 mínútum. Hague Royals – Limburg ................... 69:93 - Snorri Vignisson skoraði 13 stig, tók eitt frákast og átti eina stoðsendingu fyrir Hague á 22 mínútum. >73G,&:=/D Olísdeild karla Selfoss – ÍBV ........................................ 32:31 Fram – FH............................................ 24:24 Staðan: Haukar 20 14 4 2 605:544 32 Valur 20 14 2 4 574:496 30 ÍBV 20 12 3 5 608:595 27 FH 20 12 3 5 561:515 27 Selfoss 20 11 2 7 556:535 24 Stjarnan 20 10 2 8 569:559 22 KA 20 9 2 9 550:567 20 Afturelding 20 6 7 7 554:557 19 Grótta 20 7 3 10 546:552 17 Fram 20 6 3 11 546:567 15 HK 20 1 2 17 521:589 4 Víkingur 20 1 1 18 459:573 3 Grill 66-deild karla Haukar U – Þór .................................... 34:29 Valur U – Þór........................................ 36:29 Haukar U – Afturelding U .................. 24:21 Hörður – Fjölnir................................... 38:36 Selfoss U – Vængir Júpíters ............... 33:25 Staða efstu liða: Hörður 19 16 0 3 662:536 32 ÍR 19 15 1 3 660:547 31 Fjölnir 19 14 0 5 597:537 28 Þór 19 13 1 5 581:527 27 Haukar U 19 12 0 7 550:508 24 Olísdeild kvenna ÍBV – Stjarnan ..................................... 29:24 Afturelding – Fram.............................. 20:38 KA/Þór – HK ........................................ 26:23 Valur – Haukar..................................... 27:25 Staðan: Fram 19 14 1 4 535:453 29 Valur 19 14 0 5 517:432 28 KA/Þór 19 13 1 5 533:488 27 ÍBV 18 10 0 8 485:465 20 Haukar 19 9 1 9 527:504 19 Stjarnan 19 8 0 11 491:502 16 HK 19 5 1 13 436:499 11 Afturelding 18 0 0 18 407:588 0 Grill 66-deild kvenna Grótta – Stjarnan U ............................. 31:30 ÍBV U – Fjölnir/Fylkir ........................ 30:19 Selfoss – Fram U.................................. 31:22 HK U – Valur U.................................... 30:26 Staða efstu liða: Selfoss 18 15 2 1 541:437 32 ÍR 18 14 1 3 491:402 29 FH 19 13 3 3 508:424 29 Grótta 19 10 2 7 488:452 22 HK U 19 10 1 8 514:495 21 Þýskaland RN Löwen – Flensburg....................... 29:29 - Ýmir Örn Gíslason skoraði 3 mörk fyrir Löwen en Teitur Örn Einarsson lék ekki með Flensburg. Göppingen – Balingen ........................ 27:28 - Janus Daði Smárason lék ekki með Göppingen en Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark fyrir Balingen. Lemgo – Minden .................................. 20:32 - Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk fyrir Lemgo. N-Lübbecke – Melsungen................... 23:31 - Elvar Örn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Melsungen og Alexander Petersson eitt. Blomberg-Lippe – Zwickau ............... 28:25 - Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Sachsen Zwickau. Danmörk GOG – Nordsjælland ........................... 33:27 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot í marki GOG sem er deildarmeistari. Aalborg – Ribe-Esbjerg...................... 33:29 - Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Aalborg sem endar í öðru sæti. Frakkland París SG – Aix...................................... 37:32 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir Aix sem er í þriðja sæti. St.Raphaël – Nancy............................. 35:27 - Elvar Ásgeirsson skoraði 5 mörk fyrir Nancy sem er neðst í deildinni. %$.62)0-# Morgunblaðið/Óttar Geirsson KA Jóna Margrét Arnarsdóttir, átján ára fyrirliði KA, býr sig undir að lyfta bikarnum eftir sigur Akureyrarliðsins á Aftureldingu í Digranesi í gær. BLAK Víðir Sigurðsson Jóhann Ingi Hafþórsson Gunnar Egill Daníelsson Blakbikararnir tveir verða geymdir í Hveragerði og á Akureyri næsta ár- ið eftir að Hamar varð bikarmeistari karla í gær og KA bikarmeistari kvenna en úrslitaleikirnir fóru þá fram í Digranesi í Kópavogi, rétt eins og undanúrslitaleikirnir næstu tvo daga á undan. Hið nýja blakstórveldi Hamars sem hefur verið nánast ósigrandi frá stofnun liðsins fyrir tveimur árum er bikarmeistari annað árið í röð. Ham- arsmenn lögðu KA að velli, 3:0, í úr- slitaleiknum en Akureyrarfélagið hafði orðið bikarmeistari í sex af síð- ustu níu skiptum áður en röðin kom að Hvergerðingum. KA vann hins vegar sigur á Aftur- eldingu í æsispennandi tveggja tíma úrslitaleik í kvennaflokki eftir odda- hrinu, 3:2, þar sem Mosfellingar voru með undirtökin að þremur hrinum loknum. KA-konur eru þar með bikarmeistarar í annað sinn á þremur árum en þær unnu þennan titil í fyrsta skipti árið 2019. KA er í efsta sæti í úrvalsdeild kvenna og getur með sigri um næstu helgi tryggt sér deildarmeistaratit- ilinn. Að deildakeppni lokinni tekur Morgunblaðið/Óttar Geirsson Hamar Ragnar Ingi Axelsson með bikarinn ásamt bræðrunum Hafsteini og Kristjáni Valdimarssonum eftir sigurinn á KA í Digranesi í gær. við úrslitakeppni um Íslandsmeist- aratitilinn. Planið var að vinna allt „Ég sagði þegar ég kom hingað í september að það væri planið mitt að vinna allt. Þá vissi ég ekki að það væru þrír titlar í boði, líka deild- armeistaratitill. Ég hef trú á því að við getum unnið þrennuna,“ sagði Króatinn Tea Andric við Morg- unblaðið en hún átti stórleik með KA gegn Aftureldingu og skoraði 28 stig. Radoslaw Rybak, spilandi þjálfari Hamars, er orðinn 49 ára gamall en hann lék á sínum tíma með pólska landsliðinu sem hafnaði í fimmta sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu ár- ið 2004. Mitt síðasta tímabil „Ég væri helst til í nýja kennitölu sem segir að ég sé yngri en það er víst ekki hægt. Það er virkilega gott að spila með þessum strákum sem gætu verið synir mínir. Þetta er því miður mitt síðasta tímabil. Ég verð að hætta einhvern tímann. Ég reyni hvað ég get út þessa leiktíð en svo hætti ég,“ sagði Rybak við Morg- unblaðið en hann getur bætt við tveimur titlum í viðbót áður en tíma- bilið er úti. _ Nánar er fjallað um úrslitaleik- ina á mbl.is/sport. Hveragerði og Akureyri - Hamar bikarmeistari karla í annað sinn og KA bikarmeistari kvenna í annað sinn Valskonur hafa örlögin í eigin hönd- um eftir sigur á Haukum, 27:25, í úr- valsdeild kvenna í handbolta í gær. Þær eru stigi á eftir Fram en stigi á undan KA/Þór, og mæta báðum keppinautunum í tveimur síðustu umferðunum. Tvö efstu liðin fara beint í undanúrslit þannig að slag- urinn um deildarmeistaratitilinn og um að sleppa við fyrstu umferðina er afar tvísýnn. Eitt þessara liða fer þangað ásamt ÍBV, Haukum og Stjörnunni. Thea Imani Sturludóttir skoraði sjö mörk fyrir Val og þær Sara Od- den og Elín Klara Þorkelsdóttir sjö mörk hvor fyrir Hauka. _ Steinunn Björnsdóttir sneri aft- ur í lið Fram eftir langa fjarveru vegna krossbandsslits og skoraði 6 mörk í stórsigri á botnliði Aftureld- ingar að Varmá, 38:20. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði einnig 6 mörk fyrir Fram en Katrín Helga Davíðs- dóttir skoraði 7 mörk fyrir Aftureld- ingu. _ Hrafnhildur Hanna Þrast- ardóttir og Elísa Elíasdóttir skoruðu 7 mörk hvor fyrir ÍBV í sigri á Stjörnunni í Eyjum, 29:24. Elísabet Gunnarsdóttir og Eva Björk Davíðs- dóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir Stjörnuna. _ Martha Hermannsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir skoruðu 7 mörk hvor fyrir KA/Þór í sigri á HK, 26:23, en Elna Ólöf Guðjónsdóttir skoraði 6 mörk fyrir HK. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Sjö Elísa Elíasdóttir skorar eitt af sjö mörkum sínum fyrir ÍBV í sigrinum gegn Stjörnunni á laugardaginn. ÍBV stendur vel að vígi í fjórða sætinu. Valur með örlögin í eigin höndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.