Morgunblaðið - 04.04.2022, Page 28

Morgunblaðið - 04.04.2022, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 26. apríl 2022 Auglýsendur athugið SÉRBLAÐ B A BLAÐ arfólk framtíðar að stíga sín fyrstu spor og salurinn er þéttsetinn af tón- listaráhugamönnum á öllum aldri sem eru komnir til að fylgja sínu fólki. Ég sest á annan bekk, rétt vinstra megin við miðju, og kemst að því von bráðar að ég er umkringd Norðfirð- ingum sem öll eru komin til að fylgja hljómsveitinni Dusilmenni sem fyrst keppnissveita stígur á svið í kvöld. Þrjár kynslóðir Norðfirðinga láta sig ekki muna um að bruna í bæinn, enda vita þau að það er ekkert eins mikilvægt og að hlúa að tónlist- arsköpun og styðja við hana með öllu móti. Eftir að sigursveitin Ólafur Kram frá því í fyrra hefur leikið nokkur lög, og hljóma enn betur en þegar þau unnu, er Dusilmennið kallað á svið og þá er þetta byrjað! Sveitin er þétt og vel smurð og mjög flottur og pönkaður tónn í rödd söngvarans. Dusilmenni fljúga í gegnum lögin þrjú alveg lausir við nokkurn sviðs- skrekk. Það er gargandi rokk og gleði í þessu bandi og verður gaman að fylgjast með þeim áfram. Bí Bí og Joð fylgja í kjölfarið og þótt þeirra atriði sé vel útfært er lík- lega korter of mikill kabarett í gangi. Þau eru vel æfð og gera þetta fumlaust en vantar kannski aðeins upp á að hugsa hljómsveit sína út frá tónlistinni sjálfri. Í sveitinni má þó finna einn allra áhugaverðasta söngvara tilraunanna í áraraðir, Svanhildi Guðnýju Hjördísardóttur, og við munum örugglega sjá meira af henni. Hinn 16 ára rappari Gunni Karls úr Hafnarfirði var næstur á svið og virtist hafa náð úr sér mesta stress- inu frá því á undanúrslitakvöldi sínu. Það var gaman að fá útskýringu hans á því um hvað textinn fjallaði í hans nýjasta lagi. Hann samdi sumsé texta um karakterinn sem hann er þegar hann er á sviði að rappa. Þar fer listin í hringi og lagið var mun meira spennandi en hin tvö sem hann hafði flutt áður. Hljómsveitin Ókindarhjarta hafði einnig bætt sig til muna frá því á undanúrslitunum og lokalagið þeirra, Dauðaþögn, kallaði á fyrstu gæsahúð kvöldsins. Það endaði á því að helmingur sveitarinnar hafði kastað sér í gólfið, svo mikill var fíl- ingurinn í flutningnum. Hljóm- sveitin leikur einhvers konar ljóð- rænt indí með sakleysislegri nálgun en dularfyllri undirtón og bassalínur og gítarlínur leika sér frjálsar um tónheiminn. Söngkonan og bassa- leikarinn Þórhildur Helga Pálsdóttir er gjörsamlega frábær og kann að gleyma sér á sviði og þá er svo auð- velt að heillast með. HáRún lék síðust fyrir hlé og fyrstu tvö lög hennar liðu bæði fyrir það að vanta eitthvert uppbrot. Fyrsta lagið var í raun eins og langt intró og annað lagið hljómaði eins, og sönglína og nokkuð flottur hljómagangur á gítar pössuðu ekki fyllilega saman. En svo frumflutti hún splunkunýtt lag sem hún sagðist hafa samið nokkrum dögum fyrr og þar kvað við mun betri tón. Gít- arplokk og skemmtileg sönglína héldust í hendur og hér heyrðist vel hve flott röddin hennar var. Stund- um verða bestu lögin bara til undir álagi. Kolbrún Óskarsdóttir notar svið- snafnið KUSK og var fyrst á dag- skrá eftir hlé. Þarna er kominn tón- listarmaður sem fer sínar eigin leiðir, því hún hljómar ekki eins og neitt annað sem ég hef heyrt. Fyrsta lagið var dansvænt trommu- heilapopp og annað lagið var ein- hvers konar Austurlanda-teknó með tilheyrandi framandi raddbeitingu og dularfullum sönglínum. Þriðja lagið, Lúpínur, hófst svo með til- raunakenndum hljómi sem reis og reis og tók svo á flug. Einbeiting hennar og taumlaus spilagleði skein og geislaði yfir allan salinn. Sameheads, fimm vinir úr Reykja- vík, voru að leika sína aðra tónleika fyrir framan áhorfendur en sveitin var stofnuð fyrir nokkrum mán- uðum. Hljómurinn í bandinu er framúrskarandi og flutningurinn nokkuð öruggur, en það er eins og það vanti að klára hugmyndavinnu í útsetningum. Hljómsveitin lék ein- hvers konar nútímaútgáfu af shoe- gaze- (skógláps-) rokki og gítarar og söngur voru einstaklega skemmti- legir. Nýjasta lagið þeirra er örlítið hraðara og kraftmeira og þegar búið verður að útsetja og koma köflum og tónum betur fyrir verður þetta hörkuhljómsveit. Úr einu í eitthvað allt annað og Öflugur Gunni Karls rappaði um sjálfan sig og nældi í annað sætið. Skóglápsrokkarar Félagarnir í Sameheads leika einhvers konar nútíma- útgáfu af skóglápsrokki og hrepptu þriðja sætið. Ljósmyndir/Árni Torfason Hæfileikarík Kolbrún Óskarsdóttir, KUSK, sigurvegari Músíktilrauna 2002, tók við sigurlaununum úr hendi borg- arstjóra, Dags Bergþórusonar Eggertssonar. Hún hlaut einnig Rafheilaverðlaun og verðlaun fyrir íslenska texta, Tónlist er flókn- asti galdurinn - Kusk sigraði í Músiktilraunum 2022 - Gunni Karls hreppti annað sætið og Sameheads það þriðja AF TILRAUNUM Ragnheiður Eiríksdóttir heidatrubador@gmail.com Laugardagseftirmiðdagur og það er útlenskt vorveður í Reykjavik. Átta stiga hiti, lóðrétt rigning og vorlykt í loftinu, en í loftinu er líka spenna og eft- irvænting því í kvöld ráðast úrslit í skemmtilegustu tónlistarkeppni Ís- lands, sjálfum Músiktilraunum. Það er löngu sannað að þarna er tónlist-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.