Morgunblaðið - 13.04.2022, Síða 16

Morgunblaðið - 13.04.2022, Síða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022 ✝ Gísli Marteins- son fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1937. Hann varð bráðkvaddur 3. apríl 2022. Foreldrar hans voru Marteinn Steindórsson kaup- maður, f. 13.9. 1898, d. 25.6. 1952, og Guðríður Gísla- dóttir húsmóðir, f. 6.9. 1900, d. 27.2. 1955. Systkini Gísla voru Steindór, f. 6.11. 1923, d. 31.7. 1996, Ingibjörg f. 2.6. 1927, d. 23.12. 2010, og Guðrún, f. 20.6. 1931, d. 15.7. 2020. Gísli giftist 3. júlí 1982 Kristínu Einarsdóttur, f. 3. apríl 1955, d. 22. febrúar 2002. Börn þeirra eru: 1) Gísli Þór, f. 11. desember 1979, unarprófi árið 1956 rak hann nokkrar skóverslanir í Reykja- vík. Árin 1965-1977 starfaði Gísli hjá Skeljungi þar sem hann kynnist Kristínu. Hann átti og rak Tölver hf. til ársins 1983. Tók síðar við sem aðstoðarforstjóri Vísa Ísland til 1986. Fjölskyldan flutti til Neskaup- staðar í ársbyrjun 1987. Þar störfuðu hjónin saman í Lífeyr- issjóði Austurlands, Gísli sem framkvæmdastjóri, í tæp 14 ár. Þegar Kristín lést var fjölskyldan flutt aftur suður og starfaði Gísli í frímúrarareglunni um skeið en síðustu ár var hann fyrst og fremst afi, pabbi og uppáhalds- frændi. Gísli gekk í frímúrararegluna 15. desember 1977. Útför Gísla fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 13. apríl 2022, klukkan 13. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andat giftur Berglindi Ósk Tómasdóttur, f. 6. júní 1977. Börn þeirra eru Hekla Geirdal, Sara Líf og Mikael Þór. 2) Ninja Ýr, f. 5. mars 1984, gift Corin John Wright, f. 6. apríl 1977. Börn þeirra eru Aron John, Freyja Dís og Emma Kristín. 3) Myrra Ösp, f. 26. júní 1986, gift Hjalta Erni, f. 14. apríl 1982. Börn þeirra eru Gabríel Ísak, Bjarki Fannar, Unnar Helgi, Kristófer Kári og Heimir Ágúst. Kjörsonur Gísla frá fyrra sambandi er Kristmundur, f. 3. apríl 1969. Sonur hans er Ásmundur Þór. Eftir að Gísli lauk versl- Elsku dásamlegi og mest elsk- andi pabbi! Mikið ofboðslega er sárt að missa þig og sérstaklega svona snöggt og geta ekki haldið utan um þig þegar þú kvaddir. Ég vildi svo mikið að þú byggir sem næst mér eða í það minnsta í húsnæði þar sem þú værir umkringdur fólki sem gæti hugsað um þig. Ég sit í svo djúpum sárum að hafa ekki gert betur, hafa ekki náð að sannfæra þig og gert meira því mér líður eins og mín versta mar- tröð hafi komið fram. Eitthvað sem ég hefði getað komið í veg fyrir. Ég gat ekki verið hjá mömmu þegar hún kvaddi snögg- lega en ég ætlaði sko alls ekki að missa þig með sama hætti og hvað þá að hafa þig ekki hjá mér. Ég elska þig svo rosalega mik- ið og þráði svo heitt að heilsu- brestir þínir væru yfirstíganlegir svo þú myndir geta notið lífsins aftur með okkur. Við erum svo mörg hér sem söknum þín svo sárt, svo sárt! Þú kenndir og gafst mér svo margt. Stærsta og mikilvægasta gjöfin sem þú gafst mér var öll þín ást og umhyggja, ekki bara í minn garð heldur í garð allra. Það að sjá hvað þú elskaðir fólkið í kring- um þig mikið og hvað þú varst dýrkaður og dáður af fjölskyldu nær og fjær er ómetanlegt. Það fór ekki fram hjá neinum sem ykkur þekktu að þið mamma átt- uð alveg einstakt samband. Ást ykkar og virðing gagnvart hvort öðru er það sem ég hef tekið með mér út í lífið. Það hefur ekki að- eins kennt mér að elska og bera virðingu fyrir öðrum heldur einn- ig að bera virðingu fyrir sjálfri mér. Ég veit hvað ég á skilið og það er þér að þakka elsku pabbi minn. Takk fyrir allt elsku pabbi minn! Takk fyrir óbilandi trú á okkur öllum. Takk fyrir alla þína ást og umhyggju, allar heimsókn- irnar, samverustundirnar og ferðalögin. Takk fyrir allar púsl- stundirnar með Emmu Kristínu, einkastundirnar með Aroni John og fyrir að vera stærsti og besti aðdáandi Freyju Dísar. Takk fyr- ir fallega brosið þitt og hlýja augnaráðið sem skein af þér þeg- ar þú horfðir á og/eða fylgdist með öllum barnabörnunum þín- um. Mest af öllu: takk fyrir að vinna í þeirri gríðarlegu ástar- sorg sem þú varðst fyrir við frá- fall mömmu, því það gaf okkur svo miklu meiri tíma með þér. Tíma til að leiða okkur systur að altarinu, standa við hlið Gísla, tíma til að kynnast börnunum okkar þótt við værum nú búin að ræða að þú myndir lifa miklu lengur til að fá ennþá meiri tíma með þeim og umfram allt tíma til að vera virkur þátttakandi í mínu lífi. Ég veit að þú veist að ég og við öll elskum þig svo mikið enda töl- uðum við mikið um það og er ég einstaklega þakklát fyrir það. Þú hefur verið uppi á stalli frá því ég var lítil stelpa og ég mun alltaf líta upp til þín. Í augnablikinu finnst mér ekk- ert geta linað þjáningar mínar nema gott samtal og ennþá betra knús frá þér. Þú varst svo bjart- sýnn og elskandi. Ég þarf svo mikið að trúa því að mamma hafi tekið vel á móti þér og þið séuð núna dansandi og syngjandi með- al stjarnanna. Knúsið hvort annað frá okkur öllum. Þín að eilífu elskandi dóttir, Ninja Ýr Gísladóttir. Aron að tala við afa besta: Afi ég vona að þú sért í skýjunum að dansa með ömmu. Við elskuðum þig eins og hvað margar stjörnur eru á himninum afi. Ef þú værir ennþá lifandi þá mundi ég knúsa þig allan tímann sem þú ættir eft- ir. Þú gafst öllum sem þurftu þína gleði og hamingju. Þú lést okkur hlæja og brosa þegar við sáum þig. En þú veist að við elskum þig eins og þú elskaðir okkur. Við Emma og Freyja vorum svo glöð að sjá þig koma til okkar. Afi, þú veist að þú varst besti afi í öllum heiminum. En best fannst mér hvað þú varðst glaður þegar þú sást okkur og að þú elskaðir að koma með okkur í ferðir. Þú elsk- aðir að brosa og hlæja með okkur afi. Þú elskaðir að gefa öllum gjaf- ir og hamingju og láta öllum líða vel. Freyja elskaði að sýna þér fim- leika. Emmu fannst gaman að púsla með þér og lita. Mér fannst gott að knúsa þig og sýna þér myndir sem ég gerði. Mér fannst gott að gefa þér gleði. Ég elskaði að horfa með þér á myndir og þætti þegar þú gistir hjá okkur á jólunum. Mér fannst gaman að þú komst með okkur til Englands. Þú varst svo skemmtilegur og vinsæll maður, þú hjálpaðir öllum sem þurftu hjálp. Afi, þú varst svo skemmtilegur maður og sagðir sannleikann við okkur og þú hjálpaðir okkur mikið og vel. En ef þú værir ennþá lifandi þá myndi ég brosa af gleði. Þú varst góður við okkur og knúsaðir okk- ur mikið. Afi, þú varst alltaf glað- ur þegar ég sá þig. Ég sakna þín afi. Þinn afastrákur, Aron John Corinsson. Mín fyrsta reglulega minning um elskulegan mág minn, Gísla Marteinsson, er frá fæðingu Gísla Þórs. Við Kristín systir höfðum talað um að ég yrði með við fæð- inguna. Eina nóttina í byrjun des- ember hringdi síminn um miðja nótt. „Við erum á leiðinni niður á spítala.“ Það var Kristín sem hringdi. Ég dreif mig niður á spít- ala og upp á fæðingardeild, en þar var engin Kristín eða Gísli. Ég frétti svo að það væri kona í fæð- ingu og ég kíkti inn. Og viti menn, þar var Kristín, langt komin í fæðingu. Nokkrum mínútum seinna kom svo hress og fínn strákur í heiminn. Gísli Þór var fæddur. Skýrslan frá mæðra- verndinni hafði gleymst heima og Gísli var sendur heim að ná í hana. Þetta varð til þess að hann missti af fæðingunni. Ég gleymi aldrei gleðinni og hamingjunni sem lýsti af andlitinu þegar hann kom til baka og hitti Kristínu og litla soninn. Og gleði fyrir mig að fá að vera með. Smátt og smátt stækkaði fjöl- skyldan og Ninja og Myrra bætt- ust í hópinn. Þrjú yndisleg börn, sem veittu okkur í allri stórfjöl- skyldunni mikla gleði. Eftir nokkur ár í Reykjavík flutti fjölskyldan austur í Nes- kaupstað. Það var góður tími, vinna og fjölskyldulíf og börnin stækkuðu og þroskuðust. Svo dró ský fyrir sólu, þegar Gísli fékk kransæðastíflu og fór til London í hjartaaðgerð. En hann náði sér fljótt og saman unnu þau úr erfiðleikunum. Gísli einbeitti sér að því að búa í haginn fyrir Kristínu og börnin og Kristín sá að mestu um heimilið og börnin, auk vinnunnar utan heimilis. Þau voru samstillt hjón og unnu vel saman. Eftir árin í Neskaupstað flutti fjölskyldan aftur til Reykjavíkur og settist að á Kirkjusandi. Gísli vann minna og lífið var gott. En svo hrundi heimurinn þeg- ar Kristín dó skyndilega, langt um aldur fram. Það var hræðilegt áfall, en fjölskyldan vann saman úr sorginni, með eigin styrk og góðum stuðningi frá fjölskyldu og vinum. Og lífið hélt áfram, en það var alltaf stutt í sorgina. Nú búa börnin og fjölskyldur þeirra í Reykjavík og barnabörn- in eru orðin níu talsins. Þau veittu öll afa sínum mikla gleði. Gagn- kvæmur kærleikur þegar hann er sem bestur. Nú er sorg þeirra mikil. Við sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur, við erum með ykkur í huganum. Margrét, Bogi og Einar Kári. Gísli Marteinsson ✝ Stefana Gunn- laug Karlsdótt- ir fæddist 19. ágúst 1931 á Landspít- alanum í Reykja- vík. Hún lést á Landakoti 28. mars 2022. Foreldrar Stef- önu voru María M. Ásmundsdóttir sauma- og mynd- listarkona, f. 27.3. 1898, d. 10.2. 1996, og Karl Leó Björnsson sýsluskrifari í Borg- arnesi, f. 22.2. 1898, d. 6.7. 1941. Systir sammæðra er Áslaug Kristín Sigurðardóttir, f. 21.9. 1924, d. 15.9. 2009. Systir sam- feðra er Þóra Elfa Björnsson, f. 5.6. 1939. Eiginmaður Stefönu var Ólaf- ur Jón Ólafsson, fulltrúi hjá Flugfélagi Íslands og Flug- leiðum og þýðandi og útgefandi, f. 8.5. 1930, d. 14.8. 2000. For- eldrar hans voru hjónin Ólafur Helgason læknir, f. 14.1. 1901, d. 1.10. 1970, og Kristín Þor- varðardóttir húsfreyja, f. 19.12. 1912, d. 31.10. 1977. Þau bjuggu í Reykjavík. Stefana og Ólafur áttu fjögur börn. Þau eru: 1) Ásmundur dætur hennar og Grétars Steins Magnússonar eru Emma Ísold, f. 31.7. 2012, og Saga Karólína, f. 7.11. 2021, sonur hennar og Einars Eyland er Einar Ólafur, f. 11.8. 1993. Stefana var uppalin á Kross- um í Staðarsveit á Snæfellsnesi, á veglegu og mannmörgu sveitaheimili í skjóli Ásmundar afa síns og Jóns fóstbróður hans. Átti hún ómetanlegar minningar úr barnæskunni og þar fékk hún það veganesti sem átti eftir að duga henni vel út lífið. Í Staðarsveitinni gekk hún í barnaskóla en fluttist með móður sinni til Reykjavíkur ár- ið 1945 og hóf nám í Verslunar- skóla Íslands. Þar kynntist hún æskuvinkonum sínum og vin- áttusambönd urðu til sem ent- ust til æviloka.Stefana starfaði í snyrti- og hjúkrunarvöru- versluninni Remedíu í þrjú ár, í Reykjavíkurapóteki í sjö ár og síðan tók við barnauppeldi og húsmóðurstörf. Stefana starf- aði í Borgarapóteki í 10 ár en fór þá út í sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Árið 1978 stofnaði hún snyrtivöruverslunina Top Class á Laugavegi og rak hana, ásamt heildsölu, næstu 24 árin. Stefana var virkur félagi í Oddfellowreglunni frá árinu 1960 og komst þar til æðstu metorða. Útför verður frá Dómkirkj- unni í dag, 13. apríl 2022, kl. 15. Karl, f. 2.9. 1952, börn hans og Sig- rúnar Láru Shanko eru María, f. 2.2. 1978, börn hennar Kjartan Skarphéð- insson, f. 17.2. 1998, Alexandra Díana Hjaltadóttir, f. 12.9. 2009, og Sigrún Ása Bjarn- ardóttir, f. 13.4. 2015, og Atli Grím- ur, f. 12.6. 1979. Dóttir Ásmund- ar og Sigrúnar Jónu Andradótt- ur er Hjördís Heiða, f. 5.1. 1988, dóttir hennar er Elísabeth Ösp Einarsdóttir, f. 26.11. 2004. Sambýliskona Ásmundar er Guðbjörg Eggertsdóttir, f. 8.9. 1954; 2) Arinbjörn, f. 16.12. 1958, d. 17.12. 1958; 3) Ólafur Kristinn, f. 18.12. 1959, dætur hans og Herthu Árnadóttur eru Stefana Kristín, f. 15.1. 1983, börn hennar og Trausta Ágústs- sonar eru Stormur Kiljan, f. 19.6. 2008, og Esja Vár, f. 29.7. 2016, og Sunneva Lind, f. 10.4. 1987. Eiginkona Ólafs er Kristín Kristjánsdóttir, f. 6.7. 1977; 4) Margrét, f. 1.5. 1961, dóttir hennar og Roberts L. Harrison er Júlía Beatrice, f. 16.8. 1985, Gott er að gengnum degi Guðs í faðmi að sofa. Þeim, sem aldrei öðrum brást og efna meira en lofa. Mamma mín, - amma mín sem elskaðir mig. Góða nótt, - gleðstu rótt! Guð blessi þig. (S.E.) Móðir okkar var góð mamma. Þegar við vorum lítil var hún góð í að baka, sauma á okkur föt, gera við, hugga okkur og hvetja. Stilla til friðar og hlusta á klögu- mál og gefa góð ráð. Hún hafði mikinn metnað til þess að við værum vel til fara ekki síður en kurteis og vel upp alin, sama átti við þegar barnabörnin og jafnvel barnabarnabörnin komu til sög- unnar. Þegar við börnin hennar og líka barnabörnin komumst á fullorðinsár var hún ekki bara móðir og uppalandi heldur líka góður félagi og vinur. Mamma var ljón, ekki bara í stjörnumerki heldur í eðli sínu. Hún var kraftmikil og stjórnsöm, hún stóð sterk og stolt í gegn um lífsins ólgusjó og hafði ekki alltaf meðbyr. Dugleg var hún og hafði útsjónarsemi til að snúa erfið- leikum upp í skemmtileg ævin- týri. Mamma var fyrirmynd okkar og foringi fjölskyldunnar. Fyr- irmynd í því hvernig á að vinna, vera heiðarleg og hreinskiptin. Öll verkefni leysti hún af hendi af metnaði og manngæsku hvort sem það var að hjúkra veikum ættingjum, gera viðskiptasamn- inga og hvað eina þar á milli. Mamma var frumkvöðull, kunni að bjarga sér, hugsaði í lausnum og hafði metnað til að gera vel. Hún blómstraði í við- skiptum, vann við verslunarstörf alla ævi og með eigin rekstur í 24 farsæl ár eða til 74 ára aldurs. Við systkinin og fleiri í fjölskyld- unni unnum í fyrirtækinu hjá henni á einhverjum tímapunkti ævinnar og er magnað að hugsa til þess að virðingin á meðan og í kjölfarið var gagnkvæm. Í því samhengi var dýrmætt að upp- lifa virðinguna sem hún ávann sér hvar sem hún kom. Mamma var stórglæsileg kona en ekki bara falleg að utan held- ur líka að innan. Þeir voru ófáir skjólstæðingar hennar, menn og konur, sem hún tók undir vernd- arvæng sinn og veitti stuðning ef þess var þörf. Hún var góður vin- ur og góð í að hlusta og veita ráð og sýndi hún ótrúlega seiglu og trygglyndi í mjög svo margvís- legum mannúðarverkefnum. Mamma var miðpunktur í öllu, rausnarleg, skemmtileg og alltaf jákvæð, einbeitt í því að lífið væri til þess að njóta þess. Við erum afar lánsöm að hafa notið hennar samveru alla okkar ævi og svo lengi. Minningarnar um ævintýri og gleðistundir með þessari stór- kostlegu konu eru endalausar og koma til með að ylja okkur nú þegar leiðir hefur skilið. Mamma var ekki bara fjall- kona hún var fjallið. Ásmundur Karl, Ólafur Kristinn og Margrét. Elsku amma mín. Ég sakna þín svo sárt nú þegar. Ég er svo þakklát fyrir allar þær dýrmætu minningar sem ég á um samveru með þér. Þær sem standa efst í huga mér eru allar þær sögur sem þú tókst þér tíma í að segja mér fyrir svefninn í öll þau skipti sem ég gisti hjá þér. Fannst ekk- ert betra en að sofna við að heyra röddina þína, sem ég heyri enn í huga mér þótt þú sért ekki lengur hér. Takk fyrir að vera svona góð og einstök amma. Ég get ekki ímyndað mér að til sé betri fyrirmynd fyrir mig og alla fjölskylduna. Góða ferð, ég hlakka til að sjá og faðma þig aft- ur. Kveðja, Júlía. Stefana Karlsdóttir - Fleiri minningargreinar um Stefönu Karlsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengamóðir, amma og dóttir, INGUNN JÓNA BJÖRNSDÓTTIR, Sandslundi 11, Kjós, lést á Landspítalanum við Fossvog föstudaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 19. apríl klukkan 13. Andrés Óskarsson Björn Óskar Andrésson Berglind Magnúsdóttir Patrekur Ívar, María Erla, Viktor Logi Ágústa S. Andrésdóttir Guðm. Sveinn Arnþórsson Salka Rán og Björn Kristjánsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KLARA GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Hverfisgötu 45, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu, Hraunvangi, sunnudaginn 10. apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, fimmtudaginn 28. apríl klukkan 13. Sturla Haraldsson Anna Ólafsdóttir Guðmundur Haraldsson Rannveig Jónsdóttir Hildur Haraldsdóttir Ingvar Ásgeirsson Ingimar Haraldsson Bjarnfríður Ósk Sigurðardóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR INGVARSSON, lést sunnudaginn 10. apríl á hjúkrunar- heimilinu Hulduhlíð. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju miðvikudaginn 20. apríl klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð. Guðrún Gunnlaugsdóttir Hreinn Sigurðsson Berglind Jóhannsdóttir Dagmar Sigurðardóttir Viðar Þór Hreggviðsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.