Morgunblaðið - 13.04.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022
Dagskrá:
Hefðbundin ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins
Önnur mál
Við bjóðum sjóðfélaga velkomna á fundinn.
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
Grand Hótel Reykjavík,
fimmtudaginn 28. apríl kl. 17:00
Gildi-lífeyrissjóður
Ársfundur 2022
▪
▪
▪
Lífeyrissjóður www.gildi.is
„Gistipláss í bænum er uppurið og all-
ir sem ég þekki eru með húsfylli hjá
sér. Ég held að það verði fullt af fólki
hér,“ segir Anna Sigríður Ólafsdóttir,
stjórnandi Skíðavikunnar á Ísafirði,
sem sett verður í dag.
Setningin verður klukkan 17 og
fyrsti viðburðurinn er svo hin vinsæla
sprettganga Aurora Arktika í Hafn-
arstræti. Hver viðburðurinn rekur
annan næstu daga og samhliða fer
fram hin vinsæla tónlistarhátíð Aldrei
fór ég suður. „Þetta verður fullkomin
Skíðavika. Það er autt í bænum en
hellingur af snjó á skíðasvæðunum og
spáin fyrir helgina er fín,“ segir
Anna.
Skíðavikunni hefur verið aflýst síð-
ustu tvö ár vegna samkomutakmark-
ana. „Við vitnum til Skíðavikunnar í
fyrra þegar aflýst var með litlum fyr-
irvara. Nú má búast við að íbúafjöldi
á svæðinu tvöfaldist. Það eru komnir
á sjöunda tug viðburða á dagskrána
og enn að bætast við,“ segir Anna.
hdm@mbl.is
Fullkomin Skíða-
vika sett síðdegis
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Sprettganga Upphaf Skíðaviku.
- Gisting upp-
bókuð - Tónlist
og fjöldi viðburða
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta eru fáránlegar reglur og al-
gjört klúður að þeir sem áttu að líta
yfir frumvarpið skyldu láta þetta
fara í gegn hjá sér,“ segir Davíð
Pétursson, bóndi og fv. hreppstjóri
á Grund í Skorradal, sem hefur ver-
ið í kjörstjórn frá árinu 1961 og ann-
ast allar kosningar í sveitarfélaginu
frá þeim tíma, utan fimm þingkosn-
inga þegar hann var sjálfur á fram-
boðslista. Með klúðri vísar hann til
þess að Samband íslenskra sveitar-
félaga hafi ekki gert athugasemdir
við nýjar hæfisreglur fyrir kjör-
stjórnir.
Davíð var um árabil í hrepps-
nefnd og oddviti Skorradalshrepps
og var jafnframt í kjörstjórn við all-
ar sveitarstjórnarkosningar. Segir
hann að ekki hafi reynt á hæfisskil-
yrði því umboð hreppsnefnda hafi
fallið niður daginn fyrir kosningar
og þess vegna hafi hreppsnefnd-
armenn getað setið í kjörstjórn.
Davíð var jafnframt hreppstjóri og
annaðist utankjörfundaratkvæða-
greiðslu á heimili sínu á Grund, sem
jafnframt var lengi vel kjörstaður
sveitarinnar.
Fleiri hreppstjórar hafa lengi
starfað að kosningum. Þannig sá
Bjarni Magnússon hreppstjóri um
allar kosningar í Grímsey frá árinu
1969 en hann lést á síðasta ári.
Allir íbúar væru vanhæfir
Allir eru í kjöri þar sem óhlut-
bundnar kosningar eru nema þeir
sem verið hafa í hreppsnefnd og til-
kynnt hafa að þeir gefi ekki kost á
sér. Engin undantekning er gerð
um að hæfisskilyrðin gildi ekki þar
sem óhlutbundnar kosningar eru
viðhafðar. Ef lögin eru tekin
bókstaflega væru allir hreppsbúar
vanhæfir til setu í kjörstjórn. Því
væri ekki hægt að framkvæma
kosninguna, að minnsta kosti ekki
með heimafólki. Raunar telur lands-
kjörstjórn að túlka beri lögin þannig
að hæfisskilyrðin gildi ekki við þess-
ar aðstæður með þeim augljósu rök-
um að annars væri ekki hægt að við-
hafa óhlutbundnar kosningar.
Pétur Davíðsson, bóndi á Grund
og hreppsnefndarmaður, hefur ósk-
að eftir því að fá þessa túlkun lands-
kjörstjórnar skriflega, á bréfsefni
og með stimpli stofnunarinnar. Tel-
ur hann öruggast að breyta lög-
unum strax til að girða fyrir vafa um
hæfi kjörstjórnar. Hann nefnir að
þar sem deilur eru og mjótt á mun-
um milli fylkinga geti sá sem tapar
kært kosninguna á þeim grundvelli
að kjörstjórnarmaður eða -menn
uppfylli ekki hæfisskilyrði laganna.
Málið gæti endað fyrir dómstólum
og þvælst þar í langan tíma.
„Þetta eru fá-
ránlegar reglur“
- Davíð hefur setið í kjörstjórn í rúm
60 ár og annast ótalmargar kosningar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bjargsig Grímseyingar mega varla
vera að því að sjá um kosningar.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ferðahugur er í fólki fyrir páskana
og margir verða á ferð og flugi til og
frá landinu. Þær upplýsingar feng-
ust hjá Isavia að um páskana í fyrra
hafi komur og brottfarir farþega-
flugvéla í millilandaflugi verið innan
við 100 um páskana en stefni í að
verða 600-700 nú. Páskatímabilið
telst vera frá laugardegi fyrir pálma-
sunnudag og til annars dags páska
að báðum dögum meðtöldum.
Ólíkar ferðatakmarkanir
Ferðatakmörkunum vegna
kórónuveirufaraldursins hefur víða
verið aflétt eða dregið mjög úr þeim.
Mismunandi reglur gilda í ein-
stökum löndum og getur skipt máli
hvaðan farþegi er að koma hvaða
skilyrði hann þarf að uppfylla til að
vera hleypt inn í landið.
Icelandair hefur útbúið upplýs-
ingasíðu á heimasíðu sinni (iceland-
air.is) um hvaða kröfur eru gerðar á
hverjum áfangastað. Stuðst er við
opinberar upplýsingar frá hverjum
áfangastað. Síðan er uppfærð mjög
reglulega. Ferðamenn geta nýtt sér
hana, hvort sem þeir ætla að fljúga
til áfangastaða Icelandair eða ekki.
Hægt er að færa inn upplýsingar um
stöðu bólusetninga gegn Covid-19,
hvaðan er ferðast og hvert og hvar
vegabréf viðkomandi var gefið út.
Svo er hægt að sækja lista yfir gögn
sem þarf að hafa handbær.
Samkvæmt upplýsingum frá Ice-
landair eru kröfur mismunandi eftir
áfangastöðum og bólusetningar-
stöðu. Fáir áfangastaðir í Evrópu
krefja bólusetta um neikvætt Co-
vid-19-próf en t.d. Spánn, Frakk-
land, Þýskaland, Ítalía og Austurríki
krefja óbólusetta um próf.
Óbólusettir farþegar komast
hvorki til Bandaríkjanna né Kanada.
Bólusettir þurfa að framvísa þar ný-
legu og neikvæðu Covid-19-prófi. Yf-
irleitt þarf að fylla út eyðublað með
upplýsingum um viðkomandi far-
þega og hafa bólusetningarvottorð.
Flugfélagið Play (flyplay.com)
veitir einnig upplýsingar um hvaða
skilyrði eru sett á hverjum áfanga-
stað vegna kórónuveirufaraldursins.
Þær er t.d. hægt að nálgast í gegnum
gagnvirka svarþjónustu (Playfin) og
eru upplýsingarnar uppfærðar jafn-
óðum og breytingar verða.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Flugstöðin Mun fleiri ferðast um páskana nú en í fyrra. Mikið hefur verið dregið úr ferðatakmörkunum í Evrópu.
Sexfalt fleiri flug um
Keflavík um páskana
- Ferðatakmarkanir enn í gildi en mismunandi eftir löndum
Páskahald verður með eðlilegri
hætti nú en undanfarin tvö ár.
„Þessir páskar eru öðruvísi
en flestir aðrir. Fólk hópast ekki
saman til að renna sér á skíðum
eða hitta ættingja og vini,“
sagði Agnes Sigurðardóttir,
biskup Íslands, í páskapredikun
2020 sem var flutt fyrir tómum
kirkjubekkjum en útvarpað.
Segja má að öllu hafi verið
skellt í lás viku fyrir skírdag í
fyrra. Almennt máttu aðeins tíu
koma saman, tveggja metra
nándarreglan gilti og grímu-
skylda. Í verslunum máttu vera
fimm á hverja tíu fermetra, að
hámarki 50 manns. Öllum skól-
um var lokað viku fyrir skírdag,
svo nokkuð sé nefnt.
Litlar tak-
markanir
PÁSKAR 2022
„Það er aðallega tíminn sem vefst fyrir okkur. Kosningarnar eru á eggja-
tímanum og enginn hefur tíma til að annast þetta,“ segir Anna María Sig-
valdadóttir, formaður kjörstjórnar í Grímsey. Hún segir að einn fulltrúi í
kjörstjórninni hafi fallist á það að taka sæti neðarlega á lista við bæjar-
stjórnarkosningarnar á Akureyri og ekki áttað sig á því að með því yrði
hún vanhæf til setu í kjörstjórninni. „Við erum að reyna að finna einhvern
sem ekki fer á bjarg og er ekki bundinn af því,“ segir Anna María.
Bjargsig er hefð í hennar fjölskyldu og vonast hún til þess að hægt
verði að ljúka kosningunni snemma á kjördag, þannig að allir sem hugs-
uðu sér að kjósa væru búnir. Þá væri hægt að senda atkvæðakassa tím-
anlega í land og þeir sem vildu gætu farið að tína svartfuglsegg.
Allir vilja út á bjarg að tína egg
GRÍMSEYINGAR Í VANDA Á KOSNINGADEGI