Morgunblaðið - 13.04.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.04.2022, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022 Undankeppni HM kvenna C-riðill: Tékkland – Ísland..................................... 0:1 Staðan: Ísland 6 5 0 1 19:2 15 Holland 6 4 2 0 27:3 14 Tékkland 5 1 2 2 11:8 5 Hvíta-Rússland 4 1 1 2 5:9 4 Kýpur 7 0 1 6 2:42 1 Leikir sem eftir eru: Óvíst: Holland – Hvíta-Rússland 28.6. Tékkland – Hvíta-Rússland 1.9. Kýpur – Tékkland 2.9. Ísland – Hvíta-Rússland 6.9. Hvíta-Rússland – Tékkland 6.9. Holland – Ísland A-riðill: Finnland – Georgía .................................. 6:0 Svíþjóð – Írland ........................................ 1:1 _ Svíþjóð 19, Finnland 10, Írland 8, Sló- vakía 5, Georgía 0. B-riðill: Skotland – Spánn...................................... 0:2 _ Spánn 18, Skotland 10, Ungverjaland 9, Úkraína 4, Færeyjar 0. D-riðill: Norður-Írland – England........................ 0:5 Austurríki – Lettland............................... 8:0 Lúxemborg – Norður-Makedónía .......... 2:1 _ England 24, Austurríki 19, Norður-Ír- land 13, Lúxemborg 9, Norður-Makedónía 3, Lettland 0. E-riðill: Svartfjallaland – Bosnía .......................... 0:2 Danmörk – Aserbaídsjan......................... 2:0 _ Danmörk 24, Bosnía 10, Svartfjallaland 9, Malta 4, Aserbaídsjan 3. Rússland er með 15 stig en var vísað úr keppni. F-riðill: Armenía – Albanía.................................... 0:4 Noregur – Pólland.................................... 2:1 Kósóvó – Belgía ........................................ 1:6 _ Noregur 22, Belgía 19, Pólland 14, Alb- anía 10, Kósóvó 4, Armenía 0. G-riðill: Sviss – Ítalía.............................................. 0:1 Króatía – Rúmenía ................................... 0:1 Litháen – Moldóva ................................... 4:0 _ Ítalía 21, Sviss 19, Rúmenía 13, Króatía 7, Litháen 4, Moldóva 0. H-riðill: Serbía – Þýskaland................................... 3:2 Ísrael – Tyrkland...................................... 1:0 Portúgal – Búlgaría.................................. 3:0 _ Þýskaland 21, Serbía 18, Portúgal 16, Tyrkland 10, Ísrael 3, Búlgaría 0. I-riðill: Kasakstan – Wales ................................... 0:3 Grikkland – Eistland................................ 3:0 Frakkland – Slóvenía............................... 1:0 _ Frakkland 24, Wales 16, Slóvenía 14, Grikkland 13, Kasakstan 0, Eistland 0. _ Svíþjóð, Spánn og Frakkland hafa tryggt sér sæti á HM 2023. Evrópa á ellefu örugg sæti í keppninni, níu sigurvegarar riðla fara þangað og tvö lið úr umspili, en eitt lið í viðbót á möguleika á komast á HM í gegn- um umspilsleiki á milli heimsálfa. Vináttulandsleikir kvenna Holland – Suður-Afríka ........................... 5:1 Ástralía – Nýja-Sjáland........................... 3:1 EM U19 kvenna Milliriðill A-deildar á Englandi: Wales – Ísland .......................................... 1:0 Phoebie Poole 68. England – Belgía...................................... 3:0 _ Lokastaðan: England 9 stig, Belgía 4, Wales 4, Ísland 0. Meistaradeild karla 8-liða úrslit: Real Madrid – Chelsea.................... (frl.) 2:3 _ Real Madrid áfram, 5:4 samanlagt, og mætir Manch. City eða Atlético Madrid. Bayern München – Villarreal.................. 1:1 _ Villarreal áfram, 2:1 samanlagt, og mæt- ir Liverpool eða Benfica. Svíþjóð B-deild: Örebro – Jönköping ................................ 3:1 - Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn með Örebro. Mexíkó Santos Laguna – Club América ............. 0:3 - Andrea Rán Hauksdóttir var varamaður hjá América og kom ekki við sögu. 4.$--3795.$ Subway-deild karla 8-liða úrslit, þriðji leikur: Njarðvík – KR ...................................... 91:63 _ Njarðvík vann einvígið 3:0. Þór Þ. – Grindavík .............................. 102:79 _ Staðan er 2:1 fyrir Þór. Spánn Real Betis – Valencia .......................... 75:68 - Martin Hermannsson skoraði 2 stig, átti 7 stoðsendingar og tók 2 fráköst fyrir Val- encia á 23 mínútum. Valencia er í þriðja sæti þegar liðið á sex leiki eftir. Þýskaland Braunschweig – Crailsheim............... 84:87 - Jón Axel Guðmundsson skoraði 4 stig á 6 mínútum með Crailsheim sem er í níunda sæti deildarinnar. 4"5'*2)0-# BESTA DEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Eins og fram kom í blaðinu í gær spá sérfræðingar okkar því að Leiknir, Fram og Keflavík verði í þremur neðstu sætum bestu deildar karla í fótbolta í ár. Spáin gerir hinsvegar ráð fyrir því að fleiri lið geti dregist niður í fallbar- áttuna því ÍA og ÍBV, sem enduðu í áttunda og níunda sæti í spánni, voru aðeins örfáum stigum fyrir ofan Leikni og Fram. Ef þessir spádómar ganga eftir gæti því hæglega orðið um harðan fimm liða fallslag að ræða í deildinni á komandi tímabili. KA er hinsvegar langt fyrir ofan neðstu fimm liðin, og þótt Akureyr- arliðinu sé spáð sjöunda sætinu virð- ist mun líklegra að það verði í barátt- unni um að komast í sex liða úrslitakeppnina á lokaspretti tíma- bilsins en að KA dragist niður í ein- hverja fallhættu. Litlar breytingar hjá KA En hvers vegna er KA spáð sjö- unda sæti í ár, í kjölfarið á næstbesta árangri félagsins í sögunni? KA hafn- aði í fjórða sæti í fyrra og missti naumlega af Evrópusæti. Arnar Grétarsson er með mjög svipaðan leikmannahóp en það er væntanlega helsta ástæðan fyrir því að liðið er ekki sett ofar. Hin sex liðin hafa öll styrkt sig meira á milli ára og þar liggur munurinn á KA og þeim á þessari stundu. Af fastamönnum síðasta árs er að- eins Mikkel Qvist, Daninn hávaxni, horfinn á braut en hann fór til Breiða- bliks. Dusan Brkovic missir reyndar af þremur fyrstu leikjunum vegna leikbanns. Bryan van den Bogaert er nýr bakvörður frá Belgíu og miðvörð- urinn Oleksiy Bykov kemur í láni frá Mariupol í Úkraínu. Meiðsli hafa eitthvað truflað KA að undanförnu en liðið á að vera komið með það gott jafnvægi og þokkalega breidd að það geri mun meira tilkall til þess að enda í efri hluta deild- arinnar en í þeim neðri. Mikið breytt Skagalið Skagamenn héldu sér í deildinni á ótrúlegan hátt síðasta haust en fóru jafnframt í bikarúrslitin. Endasprett- ur liðsins 2021 ætti að gefa því gott sjálfstraust og kraft inn í byrjun mótsins 2022. Óvænt þjálfaraskipti urðu í vetur þegar Jóhannes Karl Guðjónsson hætti til að gerast aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins og Jón Þór Hauks- son kom í staðinn. Eins er liðið tals- vert breytt á milli ára. Kaj Leo i Bar- talsstovu, Christian Köhler og Johannes Vall komu allir frá Val og Kaj Leo hefur burði til að vera leið- togi liðsins og hættulegasti sóknar- maður þess í ár. Þá er KR-ingurinn reyndi Aron Bjarki Jósepsson kom- inn í vörnina. Ísak Snær Þorvaldsson, Óttar Bjarni Guðmundsson, Sindri Snær Magnússon, Aron Kristófer Lárus- son, Hákon Ingi Jónsson og Elias Tamburini fóru allir. Hvort Skaga- menn séu orðnir nægilega sterkir til að koma sér af hættusvæði deild- arinnar verður erfitt að meta fyrr en eftir fyrstu leikina í vor. ÍBV þarf mörk frá Andra Eyjamenn eru aftur á meðal þeirra bestu eftir tveggja ára fjarveru og þeirra aðalmarkmið er án efa að lifa af fyrsta árið og festa sig í sessi á ný. Þeir eru með nánast allan þann mannskap sem fór með ÍBV upp í fyrra og í hópinn hafa bæst Andri Rúnar Bjarnason, Alex Freyr Hilm- arsson og Halldór J.S. Þórðarson. Hvort Eyjamenn séu með næga breidd til að halda sér frá hættusvæði deildarinnar er óvíst en Hermann Hreiðarsson er öllu vanur í slíkum barningi og er mættur aftur til Eyja með mun meiri þjálfarareynslu en síðast. Hann tók við af Helga Sig- urðssyni eftir síðasta tímabil. ÍBV þarf á því að halda að Eiður Aron Sig- urbjörnsson og Guðjón Pétur Lýðs- son eigi mjög gott tímabil í vörn og á miðju, og að Andri Rúnar verði heill heilsu og skori mörkin sem Eyja- menn þurfa til að halda velli. Fimm liða fallbarátta? - KA er spáð sjöunda sætinu en er langt fyrir ofan fimm neðstu liðin - Ná Skagamenn og Eyjamenn að halda sér frá hættusvæði deildarinnar? Ljósmynd/Þórir Tryggvason 7 Hallgrímur Mar Steingrímsson er lykilmaður í sóknarleik KA. Í öðrum hlutanum af spá Morgunblaðsins fyrir Bestu deild karla í fót- bolta 2022, þar sem tuttugu sérfræðingar og aðrir áhugasamir um fót- bolta sem starfa hjá eða skrifa fyrir miðla Árvakurs greiddu atkvæði, birtum við liðin sem enduðu í sjöunda til níunda sæti. KA hafnaði í sjöunda sæti með 127 stig, ÍA í áttunda með 77 stig og ÍBV í níunda með 69 stig. Þar fyrir neðan voru Leiknir R. með 65 stig, Fram með 64 stig og Keflavík með 46 stig, eins og fjallað var um í blaðinu í gær. Lið 7-9 í Bestu deild karla þarf að taka til hjá sér, gera heima- vinnuna betur þegar kemur að því að fá erlenda leikmenn og mæta öflugra til leiks á næstu leiktíð. Njarðvík er á meðal sigur- stranglegustu liða úrslitakeppn- innar, enda liðið gríðarlega vel mannað. Ef einhverjir leikmenn ná sér ekki á strik er ljóst að 3-4 leik- menn eru til í að taka við keflinu. Í gær voru það Veigar Páll Alexand- ersson, Dedrick Basile og reynslu- boltinn Fotios Lampropoulos. Sterkir leikmenn eins og Haukur Helgi Pálsson, Nicolas Richotti og Mario Matasovic þurftu ekki að eiga sinn besta leik í gær og það sýnir styrk Njarðvíkinga. Stórsigur Þórsara Íslandsmeistarar Þórs frá Þor- lákshöfn unnu sömuleiðis afar sann- færandi sigur í gær er Grindavík kom í heimsókn. Urðu lokatölur 102:79 þar sem meistararnir sýndu allar sínar bestu hliðar og komust í 2:1 í einvíginu. Þórsarar voru sterkir á báðum endum vallarins; skoruðu 100 stig í sókninni og neyddu Grindvíkinga hvað eftir annað í erfið skot með flottum varnarleik. Kyle Johnson átti sinn besta leik fyrir Þór og Glynn Watson lék einnig vel. Ís- lenskir leikmenn meistaranna eiga þó nokkuð inni. Elbert Matthews átti stórleik fyrir Grindavík í sigr- inum í öðrum leik en hann náði sér ekki almennilega á strik í gær. Na- or Sharabani var góður í fyrri hálf- leik en fáir Grindvíkingar geta ver- ið ánægðir með frammistöðuna í gær. Ljóst er að Grindavík er á leiðinni í sumarfrí með annarri frammistöðu eins og í gær. Þórs- arar eru hinsvegar komnir í úr- slitakeppnisgírinn. Auðvelt hjá Njarðvíkingum - Sannfærandi heimasigur Þórsara Ljósmynd/Guðmundur Karl Þorlákshöfn Danski Þórsarinn Daniel Mortensen sækir að spænska Grind- víkingnum Ivan Aurrecoechea í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum í gær. KÖRFUBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Deildarmeistarar Njarðvíkur urðu í gærkvöldi annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Íslands- móts karla í körfubolta með sann- færandi 91:63-heimasigri á KR. Njarðvíkingar þurftu að hafa fyrir sigrunum í fyrstu tveimur leikj- unum en leikurinn í gær var aldrei spennandi. Njarðvík var yfir frá upphafi til enda og vann að lokum þægilegan sigur. Ekki þarf að koma á óvart að ein- vígið endaði með 3:0-sigri Njarðvík- ur enda varð liðið deildarmeistari á meðan KR rétt skreið inn í úrslita- keppnina. Að lokum áttu KR-ingar í raun lítið erindi í deildarmeist- arana og úrslitakeppnina. Erlendir leikmenn KR eru ein- faldlega ekki nógu góðir og ungir og óreyndir leikmenn fengið stór hlutverk. Þorvaldur Orri Árnason á mikið hrós skilið fyrir að taka ábyrgð og spila vel í vetur en KR Ljósmynd/Guðmundur Bjarki 8 Steinar Þorsteinsson er orðinn einn af reyndari leikmönnum ÍA. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 9 Eiður Aron Sigurbjörnsson stjórnar varnarleik Eyjamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.