Morgunblaðið - 13.04.2022, Blaðsíða 14
14 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022
✝
Kristín Gunn-
arsóttir fædd-
ist í Reykjavík 18.
desember 1948.
Hún lést á Land-
spítalanum 2. apríl
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Jónína
Guðrún Egils-
dóttir Thor-
arensen snyrti-
fræðingur og
húsmóðir, f. 15. mars 1928, d.
26. mars 1997, og m.h. Gunnar
Pálsson síldarplanseigandi og
síðar skrifstofustjóri, f. 29.
mars 1924, d. 12. nóvember
1998. Foreldrar Jónínu voru
Kristín Daníelsdóttir húsmóðir
og m.h. Egill Gr. Thorarensen,
kaupfélagsstjóri á Selfossi,
„Sigtúnajarlinn“. Foreldrar
Gunnars voru Ráðhildur Ingv-
arsdóttur húsmóðir og m.h.
Páll Friðvin Friðfinnsson frá
Hrafnsstöðum í Svarfaðardal,
síldarplanseigandi á Dalvík.
Systur Kristínar eru Hrafnhild-
ur, fyrrverandi læknaritari og
listakona, f. 23. júlí 1947, og
Ragnheiður hjúkrunarfræð-
Seinni maður hennar er Cornel-
is Wilhelmus Van der Aa (Wim)
forstjóri, f. 16. mars 1941. Dæt-
ur hans af fyrra hjónabandi eru
Caroline, f. 16. febrúar 1965,
og Belinda, f. 14. júni 1970.
Kristín ólst upp á Dalvík í
sveitasælu og Dalvíkurljóma til
unglinsára þegar fjölskyldan
fluttist aftur til Reykjavíkur.
Hún gekk í barnaskóla Dalvík-
ur, heimavistarskólann á Núpi
og síðar Verslunarskóla Ís-
lands. Hún starfaði á Borgar-
spítalanum sem læknaritari og
upplýsingafulltrúi sem og á
Ráðgjafar- og greiningarstöð
ríkisins. Síðar rak hún ásamt
fyrri eiginmanni sínum bóka-
búðina Grímu í Garðabæ þar til
þau hjónin hófu innflutning og
ráku flísaverslun í Reykjavík.
Með seinni eiginmanni sín-
um, Wim, bjó Kristín í Hollandi
um 15 ára skeið þar sem hún
starfaði hjá Samskipum. Þau
hjónin fluttu til Íslands árið
2009 og settust að í Hafnarfirði
en fluttust svo um árabil til Sel-
foss, nálægt æskustöðvum móð-
ur Kristínar, þar til þau fluttu í
Garðabæ árið 2020.
Síðustu æviár Kristínar ein-
kenndust af langvarandi
lungna- og hjartaveikindum
sem hún barðist hetjulega við.
Útför Kristínar fer fram í
Garðakirkju í dag, 13. apríl
2022, klukkan 15.
ingur, f. 29. mars
1958.
Kristín giftist 5.
október 1968 Erni
Ármanni Sigurðs-
syni forstjóra og
verslunareiganda, f.
12. nóvember 1948.
Foreldrar Arnar
voru Guðrún Lilja
Halldórsdóttir
fimleikakona,
íþróttakennari og
húsmóðir og m.h. Sigurður Ár-
mann Magnússon frá Ketu á
Skaga, stórkaupmaður í
Reykjavík og síðast á Seltjarn-
arnesi. Börn Kristínar og Arn-
ar: 1) Jónína Guðrún viðskipta-
fræðingur í Tel Aviv í Ísrael, f.
16. febrúar 1968, gift Jakob
Ohayon umboðssala. Börn
þeirra eru Daníel, f. 14. júlí
1996, og Keren Lilja, f. 3. júní
2000. 2) Kristín Arna Arn-
ardóttir, f. 5. desember 1978, d.
19. ágúst 2007. 3) Benedikt Ár-
mann, f. 14. maí 1980. Synir
hans eru Theódór Fannar, f.
30. júní 1998, og Viktor Máni, f.
5. mars 2013.
Kristín og Örn skildu 1993.
Mamma var einstök kona sem
gleymist seint. Það er sagt að við
mannfólkið munum betur hvern-
ig fólk lét okkur líða heldur en
hvað það sagði við okkur og hafði
mamma einstakt lag á að láta
börnum, fullorðnum og dýrum
líða vel í sinni návist. Hún var hlý
og góð, áhugasöm og fróð, en líka
glettin og bráðskemmtileg.
Mamma og pabbi áttu mig ung.
Við urðum fljótt bestu vinkonur
og hefur sú djúpa vinátta hlýjað
okkur alla tíð heimshornanna á
milli.
Mamma var hrifnæm sveita-
og Dalvíkurstelpa inni við beinið
sem elskaði æskustöðvarnar og
Svarfaðardalinn fagra. Þaðan
sagði hún mér litríkar og
skemmtilegar sögur úr sinni
barnæsku sem innihéldu matar-
og sjávarlykt, veðurfar, klæðnað
fólksins og margt fleira sem gaf
sögunum ævintýraljóma og líf. Ef
kom fyrir að ég gréti þegar ég
var lítil, þá var nóg fyrir mömmu
að segja „veistu hvað …?“ og þá
flýtti ég mér að þurrka tárin til að
líta á hana stóreygð og hlusta, því
þá var alltaf von á skemmtilegri
sögu um börn og dýr.
Mamma var létt í lund og hafði
jákvæða orku sem smitaði út frá
sér. Hún lýsti upp heimilið og
gaman var heima þegar gestir og
fjölskylda komu í heimsókn, sér-
staklega þegar frændsystkin mín
gistu hjá okkur í skólafríum.
Mamma var einstaklega góð í að
kalla það besta fram í fólki og láta
því líða vel og finna sitt virði. Þá
var sama hvort um var að ræða
vini, starfsfélaga, hjúkrunarfólk
eða kaupmanninn á horninu,
mamma var ætíð vel liðin og í
uppáhaldi.
Þeir auðguðust sem kynntust
mömmu, hún var hjálpsöm, gest-
risin og gjafmild á hlýju, bros og
hrós sem og á sinn litla auð sem
hún vildi ætíð deila með öðrum
hvort sem það var með fjölskyldu
og vinum eða betlurum í útlönd-
um. Hún var kát og vinaleg, elsk-
aði söng og íslenskar sumarnæt-
ur í tjaldi, ensku sveitirnar
grænu, hollensku þorpsmark-
aðina og sumarkvöld með sjó-
sundi hjá okkur í Ísrael. Alltaf
var glatt á hjalla þegar mamma
heimsótti okkur og þótti fjöl-
skyldunni gaman að og mjög
vænt um mömmu. Hún kom
ávallt full tilhlökkunar, hlaðin
gjöfum og alls kyns íslensku góð-
gæti til að dekra við okkur.
Mamma elskaði okkur börnin
sín endalaust og óbilandi ást
hennar, traust og trú voru ætíð sá
styrkur sem gaf mér byr undir
mína vængi. Þótt lífið væri ekki
alltaf auðvelt var mamma ein-
staklega geðgóð og valdi ætíð
gleði og bjartsýni. Hún var í dag-
legu sambandi við Guð og engl-
ana sína og gleymdi aldrei að
biðja bænirnar og vera þakklát
fyrir allt það góða sem hún átti,
þetta gerði hana að einni trúuð-
ustu manneskju sem ég hef
kynnst.
Síðustu æviár mömmu ein-
kenndust af miklum veikindum
og tíðum spítalainnlögnum. Alltaf
stóð hún sig þó sem höfuð fjöl-
skyldunnar okkar litlu, hélt jól og
hátíðir án þess að gefa nokkuð
eftir eða láta bilbug á sér finna.
Wim, maðurinn hennar, var
hennar hægri hönd síðustu árin.
Margir hefðu látið deigan síga
en mamma var mikil baráttukona
og hetja og hún barðist fyrir líf-
inu með öllum sínum krafti, fann
lífsgleði í litlu hlutunum og yfir-
gaf okkur fjölskylduna sína ekki
fyrr en í fulla hnefana. Takk fyrir
það elsku mamma, takk fyrir þig.
Jónína Guðrún Arnardóttir.
Ég kynntist Kristínu þegar ég
kom fyrst til Íslands í janúar
1991. Ég varð strax mjög hrifinn
af henni. Ég var að koma í heim-
sókn til kærustu minnar Jónínu
Arnardóttur, í dag eiginkonu
minnar og móður barnanna okk-
ar, Daníels og Kerenar Lilju.
Kristín tók á móti mér með opnu
hjarta og mikilli gestrisni; hún
var með stórt hjarta sem var fullt
af gæsku og gleði. Fjölskyldan
bjó þá á Álftanesi á fallegu heim-
ili umkringt hrauni og mátti sjá
hlýjan blæ Kristínar í hverju
horni hússins. Við áttum frábær-
ar stundir saman þá og alltaf þar
eftir þegar Kristín kom í kær-
komnar heimsóknir til okkar til
Ísrael. Fjölskylda mín þar varð
strax ástfangin af henni.
Kristín var einstaklega gjaf-
mild, elskaði lífið og hafði góðan
húmor, hún elskaði að syngja,
spila á píanó, ferðast og skemmta
sér. Hún hafði frábært minni, var
fróð og skemmtileg sögukona og
alltaf var gaman að spjalla við
hana tímunum saman. Hún
mundi vel æsku sína á Dalvík og
nutum við frásagna hennar í
gegnum tíðina. Kristín var vin-
gjarnleg við alla sem hún kynnt-
ist og var elskuð af flestum þeim
sem urðu á hennar vegi. Hún bjó í
Hollandi með Wim, eiginmanni
sínum, í 15 ár og nutum við sum-
arfríanna þar með börnunum
okkar þar sem við söfnuðum ótal
góðum minningum sem við mun-
um ávallt varðveita.
Ég dáðist alltaf að sambandinu
sem Kristín átti við dóttur sína
Nínu, eiginkonu mína. Alltaf gat
hún veitt henni huggun, styrk,
aðstoð og góð ráð í gegnum öll ár-
in, jafnvel þegar heilsan var farin
að bregðast henni. Þótt ég skildi
ekki mikið þá naut ég þess ávallt
að heyra spjall þeirra á íslensku í
þeirra daglegu símtölum þegar
Kristin og Nína töluðu oft saman
tímunum saman. Ég mun mikið
sakna þessarar daglegu hefðar.
Það veitti mér ætíð huggun að
vita að þótt við byggjum langt í
burtu þá gátum við samt fundið
fyrir nálægð við Kristínu í gegn-
um þessi símtöl og heyrt um hana
og fjölskylduna sem hluta af okk-
ar daglega lífi.
Kristín unni börnum sínum og
barnabörnum mjög, það sást í
öllu sem hún sagði og gerði í
gegnum árin. Það er svo erfitt að
tala um Kristínu í þátíð; hún var
okkar stoð og stytta í svo mörg
ár. Fráfall hennar er okkur öllum
mikill missir. Við munum öll
sakna hennar sárt og minning
hennar mun lifa í hjörtum okkar
að eilífu.
Jakob Ohayon.
Kristín
Gunnarsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Kristínu Gunn-
arsdóttiur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝
Ásta Ólafs-
dóttir fæddist
8. janúar 1939 í
Syðstu-Mörk í Vest-
ur-Eyjafjallahr.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Lundi á Hellu 30.
mars 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Halla Guð-
jónsdóttir frá
Hamragörðum í
Vestur-Eyjafjalla-
hreppi, f. 7. ágúst 1892, d. 7. apr-
íl 1970, og Ólafur Ólafsson frá
Eyvindarholti í sömu sveit, f. 24.
maí 1891, d. 13. júlí 1973. Ásta
var yngst í hópi átta systkina,
þau voru Sigríður, f. 26. sept-
ember 1921, Guðjón, f. 23. sept-
ember 1922, Ólafur, f. 5. maí
1924, Sigurveig, f. 14. júní 1925,
Sigurjón, f. 3. júlí 1927, Jóhanna,
f. 2. ágúst 1928, og Árni, f. 12.
júlí 1931. Þau eru öll látin nema
Ólafur sem lifir systkini sín.
Ásta giftist Eiríki Magnússyni
24. júlí 1963, bónda á Skúfslæk í
Flóa, f. 22. desember 1931, d. 1.
nóvember 1982. Foreldrar hans
voru Magnús Eiríksson, f. 6. júlí
1894, d. 2. október 1992, og Guð-
ríður Ingibjörg Gísladóttir, f. 31.
desember 1899, d. 9. júní 1973,
bændur á Skúfslæk. Ásta og Ei-
Austurkoti í Hraungerð-
ishreppi, f. 4. júní 1939. For-
eldrar hans voru Anna Ólafs-
dóttir, f. 21. maí 1909, d. 8. júlí
2002, og Einar Sigurðsson, f. 2.
júní 1897, d. 20. mars 1980. Ásta
og Sigurður eignuðust ekki börn
saman en ólu upp frá 9 ára aldri
Einar Karl Héðinsson, f. 19. des-
ember 1985, eiginkona hans er
Auður Andrea Ingibjargardótt-
ir.
Ásta ólst upp í Syðstu-Mörk
og gekk í farskóla í sveitinni,
einn vetur í Skógaskóla og fór
loks á Húsmæðraskólann á Stað-
arfelli. Hún vann í fiski og við
ráðskonustörf áður en hún gerð-
ist bóndi á Skúfslæk árið 1962.
Þar bjó hún og starfaði til ársins
2000 er þau Sigurður fluttu í
Miðengi 15 á Selfossi. Eftir kom-
una á Selfoss vann hún fyrir Fé-
lagsþjónustu Árborgar allt til
ársins 2016.
Ásta var félagsmálakona og
var m.a. meðhjálpari í Vill-
ingaholtskirkju, í sóknarnefnd-
inni, formaður og gjaldkeri
Kvenfélags Villingaholtshrepps
og í ýmsum nefndum í hesta-
mannafél. Sleipni. Þá var hún
ein af stofnendum og formaður
Félags vistforeldra í sveitum og
sat á vegum þess á Búnaðar-
þingi í nokkur ár.
Útför Ástu fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 13. apríl 2022,
klukkan 13.
ríkur eignuðust
fjögur börn: 1)
Magnús Eiríksson,
f. 3. september
1964, kvæntur
Önnu Magdalenu
Lindén, f. 29. maí
1970. Börn þeirra
eru: Eiríkur, f. 19.
ágúst 1992, Elvira,
f. 17. mars 1997,
unnusti hennar er
Fredrik Johansson,
Elsa, f. 21. júní
2006, og Emanuel, f. 28. sept-
ember 2011. 2) Árni Eiríksson, f.
8. september 1966, kvæntur Sól-
veigu Þórðardóttur, f. 2. júlí
1967. Börn þeirra eru: Eiríkur,
f. 21. maí 2002, og Laufey, f. 7.
júní 2006. Sólveig átti fyrir
börnin: Erling Snæ Loftsson, f.
29. janúar 1991, hann er kvænt-
ur Hlín Magnúsdóttur, eiga þau
þrjú börn, og Ásrúnu Höllu
Loftsdóttur, f. 4. maí 1996, unn-
usti hennar er Magnús Þór Ing-
ólfsson og eiga þau einn son. 3)
Ólafur Eiríksson, f. 3. september
1968. 4) Halla Eiríksdóttir, f. 10.
ágúst 1977, gift Erling Val Frið-
rikssyni, f. 18. desember 1980,
dóttir þeirra er Valdís Ásta, f. 7.
júlí 2014.
Þann 31. desember 1986 gift-
ist Ásta Sigurði Einarssyni frá
Í dag fylgi ég kjarnakonunni
móður minni síðasta spölinn.
Margs er að minnast frá langri
ævi og mamma lifði svo sannar-
lega tímana tvenna. Hennar
fyrstu minningar eru frá stríðs-
árunum og stórgosinu í Heklu
1947. Í kjölfar gossins kom fyrsti
Willys-jeppinn í Syðstu-Mörk og
fór mamma ung að keyra hann.
Eftirminnilegt þótti henni þegar
hún tók bílprófið, þá keyrði hún
auðvitað einsömul frá Syðstu-
Mörk og yfir gömlu Markar-
fljótsbrúna að hitta prófdómar-
ann til að taka prófið, sem hún
stóðst auðvitað með glans enda
þaulvanur bílstjóri. Sennilega
gengi þetta fyrirkomulag nú ekki
upp í dag. Mögulega skóp Willys-
inn bílaáhugann sem blundaði í
mömmu alla tíð. Hún var löngum
vakin og sofin yfir smáauglýsing-
um blaðanna til að fylgjast með
ýmsum auglýsingum. Eftir að
tölvuöld brast á þá voru vefsíður
eins og bilasolur.is og bland.is
teknar við af smáauglýsingunum
og keypti hún bæði bíla, hest og
hjólhýsi í gegnum slíkar netaug-
lýsingar komin á áttræðisaldur.
Þegar ég fer almennilega að
muna eftir mömmu þá er hún á
besta aldri og stendur fyrir búi
heima á Skúfslæk, fyrst ein með
okkur krökkunum og síðar með
Sigga. Á sumrin var heimilið lík-
ara félagsmiðstöð en venjulegu
heimili, enda gjarnan 10-15
manns í heimili. Og þá var
mamma í essinu sínu í eldhúsinu
að elda og baka ofan í allan þenn-
an skara og fór létt með. Enda
fannst henni varla taka því að
setja í pottana þegar færri voru í
heimili. Gestagangur var líka
töluverður og oft glatt á hjalla. Þó
eldhús- og húsverk hafi verið
tímafrek hjá húsfreyjunni þá
gekk hún í öll störf sem þurfti á
bænum, t.a.m. kom það oft í
hennar hlut að raka saman og tók
hún síðast þátt í heyskap á „Nall-
anum“ sumarið 2019.
Mamma gaf sig töluvert að
félagsmálum og má segja að þau
hafi verið hluti af hennar áhuga-
málum. Félagsmálin gátu verið
tímafrek og fyrir tíma gsm-sím-
anna var grái síminn í Litla her-
berginu æði oft upptekinn og
einnig mátti ég stundum dúsa
inni að „passa símann“ ef mamma
var í útiverkunum og átti von á
símtali. Af öðrum áhugamálum
má nefna lestur en mamma var
alltaf með bók á náttborðinu, hins
vegar er það mér til efs að hún
hafi nokkurn tímann setið nógu
lengi kyrr til að horfa á heila bíó-
mynd, hugsanlega þó ef hún var
með eitthvað á prjónunum. Dýr,
og þá aðallega hestar, voru í
miklu uppáhaldi hjá henni og átti
hún alla tíð ágætis reiðhesta og
fór í margar hestaferðir ásamt
því að ríða mikið út á veturna eft-
ir að þau Siggi fluttu á Selfoss.
Naut ég þess að fara með í flestar
hestaferðirnar og á ég margar
ógleymanlegar minningar tengd-
ar þeim og reyndar líka ferðalög-
um á bíl, t.a.m. nánast árlegar
ferðir í Þórsmörk og inn á afrétt
og margar ferðir auðvitað í bú-
staðinn í Syðstu-Mörk.
Mamma naut sín í ömmuhlut-
verkinu eftir að barnabörnin
komu í heiminn og naut Valdís
Ásta mín góðs af því og var mikið
hjá ömmu sinni og afa þar til
heilsubrestur fór að gera vart við
sig hjá mömmu fyrir nokkrum
árum. En núna er hún mamma
laus úr fjötrum hans og komin í
sumarlandið. Takk fyrir allt,
mamma.
Halla.
Að fá hvíldina getur verið
lausn og tel ég að svo hafi verið í
mömmu tilfelli. Hún var fyrir það
að drífa verkin af og það gerði
hún á lokasprettinum. Mamma
var af þeirri kynslóð að lífið var
vinna, að kvarta yfir álagi eða
eymslum var ekki í boði. Hún ólst
upp í Syðstu-Mörk, yngst 8
systkina og tók snemma þátt í öll-
um verkum. Á unglingsaldri fer
hún að vinna sem ráðskona hjá
rafveitunum sem ég tel að hafi
ásamt vertíðarvinnu verkakonu
mótað hana til lífstíðar. Hún stóð
alltaf á sínu og lét ekki vaða yfir
sig. Hún tók upp hanskann fyrir
þann sem hún taldi á hallað, bar
fyrir brjósti réttindi kvenna, tók
virkan þátt í félagsmálum og sat í
stjórnum ýmissa félaga, var einn
stofnenda Félags vistforeldra og
formaður þess og fulltrúi á Bún-
aðarþingi um árabil. Að loknu
skyldunámi fór mamma í Hús-
mæðraskólann á Staðarfelli, fyrir
utan þekkingu sem hún aflaði sér
þar eignaðist hún vinkonur til
lífstíðar sem hún minntist oft
seinni árin. Foreldrar mínir tóku
saman og komu inn í búskap með
afa og ömmu upp úr 1960.
Mamma þá rúmlega tvítug tekur
við húsmóðurhlutverkinu þar
sem amma var heilsulítil. For-
eldrar mínir voru samhent hjón í
öllum sínum verkum en búið var
ekki stórt, fjölskyldan fór stækk-
andi og leituðu þau leiða til að
bæta afkomu sína en liður í því
var að taka börn í vist. Þessu fóst-
ureðli sleppti mamma ekki fyrr
en síðasta barnið fór frá henni 77
ára gamalli árið 2016. Auk þess-
ara barna var á sumrin bærinn
fullur af fólki skyldu og óskyldu
auk þess sem ekki var tiltökumál
að hýsa þá sem í hlað komu og
vantaði gistingu. Þrátt fyrir mikl-
ar annir heima við og þátttöku í
félagsmálum var reynt að gefa
sér stundir til að líta upp, fara á
hestbak í ferðalög og rækta
tengsl við ættingja og vini víða
um land. Metnaður foreldra
minna var að við systkinin fengj-
um tækifæri til þess náms sem
við óskuðum. Mamma missti
pabba eftir rúmlega 20 ára sam-
vistir, sem var mikið högg fyrir
hana með sinn barnahóp og bú að
reka. En mamma var ákveðin í að
slá ekki af í neinu og naut við það
stuðnings og góðvildar margra,
bæði skyldmanna og annarra, lét
úrtöluraddir ekki á sig fá og
barðist áfram með sinn hóp. Eftir
nokkurra ára einveru varð henni
til láns að hún reið til fjalls með
þeim árangri að heilla fjallkóng-
inn sem fljótlega fór að venja
komur sínar að Skúfslæk og end-
aði með því að setjast í búið með
henni árið 1986 og bjuggu þau
þar til ársins 2000 þegar þau
fluttu á Selfoss. Þá hófst nýr kafli
í lífi þeirra sem þau nýttu vel og
áttu margar ánægjulegar stund-
ir, ferðuðust bæði innan lands og
utan. Sinntu hestamennsku og
ræktuðu sambönd við ættingja
og vini en erfitt reyndist henni að
sleppa hendinni af því að hafa
eitthvað fyrir stafni og vann hún
fram yfir sjötugt í hlutastörfum
fyrir félagsþjónustu sveitarfé-
lagsins auk þess að vera með
fósturbörn fram á síðustu ár. Um
leið og ég votta Sigga mína
dýpstu samúð þakka ég mömmu
fyrir að hafa gert mig að þeim
manni sem ég er og ávallt staðið
með mér og mínum.
Megi guð geyma þig.
Þinn sonur.
Árni.
Er ég sest niður til að minnast
Ástu þá stendur upp úr kraftur-
inn og dugnaðurinn í henni. Ég
kynntist henni fyrir 22 árum er
við Árni sonur hennar felldum
hugi saman. Þá voru Ásta og
Siggi nýhætt búskap á Skúfslæk
og flutt á Selfoss. Hún var ein-
staklega drífandi og dugleg, og
fann kröftum sínum farveg í
vinnu fyrir félagsþjónustuna í
Árborg, með heimsóknum inn á
heimili og með komu barna og
unglinga inn á heimili þeirra
Sigga sem þurftu þess með, sem
og að taka börn í fóstur, mörg
börnin hafa komið til hennar til
lengri eða skemmri tíma og mætt
þar góðu atlæti og góðum skiln-
ingi. Hún var mjög orkumikil og
ekki sat hún oft lengi í einu, alltaf
fann hún sér eitthvað til að sýsla
með, var dugleg að fara í göngu-
ferðir og halda sér við og síðustu
árin kom Sigrún vinkona hennar
við alla morgna og tók hana með
sér í gönguferðir, það er þakk-
arvert.
Hún naut þess mjög að fara á
útreiðar og í hestaferðir og eign-
uðust þau þar góða vini sem og í
hesthúsinu. Heyskapurinn á
Skúfslæk síðustu árin hefur alltaf
verið skemmtilegur, þá komu
Ásta og Siggi með hjólhýsið hing-
að niður úr til að geta hvílst á
milli verka og eldað pulsur í
mannskapinn, en fjölskyldan
kom öll að heyskapnum með ein-
um eða öðrum hætti.
Ásta var mikil kvenréttinda-
kona, barðist fyrir réttindum
Ásta Ólafsdóttir