Morgunblaðið - 11.05.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Skönnun Vindskilti Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir !)% #$' )&(")*") =-405/7+ K?, #%@ >9DJL<.)HC =(5& GGK AI!% * 8<E GAK AI!I B FFF'<6;3<:$2'"1 AÐALFUNDUR Byggingasamvinnufélags samtaka aldraðra bsvf Verður haldinn þann 19. maí, kl. 14:00 í safnaðar- heimili Grensássóknar, Háaleitisbraut 66, Reykjavík. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Staðfestin ársreiknings. 3. Kjör stjórnar og skoðunarmanna. 4. Þóknun stjórnarmanna og skoðunarmanna fyrir næsta ár. 5. Ákvörðun félagsgjalda fyrir næsta ár. 6. Önnur mál, sem heyra undir aðalfund samkvæmt lögum og félagssamþykktum. Kynnt verður vilyrði borgarinnar um nýja lóð fyrir samtökin í Úlfarsárdal. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn. Stjórnin Aðalfundur Krýsuvíkursamtakanna Aðalfundur Krýsuvíkursamtakanna verður haldinn þann 25. maí 2022 kl.17:00. Fundurinn fer fram í fundarsal á Strandgötu 43, Hafnarfirði. Dagskrá skv. lögum Krýsuvíkursamtakanna. Allir félagsmenn velkomnir. Fyrir hönd Krýsuvíkursamtakanna, Stjórnin Tilkynningar LANDSBANKI LUXEMBOURG S.A. (IN COURT-ORDERED LIQUIDATION) The fifteenth division of the District Court of and in Luxembourg, sitting for commercial proceedings, following the report of the Supervisory Judge and having heard the representative of the public prosecution service, handed down commercial ruling 2022TALCH15/00534, reference number TAL-2022-03178, hereinafter the “ruling” on 27 April 2022, wherein it: • Appointed Maître Laurent Fisch, avocat à la Cour (lawyer), residing in Luxembourg, as co-liquidator to work alongside Maître Yvette Hamilius, avocat à la Cour (lawyer), residing in Luxembourg, to liquidate the société anonyme (public limited company) LANDSBANKI LUXEMBOURG S.A.; • Stated that the liquidators shall execute their decisions and act with respect to third parties and all institutions and jurisdictions, except where there is a special delegation of powers for specific acts, by their joint signature; • Stated that the ruling shall be published via excerpts in the Recueil électronique des sociétés et associations and in the following newspapers: Luxemburger Wort, Tageblatt, Le Monde, Financial Times, El País and Morgunblaðið, in accordance with the provisions of Article 129(12) of the Law of 18 December 2015, as amended, on the reorganisation and winding up measures of credit institutions and certain investment firms; • Ordered the provisional enforcement of the ruling; and • Stated that all expenses shall be borne by the LANDSBANKI LUXEMBOURG S.A. liquidation. Certified true copy The liquidators Yvette Hamilius and Laurent Fisch Umhverfismat framkvæmda Matsáætlun í kynningu Holtavörðuheiðarlína 1 Landsnet hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats á Holtavörðuheiðarlínu 1 frá Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Kynning á matsáætlun: Matsáætlunin liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar, Skipulagsfulltrúa Skorradalshrepps og er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér matsáætlunina og veitt umsögn.Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 8. júní til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Jóga með Grétu kl. 12.15 og 13.30. Söngstund með Helgu Gunnars kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15. Bókaspjall með Hrafni kl. 15. Nánari upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja Kyrrðar og fyrirbænarstund kl. 12 í kirkjunni. Léttar veitingar í safnaðarsal gegn vægu gjaldi. Opið hús, fullorðinsstarf. Leikfimi, spjall, öðru hverju koma góðir gestir og segja frá einhverju skemmtilegu. Kaffi, meðlæti og spjall. Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Stóladans kl. 10. Bónus- bíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Pílukast kl. 13. Innipútt kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Sími: 411 2600. Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 12.30-15. Gleðigjafarnir koma og halda uppi fjörinu með Harmonikkuspili og söng kl. 13.30. Sund- laugin er opin kl. 13.30-16. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9.45-10. Ljóðahópur Soffíu kl. 10-12. Línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heimaleikfimi á RUV kl. 13-13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Kl. 9 Pool-hópur í Jónshúsi. Kl. 10 gönguhópur frá Jónshúsi. Kl. 11 stóla-jóga í Kirkjuhvoli. Kl. 12.30-15.40 Bridds í Jónshúsi. Kl. 12.40 Bónusrúta frá Jónshúsi. Kl. 13 gönguhópur frá Smiðju. Kl. 13 glernámskeið í Smiðju. Kl. 15/15.40/16.20 vatnsleikfimi í Sjál. Kl. 16.30 Zumba Gold í Kirkjuhvoli. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könnunni. Memm fjölskyldustund kl. 10-12. Döff, Félag heyrnarlausra frá kl. 12.30. Félagsvist frá kl. 13. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa og verkstæði. Kl.10- 11.15 opinn Bocciatími. Kl. 13-15.30 postulínsmálun. Kl. 13-15 Félagsvist. Guðríðarkirkja. Félagsstarf eldriborgara, síðasta samvera okkar í kirkjunni á þessu vori í dag kl. 12. Helgistund í kirkjunni fyrirbænir og söngur, matur í safnaðarheimilinu kr. 1000. Fulltrúar frá Fram ætlar að kynna almenningsíþróttadeild félagsins í hverfinu okkar. Dr. Sigurjón Árni og Sigurður Grétarsson koma og spilla fyrir okkur djass. kaffi- spjall á eftir. Hraunsel Billjard kl. 8-16. Stóla yoga kl. 10. Línudans kl. 11. Bingó kl. 13. Handverk kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall kl. 8.30-10.30. Framhalds- saga kl. 10.30. Handavinna – opin vinnustofa kl. 13-16. Bridge kl. 13. Styttri ganga kl. 13.30. Bjarni Hall söngvari kemur í heimsókn og syngur nokkur vel valin lög kl. 13.30. Hádegismatur kl. 11.30-12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.Tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10. Keila í Egilshöll, síðasti tími fyrir sumarfrí kl. 10. Kvikmyndasýning kl. 13. Sönghópur Borgarhotlsskóla kl. 14. Qigong kl. 16.30. Gleðin býr í Borgum Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni. Postulínsmálun í hand- verksstofu kl. 9-12. Bókband í smiðju kl. 9-12.30. Myndlist í hand- verksstofu kl. 13-16. Bókband í smiðju kl. 13-16.30. Hinn sívinsæli dansleikur með Vitatorgsbandinu er svo á sínum stað kl. 14-15 og síðdegiskaffið. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartan- lega velkomnir til okkar :) Seltjarnarnes Skólabraut: Kaffikrókur kl. 9. Leir kl. 9. Botsía kl. 10. Handavinna,samvera og kaffi kl. 13-16. Billjard í Selinu kl. 10. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.Timburmenn í Valhúsask. kl. 13. Á morgun fimmtudag verður bingó í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Minnum á Skráninguna á vorfagnaðinn, hvítasunnuferðina og ferðina á Langjökul. Skráning og allar upplýsingar hjá Kristínu í síma 893 9800. Vantar þig fagmann? FINNA.is alltaf - allstaðar mbl.is ✝ Árni Björn Finnsson fædd- ist á Fáskrúðsfirði 1. september 1945. Hann lést á heimili sínu 23. apríl 2022. Foreldrar hans voru Finnur Bjarna- son matsveinn, f. 1909, d. 1993, og Fanney Guðmunds- dóttir húsfreyja, f. 1906, d. 1985. Systkini hans sam- mæðra eru Jóhanna Unnars- dóttir, f. 1929, d. 2008, Rögnvald- ur Bjarnason, f. 1932, d. 2002, Birgir Bjarnason, f. 1935, d. 1957. Alsystir Ester Finnsdóttir, f. 1940. Árni giftist 1974 Helgu Hans- dóttur leikskólakennara, f. 23. janúar 1949. Þau slitu samvistir 1998. Synir þeirra eru: 1) Hafþór, f. 17. október 1973, eiginkona hans er Brynhildur Konráðs- dóttir, f. 16. janúar 1973, og börn þeirra eru Brynjar Atli, f. 1994, unnusta hans er Díana Ósk og dóttir hennar Embla Nótt. Arn- dís, f. 1998, unnusti Orri. Kjartan Freyr, f. 2000, unn- usta Viktoría Rós. 2) Heiðar, f. 20. júní 1979, sambýliskona hans er Edda Marý Óttarsdóttir, f. 1978, dætur hennar eru Bergdís María, f. 2000, og Saga, f. 2014. Börn Heiðars frá fyrra sambandi eru Sara Lind, f. 2011, Rakel, f. 2013, og Emma, f. 2015, móðir þeirra er Kristín Guð- mundsdóttir, f. 1984. Stjúpdóttir Árna er Inga Dóra Helgadóttir, f. 30. desember 1969. Árni flutti tveggja ára gamall til Norðfjarðar og ólst þar upp til unglingsaldurs þegar hann flutti með foreldrum sínu til Reykja- víkur. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og tók sveinspróf í húsgagnasmíði. Stærstan hluta starfsævi sinnar starfaði hann hjá Trésmíða- verkstæði Reykjavíkurborgar. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 11. maí 2022, klukkan 15. Elsku pabbi. Nú er komið að leiðarlokum. Ég hef sjaldan orðið jafn hissa og þegar ég fékk símtal- ið um að þú værir dáinn. Þú lagð- ist til svefns á föstudagskvöldi en vaknaðir ekki aftur. Það er ekki hægt að kveðja á betri hátt. Við áttum eftir að gera ýmislegt, lysti- túrar um landið verða víst ekki fleiri hjá okkur. Ég vil þakka þér allt það góða sem þú gerðir fyrir mig og mína. Allar góðu minning- arnar, skemmtilegar utanlands- ferðir í æsku, aðstoð við húsbygg- inguna og svo margt fleira. Þú varst alltaf boðinn og búinn að gera það sem í þínu valdi stóð til að aðstoða mig. Lífið var ekki allt- af dans á rósum hjá þér, þung- lyndið er erfiður ferðafélagi og markaði það mikið seinni hluta ævi þinnar. Við vorum þó alltaf góðir vinir og það var yndislegt að finna að þér leið miklu betur eftir að þú varst fluttur á Ás í Hvera- gerði. Þú varst orðinn sjálfum þér líkur. Húmorinn var aldrei langt undan og stríðnin alltaf til staðar. Þú varst afar stoltur af afkomend- um þínum og sýndir þeim mikla athygli og væntumþykju. Ég vil þakka starfsfólkinu á dvalarheim- ilinu Ási í Hveragerði kærlega fyrir frábær störf. Hvíl í friði elsku pabbi, við eig- um eftir að sakna þín. Hafþór. Elsku pabbi, ég veit ekki alveg hvernig ég á að byrja. Lífið þitt var enginn dans á rósum. Þung- lyndi er hræðilegur sjúkdómur. Það hafði mikil áhrif á lífið þitt og okkar nánustu. Ég er svo ánægð- ur fyrir þína hönd að síðustu ævi- árin eftir að þú fluttir að Ási í Hveragerði varst þú ánægður og sáttur við lífið. Þrátt fyrir veikindi seinni ára og erfiða tíma man ég eftir góðum stundum með þér. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var lítill og þú varst ennþá að vinna. Þá var það allra mest spennandi að fá að koma með þér í heimsókn í vinnuna. Þar voru svo margar stórar trésmíðavélar og flottar græjur sem var mjög gam- an að skoða. Hápunkturinn var þegar ég fékk leyfi hjá þér til að kaupa nammi í nammiskápnum sem þið voruð með í vinnunni, það voru góðir tímar. Eftir að ég flutti út til Noregs urðu samverustund- irnar færri. Mér fannst mjög gam- an þegar þú heimsóttir mig til Noregs. Þú hafðir svo gaman af því að sjá hvað ég var að gera þar úti og hvernig ég bjó. Þó svo að samverustundirnar væru ekki margar voru þær góðar. Sérstak- lega er mér minnisstætt þegar ég kom með stelpurnar í heimsókn til þín. Þú varst svo áhugasamur um þær og góður við þær og þær hændust að þér. Þú hafðir svo gaman af að sýna þeim hina ýmsu hluti sem þú reiknaðir með að þeim fyndist skemmtilegir. Það var einnig mjög stutt í glensið og prakkarann í þér. Þú hafðir gam- an af að leggja fyrir þær gátur sem þær reyndu að leysa, einnig bröndurunum sem þú sagðir þeim. Ég á eftir að sakna símtal- anna okkar þar sem þú spurðir mig spjörunum úr. Þú spurðir mig alltaf að því hvað við fjölskyldan værum að gera, hvernig við hefð- um það, hvernig gengi með húsið og hvað stelpurnar væru að gera. Þú spurðir mig einnig oft hvort ég ætlaði ekki að fara að flytja heim. Þú ætlaðir alltaf að koma aftur í heimsókn til mín til Noregs en því miður náðir þú því ekki. Ég veit að þú ert á góðum stað hjá afa og ömmu. Guð geymi þig, pabbi minn, ég á eftir að sakna þín. Þinn sonur, Heiðar. Árni Björn Finnsson - Fleiri minningargreinar um Árna Björn Finnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELFRÍÐ IDA EMMA PÁLSDÓTTIR, fædd Plötz, Skógarseli 17, Egilsstöðum, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað sunnudaginn 8. maí. Útförin fer fram mánudaginn 16. maí klukkan 14 frá Egilsstaðakirkju. Antonía Regína Magdalena Helga Erla Hörður Marsibil Erna Jóhanna Herdís tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.