Morgunblaðið - 11.05.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.05.2022, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER. U S A TO D AY 89% 92% 81% Total Film Radio Times Empire Rolling StoneLA Times Colin Firth – Matthew Macfadyen – Kelly Macdonald THE LEGACY CONTINUES 72% BENEDICT CUMBERBATCH ELIZABETH OLSEN chiwetel ejiofor BENEDICT WONG xochitl gomez MICHAEL STÜHLBARG RACHEL MCadams J ussi Adler-Olsen les samfélag- ið og tíðarandann vel og speglar vel mannlífið og þá sérstaklega það sem að af- brotum snýr í frábærum spennusög- um sínum. Natríumklóríð hittir alger- lega í mark og er þörf lesning, því þó um skáldsögu sé að ræða er hún einkar trúverðug og lýsir að mörgu leyti ríkjandi stöðu vel. Náttúruhamfarir, kórónuveirufarald- ur, trúmál, minni- hlutahópar, flótta- fólk, fordómar, svik, slys, ofbeldi, lim- lestingar, morð, blóðpeningar, hrottar, illska, reiði, hatur, hefnd og refsing eru lýsandi orð um efni bókarinnar. Jussi Adler- Olsen er á tánum, gerir sér mat úr helstu málum líðandi stundar og fær- ir svo vel í spennusagnaformið að varla verður betur gert. Boðskapurinn leynir sér ekki og tvöfeldnin ríður ekki við einteyming. Svo virðist sem meira máli skipti að knésetja leiðtoga deildar Q, lögreglu- teymisins sem aldrei sefur og ann sér ekki hvíldar, ekki einu sinni á jólum, fyrr en málin leysast, heldur en að taka á fjöldamorðingjum, sem ganga lausir. Staðreyndir og saklaus uns sekt er sönnuð á ekki heima, þar sem hjarðhegðun ræður ríkjum, heldur skiptir öllu að úthrópa menn, svipta þá ærunni og þess vegna lífinu. Afbrot eru framin í Guðs nafni með skírskotun til Sódómu og Gómorru og vísun í helstu hrotta sögunnar. Þjálf- un í kvennaklúbbi, svokölluðu systra- teymi, til að taka á djöflunum er eins og verknaðurinn réttlætt með því að konurnar séu sendiboðar Guðs, út- valdar „í herferð gegn illri háttsemi“ (s. 119). Siðblindan á sér engin takmörk. Í þessari vitskertu veröld eru líka sak- leysingar, sem eiga sér einskis ills von, en verða fyrir barðinu á baráttu- konum í stríði gegn illu eðli. Natríumklóríð er yfirgripsmikil spennusaga. Stungið er á mörgum kýlum í vitskertum heimi og stutt er í refsivöndinn en eins og þekkt er í raunheimi er steinum gjarnan kastað úr glerhúsi. Morgunblaðið/Kristinn Jussi Adler-Olsen Hann „er á tánum, gerir sér mat úr helstu málum líðandi stundar og færir svo vel í spennusagnaformið að varla verður betur gert“. Steinum kastað úr glerhúsi Reyfari Natríumklóríð bbbbb Eftir Jussi Adler-Olsen. Jón St. Kristjánsson þýddi. Vaka-Helgafell 2022. Kilja. 453 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR» Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleik- ari komu í hádeginu í gær fram á tón- leikum í röðinni Kúnstpásu í Norður- ljósum Hörpu. Yfirskrift tónleikanna, sem voru á vegum Íslensku óper- unnar, var „Ástin nærir og særir“ og fluttu þær stöllur bæði valdar óperu- aríur og sönglög. Þar á meðal hljóm- uðu aría Despinu eftir Mozart, aðrar eftir Poulenc og Anouilh, og „Í fjar- lægð“ eftir Karl Ó. Runólfsson. Morgunblaðið/Eggert Flytjendurnir Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari á sviðinu í Norðurljósasalnum. Í Hörpu Ása Áskelsdóttir og Guðfinna Agnarsdóttir. Mættu Rut Jóhannsdóttir og Lárus Ingólfsson. Gestir Theodóra Þorsteinsdóttir og Thor Aspelund. Jóna og Hrönn komu fram á Kúnstpásu í Hörpu gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.