Morgunblaðið - 11.05.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.2022, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 ✝ Erna Margrét Laugdal Ott- ósdóttir fæddist 1. apríl 1954 í Reykja- vík. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans síðasta vetrardag, 20. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ottó Laugdal Ólafsson, f. 30. júní 1932, d. 26. október 1995, og Jónína Sísí Bender, f. 15. júlí 1935, d. 29. apríl 2010. Systkini Ernu sam- feðra eru: Gunnar Ottó Ottósson, f. 20. júlí 1960, Jónas Hallgrímur Ottósson, f. 28. mars 1966, Pétur Ottósson, f. 11. júlí 1971 og Lena Winqvist, f. 13. janúar 1974. Systkini Ernu sammæðra eru: María Haraldsdóttir Bender, f. 2. september 1958, Róbert Hilmar Níels Haraldsson, f. 5. október 1959 og Jakob Þór Haraldsson, f. 14. nóvember 1962. Erna giftist Guðmari Weihe Stefánssyni, f. 8. okt. 1952. Barn d. 25. mars 1999, Tara Jelisha Líndal Williams, f. 10. desember 2001 og Aran Leonard Líndal Laufeyjarson, f. 31. júlí 2009. Börn Ernu og Ólafs eru: 4) Guð- rún Birna Laugdal Ólafsdóttir, f. 13. mars 1976. Börn hennar eru: Goði Hrafn Falk, f. 27. desember 1994 og Ólafur Garðar Laugdal, f. 20. ágúst 2010. 5) Bassi Ólafs- son, f. 19. september 1983. Dóttir Bassa er: Anja Sæberg Björns- dóttir, f. 21. nóvember 2006. Eig- inkona Bassa er: Erna Kristín Stefánsdóttir, f. 23. mars 1991. Börn þeirra eru: Leon Bassi Bassason, f. 30. nóvember 2014, Adam Bassi Bassason, f. 26. apríl 2022 og Emil Bassi Bassason, f. 26. apríl 2022. Erna og Ólafur slitu sam- vistir. Sambýlismaður Ernu síðustu 20 ár var Gunnar Þorsteinsson, f. 6. nóvember 1959, en Gunnar lést 2. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík í dag, 11. maí 2022, klukkan 15. Ernu og Guðmars er 1) Sísí Bender, f. 14. ágúst 1972. Börn hennar eru: Natalía Björns- dóttir, f. 29. janúar 1993, Kaja Gunn- arsdóttir, f. 12. febrúar 2002 og Alexa Bender, f. 31. október 2010. Erna og Guðmar skildu. Erna hóf sambúð með Ólafi Stefáni Þórarinssyni, f. 17. feb. 1950. Börn Ólafs sem Erna elskaði sem sín eigin eru: 2) Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, f. 24. júlí 1971. Eiginmaður hennar er: Vignir Þór Stefánsson, f. 22. september 1970. Börn þeirra eru: Stefán Egill Vignisson, f. 24. júlí 2005 og Jökull Freyr Vign- isson, f. 8. desember 2010. 3) Laufey Líndal Ólafsdóttir, f. 6. september 1974. Börn hennar eru: Maya Andrea Laufeyj- ardóttir-Jules, f. 21. nóvember 1995, Jóna Isis Olivia Laufeyj- ardóttir-Foster, f. 25. mars 1999, Á þessum fyrstu sumardögum ársins hafa margar ljúfsárar minningar sótt á hugann eftir að þau sorglegu tíðindi bárust mér að systir mín, Erna Margrét, hefði fallið frá á síðasta degi vetrar, langt fyrir aldur fram. Atvikin höguðu því þannig til að við Erna ólumst ekki nema að litlu leyti upp á sama heimili. Raunar kynntist ég henni best eftir að hún varð ung móðir á Suðurlandi. Þá heim- sótti ég hana og Labba oft á Sel- fossi og síðar í Glóru, býli tengda- foreldra hennar rétt austur af Selfossi. Margar bestu minningar unglingsáranna eru bundnar þessum heimsóknum. Erna var höfðingi heim að sækja, og allt hennar tengdafólk tók okkur opn- um örmum. Erna nostraði við okkur yngri systkini sín og sá til þess að í húsum hennar og Labba liði okkur ávallt eins og við værum heima hjá okkur. Ekki spillti hve góður og örlátur kokkur hún var. Minnist ég ótal matarboða hennar sem voru ævinlega mikið tilhlökk- unarefni. Ég á það ennþá til að kjamsa á munnvatninu þegar mér verður hugsað til veitinganna sem hún galdraði aftur og aftur fram handa okkur. Á þessum árum vann Erna m.a. á Sólheimum og á sambýli fyrir þroskahamlaða einstaklinga á Selfossi. Það var henni að þakka að ég fékk sem ungur drengur að kynnast öllu því brosmilda og ein- læga fólki sem þar átti heima. Alltaf fögnuðu þau manni jafn innilega þegar maður kom í heim- sókn. Unun var að sjá hvílíku ást- fóstri íbúarnir tóku við hana Ernu systur mína og hve alúðleg hún var ævinlega við þá. Í þeim heim- sóknum, sem teygðu sig yfir langt árabil, var ég ákaflega stoltur af stóru systur minni. Hún náði snemma óvenju miklum þroska og mannskilningi sem helgaðist vafa- lítið af því hve ung hún tók að að- stoða móður sína við uppeldi systkina sinna. Erna var sláandi lík móður okkar en báðar þóttu einstaklega glæsilegar. Þær geisluðu af innri fegurð og hlýleika. Átti ég það til að rugla þeim saman. Minnist ég þess hve mér var eitt sinn brugðið er ég kom í heimsókn til Ernu til Vestmannaeyja með gamla Herj- ólfi ásamt fósturbróður mínum, illa haldinn af sjóveiki. Hafði ég þá kvatt móður mína stuttu fyrr í Reykjavík og gat nú ómögulega skilið hvernig hún gæti verið kom- in út í Eyjar á undan okkur til að taka á móti okkur á bryggjunni. Og ekki var síður skrýtið að sjá að hún hafði yngst töluvert frá því að ég sá hana fyrr um daginn í höf- uðborginni. Erna átti ekki áhyggjulausa æsku frekar en við systkini henn- ar. Mikil ábyrgð féll snemma í hennar hlut sem hún axlaði af festu og hugprýði. Á síðustu ára- tugum lágu leiðir okkar í ólíkar áttir og samskiptin urðu stopul. Mátti Erna glíma við ýmsa erfið- leika sem hún tókst á við af æðru- leysi eftir því sem ég gat best séð. Það var henni mikið gleðiefni að sjá hóp barnabarna sinna stækka jafnt og þétt á undanförnum ár- um. Votta ég þeim og börnum hennar mína innilegustu samúð. Megi minning hennar lengi lifa. Róbert H. Haraldsson. Erna frænka okkar systra er látin. Frétt um andlát Ernu kom okkur á óvart, því hún var fyrir stuttu að skrifa á facebook-síðu mína í tilefni af 100 ára fæðing- arafmæli föður okkar systra. Pabbi Ernu, hann Ottó, var litli bróðir hennar mömmu. Mjög kært var alla tíð þeirra á milli. Á æskuárum okkar tengdist hún mjög fjölskyldu okkar. Í næsta húsi í Vestmannaeyjum bjuggu amma og afi okkar. Vegna veikinda móður Ernu og fjarvista föður sáu þau um uppeldi hennar. Því voru mikil samskipti okkar á milli. Ásta passaði Ernu en Gyða var á svipuðum aldri þannig að þær léku sér saman. Þegar Erna var á unglingsárum fór hún í heimavistarskóla en dvaldi á heimili okkar í öllum frí- um. Um tíma bjó Erna í Neskaup- stað hjá eldri bróður mömmu. Einnig í Bjarkarlundi í Eyjum hjá mági hennar mömmu og konu hans. Þegar við lítum til baka koma margar minningar upp í hugann frá æsku okkar í Eyjum. Erna var einstaklega ljúf og hress. Gyða og Erna léku sér mikið saman og áttu góðar stundir. Samband okkar Ernu var alla tíð gott þótt það hefði verið strjálla eftir að Erna flutti frá Eyjum. Alltaf þegar við hittumst var gam- an að ræða um gamla tíma. Þá var hlegið og slegið á létta strengi. Saman gengu Erna, Gyða og Helga frænka í Aðventistaskólann í Vestmannaeyjum, þaðan áttu þær margar góðar minningar. Fjölskylda okkar var alltaf of- arlega í huga Ernu og hún leitaði stundum til okkar t.d. þegar hún kom með fólk frá sambýli þar sem hún vann til Eyja. Þá bað hún okk- ur liðsinnis til að skipuleggja ferð- ina sem við gerðum. Það skiptust á skin og skúrir í lífi Ernu, en hún var rosalega sterk og stóð alltaf upp og hélt áfram. Við systur sendum aðstandend- um innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góða frænku lif- ir. Ásta og Gyða Arnmundsdætur. Erna Margrét Laugdal Ottósdóttir - Fleiri minningargreinar um Ernu Margréti Laugdal Ottósdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Alda fæddist á Ísafirði 11. jan- úar 1942. Hún lést á Landakoti 24. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru Jón Jóhann- esson sjómaður, f. 7. nóvember 1900, d. 2. júlí 1973, og Guðrún Guðmunds- dóttir húsfreyja, f. 1. júlí 1906, d. 24. janúar 1974. Systkini Öldu: Valdheiður, f. 1929, d. 1990; Þóra Jóhanna, f. 1931, d. 2013; Sigurður Páll, f. 1933, d. 1950; Kristján Guðbjörn, f. 1935, d. 2018; Eggert Jón, f. 1936, d. 2022; Sigurhjörtur, f. 1940, d. 1984; Rósamunda, f. 1942, d. 1942; Valdimar Magnús, f. 1945; Baldur, f. 1947, d. 2016; Bragi, f. 1947, d. 2003. Alda giftist hinn 9. september 20. febrúar 2007. Börn Lauf- eyjar eru Sævar og Andri. 2) Jón, f. 6. apríl 1971, maki Gígja Gylfadóttir, f. 28. júlí 1965. Börn Jóns eru Dagný Alda, f. 19. ágúst 2001, og Jón Bjartur, f. 11. júlí 2010. Börn Gígju eru Styrmir og Sölvi. 3) Gunnhildur, f. 3. októ- ber 1974, börn Aron Ingi, f. 5. apríl 2001, og Daníel Orri, f. 2. apríl 2005. 4) Linda, f. 15. apríl 1978, börn Davíð Már, f. 6. októ- ber 2006, og Logi Freyr, f. 29. september 2009. Alda ólst upp á Ísafirði. Eftir skólagöngu vann hún fisk- vinnslustörf og við umönnun á Ísafirði. Hún sinnti húsmóð- urstörfum og eftir að börnin urðu eldri vann hún við fisk- vinnslu og síðar við umönnun í Seljahlíð. Alda verður jarðsungin frá Lindakirkju í dag, 11. maí 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. 1967 á Ísafirði Leifi Eiríkssyni, f. 23. nóvember 1939, d. 28. ágúst 2021. For- eldrar hans voru Eiríkur Guðmunds- son, f. 28. júní 1908, d. 9. maí 1980, og Herdís Ólöf Jóns- dóttir, f. 11. ágúst 1912, d. 1. sept- ember 1996. Börn Öldu og Leifs eru: 1) Eiríkur, f. 29. maí 1966, maki Laufey Vilmund- ardóttir. Börn Eiríks eru: Leifur, f. 11. desember 1989, barn Eirík- ur Björn, f. 29. október 2010. Eva Rut, f. 13. febrúar 1992, maki Emil Freyr Guðmundsson, börn þeirra Ævar Nói, f. 18. september 2018, og Brynjar Áki, f. 27. september 2020. Börn Ei- ríks og Laufeyjar: Brynjar, f. 10. júlí 2004, d. 10. júlí 2004, Birta, f. Elsku mamma. Hversu sárt það er að kveðja þig, hugurinn hefur verið á fleygiferð og ótal ljúfar minningar sprottið fram hjá okkur systrum. Þú varst allt- af boðin og búin að aðstoða og hjálpa til, orðið nei var einfald- lega ekki til í þínum orðaforða. Við munum eftir að þegar við vor- um að alast upp þá sagðir þú „við sjáum til“ en aldrei nei. Alla tíð hafðir þú hag okkar of- ar þínum eigin og það breyttist ekkert undir það síðasta hjá þér, þegar þú sagðir „náðu þér í teppi, Gunnhildur mín“ eða „fáðu stól undir fæturna, Linda mín“. Þú talaðir oft um það hin síðustu ár hvað við værum heppnar að eiga gott og náið systrasamband þar sem þú misstir tvíburasystur þína á fyrsta ári og hinar systur þínar tvær svo miklu eldri en þú. Þú varst mikil hannyrðakona og allt handverk, sérstaklega prjónar, lék í höndum þínum. Fengum við og svo margir aðrir að njóta fallegra verka þinna; lopapeysur eftir þig sem allir í þinni fjölskyldu eiga eru nú enn dýrmætari en áður. Þú hafðir mikla unun af barnabörnunum og fannst gott að hafa þau í kringum þig. Þér fannst nauðsynlegt að hafa alltaf eitthvað á prjónunum og oftar en ekki var það eitthvað til þess að gleðja börn þín og barnabörn. Þar sem aðeins átta mánuðir eru síðan pabbi kvaddi þessa jarðvist vitum við að hann hefur tekið vel á móti þér. Það er ljúft að hugsa til þess að þið séuð sam- an á ný. Við vitum að þú ert hjá okkur og heldur áfram að leiða okkur í gegn um lífið. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum með þér. Þínar dætur, Gunnhildur og Linda. Elsku mamma. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís H. Jónsdóttir) Við kveðjum mömmu með söknuði og biðjum góðan Guð að vernda þig. Þín verður sárt sakn- að, minning þín lifir. Jón, Eiríkur og Leifsdætur. Guðrún Alda Jónsdóttir - Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Öldu Jóns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Jón Lárus „Lalli“ Ingvason fæddist á Seltjarn- arnesi 25. mars 1954. Hann lést á heimili sínu á Ak- ureyri 2. maí 2022. Foreldrar hans voru Ingvi Jónsson, f. 16. ágúst 1909, d. 6. janúar 1983, verkamaður og bóndi, og Elsa Lár- usdóttir, f. 20. ágúst 1914 í Kan- ada sem Else Andersen, d. 25. ágúst 1982. Jón starfaði lengst af við al- menn verkamannastörf og sem sjómaður. Einnig var hann á tímabili rófubóndi. Jón hafði mik- inn áhuga á andlegum málum og var mikill listamaður. Fyrri eiginkona Jóns var Kol- brún Rósa Jónsdóttir, f. 8. apríl 1956, þau skildu. Dóttir Jóns og Kolbrúnar er Rannveig Elsa, f. 20. mars 1973. Barnsfaðir Rannveigar er Hörður Viðar Arnarson, f. 22. apríl 1972. Saman eiga þau soninn Sigurð Má, f. 3. júní 1992. Sambýliskona Sigurðar er Alda Ýr Guðmunds- dóttir, f. 18. sept. 1991, saman eiga þau börnin Aþenu Vigdísi, f. 7. júní 2013, og Guðmund Rafn, f. 8. janúar 2017. Eiginmaður Rannveigar er Gunnar Arnar Andersen, f. 22. mars 1956. Saman eiga þau syn- ina Sigurmar Gunn- ar, f. 15. ágúst 1996, Davíð Óskar, f. 18. júlí 1998, Brynjar Darra, f. 6. okt. 2001, og Hilmar Eg- il, f. 29. ágúst 2007. Seinni eiginkona Jóns var Gerður Guðrún Þorvalds- dóttir, f. 4. apríl 1960, þau skildu. Dóttir Jóns og Gerðar er Jóhanna, f. 8. apríl 1977. Unnusti Jóhönnu var Árni Ragnar Árnason, f. 7. sept. 1972, d. 21. maí 2009, þau slitu sam- vistir. Saman áttu þau soninn Elmar Frey Heiðdal, f. 25. júlí 1997. Sambýliskona Elmars er Sara Dröfn Jörgensen, f. 15. jan- úar 1998. Eiginmaður Jóhönnu er Gunn- ar Brynjólfsson, f. 15. júlí 1968. Saman eiga þau soninn Svein- björn Ara, f. 3. júlí 2006. Sonur Jóns og Gerðar er Ingvi Hrannar, f. 31. des. 1986. Sam- býliskona hans var Sandra Dís Leifsdóttir, f. 21. maí 1988, þau slitu samvistir. Saman eiga þau börnin Andra Má, f. 29. júní 2009, og Viktoríu Mist, f. 8. mars 2011. Sambýliskona Jóns var Anna Carla Örlygsdóttir, f. 10. sept. 1945, d. 8. júlí 2016. Útför hans fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 11. maí 2022, klukkan 13. Fáein minningarorð um fyrr- verandi tengdason minn til nokk- urra ára, sem lést 2. maí 2022, ég efa ekki að úr því sem komið var væri hann ánægður með þessa dagsetningu, hún var alveg í hans anda. Þessar línur verða eins og hann kom mér fyrir sjón- ir þessi ár sem við vorum tengd, en þótt hagir hans breyttust þá voru alltaf tengsl á milli. Hver var hann, hvaðan kom hann, bæði Íslendingur og Dani en meiri íslenskumaður enda alinn upp að mestu eða öllu leyti hér á landi. Hann brallaði margt um ævina og var dugnaðarforkur og gekk í öll verk ef því var til að dreifa. Hann hafði gaman af allri ræktun og ræktaði ýmislegt eins og rófur sem hann var með tölu- vert af um tíma og kartöflur. Ég myndi segja að hann hefði getað orðið góður bóndi á því sviði, en var ekki hrifinn af kúm eða kind- um, en elskaði hunda. En það eru ekki allir eins. Hann hafði margt til brunns að bera annað. Við vor- um ekki alltaf sammála en gátum unnið úr því, er við vorum saman að verki, við sögðum okkar mein- ingu og síðan var haldið áfram. Meðal annars máluðum við tvö þök á húsum og þá varð ágrein- ingur þegar stiginn fór af stað en það var þyngdarmunurinn á okk- ur sem orsakaði það. Hann var dugnaðarforkur og ekki fínn með sig, hann var bóngóður á meðan heilsan var í lagi. Eitt var það sem maður var hissa á, hvað hann var listfengur. Hann málaði svo flottar myndir bæði eftir fyr- irmyndum og frá grunni. Það eru til mörg málverk eftir hann og svo var hann góður kokkur. Hon- um var margt til lista lagt. Seinni hluta ævinnar hugsaði hann mikið um andleg málefni og ég held að það hafi hjálpað hon- um mikið. Ég hitti hann stuttu fyrir and- látið, sem betur fer, ég hefði ekki viljað missa af þeirri stund, hún var mjög góð. Svo þakka ég fyrir það sem við höfðum saman að sælda um dagana og sendi sam- úðarkveðjur til aðstandenda. Hanna. Jón Lárus Ingvason Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR VILHJÁLMS, Hornbrekkuvegi 5, Ólafsfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 7. maí. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju mánudaginn 16. maí klukkan 14. Gísli Kristinsson Ragnhildur Vestmann Sigurður Kristinsson Þorgerður Jósepsdóttir Íris Hrönn Kristinsdóttir Ingvar Karl Þorsteinsson Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HILDUR PÁLÍNA HERMANNSDÓTTIR frá Flatey á Skjálfanda, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands 2. maí. Útför fer fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 16. maí klukkan 14. Sigurveig Ingunn Emilsdóttir Marinó Grétar Scheving Hulda Emilsdóttir Hafliði Þórsson Hermann Unnsteinn Emilss. Heiða Rós Jónasdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.