Morgunblaðið - 21.05.2022, Side 8

Morgunblaðið - 21.05.2022, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022 Skýrsla stjórnar Kynning ársreiknings Stjórnarkjör Tryggingafræðileg athugun Fjárfestingarstefna sjóðsins Kosning endurskoðanda . Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins Laun stjórnarmanna Önnur mál Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins Dagskrá Skráning á fundinn og vefstreymi hans fer fram á frjalsi.is. Sjálfkjörið er í varastjórn. Boðið verður upp á rafræna og skriflega kosningu í aðalstjórn. Rafrænni kosningu lýkur á morgun, sunnudaginn 22. maí kl. 12.00. Skrifleg kosning fyrir þá sem kjósa ekki rafrænt fer fram á ársfundinum sjálfum. Fundargögn, aðgengi að rafrænni kosningu, upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar og aðrar upplýsingar um fundinn má nálgast á frjalsi.is Við komu á fundinn þurfa sjóðfélagar að framvísa skilríkjum með mynd. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn. Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn mánudaginn 23. maí kl. 17.15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Björn Bjarnason skrifar á vef sinn að útilokunartilraun Samfylkingarinnar gagnvart Sjálfstæðis- flokknum, sem sé við- leitni sem hafi legið að baki stofnun Samfylk- ingarinnar árið 1999, hafi gengið sér til húðar í nýafstöðnum kosn- ingum. - - - Björn segir enn reynt að halda lífi í þessari tilraun „við myndun meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún birtist þar í því fordæmi Dags B. Eggertssonar, fráfarandi borg- arstjóra, að neita að eiga símtal við Hildi Björnsdóttur, oddvita sjálf- stæðismanna. Meira að segja Kol- brúnu Bergþórsdóttur, menningar- ritstjóra Fréttablaðsins, blöskrar sú framkoma átrúnaðargoðsins og seg- ir í leiðara í dag: „Auðvitað á Dagur sín feilskot, það er til dæmis skrýtið að hinn prúði borgarstjóri hafi ekki séð ástæðu til að svara símtölum frá Hildi Björnsdóttur, leiðtoga Sjálf- stæðismanna í borginni.“ - - - Ástandið er nú þannig í Samfylk- ingunni að dv.is segir vinnu- staðasálfræðing reyna að stilla til friðar í þingflokknum. Nálgast starfshættir Samfylkingarinnar á þingi nú æ meira það sem tíðkast hefur meðal Pírata. Viðreisn límir flokkana saman í borgarstjórninni og það verður ef til vill að ráði sál- fræðings sem Píratar og Samfylking mynda einn þingflokk.“ - - - Þetta er dapurleg upprifjun á sögu Samfylkingarinnar, sem á sér auk útilokunarmarkmiðsins það aðalmarkmið að véla Ísland inn í ESB eins og rifjaðist upp við innrás Rússa í Úkraínu. Sjaldan hafa stjórn- málaflokkar lagst jafn lágt og ESB- flokkarnir íslensku á þeirri stundu. Dagur B. Eggertsson Flokkur með markmið STAKSTEINAR Hildur Björnsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Embætti sóttvarnalæknis segir að sýking af völdum svonefndrar apa- bóluveiru sé afar sjaldgæf en ekki sé útilokað að hún berist hingað til lands. Eru almenningur og heil- brigðisstarfsmenn beðin um að hafa greininguna í huga, sérstaklega hjá þeim sem hafa verið á ferð erlendis og eru með einkennandi útbrot. Sóttvarnalæknir segir í tilkynn- ingu að sýkinga af völdum apabólu- veiru hafi orðið vart í nokkrum lönd- um í Evrópu að undanförnu, t.d Bretlandi, Portúgal, Spáni, Ítalíu, Belgíu og Svíþjóð en einnig hefur sjúkdómurinn greinst í Bandaríkj- unum og Kanada. Fram kemur að apabóla stafi af veiru sem er náskyld bólusóttarveiru og er hann einkum þekktur hjá dýr- um en einnig mönnum. Smit frá dýr- um til manna séu sjaldgæf og sömu- leiðis smit milli manna. Sjúkdómurinn hafi til þessa aðal- lega verið greindur í Mið- og Vestur- Afríku en sé nú að greinast í Evrópu hjá einstaklingum sem sumir hverjir hafi verið í Afríku en aðrir ekki. Smit berst í fólk með náinni snertingu ým- ist sem dropasmit með hósta/hnerra eða sem snertismit með vessa sem myndast í útbrotum á húð. Margir þeirra sem nú eru að greinast eru karlar sem stunda kynlíf með körl- um og talið er líklegt að smit hafi borist með kynmökum í þeim hópi. Meðgöngutími sýkingarinnar er yfirleitt ein til tvær vikur en getur verið allt upp í þrjár vikur. Sótt- varnalæknir segir að sjúkdómurinn sé yfirleitt vægur og gangi yfir af sjálfsdáðum á einni til tveimur vik- um. Hjá um 3% smitaðra geti hann hins vegar verið alvarlegur og valdið dauða einkum hjá ónæmisbældum einstaklingum og börnum. Það sem einkennir sjúkdóminn eru klæjandi útbrot sem gjarnan byrja í andliti en færast síðan niður líkamann, þar með talið kynfæri. Í framhaldinu verða útbrotin að bólum með vessa sem líkjast hlaupabólu og er vessinn smitandi. Þegar bólurnar hafa þornað er einstaklingurinn ekki lengur smitandi. Sjúkdómsmyndin getur líkst öðrum sjúkdómum eins og hlaupabólu eða sárasótt. Bólusetning með bóluefni gegn bólusótt er talin geta verndað gegn smiti en aðgengi að slíkum bóluefn- um er takmarkað. Lyfjameðferð með veirulyfinu tecovirimat er talin geta gagnast við sýkingunni en það lyf er ekki á markaði hér. Apabólusmit sögð sjaldgæf - Ekki útilokað að veiran berist hingað Skeljungur hf. hafði betur gegn ís- lenska ríkinu fyrir Landsrétti. Þarf ríkið að greiða fyrirtækinu um 450 milljónir króna með vöxtum. Skeljungur taldi að flutningsjöfn- unargjald, sem lagt var á fyrir- tækið árin 2016 til 2019, hefði verið ólögmætt, þar sem fjárhæð gjalds- ins var ekki fastákveðin, heldur var Byggðastofnun falið að ákveða upphæðina. Áður en málið rataði til Lands- réttar hafði Héraðsdómur Reykja- víkur sýknað ríkið af kröfum Skelj- ungs. Ríkið greiði Skelj- ungi 450 milljónir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.