Morgunblaðið - 21.05.2022, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.05.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022 Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Vísbendingar eru um að jarðhitakerfið á Hjalt- eyri sé orðið fulllestað, en það mun að sögn Helga Jóhannessonar, forstjóra Norðurorku, koma betur í ljós í sumar hvernig kerfið bregst við minnkandi dælingu. Í febrúar sl. kom fram aukið klórmagn í mæl- ingum á jarðhitavatninu. Það bendir til aukins snefil- efnamagns úr sjó sem að líkindum kemur gegnum tengingar við Strýturnar á botni Eyjafjarðar úti fyrir Arnarnesi. „Ef þetta er raunin, að jarðhitakerfið við Hjalteyri sé fullnýtt, þ.e. gefi ekki frekari aukningu, blasir við að virkja þarf önnur jarðhitakerfi og þau eru lengra í burtu,“ segir Helgi. Norðurorka á jarðhitaréttindi við Ytri-Vík og Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð og hafa þau verið til rannsóknar undanfarin ár en kostnaðarsamt er að sækja heitt vatn um langan veg. Jarðhitakerfið á Hjalteyri hefur verið í notk- un í um 20 ár og staðið undir allri aukningu hita- veitunnar frá þeim tíma. „Við getum þakkað fyrir að Hjalteyrarkerfið sé svo gjöfult sem raun ber vitni, ekki síst þegar horft er til þess að heitavatnsnotkun á Akureyri og tengdum veitum hefur tvöfaldast á þessum tveimur áratugum.“ Umgöngumst auðlindina af virðingu Helgi segir Norðurorku alla tíð hafa lagt áherslu á að ganga ekki of nærri náttúrauðlind- um og haft sjálfbærni að leiðarljósi. Hlutverk félagsins sé að sjá notendum fyrir heitu vatni og þeim lífsgæðum sem hitaveitu fylgja. Tvöföldun á notkun á heitu vatni á 20 árum er langt um- fram fólksfjölgun yfir sama tímabil. „Það má velta ýmsu upp varðandi notkun á heitu vatni og hvort við gætum umgengist þessa auðlind okkar af meiri virðingu og haft í huga að sóa henni ekki,“ segir Helgi og nefnir m.a. að á næstu ár- um verði byggðar upp verðskrár sem taki á só- un og umframnotkun. „Því miður höfum við búið til þá menningu á Íslandi að jarðhitaauðlindin sé ótakmörkuð og því er umgengnin um hana í takt við það. Þessu þurfum við að breyta, þetta er takmörkuð auð- lind sem ber að fara vel með. Það er heldur ekki raunhæft til lengdar að varmaorka kosti ein- ungis um 20% af rafmagnsorku, slíkt leiðir af sér sóun og óþarfa notkun,“ segir Helgi. Aðveitulögnin nýtist Nú verði aukið fé og kraftur settur í rann- sóknir og leit að nýjum jarðhitaauðlindum. Í framhaldi þarf síðan að byggja upp ný vinnslu- svæði með tilheyrandi kostnaði. Þessu fylgi óhjákvæmilega að verð á heitu vatni hækkar. Helgi segir stöðuna ekki á þann veg að heitt vatn á Hjalteyrarsvæðinu sé að verða búið, en nú þurfi að finna jafnvægi í sjáfbærri nýtingu á jarðhitakerfinu og bregðast þannig við vísbend- ingum og framhaldið sé að huga að nýjum vatnsöflunarsvæðum. Enn er eftir að leggja einn áfanga í svonefndri Hjalteyrarlögn sem er eitt af stóru verkefnum Norðurorku undanfarin ár. Jafnframt verður beðið með að byggja nýja dælustöð á Hjalteyri. Kostnaður við heildar- verkefnið kringum Hjalteyri var áætlaður um 2,5 milljarðar króna en Helgi segir að nýja að- veitulögnin muni alltaf nýtast, ekki síst þegar vatn er sótt úr norðri. Jarðhitakerfi við Hjalteyri fullnýtt - Heitavatnsnotkun á Akureyri hefur tvöfaldast á 20 árum, langt umfram fólksfjölgun - Virkja þarf önnur jarðhitakerfi sem eru fjær Akureyri - Verðskrár sem taki á sóun og umframnotkun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hjalteyri Vísbendingar eru um að jarðhitakerfið á Hjalteyri við Eyjafjörð sé orðið fullnýtt og Norðurorka þurfi að virkja ný jarðhitakerfi. Helgi Jóhannesson Edinborg er ein fegursta borg Skotlands og vagga skoskrar menningar. Það er mikil upplifun að heimsækja borgina og skoða sig um í „Old Town“ sem og nýrri borgarhlutanum. Gist er á hinu glæsilega Inter Continental Hotel við George Street, sem margir hafa kallað „Champs-Élýsée“ Edinborgar þar sem kaffihús, veitingastaðir og glæsilegar verslanir skarta sínu fegursta. Farið verður í skoðunarferðir um borgina og utan hennar og heimsóknir í Edinborgar- og Stirling kastala ásamt siglingu á Loch Katrine og heimsókn til Whisky-framleiðanda auk kvöldskemmtunar „Spirit of Scotland Show“. Innifalið í verði: Flug með Icelandair til Glasgow báðar leiðir, skattar og bókunargjald. 4ra nátta gisting á Inter Continental ásamt morgunverði og kvöldverði. Allur akstur ásamt skoðunarferðum og aðgangi að þeim stöðum sem heimsóttir verða. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson. • Aukagjald fyrir einbýli er kr. 85.000 Edinborg – fegursta borg Skotlands Sérferð fyrir eldri borgara 18.-22. september Verð 239.500 á mann m.v. gistingu í tvíbýli* Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.