Morgunblaðið - 21.05.2022, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
M.BENZ EQC 400 4MATIC POWER 2021
Nýskráður 12/2020 ekinn aðeins 9 Þ.km, rafmagn (408 km drægni), sjálf-
skiptur, fjórhjóladrifinn. Hlaðinn aukabúnaði s.s. AMG-line bæði innan og
utan. Sjónlínuskjár, 21“ álfelgur, rafdrifin framsæti, skynvæddur hraðastillir,
360° bakkmyndavél. BURMESTER hljómkerfi o.fl. Raðnúmer 254037
0.000
M.BENZ EQB 300 POWER 4MATIC - 2022
Nýskráður 12/2021 ekinn 3þkm, 100% rafmagn með 423 km drægni,
360° Bakkmyndavél, glerþak - 19“ álfelgur og dekk. Alveg hlaðinn búnaði og
til afhendingar strax! Raðnúmer 254157
0.000
Þessir síungu strákar eru klárir
í að selja bílinn þinn
Eigum laus
sölustæði fyrir
bílinn þinn!
Hlökkum til!
Indriði Jónsson
og Árni Sveinsson
M.BENZ EQA 250 POWER AMG
Nýskráður 08/2021, ekinn aðeins 8 Þ.km, 19“ álfelgur og dekk, dráttar-
krókur, Night pack (Næturpakki), AMG line innan og utan o.fl.
Raðnúmer 254155
0.000
V
ið höldum að tungumálið geri okkur mannfólkið sérstakt. Við sem
lásum Biblíusögur vitum að orðið kom frá Guði og að hann vildi að
við gerðum okkur jörðina undirgefna. Sá hluti mannkyns sem hef-
ur alist upp við þessa upprunasögu hefur nú áorkað því að spilla
jörðinni og búa til vélar sem þýða texta á
milli mála. Draumur margra stendur til
að geta átt innihaldsríkar samræður við
ísskápinn um birgðastöðuna.
Allt frá því að prússneski náttúruvís-
indamaðurinn Alexander von Humboldt
og lærisveinar hans á borð við Darwin,
Wegener og Thoreau (sem alþjóðleg ráð-
stefna verður haldin um á vegum
Snorrastofu í Reykholti í næstu viku)
lögðu grunn að nútímalegum hug-
myndum um náttúruna og lífríkið (eins
og Andrea Wulf rekur í bók sinni The In-
vention of Nature) hefur það runnið upp
fyrir okkur að við séum hluti af náttúr-
unni – en ekki drottnarar hennar. Þetta
vissu frumbyggjar Ameríku að vísu allan
tímann. Í nýrri sögu um mannkynið, The
Dawn of Everything, er því að auki hald-
ið fram að það sem við köllum jafnan
vestrænar hugmyndir upplýsingastefn-
unnar um vald og frelsi einstaklingsins
eigi sér miklu dýpri rætur í gagnrýni
frumbyggja Ameríku á lífshætti og
stjórnarfar Evrópumanna en í því sem á
undan fór í evrópskri hugsun og menn-
ingu.
Þannig molnar nú heimsmynd okkar um að við megum spilla náttúrunni í
ábataskyni – með valdheimild frá Drottni allsherjar. Það grefur enn frekar
undan okkur að í ljós hefur komið að dýrin búa yfir djúpri tilfinningagreind,
skara framúr okkur í flestum greinum frjálsra íþrótta nema stangarstökki og
eiga í innihaldsríkum sam-
ræðum; geta miðlað upplýs-
ingum þótt við með alla okk-
ar máltækni og þýðingar-
forrit skiljum minnst af því.
Höfrungar læra hnísumál og
við getum kennt þeim ein-
stök orð sem þeir skilja eins
og við – þótt við séum enn á byrjunarreit með að skilja þeirra orð. Og simp-
ansar eru betri en við í barnaleiknum Minni eins og kom fram hjá þjóðfræð-
ingnum Tok Thompson sem flutti fyrirlestur við HÍ á dögunum um bók sína
Posthuman Folklore. Þar benti hann á hlutverk vélmenna með dæmi af dá-
læti Japana á þeim í leikskólum og á elliheimilum – og af vændishúsi í „bæ
einum í Texas“ þar sem eingöngu störfuðu vélmenni.
Til að afhjúpa sjálfsánægju okkar mannanna enn frekar minnti Tok á að
jurtir eigi í samskiptum og að í apríl sl. hafi Andrew Adamatzky birt grein í
Royal Society Open Science um greiningu sína á „tungutaki“ sveppa. Sveppir
tengjast með taugaþráðum í jörðinni og senda rafboð um þá sem Andrew
túlkaði og þóttist sjá í þeim svipað mynstur og við þekkjum úr mannlegu
máli. Hann aðgreindi um 50 ólík „orð“ sem sveppirnir notuðu – og að hver
sveppategund talaði sitt eigið „mál“. Á meðan okkur dreymir um að komast í
málsamband við ísskápinn bíða sveppirnir vonandi þolinmóðir eftir að mál-
tæknin ráði við orðaforða þeirra um lífið í skóginum.
Mál manna – og
allra hinna á jörðinni
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Sveppir á spjalli „Sveppir
tengjast með taugaþráðum í
jörðinni og senda rafboð um þá.“
U
msóknir Finna og Svía um aðild að Norður-
Atlantshafsbandalaginu (NATO) voru formlega
afhentar Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra
bandalagsins, í Brussel miðvikudaginn 19. maí.
Í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu 24. febrúar 2022
lét Vladimír Pútín Rússlandsforseti eins og markmið hern-
aðarins væri að sýna NATO í tvo heimana. Að bandalagið
styrkti stöðu sína með aðild Úkraínu væri ögrun við öryggi
Rússlands. Kremlverjar ættu að eiga síðasta orðið um
stækkun NATO í austur. Þeir þyldu ekki fleiri NATO-ríki
við landamæri sín.
Krafan um rússneskt áhrifasvæði í Evrópu var skýr fyrir
innrásina, sérgreint tilefni hennar var þó að afvopna Úkra-
ínumenn og „af-nasistavæða“ þjóðina með því að útrýma
toppnum í Kyív.
Hótunum Pútíns um áhrifasvæði var harðlega mótmælt
af ráðamönnum Finnlands og Svíþjóðar, norrænu ríkjanna
utan NATO.
Ríkisstjórn Finnlands tilkynnti 10. desember 2021 að hún
hefði ákveðið að kaupa 64 bandarískar F-35-orrustuþotur.
Um er að ræða 10 milljarða evra fjárfestingu í vélunum og
annað eins í búnaði þeirra, aðstöðu
fyrir þær, þjálfun og æfingar flug-
manna. Er þetta stærsta einstaka
varnarfjárfesting í sögu Finnlands.
Sænsk stjórnvöld ákváðu föstudag-
inn 14. janúar 2022 að bryndrekar og
vopnaðir hermenn skyldu fara um og
halda uppi eftirliti á götum Visby,
stærsta bæjarins á eyjunni Gotlandi.
Gripið var til þessara óvenjulegu að-
gerða vegna aukinna „umsvifa Rússa“
að sögn hersins. Tugir hermanna og
skriðdrekar fóru um götur Visby.
Um sama leyti sagði hershöfðing-
inn Micael Bydén, yfirmaður sænska
hersins, að varnarstefna Svía yrði gjörsamlega gagnslaus ef
samþykkt yrði innan NATO að bandalagið stækkaði ekki
frekar og þar með yrði látið undan kröfum Rússa.
Hernaðarlegar áhyggjur Finna og Svía voru augljósar í
ársbyrjun. Á stjórnmálavettvangi og meðal almennings
hófst hraðferðin inn í NATO strax eftir innrásina 24. febr-
úar 2022. Á innan við þremur mánuðum varð kúvending í
öryggismálastefnu þjóðanna. Stefnan um stöðu utan hern-
aðarbandalaga hvarf átakalaust, 188 þingmenn gegn átta
samþykktu NATO-aðild í Finnlandi.
Í kalda stríðinu slógu Finnar ekki neitt af varnarviðbún-
aði sínum og lögðu áfram rækt við öflugar almannavarnir.
Sömu sögu er ekki að segja um Svía. Undanfarin misseri
hafa þeir stóraukið útgjöld sín til varnarmála. Þar er um að
ræða mestu hækkun útgjalda til hersins í 70 ár að sögn
varnarmálaráðherrans. Útgjöld Finna til varnarmála eru
þegar yfir 2% af vergri landsframleiðslu og Svíar stefna
hraðbyri að því takmarki NATO-þjóða.
NATO-atburðarásin í Finnlandi og Svíþjóð undanfarnar
vikur er skólabókardæmi um vel heppnaða framkvæmd á
flóknum og viðkvæmum lýðræðislegum ákvörðunum. Sér-
hvert feilspor gat valdið vandræðum á heimavelli og spillt
samstöðu þar. Allt gerðist þetta vegna og í skugga stríðs í
Evrópu þar sem beiting rússneskra kjarnorkuvopna er
ekki útilokuð.
Finnar og Svíar glíma við nágranna sem er til alls vís. Á
lokastigum fengu þjóðirnar öryggistryggingu frá Bretum,
Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum. Þessar tryggingar
jafnast þó ekki á við gagnkvæmu öryggisskuldbindinguna í
5. gr. Atlantshafssáttmálans sem kallaði einmitt á NATO-
aðildina.
Sameiginleg landamæri Rússa og Finna eru 1.340 km
löng. Næsta rússneska stórborgin við Helsinki er St. Pét-
ursborg, heimaborg Pútíns. Hann hófst til æðstu valda
vegna starfa sinna fyrir borgarstjórann þar eftir fall Sov-
étríkjanna. Rætur valda hans eru þar.
Google segir að vegalengdin frá Helsinki til St. Péturs-
borgar sé 390,5 km og taki 4 klst. 53 mín. að aka hana en
milli Reykjavíkur og Akureyrar séu 387,2 km og taki 4 klst.
43 mín. að aka þá.
Miðað við stóru orðin gegn
stækkun NATO fyrir innrásina
hefði mátt vænta ógnvekjandi
reiði í garð Finna og Svía vegna
ákvarðana þeirra. Þegar þær
lágu fyrir gerði Pútín frekar lítið
úr þeim í ræðu mánudaginn 16.
maí. Rússar mundu á hinn bóg-
inn grípa til gagnaðgerða setti
NATO niður „hernaðarlega inn-
viði“ í löndunum. Sergeij Lavr-
ov, utanríkisráðherra Pútíns,
sagði þriðjudaginn 17. maí að
NATO-aðild Finna og Svía
mundi líklegast ekki „breyta miklu“. Herafli ríkjanna hefði
um langt skeið tekið þátt í NATO-æfingum og ríkin hefðu
árum saman átt samstarf við bandalagið.
Breytti tónninn frá Moskvu sýnir að Kremlverjar vilja
ekki draga athygli að hve allt hefur farið í handaskolum hjá
þeim. Herförin gegn Úkraínumönnum tók allt aðra stefnu
en þeir væntu, þeir reyna að fela gífurlegt mannfall. Í stað
þess að fæla þjóðir frá NATO-aðild eflist bandalagið nú til
muna með tveimur sterkum, friðelskandi lýðræðisríkjum –
til lítillar gleði hjá þeim sem setja mannréttindi ekki í efsta
sæti eins og Erdogan Tyrklandsforseta.
Veturinn 2019 til 2020 samdi ég tillögur um norræn ut-
anríkis- og öryggismál sem norrænu utanríkisráðherrarnir
fimm samþykktu í september 2020. Snemma árs 2009 skil-
aði Norðmaðurinn Thorvald Stoltenberg öryggismála-
skýrslu í umboði utanríkisráðherranna fimm. Í sænska
blaðinu Dagens Nyheter voru þessar skýrslur nýlega
nefndar sem vörður á leið til samræmingar á stefnu nor-
rænu ríkjanna í öryggismálum og nú inn í NATO.
Við gerð skýrslunnar átti ég um 80 fundi með stjórn-
málamönnum, embættismönnum, herforingjum, leyniþjón-
ustumönnum og fræðimönnum í löndunum fimm. Hve
samhljómurinn var mikill var augljóst og athyglisvert þótt
ekki óraði mig fyrir að þjóðirnar yrðu allar í NATO árið
2022. Það er sögulegt heillaskref í þágu öryggis.
Sögulegt heillaskref í NATO
NATO-atburðarásin í Finn-
landi og Svíþjóð undanfarn-
ar vikur er skólabókardæmi
um vel heppnaða
framkvæmd á flóknum og
viðkvæmum lýðræðislegum
ákvörðunum.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Við sátum á útiveitingastað í Bel-
grad (Hvítagarði) í Serbíu, þeg-
ar húmaði að, og röbbuðum saman
um lífið og tilveruna. Bandarískur
kaupsýslumaður, vinur minn, hafði
tekið tvítugan son sinn með sér í
ferðalag um Balkanlöndin. Hann
spurði, hvort ég gæti gefið syninum
einhver ráð um framtíðina. Ég fór að
hugsa um, hvað ég hefði lært af
reynslunni, minni eigin og annarra.
Eitt er, að raða má verðmætum
lífsins svo, að fyrst komi heilsan, síð-
an fjölskylduhagir (ást og vinátta)
og þá peningar. Séu menn við góða
andlega heilsu, þá verða fjölskyldu-
hagir þeirra líklega ákjósanlegir. Sé
menn við góða líkamlega heilsu, þá
geta þeir unnið sig út úr fjárhags-
legum erfiðleikum.
Annað er, að í vali um nám og
störf eiga menn að fara eftir áhuga-
málum sínum frekar en fjárvon.
Áhugasamt fólk og ötult bjargar sér
ætíð. Ég myndi líka hafa lært fleiri
tungumál, væri ég yngri og ætti þess
kost.
Hið þriðja er, að foreldrar geta
aðeins gert þrennt fyrir börn sín: al-
ið þau upp með því aðallega að veita
gott fordæmi, styðja þau og hvetja
til að mennta sig og hjálpa þeim með
útborgun í fyrstu íbúð. Með þessu
koma þau fótum undir börnin, en
það er síðan barnanna sjálfra að
ganga.
Iðulega sagði ég síðan nemendum
mínum í stjórnmálafræði, að menn
ættu að forðast að fjandskapast við
þrjú öfl eða veldi í heiminum, því að
þau sigruðu jafnan í átökum, þótt
orðspor þeirra væri misjafnt:
Bandaríkjamenn, gyðingarnir og
páfinn í Róm.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Lærdómar á lífsleið
Allt um sjávarútveg