Morgunblaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022 S á sem þessar línur ritar hef- ur lengi verið þeirrar skoð- unar að við yfirferð á vel tefldri skák megi lesa margt út úr persónuleika teflenda. Það er kannski of djúpt í árinni tekið að halda því fram að undireins sé skákmaðurinn kominn í sófann og sálgreining hafin. En því er nú samt þannig farið að stundum virðist eitt- hvað ólga undir niðri, einhver orka sem þarf útrás. Maðurinn er kannski að flestu leyti dagfarsprúður ein- staklingur sem aldrei hefur gert flugu mein. Svo eru aðrir sem sjald- an víkja út af fyrirfram ákveðnum leiðum, tefla sömu byrjanirnar aftur og aftur og eru þannig séð þekkt stærð. Hvað er hægt að segja um slíka einstaklinga? Ég var að fara yfir skák sem Magnús Carlsen tefldi á fyrsta keppnisdegi móts sem kallað er Chessable masters og er tengt fyrirtækjum sem norski heimsmeist- arinn hefur afskipti af. Andstæðing- ur hans var góðkunningi okkar og besti skákmaður Svía nú um stundir, Nils Grandelius. Magnús sem var með svart vann í 30 leikjum og þegar skákin er skoðuð kemur margt fróð- legt í ljós sem lýtur þó fyrst og fremst að þeirri þekkingu sem þessi frægi skákmaður hefur tileinkað sér. Nokkru eftir hið fræga mót, Reykja- vik rapid 2004, tók hann nokkrar „sessjónir“ með Kasparov. Og hver „gægist fram“ í 18. leik annar en Garrí sjálfur? Að leika peðinu beint ofan í þrælvaldaða reitinn, það er málið. Eitthvað á þessa leið talaði Kasparov um þetta skemmtilega leikbragð sem margoft kom fyrir í skákum hans. Tökum þá byrjun skákarinnar. Magnús vill greinilega koma andstæðingnum á óvart eins fljótt og auðið er; 3. … Rf6 er í sjálfu sér ekki nýr leikur en hefur að mark- miði að taka andstæðinginn út úr þægindarammanum. En sá þáttur sem er hvað mest áberandi í þessari skák lýtur að leppunum. Þetta fyrir- brigði á skákborðinu kemur margoft við sögu eða liggur í loftinu – lokar taflinu. Þar við bætist gildi biskupa- parsins í opnum stöðum og „smá- fórnir“ ýmsar sem eru eitt einkenni í skákstíl Norðmannsins. Skemmtileg skák en ekki gallalaus og tefld með tímamörkunum 15 10. Chessable masters 2022; 3. um- ferð: Nils Grandelius – Magnús Carlsen Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Rf6 Fyrsta hliðarsporið. Langalgeng- ast er að leika 3. … Dxd5. 4. Bb5+ Rbd7 5. c4 a6 6. Bxd7+ Dxd7 7. d4?! Fyrsta ónákvæmnin. Mun betra er 7. Rc3, t.d. 7. … e6 8. De2 o.s.frv. 7. … e6 8. Be3 exd5 9. dxc5 dxc4 10. Ra3 Rd5 11. Bd4 Rf4 12. Kf1 Dd5 13. Rf3 Bf5 14. Da4+ Bd7 15. Db4 Vegna hins slaka 7. leiks hefur hvítur ratað í mikla erfiðleika. Hann sá að 15. Dxc4 tapar strax vegna leppunarinnar, 15. … Bb5! og vinn- ur. 15. … b6?! Ivan Sokolov hefur kallað slíka leiki smáfórnir Magnúsar. Hann get- ur svarað 16. Dxb6 með 16. … Rd3, en 15. … Bh3! strax var þó betra. 16. He1 Re6 17. Dxb6 f6 18. Rc2 c3! Beint ofan í valdaða reitinn. 19. bxc3 Kf7 20. Re3 Dc6 21. h3 Rxc5 22. Dxc6? Hann hefði átt að halda spennunni í stöðunni með 22. Hb1! 22. … Bxc6 23. Ke2 Re6! 24. g3 Rxd4 25. cxd4 Bb5+ 26. Kd1 Bb4 Skyndilega eru biskuparnir alls- ráðandi. 27. Rd2 Hac8 28. Rd5 Ba4 29. Ke2 Hhe8 30. Re3 Hc2 Leppaður í bak og fyrir, 31. Hd1 má svara með 31. … Hxa2 o.s.frv. Grandelius gafst upp. Leppanir, smáfórnir og aðrar kúnstir Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Mætti ofjarli sínum Nils Grandelius við taflið á Reykjavíkurskákmóti. Vitaskuld fordæmir heimurinn allur glæp- samlegt framferði Rússa í Úkraínu og þá ekki síst villimannslegt atferli þeirra gagnvart almennum borgurum, en það eru stríðs- glæpir af þeirri stærð- argráðu að annað eins hefur ekki sést á evr- ópskri grund síðan nasisminn var og hét. Þetta táknar að Pútín mun tapa stríðinu hvernig sem fer á vígvellinum og er ástæðan tvíþætt: Í fyrsta lagi hafa Bandarík- in og ESB beitt Rússa slíkum for- dæmalausum refsiaðgerðum af við- skiptalegum toga, að efnahagur þeirra er þegar nánast að hruni kominn. Og svo í öðru lagi – það sem öllu verra er – hefur mannorð Rússa orðið fyrir slíkum spjöllum að jaðrar við algeran ærumissi. Þetta bitnar auðvitað harkalega á rússneskri þjóð – og þá kannski fyrst og fremst æsku landsins, sem ekki lengur hefur aðgang að sið- menntuðum þjóðum í hinum vest- ræna heimi: Pútín verður því að svara spurningunni: Var það þess virði? Frelsisbarátta Selenskís forseta Úkraínu er tvíþætt: Í fyrsta lagi að hrekja alla rússneska heri út úr landinu, og svo í öðru lagi að taka aftur til sín þau landsvæði í austur- hlutanum – Donbass og Krímskaga – sem Rússar hafa slegið eign sinni á. Hér skiptir auðvitað sköpum að bæði forkólfar ESB sem og Biden forseti Bandaríkjanna hafa styrkt Úkraínumenn með vopnasendingum í slíku magni og af slíkum gæðum að stríðsgæfan hefur getað brosað við Selenskí og hersveitum hans meira en jafnvel bjartsýnustu menn þorðu að vona, þannig að nú er svo komið – að því er virðist – að hugs- ast getur að sigurinn falli þeim í skaut. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að fórnarkostnaðurinn verður undir öllum kringumstæðum geigvænlegur: nú þegar er fjórði hver Úkraínumaður á flótta; fimm milljónir manna hafa flúið land og aðrar fimm milljónir eru á flótta í eigin landi. Hrikalegast af öllu er þó til þess að hugsa að Mariupol, blómleg borg með hálfa milljón íbúa, hefur verið jöfn- uð við jörðu. Spurn- ingin er því: Hefur það verið þess virði? Loks er kannski vert að geta þess að Rússar sjálfir álíta sig eiga í frelsisbaráttu í Úkraínu: að bæði Krím og Donbass séu – og hafi verið í aldanna rás – rússnesk land- svæði. Og það sem meira er: íbúar þessara landsvæða álíta sjálfir að þeir séu Rússar en ekki Úkra- ínumenn. Loks finnst mér líka rétt að minnast á þá staðreynd að Pútín hefur margoft tekið það fram að hann muni ekki tapa stríðinu; að hann ráði yfir þeim vopnum sem duga muni ef í harðbakka slær. Biden harðneitar því hins vegar að hann sé í stríði við Rússa og end- urtekur stöðugt að aðgerðir hans í Úkraínu séu því engin ógn við heimsfriðinn. Því miður skiptir minnstu máli hvað hann hefur um þetta mál að segja. Hættan er sú að Pútín sjálfur taki annan pól í hæð- ina og lýsi því yfir að Biden sé víst í stríði við Rússa – í gegnum Selenskí og Úkraínu. Öll vitum við hvað það mundi hafa í för með sér. Og þá verður kannski ástæða fyrir okkur öll – og ekki bara Selenskí, Biden og aðra forkólfa Vesturveldanna – að fara að biðja bænir okkar, og svara spurningunni: Var það þess virði? Úkraína – var það þess virði? Eftir Þór Rögnvaldsson »Hættan er sú að Pút- ín sjálfur taki annan pól í hæðina og lýsi því yfir að Biden sé víst í stríði við Rússa – í gegn- um Selenskí og Úkra- ínu. Þór Rögnvaldsson Höfundur er heimspekingur. Björg Þorsteinsdóttir fædd- ist 21. maí 1940 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjón- in Þorsteinn Davíðsson kaup- maður, f. 1918, d. 2003, og Guðný Árnadóttir húsmóðir, f. 1917, d. 1992. Björg stundaði myndlistar- nám við Handíða- og mynd- listaskóla Íslands og í Stuttgart og París. Hún hélt yfir 30 einkasýningar á Íslandi, í Nor- egi og Frakklandi og tók þátt í samsýningum víða um heim. Björg var styrkþegi frönsku ríkisstjórnarinnar 1971-1973 og hlaut starfslaun listamanna 1977-1978, 1990 og 1992-1995. Björg var forstöðumaður Safns Ásgríms Jónssonar 1980- 1984. Hún sat m.a. í stjórn fé- lagsins Íslensk grafík, Félags íslenskra myndlistarmanna, í ráði Norrænu myndlistar- miðstöðvarinnar NKC í Svea- borg, Finnlandi og í fulltrúa- ráði Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Á ferli sínum vann Björg með marga miðla og var óþreytandi að afla sér þekk- ingar og prófa nýjan efnivið. Hún málaði, teiknaði, vann grafíkmyndir, vatnslitamyndir, collage-verk og tók ljósmyndir. Björg var gift Ragnari Árna- syni en þau skildu. Dóttir þeirra er Guðný. Björg lést 22. apríl 2019. Merkir Íslendingar Björg Þor- steinsdóttir AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ GARÐA blaðið NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is – meira fyrir lesendur fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 27. maí SÉRBLAÐ Allt um garðinn, pallinn, heita potta, sumar- blómin, sumarhúsgögn og grill ásamt ótal girnilegum uppskriftum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.