Morgunblaðið - 21.05.2022, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022
✝
Magnús Þor-
steinn Jón-
asson, kallaður
Mangi, fæddist á
Dalvík 26. júní 1951.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Akureyri
11. maí 2022.
Foreldrar hans
voru Guðrún Magn-
úsdóttir, f. 30. nóv-
ember 1908, d. 18.
september 1984, og
Jónas Þorleifsson, f. 2. sept-
ember 1911, d. 19. september
1985, bændur í Koti í Svarf-
aðardal.
Magnús var yngstur sjö systk-
ina. Systkini hans eru: Svein-
fríður, f. 9. maí 1936, Erlingur, f.
11. des. 1937, Jónína Þórdís, f. 8.
ágúst 1939, Ingólfur, f. 14. janúar
1943, d. 4. desember 2021, Hall-
dór, f. 8. apríl 1946, og Friðrikka
Elín, f. 27. mars 1949.
Magnús kvæntist hinn 21. nóv-
ember 1992 eftirlifandi eig-
þeirra eru Hilmar, f. 18. sept-
ember 2018, og Andrea, f. 11.
apríl 2020.
Magnús ólst upp í Koti í Svarf-
aðardal hjá foreldrum sínum og
stórum systkinahópi. Hann gekk
fimm ár í grunnskóla á Húsa-
bakka í Svarfaðardal. Á fullorð-
insárum tók hann lyftara- og
meirapróf og vann ýmis verka-
mannastörf um ævina ásamt því
að sinna búi með foreldrum sín-
um og Halldóri bróður. Hann tók
við búinu 1986 þegar Halldór
flutti burt. Hann hóf blandaðan
búskap með kýr og kindur og bjó
einn í Koti í tvö ár. Árið 1988
kynntist hann Önnu Lísu eig-
inkonu sinni og bjuggu þau í Koti
með búskap til ársins 2001. Það
ár flutti hann ásamt fjölskyldu
sinni til Dalvíkur en hélt jörðinni
og kindum í Koti til ársins 2015,
en þá fluttist Guðrún dóttir hans
í Kot og tók við. Á árunum 2001-
2008 vann Magnús sem eld-
isstjóri í kjúklingabúinu í Svarf-
aðardal. Eftir það vann hann hjá
Samherja á Dalvík við hausa-
þurrkun þar til hann hætti að
vinna í desember árið 2020.
Magnús Þorsteinn verður
jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju í
dag, 21. maí 2022, klukkan 13.30.
inkonu sinni, Önnu
Lísu Stefánsdóttur,
f. 2. júní 1964. For-
eldrar hennar voru
Sigrún Eyrbekk
Stefánsdóttir, f. 22.
apríl 1932, d. 6. júní
2007, og Stefán
Stefánsson, f. 14.
október 1927, d. 15.
maí 2004.
Dætur þeirra
eru: 1) Ingunn, f. 19.
september 1988, maki Ari Gunn-
arsson, f. 4. ágúst 1985, börn
þeirra eru Heiðrún Elísa, f. 24.
nóvember 2008, Sunneva Björk,
f. 23. mars 2011, og Magnús
Darri, f. 20. júní 2014. 2) Guðrún,
f. 1. júní 1990, maki Atli Þór
Friðriksson, f. 20. febrúar 1991,
Börn þeirra eru Rakel Sara, f. 25.
júlí 2012, Magnús Þór, f. 23. októ-
ber 2014, og Aron Ísak, f. 31.
mars 2018. 3) Heiða, f. 6. apríl
1995, maki Sigurður Ingvi Rögn-
valdsson, f. 31. janúar 1993. Börn
Ég sit hérna heima í Koti með
kaffibollann minn mér við hlið og
horfi út um gluggann á fallega
umhverfið og fjöllin hérna í botni
Svarfaðardals sem voru heima-
hagarnir hans pabba. Mér finnst
það viðeigandi þegar ég sest nið-
ur og skrifa nokkur orð í minn-
ingu pabba en hann elskaði þenn-
an stað og einnig gott kolsvart
kaffi. Pabbi lést 11. maí síðastlið-
inn á Sjúkrahúsinu á Akureyri
eftir stutta og erfiða baráttu við
krabbamein.
Pabbi var rólegur, þolinmóður,
hjálpsamur og mjög duglegur
maður. Hann skipti sjaldan skapi
og fannst agalega gaman að
stríða og leika við okkur systur
þegar við vorum litlar. Pabbi var
nægjusamur maður og tók lífinu
með ró og yfirvegun. Hann var
alltaf hrókur alls fagnaðar í okkar
nánasta hring og var alltaf aðeins
skemmtilegra þegar pabbi var
með.
Aðaláhugamál pabba var að
vera með fjölskyldunni sinni,
sinna kindunum sínum og vinna í
sveitinni. Hann hugsaði alltaf vel
um dýrin sín og kunni alla ætt-
fræðina fram og til baka hjá öll-
um skepnunum sem hann átti alla
sína búskapartíð.
Árið 2015 tökum við Atli við
kindunum hans pabba og flytjum
fram í Kot. Pabbi var alltaf dug-
legur að koma og hjálpa okkur
með allt sem við báðum hann um.
Hann sá um girðingarvinnu, mok-
aði út skít, tók sér sumarfrí til að
geta mætt í sauðburð, lagaði vél-
arnar, heyjaði með okkur, gekk
um til að huga að kindunum eftir
að þær fóru út og svo margt
margt fleira, en ég gæti talið
endalaust upp það sem pabbi
hjálpaði okkur með. Hann veit
hversu þakklát við vorum fyrir að
hafa hann okkur við hlið við þessi
störf. Þegar ég fór aftur út í fjár-
hús eftir að hann lést voru þau
skref mér afar þung vitandi til
þess að hann gengi ekki með mér
þangað aftur og ræddi við mig um
kindurnar, vorið já og bara lífið.
Ég á svo ótal margar góðar
minningar um pabba frá því ég
var lítil og þangað til ég verð full-
orðin og gæti ég setið hér og
skrifað heila bók um hann. En
hann var alltaf svo skemmtilegur
og þolinmóður þegar við systur
vorum litlar og vissum við alltaf
að hann myndi standa með okkur
sama hvað. Hann leyfði okkur að
greiða sér, naglalakka sig og
mála og gat dundað endalaust
með okkur enda yndislegur
stelpupabbi sem við munum
sakna alveg gríðarlega mikið.
Pabbi var mjög mikill barnakarl
og elskaði barnabörnin sín öll svo
mikið. Hann var alltaf til staðar
þegar við þurftum á honum að
halda.
Þegar ég hugsa til pabba núna
og minnist hans er hamingja og
þakklæti mér efst í huga. Ég er
svo þakklát fyrir að hafa átt
svona góða og fallega fyrirmynd í
mínu lífi. Hann elskaði mömmu
mikið og kenndi okkur systrum
hvernig fallegt og heilbrigt sam-
band á að vera í hjónabandi.
Hann kom alltaf mjög vel fram
við okkur systur og mömmu.
Já höggið í okkar fjölskyldu er
rosalega mikið og skarðið sem
hann elsku pabbi skilur eftir er
stórt. Ljúfi góði pabbi fór alltof
snemma frá okkur en við munum
halda fallegri minningu hans á
lofti.
Svarfaðardalurinn kveður nú góðan
mann,
fallegar minningar við geymum.
Mangi í koti þar var hann,
aldrei við honum gleymum.
Þín dóttir,
Guðrún Magnúsdóttir.
Mangi bróðir minn er látinn
eftir erfiða baráttu við krabba-
mein. Þegar Mangi fæddist þá
var ég tveggja ára. Fljótlega kom
í ljós að hann var eitt af þessum
þægu börnum sem aldrei heyrð-
ist í en ég bætti það upp. Ég man
að þegar hann fór að tala þá átti
ég það til að tala fyrir hann. Við
uxum saman úr grasi og lékum
okkur mikið saman uppi á hól,
eins og hann var alltaf kallaður.
Það var okkar helsti leikstaður.
Þá var Dóri bróðir okkar oft með
en hann var fimm árum eldri en
Mangi. Á hólnum áttum við
margar góðar stundir. Við fórum
líka stundum að sækja hestana og
þá var riðið heim að bæ, alltaf í
kappi um hver kæmist fyrstur
heim. Við fórum saman í heima-
vistarskólann á Húsabakka.
Mangi fann sig aldrei þar og var
ekki ánægður í skólanum. Svo
liðu árin og Mangi vann mest í
búskapnum með foreldrum okk-
ar. Hann vann einnig nokkur
haust í sláturhúsinu en annars
var hann bóndi og það átti hug
hans allan. Þegar foreldrar okkar
hættu búskap tók Mangi við
búinu í Koti. Í fyrstu var hann
einn en svo kom til hans ung
stúlka, ástin í lífi hans hún Anna
Lísa. Þau bjuggu nokkur ár í Koti
og eignuðust þrjár dætur sem
hver eru annarri glæsilegri og vel
af guði gerðar. Þau fluttu svo til
Dalvíkur og hann hóf störf hjá
kjúklingabúinu í Holti og svo í
hausaþurrkun þar sem hann vann
til sjötugs. En hann var áfram
með kindurnar sínar í Koti þar til
Guðrún dóttir hans og Atli eig-
inmaður hennar tóku við bú-
skapnum og fluttu í Kot. Eitt var
það sem Mangi átti bágt með að
þola og það var þegar hann var
úti að ganga og einhver fór fram
úr honum en nú er hann kominn
fram úr okkur öllum systkinum
sínum, nema Ingólfi sem lést í
desember sl. Blessuð sé minning
hans. Mangi var stundum eins og
tvær persónur, annars vegar
hæglætismaður og maður fárra
orða en svo gat hann tekið sig til
og reitti þá af sér brandara á
færibandi. Mangi var góður mað-
ur og öllum sem kynntust honum
þótti vænt um hann. Mér þótti
ákaflega vænt um hann og minn-
ist ég þess ekki að okkur hafi
nokkurn tíma orðið sundurorða.
Hann var góður faðir og afi og ég
trúi því að þeir sem kveðja þetta
jarðlíf snemma séu þeir sem guð-
irnir elska.
Elsku Anna Lísa, dæturnar
þrjár, tengdasynirnir þrír og
barnabörnin átta, ég sendi ykkur
öllum mínar innilegustu samúð-
arkveðjur og styrk á þessum erf-
iða tíma.
Þín systir,
Friðrikka (Rikka).
Magnús Jónasson eða Mangi í
Koti eins og hann var jafnan kall-
aður var drengur góður og mikið
ljúfmenni. Það var ánægjulegt
fyrir okkar fjölskyldu þegar hann
og Anna Lísa tóku saman. Í fram-
haldinu eignuðust þau þrjár
glæsilegar dætur og síðar komu
öflugir tengdasynir og barna-
börn. Þau hjón sögðu okkur að í
upphafi sambandsins hefðu kom-
ið upp tilfelli þar sem þau skildu
ekki alveg orðanotkun hvort ann-
ars, þótt bæði væru vel máli farin.
Ástæðan var sú að sjómannsdótt-
irin sem hafði stundað sjó með
pabba sínum hafði orðaforða
tengdan sjómennskunni sem ekki
var hluti af orðaforða Manga og
svo öfugt; þegar Mangi ræddi um
landbúnaðarstörfin þá stóð Anna
Lísa stundum á gati og vissi ekki
hvað hann var að tala um.
Mangi og Anna Lísu bjuggu og
stunduðu búskap í Koti. Þau voru
samheldin hjón og hörkudugleg.
Mangi var vinnusamur og ósér-
hlífinn, góður bóndi og sveita-
maður í þess orðs bestu merk-
ingu. Fjölskyldan var honum afar
kær og mikilvæg, þess nutu þær
mæðgur og síðar barnabörnin.
Hann var ekki orðmargur en við-
ræðugóður og lúmskt fyndinn.
Við fjölskyldan eigum margar
og góðar minningar frá heim-
sóknum okkar í Kot, þar sem set-
ið var og borðað, spjallað, hlegið
og dansað þegar best lét. Stór-
fjölskyldan hélt nokkur fjöl-
skyldumót í Koti og minnumst við
þeirra með gleði í hjarta. Á einu
slíku voru þeir Stebbi og Mangi í
einstaklega góðum gír og döns-
uðu heil ósköp við yngstu döm-
urnar í eldhúsinu. Bæði þeir og
ungu stelpurnar skemmtu sér
konunglega.
Sérstaklega eftirminnileg fjöl-
skylduhátíð var þegar Mangi
hafði útbúið stóran bálköst og
nutum við þess öll á fallegu sum-
arkvöldi að sitja og horfa á eldinn
og njóta samverunnar.
Við munum ávallt minnast
Manga með mikilli hlýju og vott-
um Önnu Lísu, Ingunni, Guð-
rúnu, Heiðu og fjölskyldum
þeirra samúð okkar. Öll getum
við yljað okkur við góðar minn-
ingar í sorginni.
Stefán og Hulda.
Magnús Þorsteinn
Jónasson
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
INGIBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR
lyfjatæknir,
Tangabryggju 10, Reykjavík,
lést á Landspítala við Hringbraut 12. maí.
Útförin fer fram frá Kristskirkju Landakoti mánudaginn
30. maí klukkan 13.
Þórdís Linda Guðjónsdóttir Björn Gunnarsson
Einar Michael Guðjónsson Halldóra Sigurðardóttir
Einar Guðjónsson Helga Guðmundsdóttir
Þorbjörg Guðjónsdóttir Gylfi E. Gíslason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS GUÐLAUGSSON
hæstaréttarlögmaður,
lést á heimili sínu mánudaginn 9. maí.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju 24. maí
klukkan 13.
Guðlaug E.A. Magnúsdóttir Sveinn Akerlie
Sigrún Anna Magnúsdóttir Nicholas Herring
Þóra Kristín Hjaltested Karl Stefánsson
Lárus Magnússon Emilía Helgadóttir
og barnabörn
Elsku hjartans eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR HJÖRDÍS INDRIÐADÓTTIR
kennari,
Holtagerði 49, Kópavogi,
lést 16. maí á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
miðvikudaginn 25. maí klukkan 13.
Þórir Hallgrímsson
Indriði Þórisson Anna Jóna Geirsdóttir
Elísabet Þórey Þórisdóttir Flóki Halldórsson
ömmubörn og langömmubörn
Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI PÁLSSON
rafvélavirki frá Raufarhöfn,
lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn
18. maí á Droplaugarstöðum.
Jarðarför auglýst síðar.
Hallgerður Pétursdóttir
Una Hólmfríður Kristjánsdóttir
Þórarinn Valur Árnason Katrín Guðrún Pálsdóttir
Una Kristín Árnadóttir Björn Sverrisson
Páll Hjaltalín Árnason Friðborg Hauksdóttir
afabörn og langafabarn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
INGIBJÖRG E. BJÖRGVINSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Hrafnistu,
Hafnarfirði,
lést laugardaginn 16. apríl á Hrafnistu.
Útför fór fram í kyrrþey.
Hallgrímur Pétursson
Björgvin M. Pétursson Íris Scheving Þórarinsdóttir
Jóhannes B. Pétursson Þórhildur Hafsteinsdóttir
Elskuleg eiginkona mín og vinur, móðir
okkar, tengdamóðir og amma,
HELGA BRYNDÍS GUNNARSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Eikarlundi 11, Akureyri,
lést mánudaginn 9. maí. Útför hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Baldur Ellertsson
Jóhannes Baldursson Guðrún Sigurðardóttir
Ásta Björk Baldursdóttir
Andrea Baldursdóttir Andri Sveinsson
Ellert Baldursson Unnur Thors
og barnabörn