Morgunblaðið - 21.05.2022, Side 37

Morgunblaðið - 21.05.2022, Side 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022 » Day 3578, nýtt tón- leikhúsverk byggt á tónlist Fabúlu, Mar- grétar Kristínar Sigurð- ardóttur, var sýnt í Gamla bíói í vikunni og segir í því af Maloru, fyrrverandi stórstjörnu sem hvarf af sjónarsvið- inu á hátindi frægðar sinnar og hefur nú lokað sig inni í ímyndunar- heimi, eins og því er lýst. Nýtt tónleikhúsverk, Day 3578, byggt á tónlist Fabúlu, var sýnt í Gamla bíói 18. maí Morgunblaðið/Árni Sæberg Innilokun Day 3578, eða Dagur 3578, gerist á þeim degi í lífi stórstjörnunnar Maloru, sem hefur lokað sig af. Hressar Kolbrún Halldórdóttir og Andrea Jónsdóttir. Gleði Anna Ólafsdóttir og Pálmi Gunnarsson í Gamla bíói. Í Gamla bíói Jóhanna Möller og Embla Wigum mættu á sýninguna. Félag íslenskra listamanna í kvik- myndum og sviðs- listum (FÍL) og íslenska ríkið hafa undirritað kjara- samning fyrir danshöfunda í Þjóðleikhúsinu. Þetta er í fyrsta sinn sem danshöf- undar eiga aðild að kjarasamningi við ríkið vegna starfa sinna við Þjóð- leikhúsið. „Þetta er tímamótasamn- ingur og ég er bæði þakklát og ánægð með þennan áfanga,“ segir Birna Hafstein, formaður FÍL. Birna Hafstein Tímamótasamn- ingur danshöfunda Fold uppboðshús boðar til uppboðs mánudaginn 23. maí í salarkynnum uppboðshússins á Rauðarárstíg 14 í Reykjavík. Forsýn- ing með verkunum verður opnuð í dag kl. 14 og stendur fram að uppboðinu. „Á uppboðinu verð- ur boðið upp vand- að úrval íslenskrar myndlistar og verða 90 verk boðin upp,“ segir í tilkynningu. Meðal höfunda verka eru Muggur, Kristín Jónsdóttir, Nína Sæmundsson, Nínu Tryggva- dóttur, Stórval, Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson, Þorvaldur Skúlason, Eiríkur Smith, Erró, Alfreð Flóki, Ásmundur Sveinsson og Kjarval. Bók Verk eftir Jóhannes S. Kjarval sem verður boðið upp. Forsýning hjá Fold vegna uppboðs Kór Neskirkju lýkur vetrar- starfi sínu með tvennum vortón- leikum undir stjórn Stein- gríms Þórhalls- sonar. Þeir fyrri verða í Skálholts- kirkju í dag kl. 16 og þeir seinni í Neskirkju á þriðjudag kl. 20. „Á efnisskránni eru fjölbreytt verk eftir íslensk og erlend tón- skáld,“ segir í tilkynningu. Öll vel- komin og enginn aðgangseyrir. Steingrímur Þórhallsson Vortónleikar Kórs Neskirkju tvisvar Konur í hópi frumkvöðla á sviði ljósmyndunar eru í forgrunni á tveimur sýningum sem opn- aðar verða í Þjóðminjasafni Íslands í dag, laugardag, kl. 14. „Ljósmyndasýningin Í skugganum segir sögu fyrstu kvennanna sem lögðu stund á ljósmyndun í Danmörku, Fær- eyjum og á Íslandi. Sérsýningin Nicoline Wey- wadt segir frá fyrsta íslenska kvenljósmynd- aranum,“ segir í tilkynningu frá safninu. Þar kemur fram að yfirskrift sýningarinnar, Í skugganum, vísi til þess að konurnar sem sköpuðu ljósmyndirnar sinntu verkum sínum í skugganum, í bókstaflegri merkingu þar sem þær voru á bak við myndavélina. Yfirskriftin vísar einnig í það að þessar konur stóðu oftast í skugga karlkyns starfsbræðra sinna og verk þeirra voru jafnvel eignuð eiginmönnum þeirra. „Á sýningunni fá konur í hópi frumkvöðla í ljósmyndun í fyrsta sinn að stíga út úr þessum skugga og taka sér það rými í sögu ljósmynd- unar sem þær eiga með réttu tilkall til,“ er haft eftir Hanne Schaumburg Sørensen sýningar- stjóra í tilkynningunni. Þar kemur fram að sýningin varpi ljósi á þau sterku áhrif sem konur í ljósmyndun höfðu á þróun listgreinar- innar í Danmörku, Færeyjum og á Íslandi. Þær skrásettu atvinnulíf, frístundir og heim- ilislíf meðal handverksmanna í Randers og fiskimanna frá Norður-Jótlandi, frumbyggja Norður-Ameríku og bænda á Íslandi, en tóku einnig ljósmyndir úti í náttúrunni og í þétt- býliskjörnunum í sínu nánasta umhverfi. Sørensen bendir á að fram til þessa hafi verið viðtekin skoðun að fyrstu konurnar sem störf- uðu við ljósmyndun hafi einkum tekið portrett- myndir í öruggu umhverfi ljósmyndastúdíós- ins en sú hafi þó alls ekki verið raunin. Einstæð heimild um Austurland Í tengslum við sýninguna Í skugganum í myndasal safnsins er opnuð sérsýning á verk- um fyrsta íslenska kvenljósmyndarans, Nico- line Weywadt, á veggnum á 1. hæð Þjóðminja- safns Íslands. Á sýningunni eru nokkrar ljósmyndir hennar auk teikningar af ljósmyndastúdíóinu sem hún lét byggja á Teigarhorni. Nicoline Weywadt var fyrst kvenna á Íslandi til að læra ljósmyndun. Hún myndaði fyrst og fremst fólk en eftir hana eru einnig útimyndir frá Djúpavogi, Eskifirði og Seyðisfirði, sem sýna upphaf þéttbýlismynd- unar á þessum stöðum. „Safn hennar er ein- stæð heimild um Austfirðinga og Austurland á seinni hluta 19. aldar. Nicoline giftist aldrei en tók að sér systurdóttur sína, Hansínu Björns- dóttur, sem síðar tók líka upp ljósmyndun. Safn Nicoline Weywadt er varðveitt í Ljós- myndasafni Íslands á Þjóðminjasafni auk ljós- myndabúnaðar hennar, s.s. myndavéla, hnakkajárns og baktjalds sem allt er til sýnis á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins.“ Konur í ljósmyndun úr skugganum - Sýningarnar Í skugganum og Nicoline Weywadt opnaðar í dag Ljósmynd/Sögusafnið Vendsyssel/Kirstine Lund Portrett Petra, dóttir Lund, ásamt ónafn- greindri vinkonu sinni í kringum árið 1900. Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands/Johann Holm-Hansen Frumkvöðull Portrett af Nicoline Weywadt tekið 1867 af dönskum ferðaljósmyndara. Aðrir af þrenn- um Bach- tónleikum í Listasafni Sigur- jóns fara fram á morgun, sunnu- dag, kl. 17. Tón- leikarnir eru hluti af Bach- hátíð safnsins í samstarfi við RÚV. Á tónleikunum verða fluttar hljóðritanir Björns Ólafssonar á fimm fiðlueinleiksverkum eftir J.S. Bach sem hljóðritaðar voru í Útvarpshúsinu á Skúlagötu á árunum 1959-1961. Björn á Bach-hátíð í safni Sigurjóns Björn Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.