Morgunblaðið - 28.05.2022, Síða 1
L A U G A R D A G U R 2 8. M A Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 124. tölublað . 110. árgangur .
Laugavegi 174, 105 Rvk. www.volkswagen.is/taigo
Tímalausi
töffarinn Taigo
Rúmgóður smábíll með frábæra aksturshæfni bæði til innanbæjaraksturs
og á þjóðvegum landsins. Verð 4.890.000 kr.
MARGRÉT
OG INGUNN Í
LISTASAFNINU
LÍÐUR EINS OG HEIMA
BEST Í MAÍMÁNUÐI 40TVÆR OPNANIR 45
Grunur er um að ISA-veiran sem
getur valdið blóðþorra í laxi kunni
að vera komin upp í kvíabóli í
Berufirði. Grunurinn vaknaði við
skoðun á einu sýni af mörgum og
er verið að senda það til raðgrein-
ingar erlendis. Dýralæknir fisk-
sjúkdóma hjá MAST segir ekki
hægt að fullyrða neitt um málið
fyrr en niðurstöður raðgreiningar
berast.
Veiran hefur greinst í öllum
kvíabólum Ice Fish Farm í Reyð-
arfirði í vetur, Gripalda, Sigmund-
arhúsum og síðast við Vattarnes.
Slátrun var flýtt úr öllum kvíum, í
öryggisskyni, og nú er unnið að
slátrun við Vattarnes.
Gísli Jónsson, dýralæknir fisk-
sjúkdóma hjá MAST, segir að
grunur um ISA-veiruna hafi vakn-
að við reglubundna sýnatöku á
kvíabólinu Hamraborg í Berufirði
og sé bundinn við þetta eina sýni.
Reiknar hann með að niðurstöður
úr raðgreiningu berist fyrrihluta
næstu viku. Í gær var unnið að því
að taka fleiri sýni úr öllum kvíum
á Hamraborg.
Í tilkynningu Ice Fish Farm
kemur fram að áætlað er að um
890 þúsund laxar séu á þessu kvía-
bóli, að meðaltali 2.137 kg að
þyngd. Tekið er fram að erfitt sé
að meta afleiðingar hugsanlegs
sjúkdóms en dregið geti úr fram-
leiðslu í kjölfarið.
Grunur um veiru víðar
- Veiran getur valdið blóðþorra í laxi í sjókví í Berufirði
MGrunur um veirusýkingu … »6
Veðurblíðan í gær hefur varla farið fram hjá neinum íbúa höf-
uðborgarsvæðisins, enda náði hitinn allt að 13,6 gráðum í
Reykjavík þegar best lét. Fjölmenni var á Austurvelli og gátu
menn glaðst yfir góða veðrinu í góðra vina hópi.
Það er um að gera að njóta sólarstundanna, en ský mun
draga fyrir sólu um helgina, reynist veðurspáin rétt.
Morgunblaðið/Eggert
Veðurblíðunni fagnað á Austurvelli í góðra vina hópi
Fulltrúar gagnavera hafa sýnt lóð-
um á Hólmsheiðinni áhuga, sem
vegna nálægðar við spennistöðina á
Geithálsi skapar mikið orkuöryggi.
Fyrirhugað er að vegagerð hefj-
ist á Hólmsheiði á næsta ári en
mörg önnur fyrirtæki hafa jafn-
framt sýnt því áhuga að hefja
starfsemi á svæðinu, fyrrnefnd
gagnaver, framleiðslufyrirtæki,
fyrirtæki sem þjónusta byggingar-
aðila, fyrirtæki í ferðaþjónustu sem
sjá tækifæri í nálægð við Suður-
land og þannig má áfram telja.
Fyrsti áfanginn í uppbyggingu
svæðisins verður 50 hektarar og
gætu byggst upp um 200 þúsund
fermetrar af atvinnuhúsnæði.
Athafnasvæðið mun sjást frá
Suðurlandsvegi þegar ekið er úr
austurátt.
Framboð atvinnulóða er tak-
markað í nágrannasveitarfélögum
Reykjavíkur og því þörf á að þróa
fleiri svæði fyrir fyrirtæki innan
landsvæðis Reykjavíkur. »22
Mörg fyrirtæki horfa
til Hólmsheiðar