Morgunblaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022 Brosa! Hallgrímskirkja er vinsæll áningarstaður innlendra sem erlendra ferðamanna og myndataka nauðsynleg við það tækifæri. Hákon Pálsson Við lagasetningu um útlendinga var samstaða í þinginu um að láta stjórnsýslustofnanir fjalla um óskir um land- vist hér en ekki ráð- herra. Ein af ástæðum fyrir þessu var sú að ekki þótti heppilegt að ákvarðanir um þetta væru í höndum póli- tískra ráðherra. Þær væru betur komnar í höndum hlutlausra aðila sem létu afstöðu til stjórnmála ekki villa sér sýn. Í árásum á dóms- málaráðherra nú hefur því m.a. heyrst fleygt að hann hafi vald til að setja nýjar reglugerðir á grundvelli heimilda í lögunum, sem myndu leysa mál þeirra sem nú á að senda úr landi. M.a. heyrði ég ummæli lög- manns fólksins í þessa átt. Þetta er undarlegur málflutningur. Er verið að óska eftir að ráðherra setji sérstaka reglugerð fyrir þennan afmarkaða hóp? Allir ættu að sjá að það er ekki unnt að gera. Reglugerðir verða að vera al- menns eðlis en mega ekki beinast sérstaklega að hagsmunum tiltekinna manna sem vilja fá aðra af- greiðslu mála en aðrir hafa fengið. Allt ber þetta að sama brunni. Dómsmálaráð- herra hefur ekki vald til að taka yfir ákvarðanir um mál þessa fólks, nema breytt lög komi til. Heimild til að leggja fram lagafrumvörp er í höndum alþingismanna, meðal annarra þeirra sem hæst láta um þessar mundir. Er það ekki dálítið dæmigert að sumir stjórn- málamenn séu fyrst, meðan fjallað er almennt um skipan þessara mála, sammála um að ráðherra skuli ekki hafa þetta vald í höndum, en ráðast síðan á hann við fyrsta tækifæri fyrir að beita ekki því valdi sem hann hefur ekki? Eru þeir stjórnmálamenn trúverðugir sem haga sér svona? Svari nú hver fyrir sig. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »Dómsmála- ráðherra hefur ekki vald til að taka yfir ákvarðanir um mál þessa fólks, nema breytt lög komi til. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Tvískinn- ungur Hvernig viltu nautasteikina? Rare, medium, well done eða stendur þú fram- ar öðrum og vilt hana bleu? Ertu béarnaise- týpa, er fólk enn veikt fyrir chimichurri, sem tröllreið öllum nauta- steikum síðasta sumar eða viltu enga sósu, svo bragðið fái að njóta sín? Mikilvægasta spurningin er líklegast: Hvaðan viltu fá hana? Úrval neytenda Umræða síðustu mánuði um hækkað aðfanga- og matarverð hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum, enda verðvitund neytenda með besta móti. Bændasamtökin hafa ítrekað fjallað um erfiða stöðu nautakjötsframleiðslunnar síðustu ár. Staða greinarinnar var ekki nægilega góð fyrir en fordæma- lausar aðfangahækkanir í kjölfar heimsfaraldurs og Úkraínustríðs ógna nú heilli búgrein, þar sem ís- lenskir bændur sjá sér ekki lengur fært, að öllu óbreyttu, að framleiða nautakjöt. Hér ætla ég ekki að gera erfiða stöðu bænda að umfjöllunarefni heldur áhrif stöðunnar fyrir neyt- endur. Skiptir það þjóðina og neyt- endur einhverju máli að halda í ís- lenska nautakjötsframleiðslu? Mitt svar er já. Fyrir það fyrsta hafa skoðanakannanir sýnt að neyt- endur vilja innlenda vöru á diskinn sinn og íslenskir naut- gripabændur hafa hingað til selt allt kjöt sem framleitt er svo ekki gætir offram- leiðslu í greininni. Ef innlend framleiðsla leggst af fækkar ein- faldlega valkostum neytenda þegar kemur að nautakjöti. En af hverju ætti neyt- endum að vera svo umhugað um að velja íslenskt nautakjöt? Sérstaða íslenska nautakjötsins Kolefnisspor skiptir neytendur sífellt meira máli. Íslenskt nauta- kjöt ber allt að helmingi lægra kol- efnisspor en erlent nautakjöt og er því mun fýsilegri kostur fyrir þá sem er umhugað um loftslags- breytingar en vilja sína nautasteik. En það er ekki aðeins kolefn- issporið sem íslenskt nautakjöt stendur sterkara á velli. Má þar nefna heilnæma framleiðsluþætti sem m.a. felast í aðgangi að hreinu neysluvatni, gripirnir eru að mestu fóðraðir á grasi en grasfóðrun er jafnan talin gera kjötið bæði bragðbetra og hollara. Notkun varnarefna í jarðrækt hér er engin eða þá í algjöru lágmarki. Íslend- ingar nota hvað minnst af sýkla- lyfjum í landbúnaði af löndum heimsins og hefur okkur tekist að draga enn frekar úr notkun þeirra á síðustu árum. Notkun sýklalyfja, eða annarra lyfja s.s. hormóna, í vaxtarhvetjandi tilgangi er hér ólögleg og því ekki til staðar í ís- lenskri nautgriparækt. Á síðustu árum hefur orðið mik- ill uppgangur í gæðum og fag- mennsku í innlendri nautakjöts- framleiðslu. Fleiri bændur sérhæfa sig í framleiðslu á nautakjöti og þróun á holdafyllingu nautgripa er komin fram úr þeim markmiðum sem bændur settu sér fyrir árið 2028. Á næstu dögum fáum við á markað fyrstu steikurnar af ís- lenskum Angus-gripum af nýju erfðaefni. Innflutningur á Angus- fósturvísum frá Noregi hefur verið eitt stærsta verkefni íslensks land- búnaðar á síðustu árum. Verkefnið, sem mun færa neytendum enn betra úrval í kjötborðið, hefur ver- ið unnið af gríðarlegri fagmennsku og metnaði. Ef innlend framleiðsla leggst af sjáum við ekki einungis á eftir dýrmætri aðstöðu og þekk- ingu, sem hefur skapast hér á landi, heldur töpum við sem þjóð möguleikanum til að hafa áhrif á loftslagsmál og heilnæma fram- leiðsluhætti okkar nautakjöts. Að því ógleymdu að störfin ásamt loftslagsvandanum eru með því flutt til annarra landa. Er nóg til frammi í búð? Við stöndum frammi fyrir þeirri undarlegu stöðu sem flestir höfðu ekki reiknað með; að ákveðin mat- væli geti skort. Erlendis hefur verð á nautakjöti rokið upp síðustu misseri og í einhverjum tilfellum er orðið erfiðara að fá nautakjöt. Verður þá nóg til frammi? Frá árinu 2018 hefur afurðaverð til íslenskra nautgripabænda lækk- að um tæp 10% en verð á nauta- kjöti út í búð hefur hækkað um 15% og vísitala neysluverðs hækk- að um 18%. Rekstarafgangur hjá nautakjötsframleiðendum minnkaði um helming á milli 2018 og 2019 og reiknuð laun á hvert framleitt kíló af nautakjöti lækkuðu um fjórðung á árunum 2017-2019. Bændur hafa því ekki notið verðhækkana síðustu ára, heldur tekið hækkandi að- fangaverð allt á innri rekstur. Sveigjanleikinn, sem nautakjöts- bændur hafa til að taka á sig stór- fenglegar aðfangahækkanir, er því lítill sem enginn og framleiðendur sjá sér ekki fært að halda áfram með sama hætti. Einhverjir eru því farnir að draga úr framleiðslu eða jafnvel hugsa sér að hætta. Ef fer fram sem horfir, er ljóst að val neytenda fer minnkandi í kjötborðinu, helgarsteikin er í upp- námi og við hljótum að spyrja okk- ur ekki aðeins hvernig, heldur hvaðan munum við fá nauta- steikina? Eftir Herdísi Mögnu Gunn- arsdóttur »Ef innlend fram- leiðsla leggst af, fækkar einfaldlega val- kostum neytenda þegar kemur að nautakjöti. Þróun afurðaverðs nautakjöts 2018 2019 2020 2021 2022 Vísitala - Matur Vísitala - Naut Afurðverð - Matur 120 115 110 105 100 95 90 85 Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands. herdis@bondi.is Helgarsteikin í uppnámi Herdís Magna Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.