Morgunblaðið - 28.05.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022
PORTÚGAL
7 DAGA FERÐ, FLUG, GISTING OG FARARSTJÓRN
07. - 14. JÚNÍ
CLUBE ALBUFEIRA 3*
SUPERIOR ÍBÚÐ
VERÐ FRÁ89.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
07. - 14. JÚNÍ
GRAND MUTHU FORTE 4*
ÍBÚÐ MEÐ 1 SVEFNHERBERGI
VERÐ FRÁ92.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS
V
IN
S
Æ
LT
BEINT F
LUG
BÁÐAR
LEIÐIR
59.90
0 KR.
TILBOÐTAKMARKAÐFRAMBOÐ
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ungir kappar léku sér í strandblaki í blíðviðrinu í Nauthólsvík. Er þeir
urðu ljósmyndara varir kölluðu þeir á eftir honum og báðu um að fram
kæmi með myndinni að þarna væru á ferð nokkrir kynþokkafullir menn að
njóta lífsins og hafa gaman. Líklega er engu ofaukið í þeim efnum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hraustir menn léku sér í strandblaki í Nauthólsvík
Samkomulag
hefur náðst um
að Arnarlax
kaupi stærstu
seiðaeldisstöð
landsins, Ísþór í
Þorlákshöfn, að
fullu. Stöðin var
áður í helmings-
eigu Arnarlax á
móti jafnstórum
hlut Fiskeldis Austfjarða, nú Ice
Fish Farm. Ísþór verður nú dótt-
urfélag Arnarlax.
Ísþór hefur leyfi fyrir 1.600
tonna lífmassa og hefur Arnarlax
haft aðgang að helmingi hans en
þegar kaupin ganga í gegn fær fé-
lagið aðgang að allri framleiðslu
stöðvarinnar, að sögn Björns
Hembre forstjóra.
Áður hefur Arnarlax keypt
nokkrar minni eldisstöðvar á Suð-
urlandi og breytt þeim í seiðastöðv-
ar. Í tilkynningu frá félaginu segir
að með þessu sé Arnarlax að taka
annað skref í þeirri stefnu sinni að
framleiða stærri seiði til að stytta
tímann sem laxinn er alinn í sjó og
draga með því úr áhættu á áföllum.
Viðskiptin eru gerð með fyrirvara
um samþykki Samkeppniseftirlits-
ins.
helgi@mbl.is
Arnarlax kaupir
seiðaeldisstöðina
Ísþór að fullu
Björn Hembre
Framkvæmd frávísana á landinu
hefur verið háð miklum takmörkun-
um vegna sóttvarnareglna á landa-
mærum móttökuríkja undanfarin
tvö ár.
Grikkland hefur nýlega afnumið
slíkar reglur en önnur lönd, þar á
meðal Ítalía, eru enn með takmark-
anir í gildi og stendur því ekki til að
hefja undirbúning fylgda til Ítalíu að
svo stöddu.
Þá stendur ekki heldur til að
fylgja fólki sem hér dvelur til Ung-
verjalands, nema í samráði við
stjórnvöld þar í landi en Ungverja-
land hefur opinberlega lýst yfir
neyðarástandi í málefnum flótta-
manna samkvæmt upplýsingum frá
stoðdeild ríkislögreglustjóra.
Að því virtu er lögregla aðeins að
vinna að því að hafa upp á þeim ein-
staklingum sem eiga að fara til
Grikklands.
Listi stoðdeildar með verkbeiðn-
um frá Útlendingastofnun hefur tek-
ið þó nokkrum breytingum að und-
anförnu þar sem töluverður fjöldi
fólks hefur fengið mál sitt endurupp-
tekið hjá Útlendingastofnun vegna
langrar veru í landinu.
Hundrað og tveir á leið úr landi
Heildarfjöldi á verkbeiðnalista
miðað við núverandi stöðu er 197
manns.
Þar af hefur 102 einstaklingum
verið synjað um vernd við efnislega
meðferð umsóknar og bíða þess að
vera fylgt til heimalands. Alls bíða 29
endursendingar til annars Evrópu-
ríkis á grundvelli Dyflinnarreglu-
gerðarinnar og 51 bíður endursend-
ingar til annars Evrópuríkis á
grundvelli þess að njóta þar þegar
alþjóðlegrar verndar. Þá hefur 15
einstaklingum á listanum verið gert
að yfirgefa landið eftir að hafa fund-
ist hér í ólögmætri dvöl.
Alls 197 manns á
verkbeiðnalista
- Grikkland afnumið sóttvarnareglur
COV
ID-19
Frávísanir hælisleitenda
Sundurgreint eftir móttökulandi, aldri og ríkisfangi
Önnur
Marokkó
Makedónía
Albanía
Gínea
Pakistan
Ungverjaland
Írak Ítalía
Nígería
Grikkland
197
MANNS
0
100
200
300
400
500
600
’22’21’20’19’18’17
534
44
30
23
13
12
8
7
7
5
5
43
304 319
137
194 197
Frávísanir undanfarinna ára
Ríkisfang
Móttökuland
Aldur
160
YFIR 18 ÁRA
37
UNDIR 18 ÁRA
Nígería 48
Írak 34
Palestína 15
Pakistan 10
Afganistan 8
Annað (29 lönd) 82
Á þessu stigi málsins verða engar
fjölskyldur sendar til Grikklands, að
sögn Jóns Gunnarssonar dómsmála-
ráðherra. Þá bætir hann við að slíkt
hafi aldrei staðið til.
Ísland er að hans sögn með sér-
staklega rúma löggjöf í tilviki fjöl-
skyldufólks á flótta. Samkvæmt
henni fái fjölskyldur mál sín endur-
upptekin eftir að hafa verið hér í tíu
mánuði.
Þá bendir hann á að tvær fjölskyld-
ur, í hópi þeirra sem hafa hlotið boð
um brottvísun,
verði búnar að
vera á Íslandi í tíu
mánuði í júní og
því sé augljóst að
þær muni fá mál
sín endurskoðuð.
Fjöldi þeirra
sem til stendur að
vísa úr landi er
rétt undir tvö
hundruð manns. „Þessar tölur eru í
sjálfu sér alltaf að breytast, það hefur
eitthvað grisjast úr þessu á ýmsum
forsendum en hámarkið var um 260
manns.“
Útlendingamálin voru rædd á rík-
isstjórnarfundi í gær en Jón segir
engar breytingar hafa orðið á stefn-
unni í þeim efnum.
Jón er ósammála því að íslensk
stjórnvöld séu með sérstaklega harða
stefnu í útlendingamálum. „Við erum
sennilega með einhverja mildustu
stefnu meðal allra þeirra þjóða sem
við berum okkur saman við.“
Ísland með rúma löggjöf
- Engar fjölskyldur til Grikklands - Rætt í ríkisstjórn í gær
Jón Gunnarsson