Morgunblaðið - 28.05.2022, Síða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022
AÐAL FUNDUR
Aðalfundur landsamtakanna Spítalinn okkar verður
haldinn þriðjudaginn 31. maí 2022 kl. 16.00
á Hótel Nordica.
DAGSKRÁ
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga
7. Önnur mál.
Að loknum aðalfundarstörfum verður stutt málþing.
Fyrirlesarar eru:
Staðan á Hringbrautarverkefninu og sýnir myndband
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH ohf.
Verkefni framundan hjá Landspítala. Lilja Stefánsdóttir,
deildastjóri Hringbrautarverkefnisins hjá Landspítala
Nýtt húsnæði geðþjónustu Landspítala - tækifæri
og þjónusta við sjúklinga. Nanna Briem,
forstöðumaður geðþjónustu Landspítala
Stjórn Spítalans okkar
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sviðsstjóri frá Minjastofnun fer til
Húsavíkur í næstu viku vegna
áframhaldandi viðgerða á Húsavík-
urkirkju og fyrirhugaðra viðgerða á
safnaðarheimilinu í Bjarnahúsi.
Hann mun í leiðinni kynna sér við-
gerðir á þriðja gamla húsinu á staðn-
um, Bjarnabúð, sem gagnrýndar
hafa verið.
Gafl, félag um þingeyskan bygg-
ingararf, hefur gagnrýnt vinnubrögð
við endurbætur á Bjarnabúð sem
stendur við Garðarsbraut 12. Bent
er á að verið sé að skipta út timb-
urgluggum fyrir glugga úr áli og
plasti.
Athugasemdir gerðar
Pétur H. Ármannsson, arkitekt og
sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir
að farið hafi verið í framkvæmdir við
Bjarnabúð án samráðs við stofn-
unina og hafi verið gerðar athuga-
semdir við ákveðin atriði í samtali
við eigandann. Segist Pétur ætla að
skoða þessi mál þegar hann fer til
Húsavíkur í næstu viku vegna við-
gerða á Húsavíkurkirkju og Bjarna-
húsi.
Öll eru þessi hús meira en 100 ára
gömul og njóta því friðunar, teiknuð
af Rögnvaldi Ólafssyni húsameist-
ara, og mynda eins konar miðju í
bænum á Húsavík, að mati Gafls.
Minjastofnun kynnir sér
málefni gömlu húsanna
- Gluggum Bjarnabúðar breytt án samráðs við stofnunina
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Samstæð Hið gamla Bjarnahús stendur skammt frá Húsavíkurkirkju.
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Leiðtogar þjóðarinnar, Guðni Th.
Jóhannesson forseti, Katrín Jak-
obsdóttir forsætisráðherra og Þór-
dís Kolbrún R. Gylfadóttir utanrík-
isráðherra, fengu í gær afhenta
stuttermaboli frá fulltrúum átaks-
verkefnis á vegum 66°Norður og
UN Women á Íslandi sem verða til
sölu síðar í sumar en allur ágóðinn
mun renna til UN Women í Úkra-
ínu.
„Við komum frá landi þar sem
mannréttindi eru í hávegum höfð,
kvenréttindi eru algjörlega í önd-
vegi, við erum þjóð sem er fremst í
flokki þar. Að geta svo stutt við
aðra, sem fyrirtæki frá Íslandi,
fannst okkur mjög mikilvægt, og þá
sérstaklega við konur,“ segir Bjarn-
ey Harðardóttir, einn af eigendum
66°Norður. Fyrirtækið sér m.a. um
framleiðslu bolanna og sölu þeirra.
Hratt og örugglega
Upphaflega hafði hugmyndin ver-
ið sú að fyrirtækið kæmi til hjálpar
með því að senda hlý vetrarföt til
Úkraínu. Sumarið er hins vegar að
ganga í garð og því lítil not fyrir
þau. Þótti því meira við hæfi að
framleiða stuttermaboli og afla
þannig fjármagns sem hægt væri að
senda sem fyrst. „Þetta er það sem
við gátum gert einn, tveir og þrír til
þess að koma fjármagni strax út
núna, því það er svo mikilvægt.
Þetta þurfti að gerast hratt og
örugglega,“ segir Bjarney.
Fyrsta upplag framleiðslunnar
telur um fimm hundruð boli en gert
er ráð fyrir að það muni skila um
fimm milljónum í söfnunina. Bol-
irnir eru væntanlegir eftir nokkrar
vikur en hægt verður að kaupa þá í
vefverslun fyrirtækisins.
Bjarney segir mikilvægan hluta
af ferlinu hafa verið að fá úkraínsku
listakonuna Irynu Kamienievu til
liðs við átakið en hún hannaði bolinn
ásamt Þórdísi Claessen. Þær sóttu
innblástur í úkraínska þjóðbúning-
inn við hönnunina en framan á boln-
um má sjá Vyshyvanka-mynstur
sem á að veita vernd. Á bakhlið
bolsins er svo hluti úr ljóði eftir
úkraínsku skáldkonuna Lesiu Ukra-
inku.
„Það er svo mikið hjarta í þessu,
þetta er svo fallegt. Þetta er menn-
ingararfleifð þeirra og mér finnst
hún ótrúlega viðeigandi,“ segir
Bjarney um hönnunina og hrósar
listakonunum tveimur í hástert.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Veðurblíða Fulltrúar frá 66°Norður og UN Women afhentu Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands stuttermabol.
Innblástur sóttur í úkra-
ínska þjóðbúninginn
- Gera ráð fyrir að safna fimm milljónum fyrir Úkraínu
Ljósmynd/UN Women á Íslandi
Átaksverkefni Forsætisráðherra og utanríkisráðherra fengu stutt-
ermabolina afhenta í Ráðherrabústaðnum í gærmorgun.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Kröfugerð VR, stærsta stéttarfélags
landsins, fyrir komandi kjaraviðræð-
ur er tilbúin að sögn Ragnars Þórs
Ingólfssonar, for-
manns félagsins.
„Það er snúin
staða að mörgu
leyti en að sama
skapi þá er líka
alveg ljóst að það
er svigrúm miðað
við afkomutölur
fyrirtækja. Þó að
staðan sé snúin,
verðbólgan há og
miklir óvissu-
þættir þá held ég að það felist í þessu
mörg tækifæri til þess að gera góðan
þriggja ára kjarasamning,“ segir
hann.
Mikil vinna hefur verið lögð í smíði
kröfugerðar VR og seinustu mánuðir
notaðir til að móta rammann í kring-
um hana. Ragnar Þór vill ekki á
þessu stigi greina frá innihaldi
krafnanna fyrr en þær hafa verið
lagðar fram og kynntar fyrir við-
semjendunum en að sögn hans hefur
kröfugerðin verið kynnt og sam-
þykkt í trúnaðarráði VR og í samn-
inganefnd VR, sem er jafnframt
stjórn VR.
Væntanlega kynnt SA í júní
Um þessar mundir eru verslunar-
menn í félögum og deildum um allt
land að bera saman bækur sínar á
vettvangi Landssambands íslenskra
verslunarmanna þar sem kröfugerð
VR hefur verið lögð fram og segist
Ragnar Þór telja að góður sam-
hljómur sé með félögum og deildum
verslunarmanna um allt land. Því
ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu
að landssambandið fari sameinað og
sameiginlega í kjaraviðræðurnar. Á
hann því næst von á að Samtökum
atvinnulífsins verði kynnt kröfugerð-
in formlega fyrir sumarleyfin í júní.
Spurður hvort áhugi sé á víðtæku
samkomulagi líkt og lagt var upp
með í lífskjarasamningunum segir
Ragnar Þór: „Ég held að það sé al-
veg stemmning hjá öllum, bæði
stjórnvöldum, Samtökum atvinnu-
lífsins og verkalýðshreyfingunni að
það verði gert þríhliða samkomulag
til lausnar þessum kjarasamningum.
Ég held að það hljóti líka að blasa við
út af ástandinu.“
Verja og auka kaupmátt
Hann segir verslunarmenn sjá
mikil tækifæri í að bæði styðja við og
verja og um leið að auka kaupmátt
launafólks í næstu samningum.
„Augljóslega gerist það ekki allt í
gegnum launaliðinn. Það þarf miklu
meira að koma til,“ segir hann og er
þeirrar skoðunar að bæði SA og
stjórnvöld geri sér grein fyrir því að
leysa þurfi nokkur stór mál, ekki síst
stöðuna í húsnæðismálum, sem er
stærsti kostnaðarliður launafólks og
vaxtastigið, sem sé gríðarlegt hags-
munamál bæði fyrir launafólk og
fyrirtækin. Stórbæta þurfi stöðu
leigjenda sem verði fyrir mikilli
kaupmáttarrýrnun vegna húsaleigu
og auknum kostnaði fólks við búsetu
svo dæmi séu nefnd.
Verðtrygging stendur enn út af
Verðtryggingin verður áreiðan-
lega ofarlega á baugi í viðræðunum
og minnir Ragnar Þór á að verð-
tryggingin sé mál sem enn stendur
útaf í gildandi samningum, sem leiða
þurfi til lykta. ,,Þessu verður ekki
lokað öðruvísi en með afgreiðslu
þessara stóru mála,“ segir hann.
Stemning hjá öll-
um fyrir þríhliða
samkomulagi
- Tækifæri til að gera góðan þriggja
ára kjarasamning segir formaður VR
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Undirritun 2019 Lífskjarasamning-
urinn rennur út 1. nóvember.
Ragnar Þór
Ingólfsson