Morgunblaðið - 28.05.2022, Síða 6

Morgunblaðið - 28.05.2022, Síða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður í dag sett á ný á stall á fæðingarstað hennar, Laugarbrekku á Snæ- fellsnesi. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ á von á því að sú athygli sem styttan hefur fengið undanfarnar vikur muni leiða til þess að enn fleiri ferðamenn leggi leið sína að styttunni en áður hefur verið. Styttu Ásmundar Sveinssonar, Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, var stolið frá Laugarbrekku í byrjun apríl og dúkkaði síðan upp sem hluti af listaverki í Reykjavík. Lögreglan tók styttuna í sína vörslu. Eftir nokkurt þóf var hún afhent fulltrúa áhuga- mannahópsins, sem stóð fyrir því að afsteypu af verki Ásmundar var kom- ið fyrir á fæðingarstað Guðríðar á Laugarbrekku árið 2000. Ör eftir þjófana sjást Síðustu daga hefur verið unnið að því að sjóða sam- an undirstöður styttunnar og verður hún sett á sinn stað í dag, við athöfn sem hefst klukkan fjögur. Kristinn Jón- asson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir að sárið í und- irstöðunum muni alltaf sjást, eins og ör í andliti fólks sem verður fyrir áverkum, og verði til minningar um það sem gerðist í apríl. Komið hefur fram að Guðríðar- og Laugarbrekku- hópurinn muni gera kröfu um að þeim verði bætt það tjón sem þau hafa orðið fyrir vegna þjófnaðarins. Við athöfnina verður saga Guðríðar Þorbjarnar- dóttur sögð og rifjuð upp ferð Snæfellinga í Vatíkanið, með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta, þar sem Benedikt XVI páfa var færð sams konar afsteypa af styttunni að gjöf. Geta nú sagt tvær sögur Kristinn segir að leiðsögumenn ferðahópa og al- mennir ferðamenn hafi verið að spyrja hvenær styttan færi á sinn stað. Á hann von á því að fleiri muni gera sér ferð að styttunni á Laugarbrekku en áður. Bendir Krist- inn á að leiðsögumenn geti nú sagt ferðamönnum tvær sögur, annars vegar sögu Guðríðar og hins vegar af þjófnaði styttunnar. Ferðamenn eru sagðir forvitnir um styttuna - Guðríður Þorbjarnardóttir heim að Laugarbrekku í dag Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Minnismerki Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur með soninn Snorra Þorfinnsson var afhjúpuð á Laug- arbrekku árið 2000. Forsetinn ávarpaði samkomuna. Kristinn Jónasson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Grunur er um að ISA-veiran sem getur valdið blóðþorra í laxi kunni að vera komin upp í kvíabóli í Beru- firði. Grunurinn vaknaði við skoðun á einu sýni af mörgum og er verið að senda það til raðgreiningar er- lendis. Dýralæknir fisksjúkdóma hjá MAST segir ekki hægt að full- yrða neitt um málið fyrr en niður- stöður raðgreiningar berast. Veiran hefur greinst í öllum kvía- bólum Ice Fish Farm í Reyðarfirði í vetur, Gripalda, Sigmundarhúsum og síðast við Vattarnes. Slátrun var flýtt úr öllum kvíum, í öryggis- skyni, og nú er unnið að slátrun við Vattarnes. Eftir sameiningu Laxa fiskeldis og Fiskeldis Austfjarða í Ice Fish Farm er hið sameinaða fyrirtæki með eldi á tveimur kvíabólum í Berufirði og tveimur í Fáskrúðs- firði. Vegna veirunnar í Reyðarfirði hafa sýni verið tekin reglulega á öll- um kvíabólunum. Sýni tekin úr öllum kvíum Eitt sýni sem tekið var í Hamra- borg í Berufirði var talið grunsam- legt og er verið að senda það til rað- greiningar erlendis til að fá það á hreint hvort þar sé um að ræða veiruna sem getur valdið blóðþorra, eða ekki. Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma hjá MAST, segir að þessi grunur hafi vaknað við reglu- bundna sýnatöku og sé bundinn við þetta eina sýni. Reiknar hann með að niðurstöður úr raðgreiningu ber- ist fyrrihluta næstu viku. Í gær var unnið að því að taka fleiri sýni úr öllum kvíum á Hamraborg. Í tilkynningu Ice Fish Farm kemur fram að áætlað er að um 890 þúsund laxar séu á þessu kvíabóli, að meðaltali 2.137 kg að þyngd. Tekið er fram að erfitt sé að meta afleiðingar hugsanlegs sjúkdóms en dregið geti úr framleiðslu á þessu ári og því næsta. Spurður hvort vitað sé hvernig veiran barst í laxakvíarnar í Reyð- arfirði segir Gísli Jónsson að allt bendi til þess að stökkbreytt mein- virkt afbrigði af meinlausri laxa- flensu sem er í laxfiskum í nátt- úrunni hafi orðið til á Gripalda. Það hafi síðan borist á milli stöðvanna þar. Ekki sé vitað hvernig veiran hafi borist á milli en nærtækast sé að álykta að það hafi gerst með búnaði sem notaður hafi verið á kvíabólunum, jafnvel áður en ljóst var hvað um var að ræða á fyrsta staðnum. Tekur hann fram að starfsmenn fyrirtækisins hafi verið mjög vel á verði við sóttvarnir, sér- staklega eftir að veiran greindist á Gripalda. Gísli tekur fram að fleiri mögu- leikar séu á smiti á milli stöðva. Nefnir að ekki sé langt á milli Grip- alda og Sigmundarhúsa og hugsan- legt að veiruna hafi rekið þar á milli en það sé ekki mögulegt í tilviki Vattarness. Þá sé þekkt frá öðrum löndum að lax geti smitað síld og loðnu þótt einkenni komi þar ekki fram og þessar tegundir geti borið veiruna í lax. Grunur um veirusýkingu í Berufirði - Veiran sem varð til þess að laxi er slátrað upp úr öllum kvíabólum í Reyðarfirði gæti hafa borist í Berufjörð - Grunur beinist að einu seiði af mörgum sem hafa verið skoðuð - Málið er í rannsókn Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Seiðaflutningar Brunnbátur Ice Fish Farm tekur seiði á Kópaskeri til flutnings á nýtt kvíaból í Fáskrúðsfirði. Lík flensuveiru » ISA-veiran sem getur valdið blóðþorra í laxi býr yfir flestum eiginleikum inflúensuveiru og á frekar auðvelt með að stökk- breytast úr góðkynja veiru yfir í illkynja sjúkdómsvald. Veiran sýkir einungis laxa og er því hættulaus mönnum. » Það hefur slæmar efnahags- legar afleiðingar í laxeldi þegar veiran greinist því þess er kraf- ist að öllu sé slátrað og kvía- bólið hvílt. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borverktaki hóf nýlega að gera jarð- grunnsrannsóknir meðfram Sæ- braut, vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda við steyptan vegstokk á Reykjanesbraut/Sæbraut. Borverk- takinn var ráðinn til verksins af Vegagerðinni. Vegagerðin auglýsti í mars sl. eft- ir tilboðum í mat á umhverfisáhrif- um og forhönnun Reykjanesbrautar milli Vesturlandsvegar og Holtaveg- ar í vegstokki. Um er að ræða hönnun vegstokks í núverandi vegstæði Sæbrautar (Reykjanesbrautar), um 850 metra að lengd, frá Vesturlandsvegi og fram yfir Kleppsmýrarveg. Fyrir gatnamótin við Holtaveg verður að- lögun vegar og stokks lokið að nú- verandi vegi. Aðlaga þarf rampa á mislægum gatnamótum Sæbrautar og Miklubrautar þegar Sæbrautin er lækkuð. Stokkurinn færi undir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs og yrðu ný gatnamót þar ofan á norðurhluta stokks með römpum að og frá Sæbraut til norð- urs og suðurs. Fjögur tilboð bárust, frá Eflu hf., Hniti verkfræðistofu hf., Mannviti og Verkís hf. Lægsta tilboðið sem barst átti Verkís, tæpar 99 milljónir króna. Áætlaður verktakakostnaður var 100 milljónir. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi og samgöngusáttmála er einnig gert ráð fyrir steyptum stokki í Miklu- braut, frá Snorrabraut og austur fyrir Kringlu. Morgunblaðið/sisi Vegstokkur undirbúinn Borverktaki hófst nýlega handa við að bora við Sæbraut. Þar og víðar verður safnað jarðvegssýnum til undirbúnings. Byrjað að bora við Sæbrautina - Jarðgrunnsrannsóknir vegna fyrir- hugaðra framkvæmda við vegstokk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.