Morgunblaðið - 28.05.2022, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.05.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022 KOSTIR RAFHLÖÐUVERKFÆRA Minni hávaði, minni mengun. Minna viðhald, engin smurning. Aukinn færanleiki, rafhlöður duga í fjölda verkfæra SLÁTTUVÉLAR Mikið úrval af rafhlöðu sláttuvélum frá MAKITA: litlar, stórar og allt þar á milli. SLÁTTUORF Frábær rafhlöðu sláttuorf. Frá einföldum heimilisorfum yfir í sterk atvinnuorf. KEÐJUSAGIR 25 til 45 cm rafhlöðu keðjusagir fyrirkröfuharða, bæði hefðbundnar og á stöng! HEKKKLIPPUR Rafhlöðu hekkklippur frá 45cm til 65cm - Klippir hekk allt að 23,5mm TILBOÐ DLM460Z Sláttuvél og DUR189Z sláttuorf án rafhlaða 128.000,- VERÐ FRÁ 5 VERÐ FRÁ 25. VERÐ FRÁ 58.000,- VERÐ FRÁ 28 000 -. ,000,-7.000,- ÖLL ÞJÓNUSTA, VIÐGERÐIR OG VARAHLUTIR Í BOÐI HJÁ OKKUR. Reykjavík: Krókháls 16 Sími 568 1500 Akureyri: Baldursnes 8 Sími 568 1555 www.thor.is TILBÚIN í ORKUSKIPTIN? Skannaðu til að sjá vöruúrvalið Kærur, sem bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál, voru nokkru færri á síðasta ári en á árinu á undan eða 213 í fyrra samanborið við 228 á árinu 2020. Kærur til úrskurðarnefndarinn- ar á árinu 2021 voru þó mun fleiri en á næstu árum þar á undan. Þær voru t.a.m. 165 á öllu árinu 2018 og 72 á árinu 2017. Kærurnar eru ýmist vegna þess að beiðnum um aðgang að gögnum hjá hinu opinbera hefur verið synjað eða vegna tafa á afgreiðslu þeirra. „Langflest kærumál voru frá ein- staklingum, eða 151 mál. Félagasam- tök voru kærendur í átta tilfellum og 16 kærur bárust frá fyrirtækjum eða öðrum lögaðilum. Kærur frá fjölmiðl- um voru 38 á árinu, en 43 árið áður,“ segir í nýbirtri skýrslu forsætisráð- herra til Alþingis um framkvæmd upplýsingalaga. Nefndin hefur það hlutverk að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings og fjölmiðla að upplýsing- um hjá stjórnvöldum. Í fyrra voru stofnuð 235 mál í málaskrá nefndar- innar. Lyktir kærumála hjá úrskurð- arnefndinni í fyrra urðu þær, að kveð- inn var upp úrskurður í 82 málum, 119 kærumál voru felld niður en tólf mál- um var ekki lokið þegar skýrslan var gerð. Í flestum tilvikum voru mál felld niður vegna þess að beiðni kæranda hafði verið afgreidd áður en kom til úrskurðar eða kæran var dregin til baka af öðrum ástæðum. Nefndin kvað upp 91 úrskurð í fyrra. Þar af varð það niðurstaða nefndarinnar í 22 úrskurðum að veita skyldi aðgang, í heild eða að hluta, að þeim gögnum sem kæranda hafði verið synjað um aðgang að. Kærum fækk- aði milli ára - Veitti aðgang að gögnum í 22 úr- skurðum af 91 sem kveðinn var upp Kærur eru mislengi til með- ferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar til niður- staða liggur fyrir. Málsmeðferð- artíminn hefur þó styst á sein- ustu árum og var að meðaltali 131 dagur frá kæru til úrskurðar í fyrra. Á árinu á undan voru mál til meðferðar að jafnaði í 142 daga. Í fyrra liðu að meðaltali 76 dagar frá því að síðasta gagn lá fyrir í máli þar til úrskurður var kveðinn upp. 131 dagur MÁL TAKA SKEMMRI TÍMA Stjórnarráðið Dagar sem liðu frá kærum til úrskurða voru 11 til 360. Ekki eru allir á þeirri skoðun að hækkun húsnæðisbóta til leigjenda í nýsamþykktum lögum um mótvægis- aðgerðir vegna verðbólgu gangi nægi- lega langt eða bæti stöðu leigjenda að einhverju ráði. Í umsögn Samtaka leigjenda á Ís- landi við frumvarpið segir að þessar aðgerðir bæti aðeins allra tekjulægstu leigjendunum skaðann af aukinni verðbólgu og þá aðeins hluta hans. „Stóran hluta skaðans verður þessi hópur að bera sjálfur, fólk og fjöl- skyldur sem fyrir aukna verðbólgu gat engan veginn náð endum saman,“ segir í umsögninni og ennfremur að öðrum leigjendum verði bættur skað- inn að mjög litlu eða engu leyti. Í stjórnarfrumvarpinu sem nú hef- ur verið lögfest er kveðið á um að grunnfjárhæðir húsnæðisbóta hækki um 10% frá 1. júní og frítekjumörk húsnæðisbóta hækka afturvirkt frá áramótum um 3%. Talið er að stærð leigumarkaðarins hér á landi sé um 32.500 íbúðir og að tæplega helmingur þeirra eða um 16.000 séu í húsnæð- isbótakerfinu. Þá séu líklega a.m.k. 70% þeirra sem fái húsnæðisbætur með vísitölutengda leigusamninga. BSRB bendir á í umsögn að það séu eingöngu leigjendur undir ákveðnum tekjumörkum sem eiga rétt á hús- næðisbótum og bætur hafi ekki hækk- að síðan árið 2018. 10% hækkun grunnbótanna þýði að frá og með 1. júní verði grunnbæturnar 35.706 kr. í stað 32.460 á mánuði. Hins vegar hafi vísitala leiguverðs hækkað um 20 pró- sent frá ársbyrjun 2018 og vísitala neysluverðs sömuleiðis. Því hefði að mati BSRB þurft að hækka grunn- bæturnar mun meira til að mæta bet- ur leigjendum eða í tæplega 39.000 krónur. Samtök leigjenda halda því fram að þrátt fyrir hækkun á frítekjumarki með þessum breytingum byrji hús- næðisbætur að skerðast við tekjur sem ekki duga fyrir framfærslu og húsaleigu. „Bætur einstaklings byrja að skerðast ef hann er með hærri tekjur en tæplega 408 þúsund krónur á mánuði. Sá sem er með rúmlega 691 þús. kr. á mánuði fær engar bætur. Bætur pars með eitt barn byrja að skerðast við 632 þús. kr. Það merkir að ef báðir hinna fullorðnu eru á lág- markslaunum, 378.500 kr. á mánuði, þá eru húsnæðisbætur fjölskyldurnar skertar um 13.788 kr. Ef parið er með meira en 1.070 þús. kr. á mánuði, 535 þús. kr. á mann, fær fjölskyldan eng- ar bætur.“ Segja leigjendur bera stærstan hluta skaðans - Skiptar skoðanir á nýsamþykktri hækkun húsnæðisbóta Hækkunin » Áætlað er að kostnaður við hækkun húsnæðisbóta og frí- tekjumarks sé um 600 millj- ónir á yfirstandandi ári og um einn milljarður yfir heilt ár. » Grunnfjárhæð óskertra hús- næðisbóta þar sem tveir eru á heimili hækkar úr 515.172 kr. í 566.689 kr. á öllu árinu. Morgunblaðið/Ómar Leigumarkaður Talið er að um 32.500 íbúðir séu í útleigu og að um 70% leigjenda sem fá húsnæðisbætur séu með vísitölutengda leigusamninga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.