Morgunblaðið - 28.05.2022, Síða 11

Morgunblaðið - 28.05.2022, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022 HERBAEBY L’OCCITANE EAUDEPERFUME Umvefðu þig blómum Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is 20%afsláttur af völdum vörum frá B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 LAXDAL er í leiðinni laxdal.is Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjar- stjórn Akraneskaupstaðar næstu fjögur árin. Málefnasamningur meirihlutans hefur verið samþykktur en í inn- gangi hans segir að leitast verði við að eiga gott samstarf við alla flokka í bæjarstjórn og að stjórnsýslan snú- ist um að veita íbúunum góða þjón- ustu með hagsmuni þeirra að leið- arljósi. Lögð verður áhersla á gott samstarf við íbúa og áframhaldandi uppbyggingu og þróun á virku íbúa- lýðræði. Áfram verður unnið að því að styrkja fjárhagsstöðu bæjarsjóðs, eins og segir í tilkynningu. Líf Lárusdóttir verður formaður bæjarráðs, Valgarður Lyngdal Jóns- son forseti bæjarstjórnar og Sævar Freyr Þráinsson verður áfram bæj- arstjóri. Samfylkingin mun fara með for- mennsku í velferðar- og mannrétt- indaráði og mennta- og menningar- ráði og Sjálfstæðisflokkurinn verður með formennsku í skipulags- og um- hverfisráði. Meirihlutinn er m.a. með nokkur áhersluatriði í atvinnumálum og ný- sköpun, t.d. að laða til Akraness fyrirtæki í Flóahverfið og byggja upp græna iðngarða. Áform eru um að stækka og bæta höfnina, styðja við starf Þróunarfélags á Grundar- tanga, tryggja lóðaframboð í bænum og stuðla að samráðsvettvangi milli fyrirtækja og bæjaryfirvalda, með það að markmiði að auka samskipti og samstarf, svo atvinnurekendur í bænum hafi stuðning hver af öðrum. Þá ætlar meirihlutinn að halda á lofti mikilvægi þess að lagning Sunda- brautar hefjist sem fyrst. Sævar áfram bæjar- stjóri á Akranesi - Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar Akranes Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, ásamt Sævari Frey Þráinssyni, fyrir miðri mynd, sem verður áfram bæjarstjóri. „Mín tilfinning síðastliðið sumar var sú að fáfarnir og erfiðir slóðar á fjöll- um væru minna eknir en áður en greiðfærar leiðir þar virðast fjöl- farnari,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirs- son leiðsögumaður og rithöfundur. Út er komin hjá Forlaginu 4. útgáf- an af Hálendishandbókinni hvar segir frá fjallvegum og slóðum landsins. Má þarna tiltaka Sprengi- sand, Kjöl, Fjallabaksleiðir nyrðri og syðri, veginn inn í Laka, slóða umhverfis Skjaldbreið og leiðir á Langanesi. Einnig segir frá nokkr- um slóðum utan hálendis svo sem Arnarvatnsheiði í Húnaþingi og á Vestfjörðum Kjaransbraut og Kolla- fjarðarheiði. Óku um og athuguðu aðstæður Árið 2001 var Hálendishandbókin fyrsta ritið sem með skipulegum hætti sagði frá leiðum og áfanga- stöðum, náttúru og þjóðsögum á há- lendi Íslands. Vegna endurútgáfu nú óku Páll Ásgeir og Rósa Sigrún Jónsdóttir eiginkona hans víða um hálendi Íslands síðasta sumar til að athuga aðstæður, skoða gamlar og nýjar leiðir og taka nýjar myndir. Bókin nú er í nýrri hönnun og sama má segja um kort hennar og myndir. Vegir í óbyggðum hafa að mestu haldist óbreyttir á þeim tuttugu ár- um síðan Hálendishandbókin kom fyrst út. Margt hefur þó þróast með jákvæðum hætti „Sumir vegir eru betri en þeir voru, nokkrum slóðum hefur verið lokað og aðgengi er breytt á sumum stöðum. Vöð hafa verið færð til, skál- ar stækkað og brýr verið byggðar. Hálendið er því í raun aðgengilegra en það var fyrir 20 árum en töfrar þess eru enn til staðar. Þá hefur úti- vist og náttúruskoðun komið sterkt inn. Margir velja slíkt fremur en aka langar leiðir í fyrsta gír og lágu drifi á afskekktum slóðum og er í sam- ræmi við breytta hugsun fólks,“ seg- ir Páll Ásgeir. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjallamaður Töfrar hálendis eru enn til staðar, segir Páll Ásgeir. Greiðfærar leiðir eru fjölfarnari nú - Hálendishandbókin gefin út í 4. sinn Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.