Morgunblaðið - 28.05.2022, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
2 fyrir1 af margskiptum glerjum
TILBOÐ
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
H
andleiðsla er fyrst og
fremst forvörn gegn
streitu og kulnun í
starfi. Þetta er leið til
að styðja við fólk á vinnumarkaði í
nútímanum þar sem viðfangsefni
geta verið mjög flókin,“ segir
Sveindís Anna Jóhannsdóttir, fé-
lagsráðgjafi og handleiðari, en
Handleiðslufélag Íslands heldur
upp á síðbúið tvítugsafmæli í júní
með ráðstefnu fyrir fagfólk um
handleiðslu.
„Munurinn á handleiðslu og
meðferð hjá sálfræðingi eða öðrum
fagaðila er aðallega sá að í meðferð
er verið að takast á við einkalífið,
en í handleiðslu er megináhersla á
hvernig fólki líður í vinnunni. Við
þurfum að ná betri tökum á þeirri
heilsuvá sem streita og kulnun í
starfi er, þetta ógnar hinum vest-
ræna heimi og er orðið mikið
vandamál í heilbrigðiskerfinu. Fólk
dettur út af vinnumarkaði af því að
aðstæður þar eru orðnar þannig að
fólk verður veikt, það brennur upp
og fær kulnunareinkenni, missir yf-
irsýn, finnur fyrir heilaþoku, minn-
istapi, síþreytu og miklu orku-
leysi,“ segir Sveindís og bætir við
að einkennin séu mjög áþekk hjá
þeim sem finna fyrir miklum eft-
irköstum vegna covid-veikinda og
erfitt getur verið að greina á milli.
Ábyrgðin er vinnuveitenda
Handleiðsla er stuðningur í
starfi til að koma í veg fyrir að fólk
lendi á þeim stað þar sem því líður
eins og það sé hamstur á fullu í
hjóli sem aldrei stoppar.
„Okkur þykir öllum sjálfsagt
að góðar vinnuaðstæður felist með-
al annars í góðum skrifborðsstól,
hækkanlegu borði og öðru sem á að
tryggja að líkaminn endist betur í
vinnu og fólk haldi þar af leiðandi
hjólum atvinnulífsins áfram gang-
andi. Þegar við skoðum hvernig fé-
lagslegri vinnuvernd er háttað á
vinnustöðum, þá erum við ekki með
jafn skýr tæki og tól. Vinnustaðir
eru kannski með eineltisáætlanir
og hvernig bregðast eigi við þegar
kemur upp kemur vandi en oft er
ekkert gert eða brugðist seint við
þegar fólk lætur vita. Allt of margir
þeirra sem koma í endurhæfingu
eru með slíkar sögur, þar sem fólk
gefst upp og yfirgefur vinnustað
vegna skorts á félagslegri vinnu-
vernd, en lögin kveða á um að það
sé á ábyrgð vinnuveitenda að
tryggja launþegum sínum vinnu-
aðstæður sem eru viðunandi bæði
fyrir líkama og sál. Góðu tíðindin
séu með handleiðslustefnu, t.d.
Landspítalinn, en þar er sérstakt
ráðgjafar- og stuðningsteymi.
„Margir halda að þeir þurfi að
upplifa áfall í vinnunni eða vera
með alvarlegan bráðavanda til að
leita til stuðnings- og áfallateymis, í
stað þess að líta á handleiðslu sem
sjálfsagða forvörn, rétt eins og góð-
ur stóll í vinnunni til að sitja á.
Vinnustaðir ættu allir að hafa sína
handleiðslustefnu og hafa það skýrt
hvert fólk getur leitað. Handleiðsla
er góð forvörn fyrir alla sem sinna
krefjandi störfum, þá er fólk betur
undirbúið ef eitthvað kemur upp á,“
segir Sveindís og tekur fram að
streita innan eðlilegra marka sé
eðlileg.
„Streita er ekki eitthvað sem
við getum alltaf forðast, það geta
verið ákveðin streitutímabil og við
getum líka lent í streituaðstæðum,
en ef við erum heilbrigð þá tæklum
við það og komumst í gegnum það.
Handleiðslan hjálpar einmitt fólki
að átta sig á hvenær það þarf að
draga úr streitu og í hvaða ástandi
það er.“
Gæðaviðmið skipta máli
Handleiðslufélag Íslands verð-
ur með ráðstefnu fyrir fagfólk 23.
júní og góðir gestir koma frá út-
löndum og halda erindi.
„Ingibjörg Jónsdóttir, for-
stöðumaður streiturannsóknar-
stofnunar í Gautaborg, sem er kunn
fyrir sínar rannsóknir á streitu og
kulnun, ætlar að segja frá nýjustu
rannsóknum. Miriam Ulrick,
fulltrúi frá Evrópusamtökum hand-
leiðara, ætlar að fjalla um gæða-
viðmið í handleiðslu og hlutverk
fagfélaga en það er alltaf eitthvað
um að fólk auglýsi sig sem hand-
leiðara sem ekki hefur menntun til
þess. Handleiðari er ekki lögvernd-
að starfsheiti á Íslandi og því skipta
gæðaviðmið og siðfræði miklu og
enn vantar svolítið upp á að allir
sem eru að handleiða hér á landi
séu í Handleiðarafélagi Íslands,
sem er gæðastimpillinn og trygging
fyrir sérmenntun á sviði handeiðslu
ofan á löggild starfsréttindi. Gerian
Dijkhuizen frá Hollandi kemur og
verður með vinnustofu sem hún
kallar Do instead of talk, auk þess
sem mennta- og barnamálaráð-
herra, Ásmundur Einar Daðason,
ávarpar ráðstefnugesti.“
Streita og kulnun í starfi er heilsuvá
„Aðstæður á vinnumark-
aði eru þannig að fólk
verður veikt,“ segir
Sveindís Anna Jóhanns-
dóttir. „Handleiðsla er
góð forvörn fyrir alla sem
sinna krefjandi störfum,
þá er fólk betur undirbúið
ef eitthvað kemur upp á.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sveindís Anna „Fólk gefst upp og yfirgefur vinnustað vegna skorts á félagslegri vinnuvernd.“
„Lögin kveða á um að það er á ábyrgð vinnuveit-
enda að tryggja launþegum sínum vinnuaðstæður
sem eru viðunandi bæði fyrir líkama og sál.“
eru þau að nú er komið hjá Vinnu-
eftirlitinu sérstakt skema til að
hjálpa fólki að máta sig inn í, til að
finna út hvernig félagslegri vinnu-
vernd sé háttað á þeirra vinnu-
stað.“
Stöðugt álag er óheilbrigt
Sveindís segir að með hand-
leiðslu sé verið að aðstoða fólk við
að átta sig á stöðu mála, hvað það
er ánægt með og hvað ekki innan
vinnustaðar og hjálpa því að setja
heilbrigð mörk.
„Stöðugt álag og streita er afar
óheilbrigt ástand sem hefur áhrif á
andlega líðan fólks. Stundum þegar
fólk ber upp sínar vangaveltur við
yfirmann um að því líði illa út af
einhverju, þá mætir það ekki alltaf
skilningi og fær kannski svarið:
„Vertu ekki að velta þér upp úr
þessu, við brettum upp ermar og
leggumst öll á árarnar og komumst
í gegnum þennan skafl.“ En svo
kemur strax annar skafl og svo koll
af kolli dælast inn verkefni. Þá fer
fólk inn í langvarandi streitu og er
stanslaust í því ástandi sem kallað
er „fight and flight“, eða flótta- og
árásarviðbragð. Enginn getur verið
í mörg ár í slíku ástandi og því
brennur fólk upp. Ég mundi giska á
að 95 prósent þeirra sem leita til
mín á stofu í handleiðslu séu að
koma af því að þau finna fyrir
merkjum um kulnun,“ segir Svein-
dís og tekur fram að sum fyrirtæki
Dómkórinn í Reykjavík er heldur
betur kátur þessa dagana, að geta
loksins, eftir þriggja vora þögn,
fagnað nýju sumri með tónleikum.
Tónleikarnir fara fram nk. miðviku-
dag, 1. júní, í Hallgrímskirkju og
hefjast kl. 20.30. Á tónleikunum
verða flutt íslensk kórverk úr ólík-
um áttum undir stjórn Kára Þor-
mar.
Í tilkynningu kemur fram að
„verkin eigi það sammerkt að vera
samin á undanförnum áratugum,
það elsta frá 1971 en yngstu verkin
voru skrifuð fyrir Dómkórinn í
byrjun árs 2020 í aðdraganda
heimsfaraldursins, sem setti öll tón-
leikaáform til hliðar. Nú er loks
komið að því að kórinn fái að láta
þessi nýju verk hljóma opinberlega
í bland við aðeins eldri kórsmelli.
Nýju verkin eru þrjú talsins, eftir
þau Arngerði Maríu Árnadóttur,
Hafstein Þórólfsson og Hreiðar
Inga Þorsteinsson. Að auki heyrast
verk eftir Smára Ólafsson, Pétur
Þór Benediktsson, Hildigunni Rún-
arsdóttur, Stefán Arason, Sigurð
Sævarsson, Atla Heimi Sveinsson,
Martein H. Friðriksson, Önnu Þor-
valdsdóttur, Báru Grímsdóttur, Sig-
urð Flosason og Jón Ásgeirsson.
Þótt tónsmíðarnar séu allar í nýrri
kantinum sækja tónskáldin inn-
blástur frá ólíkum tímum en ljóðin
eiga uppruna sinn allt frá fornum
helgitextum og eldri sálmaskáldum
á borð við Hallgrím Pétursson, til
yngri höfunda, eins og Vilborgar
Dagbjartsdóttur og Aðalsteins Ás-
bergs Sigurðssonar. Yrkisefnin eru
þó sígild: Andinn og efnið, trúin, ef-
inn, ástin, dauðinn, lotning, lof og
fögnuður yfir undri lífsins.“
Tónleikarnir eru um klukkustund
og eru án hlés. Miðar fást á tix.is.
Glóandi sindur Dómkórs-
ins ómar loks í sumrinu
Sumri fagnað Blessuð sólin elskar allt og Dómkór fagnar henni með söng.
Ljósmynd/Hugi Ólafsson
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER NÆSTA
VERKSTÆÐI?