Morgunblaðið - 28.05.2022, Side 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022
Allar upplýsingar gefur
Ingileifur Einarsson,
lögg. fasteignasali
sími 894 1448,
ingileifur@asbyrgi.is
Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík
LEIRÁRÁSKÓGUR
HVALFJARÐARSVEIT
Til sölu er lögbýlið Leirárskógur sem er um 218 ha land sem liggur til suðurs
og vesturs frá Skarðsheiði. Landi skiptist í um 78 ha fallegt skóglendi og
hinn hlutinn er grasgefið land og móar. Engin hús eru á jörðinni. Á jörðinni
er mikill jarðhiti, 4 gamlar borholur og möguleiki á kolsýruvinnslu. Einnig er
nægt kalt vatn. Veiðiréttur er í Leirá. Mjög fallegt útsýni. Landið hentar vel fyrir
sumarbústaðabyggð, hefðbundna íbúðabyggð, útivist, ferðaþjónustu sem og
annað. Aðeins um 40 mín. akstur frá Reykjavík.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur samþykkt tillögu
þess efnis að þrjár götur í 2. og 3.
áfanga Ártúnshöfða fái heitin Eist-
landsbryggja, Lettlandsbryggja og
Litháensbryggja.
Tillagan var upphaflega flutt og
samþykkt í skipulags- og sam-
gönguráði í byrjun þessa mánaðar.
Í greinargerð með henni kemur
fram að sterkt tengsl séu milli Ís-
lands og Eystrasaltsríkjanna og í
öllum þremur höfuðborgum þeirra
síðarnefndu megi finna götur og
torg sem kennd eru við Ísland.
„Í Vilníus má finna Íslandsstræti
og Íslandstorg eru í Ríga og Tall-
inn. Til að undirstrika gagnkvæm
vináttutengsl þjóðanna þykir rétt
að nefna þrjár götur í nýju hverfi
við Ártúnshöfða eftir Eistlandi,
Lettlandi og Litháen,“ segir í
greinargerðinni.
Við afgreiðslu málsins í borgar-
ráði lögðu fulltrúar í ráðinu ásamt
áheyrnarfulltrúum Sósíalistaflokks
Íslands og Flokks fólksins fram
svohljóðandi bókun:
„Í öllum höfuðborgum Eystra-
saltsríkja eru torg eða götur
kenndar við Ísland. Þann vináttu-
vott er nú rétt að endurgjalda. Það
fer vel á því að Eistland, Lettland
og Litháen fái götur á þessum mik-
ilvæga stað í nýja Ártúnshöfða-
hverfinu.“
Öllum tilboðum var hafnað
Þessar nýju götur verða í
Bryggjuhverfi vestur, sem er hluti
af þeirri miklu uppbyggingu sem er
fram undan við Elliðaárvog og á
Ártúnshöfða. Umhverfis- og skipu-
lagssvið Reykjavíkurborgar óskaði
í maí 2021 eftir tilboðum í gerð
landfyllingar í Bryggjuhverfi vest-
ur. Þetta verður fyrsti áfangi af
þremur en alls eru áformaðar land-
fyllingar þrettán hektarar að
stærð. Þegar tilboð voru opnuð
kom í ljós að þau voru öll langt yfir
kostnaðaráætlun, eða á bilinu 204-
269%. Var ákveðið að hafna öllum
tilboðunum.
Morgunblaðið/Eggert
Bryggjuhverfið Núverandi hverfi telst fullbyggt. Í framtíðinni verður
hverfið stækkað í vesturátt. Það verður að hluta til á landfyllingum.
Nýjar götur verða
kenndar við Eystra-
saltslöndin þrjú
- Göturnar verða í nýju Bryggjuhverfi
Framkvæmdir við skrifstofuhús Al-
þingis í Tjarnargötu 9 ganga vel
miðað við aðstæður, segir Ragna
Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþing-
is. Húsið setur nú þegar mikinn svip
á Tjarnargötu og Vonarstræti.
Unnið er við uppsteypu hússins
um þessar mundir en samhliða
þeirri vinnu er einnig unnið að frá-
gangsvinnu innan- og utanhúss með
það að markmiði að halda tíma-
áætlun. Verklok samkvæmt samn-
ingi eru í lok apríl 2023.
Upphafleg tímaáætlun aðal-
verktaka (ÞG verktaka) hefur riðl-
ast nokkuð, bæði af tæknilegum
ástæðum í verkinu sjálfu sem og
vegna utanaðkomandi þátta, segir
Ragna. Eftirlitsaðili og verktaki
hafa þó unnið að breytingum í
skipulagi verksins og er staðan í
dag sú að þrátt fyrir tæknilega erf-
iðleika, áhrif heimsfaraldurs Covid
19, áhrif frá innrásinni í Úkraínu og
truflanir í aðfangakeðjum heimsins
er stefnt að því að upphafleg tíma-
setning um verklok standi.
Stefnt er að því að uppsteypu
hússins, sem nú stendur yfir, ljúki í
júlí. Ísetningu glugga er að mestu
lokið á 1. og 2. hæð og unnið er við
ísetningu glugga á 3. hæð. Húsið
verður fimm hæðir. sisi@mbl.is
Fram-
kvæmdir
á áætlun
Morgunblaðið/sisi