Morgunblaðið - 28.05.2022, Side 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Mannréttindi, skólamál og umhverf-
ismál eru þeir þrír málaflokkar sem
börnin á barnaþingi lögðu áherslu á,
að sögn Salvarar Nordal, umboðs-
manns barna.
„Þarna eru gríðarmargar tillögur
úr öllum þessum málaflokkum.“
Hún, ásamt ungum fulltrúum úr
ráðgjafaráði umboðsmanns barna,
afhenti í dag ríkisstjórninni skýrslu
af barnaþingi sem haldið var í mars
2022.
Finnst ríkisstjórnin gera vel
„Það er mikilvægt að gefa börn-
unum tækifæri til að setja þau mál
á dagskrá sem þau vilja ræða.“
Salvör segir ráðamenn hafa sýnt
barnaþinginu mikinn áhuga og
margir þingmenn mætt og rætt við
börnin. „Það í sjálfu sér skiptir
mjög miklu máli.“
„Ég hef heyrt þingmenn úr öllum
flokkum vitna í það sem þið voruð
að segja á barnaþinginu,“ sagði
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra þegar hún tók á móti skýrsl-
unni. Þá lofaði hún einnig að tekin
yrði sérstök umræða á Alþingi um
skýrsluna.
„Mér finnst ríkisstjórnin gera vel
með því að hlusta á okkur og taka
mark á því sem við segjum. Ef þið
skoðið skýrsluna, þá sjáið þið
kannski að við höfum alveg jafn
miklar skoðanir og þið,“ sagði Þór-
ey María Kolbeinsdóttir, ungur
fulltrúi úr ráðgjafaráði.
„Mér finnst gaman að sjá að rík-
isstjórnin hefur áhuga á að gera
landið betra fyrir okkur börnin,“
segir Vilhjálmur Hauksson, annar
ungur fulltrúi.
Mikilvægt að börn fái sín mál á dagskrá
- Afhentu ríkisstjórninni skýrslu af
barnaþingi - Sérstök umræða á Alþingi
Morgunblaðið/Hákon
Afhending Ungir fulltrúar ráðgjafaráðs umboðsmanns barna afhentu ríkisstjórninni skýrslu í Ráðherrabústaðnum
að loknum ríkisstjórnarfundi í gær, þar sem sérstök áhersla er lögð á mannréttindi, umhverfismál og skólamál.
Skonnortan Ópal er án efa stjarnan í flota hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar, sem gerir út frá Húsavík
við Skjálfanda. Þegar nægur vindur blæs ekki í segl skonnortunnar gengur hún fyrir rafmagni. Ópal siglir ekki
bara um Skjálfanda í leit að hvölum heldur einnig í Scoresbysundi á Grænlandi en þangað heldur hún í lok júlí.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Stjarnan í flota Norðursiglingar
Hvalirnir leynast í þokunni
Eindregin uppsveifla í stofnstærð
rjúpna greindist í öllum landshlut-
um nema á austanverðu landinu í
rjúpnatalningu sem fram fór í vor á
vegum Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands (NÍ). Rjúpum hefur fjölgað á
flestum svæðum á milli ára og er
fjölgunin um 100% að meðaltali.
Stofninn nærri hámarki í
þremur landshlutum
Í frétt NÍ segir að á Vesturlandi,
Vestfjörðum og Norðvesturlandi sé
stofninn nærri hámarki. Uppsveifla
er hafin á Norðausturlandi og Suð-
urlandi en talið er að á Austurlandi
sé rjúpum líklega að fækka.
Taldar voru rjúpur á um 30 svæð-
um í öllum landshlutum. „Tíðarfar
var rysjótt, sérstaklega á Vestfjörð-
um og um landið norðanvert og taln-
ingar töfðust um eina 10 daga af
þeim sökum. Alls sáust 1562 karrar,
sem er liðlega 1% af áætluðum
heildarfjölda karra í landinu sam-
kvæmt stofnstærðarmati,“ segir í
frétt NÍ.
Á seinustu 20 árum hafa talningar
sýnt að rjúpnastofninn rís og hnígur
en nú bregður svo við að kröftug
uppsveifla er um nær allt land.
Breytingar á lengd stofnsveifl-
unnar koma verulega á óvart
Í umfjöllun NÍ er rifjað upp að í
kjölfar friðunar rjúpu á árunum 2003
og 2004 óx stofninn og náði hámarki
á Norðausturlandi vorið 2005 og svo
aftur 2010, 2015 og 2019. Þar segir
að stofnbreytingar í öðrum lands-
hlutum hafi fylgt svipuðu mynstri.
„Þessar breytingar á lengd stofn-
sveiflunnar hafa komið verulega á
óvart. Ljóst er að róttækar breyt-
ingar hafa orðið á stofnvistfræði
rjúpunnar eftir 2003 og 10 ára stofn-
sveiflan, líkt og við þekktum hana, er
ekki lengur til staðar, hvað sem síðar
verður.“ Mat á veiðiþoli rjúpna-
stofnsins á að liggja fyrir í ágúst.
Kröftug upp-
sveifla rjúpna
- Rjúpum fjölgað á flestum svæðum
nema Austurlandi skv. vortalningu NÍ
Rjúpa Talningin fór fram á um 30
svæðum í öllum landshlutum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Séra Davíð Þór Jónsson, sóknar-
prestur í Laugarneskirkju, hefur
beðist afsökunar á ummælum sem
hann lét falla í viðtali við mbl.is í
fyrrakvöld.
Í viðtalinu sagði Davíð að Katrín
Jakobsdóttir forsætisráðherra væri
„allt önnur manneskja“ en hann
þekkti er þau voru í sambandi, en
því lauk árið 2004, eftir sjö ára sam-
búð. „Ég iðrast þessara orða og tek
þau hér með aftur,“ segir Davíð í
færslunni.
Davíð hefur verið í umræðunni
undanfarna daga, meðal annars
fyrir að kalla ríkisstjórn Katrínar
„fasistastjórn“ og sagt sérstakan
stað í helvíti fyrir þinglið og ráð-
herra stjórnarflokkanna.
„Blaðamaður hringdi í mig þar
sem ég var önnum kafinn við að
koma börnum mínum í háttinn. Við
töluðum saman í tvær mínútur. Í
lok spjallsins fékk ég spurningu
sem ég taldi ekki koma málinu neitt
við og lét eina vanhugsaða setningu
falla í kjölfarið. Auðvitað var henni
slegið upp í fyrirsögn en ekki það
sem ég lagði áherslu á í okkar
stutta spjalli að ætti að vera það
sem málið snerist um,“ ritar Davíð
Þór m.a. í sinni færslu.
Davíð biðst afsök-
unar á ummælum
Davíð Þór
Jónsson
Katrín
Jakobsdóttir