Morgunblaðið - 28.05.2022, Page 22
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Mikill skortur er nú um allan heim á
Rolex og fleiri lúxusúrategundum.
Frank Úlfar Michelsen, úrsmíða-
meistari og eig-
andi verslunar-
innar Michelsen
1909, sem er
einkasöluaðili
Rolex á Íslandi,
segir að skortur-
inn stafi af því að
Rolex í Sviss nær
ekki að framleiða
upp í eftir-
spurnina. „Þó að
eftirspurnin hafi
aukist gríðarlega bregst Rolex ekki
við með því að byggja fleiri verk-
smiðjur, heldur halda þeir sínu
striki. Það er sama sagan hjá um-
boðsmönnum um allan heim. Úrin
eru nánast uppseld hvarvetna,“ seg-
ir Frank í samtali við Morgunblaðið.
Hann segir að biðlistar séu eftir
mörgum módelum, allt upp í 5 ár.
„Rolex er eftirsóttasta úr í heimi í
dag. Það er eftirsóknarverður fjár-
festingarkostur á sama tíma og aðr-
ir kostir hafa verið mjög óstöðugir
síðustu misseri.“
Vegna stöðunnar á Michelsen nær
engin úr á lager. Þau eru nánast öll
seld fyrir fram.
Sending mánaðarlega
„Við fáum sendingu einu sinni í
mánuði að jafnaði. Það sleppa nokk-
ur úr með í hverri sendingu sem eru
ekki frátekin og þá seljum við þau til
Íslendinga. Íslendingar njóta al-
gjörs forgangs í kaupum á Rolex.
Þeir eru þeir einu sem fá að fara á
biðlista hjá okkur, nema einstaka
erlendir viðskiptavinir sem eru
reglulegir viðskiptavinir okkar til
margra ára.“
Frank segir aðspurður að tvö ár
séu síðan hann fór að finna fyrir
skortinum af alvöru. „Þegar farald-
urinn skall á þá var fólk heima í tölv-
unni að leita sér að hlutum til að
fjárfesta í. Hlutabréfaverð fer upp
og niður. Gull og aðrir fjárfesting-
arkostir sömuleiðis. En Rolex fer
alltaf upp á við.“
Frank segir það ekki hafa hjálpað
til að faraldurinn hafi stöðvað fram-
leiðsluna hjá Rolex um tíma. „Þeir
halda samt alltaf sínu striki og bæta
ekki við framleiðslugetu. Einu
breytingarnar sem þeir gera eru
bara til að auka gæðin. Til að gera
gott enn betra.“ Þá segir Frank að
annað lúxusmerki í eigu Rolex, Tu-
dor, sé að vaxa mikið í vinsældum.
„Við köllum það „litla bróður“ Ro-
lex. Eftirspurnin er að margfaldast
eftir þeim úrum, bæði hér og erlend-
is.“
Nokkuð er um það að sögn
Franks að fólk sem fær að kaupa
Rolex kaupi það og selji svo strax
aftur á tvö- til þreföldu verði. „Ef
við höfum grun um að fólk geri það
þá seljum við því ekki úrið. Ef við
heyrum af einstaklingum sem
stunda slíkt brask þá fá þeir ekki að
kaupa aftur hjá okkur.“
Líka hjá Patek Philippe
Eins og Frank bendir á og fjallað
er um að vef Bloomberg-fréttaveit-
unnar, þá er það sama að gerast hjá
öðrum lúxusúraframleiðendum eins
og t.d. Patek Philippe. „Það er sama
sagan þar. Salan fer með himin-
skautum.“
Frank vill aðspurður ekki gefa
upp hve mörg Rolex úr seljast hjá
honum á hverju ári. „Ég gæti leik-
andi selt fimmfalt það sem ég fæ.“
Hann segir að daglega fái hann
fjölda fyrirspurna erlendis frá um
að fá að komast á biðlistann. „Við
svörum öllum eins. Við getum ekki
bætt þeim á listann. Enda njóta Ís-
lendingar forgangs.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fágæti Rolex Yachtmaster hefur verið til sölu hjá Michelsen á Hafnartorgi.
Rolex uppseld nánast alls staðar
- Ná ekki að svara eftirspurn - Fimm ára biðlistar - Selur ekki þeim sem
braska - Fjöldi fyrirspurna daglega erlendis frá - Fer alltaf upp á við
22 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
28. maí 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.79
Sterlingspund 162.14
Kanadadalur 100.8
Dönsk króna 18.587
Norsk króna 13.466
Sænsk króna 13.119
Svissn. franki 134.68
Japanskt jen 1.0219
SDR 174.91
Evra 138.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.6071
« Eyjólfur Árni
Rafnsson var í vik-
unni endurkjörinn
formaður Samtaka
atvinnulífsins (SA).
Hann hefur setið í
stjórn SA frá 2014
og verið formaður
frá 2017.
Í ávarpi sínu á
aðalfundi SA vék
Eyjólfur Árni að því
að undirbúningsviðræður við verkalýðs-
félögin hafi hafist síðastliðið ár þar sem
fram hafi gagnkvæmur vilji til að vinna
að því að nýr samningur yrði tilbúinn
þegar Lífskjarasamningurinn rennur út.
„Það hefur þó ekki gengið eftir m.a.
vegna stöðunnar innan verkalýðshreyf-
ingarinnar en þar innanbúðar ríkir ekki
sátt og samlyndi eins og þekkt er. Fyrir
atvinnulífið og fólkið í landinu er það
ekki góð staða,“ sagði Eyjólfur Árni.
Þá sagði hann meginmarkmið kjara-
samninga vera að endurheimta verð-
stöðugleika og að ná verðbólgumark-
miðum Seðlabankans en um leið að
reyna eins og kostur er að varðveita
þann kaupmátt sem hefur áunnist.
„Þar þurfa að spila saman peninga-
málastefnan, aðhald í ríkisfjármálum og
rekstri sveitarfélaga og svo ekki síst
skynsamleg niðurstaða í komandi kjara-
samningum. [...] Almennir kjarasamn-
ingar sem ekki byggjast á raunverulegri
verðmætasköpun atvinnulífsins eru ein-
ungis til þess fallnir að auka verðbólgu
og leiða til meira atvinnuleysis en ella.“
Eyjólfur Árni endurkjör-
inn formaður SA
Eyjólfur Árni
Rafnsson.
STUTT
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fulltrúar gagnavera hafa spurst
fyrir um lóðir á fyrirhugðu athafna-
svæði á Hólmsheiði í Reykjavík.
Fyrsti áfanginn í uppbyggingu
svæðisins verður 50 hektarar og þar
gætu byggst upp
tæplega 200.000
fermetrar af at-
vinnuhúsnæði.
Athafnasvæðið
verður áberandi á
hægri hönd þegar
Suðurlandsvegur
er ekinn til
Reykjavíkur.
Vegna nálægðar
við Heiðmörk
skal svæðið falla
vel að náttúru með grænum svæð-
um. Að sama skapi er gert ráð fyrir
fíngerðari iðnaði og að grófari iðn-
aður byggist upp á öðrum svæðum,
þ.m.t. á Esjumelum og í Álfsnesi.
Jafnast næstum á við Hálsana
Óli Örn Eiríksson, teymisstjóri at-
vinnu- og borgarþróunar hjá
Reykjavíkurborg, segir aðspurður
að fyrirhugaður fermetrafjöldi á
Hólmsheiði sé aðeins minni en nú-
verandi byggingarmagn á Hálsum
(258 þús. fm) eða Sundahöfn (265
þús. fm). Vegagerð hefjist hugsan-
lega á Hólmsheiði sumarið 2023 og
uppbygging í kjölfarið. Þá sé ekki
ólíklegt að stórhýsin á Hólmsheið-
inni verði nærri Suðurlandsvegi og
skermi þannig fyrir hinum.
Mörg fyrirtæki sýni Hólmsheiði
áhuga en skýringin sé meðal annars
takmarkað framboð atvinnulóða í ná-
grannasveitarfélögum, þ.m.t. í Kópa-
vogi og Garðabæ. Þá skapi þétting
byggðar og tilfærsla iðnaðar, ekki
síst frá Ártúnshöfða, þörf fyrir ný at-
hafnasvæði. Því sé fyrirsjáanlegt,
horft til lengri framtíðar, að þegar
Hólmsheiði er fullbyggð muni fyrir-
tæki þurfa að leita út fyrir höfuð-
borgarsvæðið, til Þorlákshafnar,
Keflavíkur, Akraness og Selfoss, til
að finna stærri lóðir. Hins vegar séu
margar óbyggðar atvinnulóðir í
borginni. Þ.m.t. í Norðlingaholti við
Rauðavatn og við Lambhagaveg.
Horfa til orkuöryggis
Varðandi Hólmsheiðina horfi
gagnaverin ekki síst til nálægðar við
spennustöðina á Geithálsi.
„Stöðin á Geithálsi tekur á móti
orku frá nokkrum mismunandi raf-
línum. Þannig að orkuöryggi er mik-
ið. Ef gagnaver er tengt beint við
stöðina á Geithálsi getur ein raflína
því haldið uppi aflinu ef önnur dettur
út. En það er alfa og omega í gagna-
versgeiranum að geta haldið uppi
bæði gagnatengingum og orkuör-
yggi. Orkuöryggið heillar því aðila
sem hafa skoðað Hólmsheiðina,“
segir Óli Örn og staðfestir að félagið
Green Atlantic Data Center hafi vil-
yrði fyrir lóð og sé að skoða lóðaþró-
un. Fulltrúar fleiri félaga hafi sent
fyrirspurnir með gagnaver í huga.
Þurfa jafnan straum
Spurður hvort fyrirhugaður vind-
myllugarður austur af svæðinu, uppi
á heiði nær Henglinum, hafi áhrif á
þessi áform bendir Óli Örn á að
gagnaverin þurfi jafnan straum.
Orkuframboðið frá vindmyllum sé
ójafnara. „Þannig að vindmyllugarð-
ur væri kjörinn fyrir ammóníaks- og
vetnisvinnslu til að styðja við fjöl-
orkuvæðinguna,“ segir Óli Örn.
Fyrirtæki í ýmsum geirum hafi
áhuga á uppbyggingu á Hólmsheiði.
„Þetta eru mismunandi aðilar. Það
er enn útistandandi lóðarvilyrði til
Mjólkursamsölunnar sem hefur uppi
áætlanir um að reisa þar vörudreif-
ingarmiðstöð sem tengist þá fram-
leiðslulínum fyrirtækisins á Suður-
landi og þróa um leið verksmiðjuna
við Bitruháls til fjölbreyttari nota.
Þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu
horft til góðra tenginga við Suður-
land. Sömuleiðis hafa fyrirtæki sem
þjónusta byggingariðnað sýnt
Hólmsheiðinni áhuga. Svo má nefna
að við erum að ræða við vörubíla-
stöðina Þrótt varðandi lóð á Hólms-
heiði. Fyrirtækið er nú á Ártúns-
höfða og það er hluti af þróunar-
verkefninu Ártúnshöfði að finna
Þrótti nýtt athafnasvæði. Þróttur
vill, líkt og Mjólkursamsalan, fá um
10 þúsund fermetra lóð. Hugsunin er
að hafa fjölbreytt framboð lóða og að
tvö til fimm þúsund fermetra lóðum
verði úthlutað í bland við stærri lóð-
ir. Jafnframt að skilmálarnir séu
opnir svo auðvelt sé að sameina lóð-
ir,“ segir Óli Örn. Lóðirnar verði
ekki allar gerðar byggingarhæfar í
einu heldur tekið mið af markaðnum.
Fulltrúar gagnavera sýna
lóðum á Hólmsheiði áhuga
Teikning/Arkís fyrir Reykjavíkurborg
Hólmsheiði Drög arkitekta að fyrirhuguðu atvinnusvæði á Hólmsheiði. Vegagerð gæti hafist sumarið 2023.
- MS og Þróttur með stórar lóðir - Fyrirtæki í ferðaþjónustu skoða möguleika
Óli Örn
Eiríksson
Frank Úlfar
Michelsen