Morgunblaðið - 28.05.2022, Síða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
544 5151
tímapantanir
Núna er líklegra að ungmenni í
Bandaríkjunum deyi af völdum
skotvopna en að þau deyi af völdum
bílslysa, en nýlegar opinberar rann-
sóknir sýna mikla aukningu á
dauðsföllum þar sem skotvopn
koma við sögu. Frá árinu 2020 hafa
4.368 ungmenni látist af völdum
skotvopna, en á sama tímabili lét-
ust 4.036 vegna umferðarslysa.
Aldrei áður hafa skotvopn spilað
stærra hlutverk í dauðsföllum ungs
fólks.
Lögreglan situr undir ámæli
Nýjasta dæmið er fjöldamorðið í
barnaskólanum í bænum Uvalde í
Texas-ríki á þriðjudaginn þar sem
19 börn létust. Lögreglan í bænum
hefur mátt þola harða gagnrýni
fyrir slæleg viðbrögð við árásinni,
en lögreglumenn á vettvangi biðu í
um fjörutíu mínútur áður en þeir
gerðu áhlaup á skólastofuna þar
sem byssumaðurinn hafði komið
sér fyrir.
Steven McCraw, framkvæmda-
stjóri almannavarnadeildar Texas-
ríkis, sagði á blaðamannafundi í
gær að það hefði verið mistök hjá
lögreglunni, sem hefðu orsakast af
því að yfirmaður á vettvangi hefði
talið að árásarmaðurinn væri þar
einn í stofunni.
AFP/Stringer
Texas Ársfundur Landssamtaka
byssueigenda hófst í gær í Houston.
Skotárásir helsta dánaror-
sök barna í Bandaríkjunum
- „Mistök“ að hefja ekki áhlaup fyrr en eftir 40 mínútur
Talsmenn kín-
verska utanrík-
isráðuneytisins
ásökuðu utanrík-
isráðherra
Bandaríkjanna,
Antony Blinken,
um að ata landið
auri í gær. Til-
efnið var ræða
Blinken á
fimmtudag þar sem hann sagði að
Kínverjar væru til lengri tíma litið
sú þjóð sem mest ögraði núverandi
alþjóðakerfi. Þá gagnrýndi hann
Kína fyrir að auka spennuna í sam-
skiptum við Taívan.
Kínverjar segja Blinken „breiða
út rangar upplýsingar og ýkja kín-
versku hættuna og að Bandaríkin
væru að skipta sér af innanríkis- og
utanríkismálum Kínverja“ til þess
að viðhalda eigin stöðu á alheims-
vettvangi.
KÍNA
Óhressir með yfir-
lýsingar Blinken
Antony Blinken
Kaþólska kirkjan
á Ítalíu tilkynnti í
gær að rannsókn
væri hafin á 20
ára gögnum um
kynferðisbrot
gegn börnum
innan kirkjunnar
í samstarfi við
óháðar stofnanir.
Francesco Zan-
ardi, stofnandi
samtaka fórnarlamba Rete L’A-
buso, var misnotaður af presti þeg-
ar hann var táningur og segir að
mörg mál eins og hans hafi verið
felld niður. Samtökin segja að yfir
300 afbrot hafi verið framin innan
kirkjunnar á Ítalíu undanfarin 15
ár og að algjörlega óháð rannsókn
þurfi að fara fram á brotunum.
ÍTALÍA
Rannsókn á kynferð-
isbrotum kirkjunnar
Zanardi á mót-
mælum í gær.
Aðskilnaðarsinnar í Lúhansk- og
Donetsk-héruðunum sögðu í gær að
Rússar hefðu náð á sitt vald bænum
Líman, sem er um miðja vegu á milli
Severodonetsk og Slóvíansk.
Báðar borgir eru enn á valdi
stjórnvalda í Kænugarði, en Rússar
hafa sótt hart að Severodonetsk síð-
ustu daga. Hafa Rússar náð að um-
kringja um 2/3 af borginni, og hafa
þeir sótt hart að síðasta þjóðvegin-
um sem tengir hana við yfirráða-
svæði Úkraínumanna.
Úkraínsk yfirvöld staðfestu í gær
að tíu hefðu fallið í loftárás á hern-
aðarmannvirki í borginni Dnípró í
gær. Borgin er miðsvæðis í Úkraínu
og talsvert langt frá átakasvæðunum
í austri, en níu manns létust í árás á
fimmtudaginn í Karkív í norðaust-
urhluta landsins.
Serhí Haídaí, héraðsstjóri Lúh-
ansk, sagði í gær að Rússar myndu
ekki ná að hertaka héraðið á næstu
dögum, en að mögulega yrðu Úkra-
ínumenn að flytja á brott hluta her-
liðs síns til að forða því að það verði
umkringt.
Sagði hann á Telegram-síðu sinni
að þeir almennu borgarar sem enn
væru í borginni þyrftu að hafast við í
loftvarnarbirgjum, þar sem nær
ómögulegt væri að vera á götum úti
vegna stórskotahríðar Rússa.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
ræddi í gær símleiðis við Karl Ne-
hammer, kanslara Austurríkis, um
refsiaðgerðir vesturveldanna og yf-
irvofandi skort á kornbirgðum á
heimsmarkaði. Sagði hann tilhæfu-
lausar ásakanir um að Rússar stæðu
í veginum fyrir yfirvofandi skorti, og
sagði ástæðuna liggja alfarið í refsi-
aðgerðum vesturveldanna gegn
Rússlandi.
Rússar hafa sett hafnbann á úkra-
ínskar hafnir í Svartahafi, en Pútín
sagði að raunverulega ástæðan fyrir
því að ekki væri hægt að flytja korn
frá þeim væri sú að Úkraínumenn
hefðu lagt tundurdufl fyrir hafnirn-
ar. Hvatti Pútín Úkraínumenn til að
fjarlægja þau svo fljótt sem auðið
væri, svo hægt væri að hleypa korn-
flutningaskipum að höfnunum.
Rússum boðið að segja sína hlið
Rússland ætti að vinna með Al-
þjóðlega glæpadómstólnum í rann-
sókn þeirra á stríðsglæpum í Úkra-
ínu, sagði yfirsaksóknari
dómstólsins Karim Khan við AFP-
fréttastofuna í gær. Hann sagði að
það væri betra fyrir Rússa að vinna
með dómstólnum, ef þeir hefðu ein-
hverjar upplýsingar sem þeir vildu
koma á framfæri í rannsókninni.
Khan sagði að Rússar segðu yfirlýs-
ingar Úkraínumanna um stríðsglæpi
rangar og þeir ættu því að deila með
réttinum sinni hlið mála, ekki síst
þegar kemur að meintu þjóðarmorði
í Donbass-héruðunum.
Reyna að ná saman um bann
Næsta mánudag hyggjast leiðtog-
ar Evrópusambandsins setja fram
tillögur að sjötta refsingapakkanum
gegn Rússum þar sem áherslan
verður á olíubann.
Volodimír Selenskí Úkraínufor-
seti mun ávarpa leiðtogaráðið í gegn-
um fjarfundabúnað, en Ungverjar
eru nú einir sagðir standa gegn inn-
flutningsbanni á rússneska olíu.
Sendiherrar aðildarríkjanna
munu funda á sunnudaginn til að
reyna að finna sameiginlega lausn
fyrir upphaf fundarins, og sögðu
heimildarmenn AFP að mögulega
kæmi til greina að veita Ungverjum
einum undanþágu, en þeir treysta
nær alfarið á olíu frá Rússlandi. Aðr-
ir sögðu að slík aðgerð myndi ein-
ungis sýna óeiningu bandalagsins og
veita Pútín „sigurstund“.
Dragi sig mögulega til baka
- Rússar ná Líman á sitt vald - Tíu létust í loftárás í Dnípró - Pútín kennir refsi-
aðgerðum um kornskortinn - Selenskí ávarpar leiðtogaráð Evrópusambandsins
AFP/Kirill Kudryavtsev
Moskva Táknræn mynd þar sem þjóðartákn Rússlands, hinn tvíhöfða örn,
speglast í glugga auðrar verslunar hátískufyrirtækisins Dior í Moskvu.
Síðasti dagur málsóknar Holly-
woodleikarans Johnnys Depps
gegn fyrrverandi eiginkonu sinni,
leikonunni Amber Heard, var í gær.
Nú eru örlög þeirra beggja í hönd-
um kviðdómsins eftir að lokaræður
lögfræðinga aðila beggja voru
fluttar í réttarsalnum í gær. Stuðn-
ingskona Johnnys Depps sést hér
rífast við stuðningskonu Amber He-
ard fyrir framan dómshúsið í gær,
en réttarhaldið hefur vakið miklar
tilfinningar hjá stuðningsmönnum
beggja aðila. Stuðningsmenn Depps
telja Heard hafa sýnt ótrúverðug-
leika í málflutningi sínum fyrir
rétti, en stuðningsmenn Heard telja
réttarhaldið dæmi um hve erfitt sé
að ná fram réttlæti gegn valdamikl-
um mönnum. Eitt er þó víst að
hvorki Depp né Heard komast
ósködduð frá þessu máli.
Lokadagurinn í réttarhöldum Johnnys Depps gegn Amber Heard og bara dómurinn ókominn
Örlögin nú í
höndum
kviðdómsins
AFP/ Kevin Dietsch
Framleiðsla á fljótandi jarðgasi er í
burðarliðnum í Norður-Noregi í
bænum Hammerfest, en eftir bruna
í Equinox verksmiðjunni í
Hammerfest árið 2020 hefur fram-
leiðslan legið niðri. Búið er að gera
við verksmiðjuna og gera allar
grundvallarprófanir og bara kæli-
ferlið eftir er haft eftir Gisle Ledel
Johannessen, talsmanni Equinox,
við AFP-fréttaveituna. Búist er við
að starfsemi hefjist innan skammt
og þá verði hægt að flytja fljótandi
gas á tankskipum til Evrópu og
minnka þannig þörf álfunnar á
fljótandi jarðgasi frá Rússlandi.
NOREGUR
Framleiðsla á
jarðgasi að hefjast