Morgunblaðið - 28.05.2022, Síða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022
Grenidalur 4c, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Mjög nýlegt 3ja herbergja raðhús ásamt sólpalli,
í Stapaskólahverfi í Reykjanesbæ.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali
s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali
s. 899 0555
Bjarni Fannar Bjarnason
Aðstoðamaður fasteignasala
s. 773 0397
Verð 53.000.000 Birt stærð 83,1 m2
Opið hús þriðjudaginn 31. maí frá kl.17:15-17:45
Þ
að vantaði ástina í líf Grettis sterka. Fimmtán ára gamall hafði
hann reyndar vingast við unga og fríða konu Bárðar stýrimanns
á leið til Noregs eftir að hann hafði verið dæmdur í þriggja ára
útlegð, „og höfðu skipverjar það mjög í fleymingi við hann“.
Þessi kynni mörkuðu engin sýnileg spor í líf hetjunnar. – En hvað um
Steinvöru á Sandhaugum, ungu og „glaðlátu“ ekkjuna sem Grettir leysti
úr tröllahöndum? Jú, getið um son sem hún fæddi og eignaður var Gretti.
Það er allt og sumt. En griðkonan á Reykjum? Nei, enginn ástareldur þar.
En hvað sem ástinni leið, er annað um vináttuna að segja. Í fyrri
Noregsferð sinni átti Grettir
þremur vinum líf sitt að
launa. Hann hafði drepið þrjá
bræður sem tengdust Sveini
jarli Hákonarsyni. Einn vin-
anna var Þorfinnur í Hára-
marsey. Grettir hafði bjarg-
að konu hans og dóttur frá
því að lenda í klóm berserkja sem fóru um Noreg og „tóku á brott konur
manna og dætur og höfðu við hönd sér viku eða hálfan mánuð og færðu
síðan aftur þeim sem áttu“.
Annar vinur stóð þarna einnig þétt við hlið Grettis: sveitungi hans, hirð-
skáldið Bersi Skáld-Torfuson. Hann tók ekki litla áhættu: reis gegn sjálf-
um jarli Noregs. Slíkt var fáheyrt og á sér líklega aðeins eina hliðstæðu:
atvikið þegar Arinbjörn hersir bjargaði lífi Egils vinar síns í Jórvík.
Þriðji vinurinn á þessari ögurstund var hálfbróðir Grettis, Þorsteinn
drómundur, sem síðar hefndi hans í Miklagarði. Það atvik varð svo til þess
að Þorsteinn kynntist garðshúsfreyjunni Spes, giftri konu sem leysti hann
úr myrkvastofu og úr varð eitt frægasta ástarsamband fornaldar – sem
einkenndist af falsi og svikum, sælu og ríkidæmi og loks skilnaði og
klausturlífi með iðrun.
Þegar Grettir stóð frammi fyrir Sveini jarli var Eiríkur jarl bróðir hans
nýfarinn í herleiðangur til Englands með mági sínum, Knúti ríka Dana-
konungi. Hann hafði fengið ungan son sinn, Hákon, „í hendur Sveini jarli
bróður sínum til forsjá og ríkisstjórnar“. Kannski hafa þeir Hákon litli og
Grettir horfst þarna í augu.
Ekki er meira sagt af þessum jörlum í Grettis sögu. En í konunga-
sögum kemur fram að Sveinn jarl flúði til Svíþjóðar eftir að Ólafur kon-
ungur Haraldsson braust til valda í Noregi (1015); Eiríkur gerðist jarl í
Norðymbralandi í skjóli Knúts ríka. En af Hákoni litla er það að segja að
Ólafur konungur tók hann höndum en gaf honum síðan orlof til Englands.
Hákon litli gerðist síðar jarl í Noregi en átti „festarmey“ á Englandi og
fór þangað til að sækja hana og aflaði þar jafnframt „þeirra fanga er hon-
um þóttu torfengst í Noregi“ fyrir brúðkaup þeirra. En skip elskendanna
týndist í hafi á leiðinni til Noregs árið 1029, ári fyrir fall Ólafs helga Har-
aldssonar sem reynst hafði Gretti illa í seinni utanferð hans, þótt þeir
væru fjórmenningar að skyldleika. Á fundi þeirra í kirkjunni í Þrándheimi
voru örlög Grettis ráðin.
Vinir Grettis í raun
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
Tungutak
N
ú er nákvæmlega hálft ár frá því að Katrín
Jakobsdóttir myndaði annað ráðuneyti sitt
með Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga
Jóhannssyni; þriggja flokka stjórn vinstri
flokks, mið-hægri flokks og miðjuflokks. Flokkarnir áttu
farsælt samstarf frá 2017 til kosninganna í 25. sept-
ember 2021. Þeir fengu endurnýjað umboð kjósenda í
þeim kosningunum og nýttu sér það til stjórnarmynd-
unar 28. nóv. 2021.
Tafirnar við stjórnarmyndunina urðu vegna þess að
sumir þeirra sem voru í framboði sættu sig ekki við nið-
urstöðu talningar í NV-kjördæmi. Krafist var að allt yrði
grand- og margskoðað, upphrópanir voru um lögbrot
sem yrðu kærð til mannréttindadómstólsins í Strass-
borg. Upphlaupið skilaði að lokum engu en gaf til kynna
nýtt yfirbragð stjórnmálanna: frambjóðendur og sumir
þingmenn litu ekki á það sem hlutverk sitt að stuðla að
stöðugleika og virðingu fyrir niðurstöðu opinberra aðila,
grafið var undan trausti á þá með stóryrtum yfirlýs-
ingum og útlistunum sem stóðust ekki gagnrýni.
Nú hálfu ári eftir að ríkisstjórnin var mynduð ein-
kennast störf alþingis mjög af alls
kyns upphlaupum og gauragangi.
Nýir þingmenn í stjórnarand-
stöðuflokkum keppa eftir að kom-
ast í sviðsljós fjölmiðla og nýta sér
þingsalinn til þess. Raunar þarf
ekki nýja þingmenn til auglýs-
ingamennsku í þingsalnum. Helga
Vala Helgadóttir, þingflokks-
formaður Samfylkingarinnar, var
í einkennisbol íþróttafélags þegar
efnt var til úrslitaleiks í körfu-
bolta.
Þingstörf einkennast af upphlaupum vegna frétta eða
fréttaþátta. Stundum er greinilega um samspil milli
fréttamanna og þingmanna að ræða. Markmiðið er að
þjarma sem mest að einstökum ráðherrum. Eftir að hart
hefur verið að þeim sótt í þingsalnum tekur sjálfur for-
maður Blaðamannafélags Íslands við þeim í Kastljósi og
skipar sér í sæti ákærandans, jafnvel með þingmann úr
stjórnarandstöðunni sér til halds og trausts.
Engu er líkara en þingmenn hafi gleymt því að þeir
eru löggjafar en ekki álitsgjafar. Hlutverk þeirra er að
vinna að lagasetningu og gerð formlegra ályktana. Fara í
saumana á frumvörpum, grandskoða þau, leggja fram
rökstuddar tillögur til breytinga eða umbóta. Í umboði
þingmanna starfa eftirlitsstofnanir: ríkisendurskoðun og
umboðsmaður alþingis til að hafa eftirlit með fjársýslu
ríkisins annars vegar og opinberri stjórnsýslu hins veg-
ar.
Fyrirspurnaflóð frá þingmönnum um opinber fjármál
og störf ráðherra bendir til þess að þingmenn vantreysti
þessum stofnunum eða viti hreinlega ekki hvert er hlut-
verk þeirra. Þá hafa lögskýringar þingmanna í ofstopa-
fullum stíl ekkert raunverulegt gildi. Það er hlutverk
dómara að túlka lögin og úrskurða um inntak þeirra.
Þingmenn eru kjörnir til að setja lög. Stundum er
ákveðið í lögum að um ákveðin málefni sé ráðherrum
skylt að hafa samráð við þingnefndir á ákvörðunarstigi.
Þetta á við um ýmsar ákvarðanir utanríkisráðherra.
Löngum hefur verið deilt um hve víðtæk skylda hans um
samráð við utanríkismálanefnd er. Ekki er unnt að ráð-
ast í sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum án
aðkomu efnahags-og viðskiptanefndar þingsins og valda-
mikillar fjárlaganefndarinnar.
Þrátt fyrir að haft sé samráð við þingnefndir við töku
ákvarðana útilokar það ekki umræður um mál eftir að
ákvörðun er tekin og framkvæmd. Það fer hins vegar eft-
ir því hvaða kröfur þingmenn gera til gæða eigin afstöðu
og málflutnings hvernig þessum umræðum er háttað.
Eftir páska og fram að þinghléi vegna sveitarstjórn-
arkosninganna 14. maí sl. tóku stjórnarandstæðingar
stóryrta syrpu í þingsalnum um sölu á eignarhlut í Ís-
landsbanka. Hafi flokkarnir ætlað að efla frambjóðendur
sína og auka fylgið misheppnaðist
það – nema kannski hjá Pírötum.
Nú í þessari viku var tekin jafn-
vel stóryrtari syrpa í þingsalnum
vegna þess að ekki var unnt að
framkvæma ákvarðanir um brott-
vísanir þeirra sem dveljast hér
ólöglega á meðan strangar ferða-
reglur giltu í heimsfaraldrinum.
Þegar lönd kröfðust skírteinis
um PCR-próf af þeim sem þangað
komu bar svo við að einstaklingar
sem dvöldust hér ólöglega vegna
ákvörðunar yfirvalda neituðu að fara í PCR-próf og var
þess vegna ekki unnt að senda þá úr landi. Þetta er meg-
inuppistaðan í þeim 270 manna hópi sem nú bíður brott-
vísunar þegar krafa um PCR-próf vegna ferðalaga er úr
sögunni.
Lögbundinn gangur er þessi: Útlendingastofnun af-
greiðir umsókn á stjórnsýslustigi. Niðurstöðu hennar má
áfrýja til úrskurðarnefndar útlendingamála. Í ferlinu
nýtur hælisleitandi framfærslu og hefur löglærðan tals-
mann sér við hlið. Sé úrskurður umsækjanda í óhag ber
honum að hlíta honum og fara úr landi, að öðrum kosti
brýtur hann lög með dvöl sinni hér.
Stjórnarandstaðan vill að þessi lagaákvæði séu höfð að
engu. Forsætisráðherra sagði í útvarpsviðtali miðviku-
daginn 25. maí að það væri „mjög mikilvægt að horfa á
samsetningu þessa hóps, reyna að meta aðstæður“. Hóp-
urinn væri ekki einsleitur og yrðu málefnaleg sjónarmið
að ráða niðurstöðunni. Málið hefði verið unnið innan
gildandi laga sem samþykkt hefðu verið í víðtækri sátt.
Nýta skyldi svigrúm innan lagarammans til að fylgja
þeim meginleiðarljósum um mannúð sem mótuðu lögin.
Nú væri Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að fara yfir
þessi atriði.
Í orðum forsætisráðherra felst að farið sé að stjórn-
sýslulögum um meðalhóf. Það orð er ekki til í bókum
stjórnarandstöðunnar. Þar ræður ofstækið för. Í þing-
skapalögum ætti meðalhófsregla að gilda um þingmenn.
Löggjafar ekki álitsgjafar
Engu er líkara en þingmenn
hafi gleymt því að þeir eru
löggjafar en ekki álitsgjafar.
Hlutverk þeirra er að vinna
að lagasetningu og gerð form-
legra ályktana.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Við héldum upp á það á dögunum
að vera orðin fimmtíu ára stúd-
entar frá Menntaskólanum í
Reykjavík, fyrst árgangurinn 1972 á
sérstakri samkomu, síðan nokkrir
afmælisárgangar ásamt nýstúdent-
um. Eflaust henta fjölbrautirnar
ýmsum, en okkur fannst bekkjar-
fyrirkomulagið gott. Þegar ég var í
þriðja bekk, varð ég einn fárra
hægri manna til að greiða Davíð
Oddssyni atkvæði sem inspector
scholae, forseta nemendafélagsins,
en flestir vinstri menn skólans
studdu hann þá frekar en mótfram-
bjóðandann Þorvald Gylfason, og
eiga þeir sumir eflaust enn erfitt
með að fyrirgefa sér það. Ég studdi
líka árið eftir Geir H. Haarde, sem
tók við embættinu af Davíð.
Við hlutum afar trausta undir-
stöðu í Menntaskólanum, og flest
var þar í föstum skorðum. Einn
minnisstæðasti kennari minn var
Jón S. Guðmundsson, sem brýndi
fyrir okkur að skrifa vandaða ís-
lensku og fór af miklum þrótti yfir
eddukvæði, kafla úr Heimskringlu
og Egils sögu. Hann vitnaði oft í
kennara sinn í háskóla, Sigurð Nor-
dal, til dæmis um, að Laxdæla hefði
átt að heita Guðrúnar saga Ósvíf-
ursdóttur, að líklega hefði Þorgeir
Ljósvetningagoði ort Völuspá, þeg-
ar hann lá undir feldinum forðum,
og að kalla mætti það góða íslensku,
sem Jónas hefði skrifað og Konráð
samþykkt. Tveir svipmiklir og ötulir
kennarar mínir aðrir voru Ragn-
heiður Briem í þýsku og Ólöf Bene-
diktsdóttir í ensku. Guðni Guð-
mundsson rektor kenndi mér aldrei,
en hann stjórnaði skólanum rögg-
samlega. Hann var stundum hryss-
ingslegur, en raungóður undir niðri.
Því miður eru þrír bekkjar-
bræður mínir í sjötta bekk látnir,
dugnaðarforkurinn Gunnar Birg-
isson bæjarstjóri, Hlynur Ant-
onsson, sem ógæfan elti, þótt hann
væri hæfileikamaður, og Kjartan
Magnússon stærðfræðiprófessor,
víðlesinn öðlingur og góðvinur
minn.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Fimmtíu ára
stúdentar