Morgunblaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022 Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15 Smoothease línan frá Fantasie Dásamlega mjúk og saumlaus Toppurinn hentar 30-38 D-FF (SX-XL) er með léttum púða inní sem hægt er að taka úr. Nærbuxurnar eru aðeins í einni stærð en hentar 34-44 (ótrúlegt en satt) Toppur: 7.990 kr. Nærbuxur: 2.850 kr. S tuttu eftir innrás að innrás Rússa í Úkraínu hófst var gert heyrinkunnugt að hið margfrestaða ólympíu- skákmót mundi ekki fara fram í Moskvu eins og til stóð heldur í Chennai á Indlandi. Indverjar halda uppi vinsamlegum samskiptum við Rússa en þó er ljóst að Rússar munu ekki taka þátt í mótinu og sniðganga sumra aðildarþjóða FIDE þyrfti ekki að koma á óvart. Rússinn Sergei Kar- jakin hefur verið sviptur keppnisrétti í áskorendamótinu sem hefst í Bilbao á Spáni í næsta mánuði og í hans stað kemur Kínverjinn Liren Ding. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ólympíuskákmót fer fram í skugga styrjaldar og er þekktasta dæmið auðvitað ólympíumótið í Buenos Aires árið 1939 en það stóð yfir þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland. Sá at- burður er heldur ekki neinn sólskins- blettur í sögu Rússlands, því að viku fyrr var í Moskvu undirritaður hinn svokallaði Ribbentrop/Molotov- griðasáttmáli Þýskalands og Sovét- ríkjanna, sem sagnfræðingar eru sammála um að hafi rutt brautina fyr- ir vígvél þýsku nasistanna, 1. sept- ember árið 1939. En með því að Indverjar hafa brugðist svo vel við ósk vina sinn um flutning mótsins, beinist athyglin auðvitað að þessari merku skákþjóð sem hefur átt fjölmarga keppendur á síðustu Reykjavíkurskákmótum. Wisvanathan Anand er þjóðhetja þar í landi og einn þekktasti afreksmaður Indverja. Sigurvegari síðasta Reykjavíkurmóts, Rameshbabu Praggnanandhaa, náði að slá Magnús Carlsen úr keppni á Chessable- netmótinu sem Norðmenn stóðu fyrir og lauk á fimmtudaginn með sigri Li- ren Ding. Indverskir skákmenn eru upp til hópa afskaplega þægilegir ein- staklingar og Anand er þar engin undantekning. Hann bókstaflega ruddi brautina fyrir þróun skákar á Indlandi en langt fram eftir síðustu öld voru Indverjar ekkert sérstak- lega hátt skrifaðir á alþjóðavettvangi. Það breyttist allt þegar Anand kom fram á sjónarsviðið. Hann er einn af þessum mönnum, sem virðast eiga sérstaklega létt með að tefla, sem sannaðist á móti í Varsjá á dögunum en þar voru tefldar at- skákir og hraðskákir. Atskákirnar eru vitanlega innihaldsríkari en sigur gaf tvo vinninga/stig. Þar hlaut An- and sjö vinninga af níu mögulegum og vann Wesley So, Levon Aronjan og Úkraínumanninn Anton Korobov alla þrjá í innan við 30 leikjum. En heimamaðurinn Duda stóð uppi sem sigurvegari, hlaut samanlagt 24 vinn- inga af 36 mögulegum en Anand og Aronjan komu næstir með 23½ vinn- ing. Armeninn fékk eftirminnilega ráðningu í skákinni við Anand: Superbet Rapid – Varsjá 2022, 5. umferð: Levon Aronjan – Wisvanathan Anand Biskups byrjun 1. e4 e5 2. Bc4 Rf6 3. d3 Bc5 4. Rf3 d6 5. 0-0 0-0 6. c3 Bb6 7. Rbd2 c6 8. Bb3 He8 9. He1 Be6 10. Bc2 Rbd7 11. d4 Bg4 12. h3 Bh5 13. g4 Það er erfitt að þróða stöðuna með 13. Rf1 vegna 13. … Bxf3! 14. gxf3 Rh5 o.s.frv. 13. … Bg6 14. dxe5 Rxe5 15. Rxe5 Hxe5 16. Rc4? Ónákvæmni sem Anand er ekki lengi að notfæra sér. Eftir 16. Kg2 er staðan í jafnvægi. 16. … Rxe4! 17. Rxb6 Hann hefur sennilega gert ráð fyr- ir 17. … Dxb6 sem má svara með 18. Be3 og síðar kannski f2-f4. 17. … Rxf2! Sannkölluð sleggja 18. Kxf2 strandar á 18. … Dh4+ og vinnur. 18. Dd2 Dxb6 19. Hxe5 Rxg4 20. Kg2 Rxe5 21. Bxg6 hxg6 22. Dxd6 Db5 23. Dd1 Rd3 24. b3 Dd5 – og Aronjan gafst upp. Indverjar urðu við ósk Rússa um flutn- ing Ólympíumótsins Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Helgi Ólafsson Meistaramót Ingvar Wu Skarphéðinsson vann u-2.000 Elo-flokkinn á Meistaramóti Skákskóla Íslands um síðustu helgi. Birkir Hallmundarson vann svo u-1.500-flokkinn. Hér eru nokkrir ungir menn að tafli á mótinu. Svo sem öllum er kunnugt hafa íslensk stjórnvöld skorið á öll viðskiptatengsl við Rússland. Ef mér er rétt frá sagt, þá hefur sá gjörningur eyðilagt sölu á ýmsum fisk- afurðum þangað, svo og sölu á hrossakjöti og trúlega mörgu öðru. Hvað ég best veit, þá hafa Rússar svarað með því að loka fyrir sölu á ýmsum varningi til okkar m.a. timbri, járni og áburði. Þessar aðgerðir íslenskra stjórnvalda gefa til kynna að fremur vitsmunagrannar mann- eskjur séu í hópi ráðherra og al- þingismanna. Svona fólk virðist ekki hugsa fram í tímann og hefur eitthvað allt annað en hagsmuni íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi. Má og vera að mikill lærdóms- grunnur þeirra sem stefnuna marka byggist á allt öðru en því að þekkja íslenskt atvinnulíf og þörf margþætts reksturs og fram- kvæmda fyrir öruggum innflutn- ingi á vissum vörum. Fram undan virðist nú holskefla verðhækkana á ýmsum innfluttum vörum og hugsanlega alger skortur á öðrum. Eitt er að segja Rússum tæpi- tungulausa meiningu sína varð- andi Úkraínu – annað að dansa eins og strengjabrúða eftir fyr- irmælum ES, NATO og BNA og stórskaða þar með hagsmuni þjóð- arinnar í nútíð og næstu framtíð. Þegar að því kemur að við viljum hefja Rússaviðskipti á ný, sem verður sennilega ekki fyrr en við fáum „vink“ – samþykki erlendra afla – fyrir því, þá er ekki sjálf- gefið að Rússar vilji hefja versl- unarviðskipti við okkur á ný. Enn- fremur, ef Bretar (eða aðrir) endurtaka viðskipta- bannið sem þeir settu á okkur við útfærslu landhelginnar úr þremur mílum í fjór- ar árið 1952, þá get- um við ekki reiknað með að Rússar bjargi okkur frá efnahags- legu höggi með því að kaupa af okkur fisk- inn eins og þeir gerðu þá. Þegar við færðum landhelgina úr fjórum mílum í tólf (1958) var okkur mikill póli- tískur styrkur í afstöðu Rússa (Sovétmanna). Slíks stuðnings getum við ekki vænst frá þeim eftirleiðis. Og ef Bretar settu aft- ur á okkur hryðjuverkalög eins og þeir gerðu í upphafi hrunsins, þá verður einskis stuðnings að vænta frá Rússum. Ég óttast að fram undan sé vöruskortur og slík verðhækkun á innfluttum varningi að það leiði til efnahagslegra vandræða. Það er mín skoðun að það hefði verið hægt að gera þá viðskiptasamn- inga við Rússa, að ekki yrði skort- ur á vissum vörum og hugsanlega ásættanlegu eldsneytisverði. Sennilega er enn möguleiki á að gera slíkan samning. Vonandi gengur þessi ótti minn um vöruverð og skort ekki eftir. Ef það hins vegar gerist, þá er meginsökin hjá ríkisstjórninni. Stjórnvöld gæta ekki mataröryggis þjóðarinnar Eftir Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún » Fram undan virðist nú holskefla verð- hækkana á ýmsum inn- fluttum vörum og hugs- anlega alger skortur á öðrum. Gunnar Guðmundsson Höfundur er fræðimaður. Stefán Guðmundsson fæddist 24. maí 1932 á Sauðárkróki og ólst þar upp. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Sveinsson, f.1893, d. 1967, og Dýrleif Árnadóttir, f. 1899, d. 1993. Stefán hlaut meistararéttindi í húsasmíði 1959 og árið 1963 stofnaði hann ásamt fleirum Trésmiðjuna Borg hf. á Sauðár- króki og var framkvæmdastjóri hennar 1963-1971. Hann var framkvæmdastjóri Útgerðar- félags Skagfirðinga hf. 1971- 1981 og átti þátt í stofnun þess. Stefán sat í bæjarstjórn Sauðárkróks 1966-1982 og í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar 1998-2002. Hann var alþingismaður Framsókn- arflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra 1979-1999. Hann var formaður stjórnar Framkvæmdastofnunar ríkis- ins, síðar Byggðastofnunar 1983-1987. Þá sat Stefán í stjórn Steinullarverksmiðj- unnar hf. 1982-2011 og í stjórn Fiskiðju Sauðárkróks, nú Fisk Seafood hf., frá 1983 til dauða- dags. Hann var formaður Kaupfélags Skagfirðinga frá 1999 til dauðadags. Eiginkona Stefán var Hrafn- hildur Stefánsdóttir, f. 1937, d. 1998, verslunarmaður. Börn þeirra eru þrjú. Stefán lést 10.9. 2011. Merkir Íslendingar Stefán Guð- mundsson Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.