Morgunblaðið - 28.05.2022, Side 31
Atvinnuauglýsingar 569 1100
Verkefnastjóri
tækniþjónustu á
upplýsingatæknisviði
Háskólinn á Bifröst auglýsir lausa til umsóknar stöðu
verkefnastjóra tækniþjónustu á upplýsingatæknisviði
Háskólinn á Bifröst auglýsir eftir verkefnastjóra í tækniþjónustu á upplýsingatæknisviði. Við leitum að einstaklingi með þekkingu,
metnað og reynslu á sviði upplýsingatækniþjónustu sem hefur áhuga á þróun og uppbyggingu tækniumhverfis í stafrænu námi.
Háskólinn á Bifröst leggur áherslu á samþættingu fræða og framkvæmdar og er leiðandi í uppbyggingu hagnýts fjarnáms á
háskólastigi hér á landi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
•Umsjón með þjónustuborði upplýsingatæknisviðs og tæknibúnaði í fundarherbergjum, kennslustofum og í upptökuaðstöðu skólans.
•Greining, úrlausn og eftirfylgni verkefna og beiðna sem berast upplýsingatæknisviði
•Þróunar og umbótavinna í upplýsingatækni og notendaþjónustu.
•Val á tæknibúnaði ásamt uppsetningu, viðhaldi og þróun á tækniumhverfi.
•Tækniþjónusta á viðburðum á vegum skólans
•Þjálfun, ráðgjöf, og fræðsla á upplýsingatæknikerfum skólans, þróun á þjálfunar og upplýsingaefni ásamt almennri tölvuþjálfun.
Menntunar- og hæfniskröfur:
•Reynsla sem nýtist í starfi
•Framúrskarandi þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og ábyrgðarkennd við úrlausn verkefna.
•Áhugi og reynsla af framþróun í upplýsingatækni, þekking á háskólaumhverfi er kostur
•Mjög góð almenn tölvukunnátta og þekking á Microsoft Windows umhverfi, Microsoft vottuð þekking er kostur.
•Geta til að takast við tæknileg vandamál, greina og leysa
•Þekking á verkefna- og þjónustustjórnun er kostur. (ITIL, PRINCE2)
•Menntun sem nýtist í starfi, t.d. kerfisfræði, tölvunarfræði, upplýsingatækni- eða iðnmenntun
Umsókn: Með umsókn fylgi ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem lýst er reynslu sem nýtist í starfi. Aðalstarfsstöð er
á Bifröst en starfið getur einnig unnist að hluta í fjarvinnu.
Starfsaðstaða er á Bifröst og á skrifstofum skólans í Reykjavík
Nánari upplýsingar Auðbjörg Jakobsdóttir, þjónustustjóri upplýsingatækni, upplysingataekni@bifrost.is, sími 433-
3000 eða Hulda Dóra Styrmisdóttir mannauðsstjóri, mannaudsstjori@bifrost.is. Umsóknir skilist inn á umsóknarvefnum
Alfred.is.
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2022. bifrost.is
Deildarstjóri afgreiðsludeildar
Menntasjóður námsmanna (MSNM)
er félagslegur jöfnunarsjóður sem
hefur það að markmiði að tryggja
námsmönnum í lánshæfu námi jöfn
tækifæri til náms, án tillits til efnahags
og stöðu að öðru leyti, með því að
veita námsmönnum fjárhagslega
aðstoð í formi námslána og styrkja.
Hjá Menntasjóði námsmanna starfa
um 40 starfsmenn.
Gildi sjóðsins eru: fagmennska,
samstarf og framsækni.
Nánari upplýsingar má finna á:
www.menntasjodur.is.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is)
í síma 511 1225.
• Stjórnun og ábyrgð á starfsemi deildarinnar
• Ábyrgð á daglegri umsýslu og mótun verklagsreglna
um móttöku og meðferð erinda
• Umsjón með skjalavörslu sjóðsins og skilum gagna til
Þjóðskjalasafns
• Ráðgjöf og fræðsla til starfsmanna vegna rafrænnar
stjórnsýslu og skjalavörslu
• Ábyrgð á innri- og ytri vef MSNM
• Umsjón með útsendingum og skönnun á uppgreiddum
skuldabréfum
• Ábyrgð á símsvörun og afgreiðslu
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
Framlengdur umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf
(hvort tveggja á íslensku), þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til
að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við Fræðagarð stéttarfélag. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í sex
mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
• Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. á sviði bókasafns-
og upplýsingafræði eða sambærilegt
• Reynsla af skjalastjórnun er skilyrði og reynsla af
notkun rafrænna skjalavistunarkerfa er kostur
• Reynsla af stjórnun og eftirfylgni verkefna er kostur
• Mjög góð tölvufærni
• Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og
lausnamiðuð hugsun
• Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
• Frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Menntasjóður námsmanna óskar eftir að ráðametnaðarfullan leiðtogameð yfirgripsmikla þekkingu og brennandi
áhuga á skjalamálum og rafrænni þjónustu. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið
störf sem fyrst.