Morgunblaðið - 28.05.2022, Side 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022
Lengjudeild karla
Fjölnir – Kórdrengir................................ 1:1
HK – Afturelding ..................................... 2:0
Selfoss – Þróttur V................................... 4:0
Staðan:
Selfoss 4 3 1 0 10:4 10
Fylkir 3 2 1 0 9:4 7
Fjölnir 4 2 1 1 10:7 7
Grótta 3 2 0 1 8:2 6
HK 4 2 0 2 7:6 6
Grindavík 3 1 2 0 5:2 5
Kórdrengir 4 1 2 1 4:3 5
Þór 3 1 1 1 3:5 4
Vestri 3 1 1 1 3:6 4
Afturelding 4 0 2 2 2:6 2
Þróttur V. 4 0 1 3 1:11 1
KV 3 0 0 3 2:8 0
3. deild karla
ÍH – Elliði.................................................. 1:3
KH – Augnablik........................................ 0:2
Staðan:
Dalvík/Reynir 3 3 0 0 10:3 9
Elliði 4 2 1 1 5:3 7
Augnablik 4 2 1 1 5:4 7
Kormákur/Hvöt 3 2 0 1 7:4 6
KFG 3 2 0 1 5:2 6
Víðir 3 2 0 1 4:3 6
Vængir Júpiters 3 2 0 1 3:3 6
Sindri 3 1 1 1 5:5 4
Kári 3 1 1 1 4:4 4
KFS 3 1 0 2 4:7 3
ÍH 4 0 0 4 7:12 0
KH 4 0 0 4 1:10 0
Mjólkurbikar kvenna
16-liða úrslit:
Þróttur R. – Víkingur R........................... 2:1
Svíþjóð
Örebro – Eskilstuna ................................ 1:0
- Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leik-
inn með Örebro.
Staðan:
Rosengård 10 7 3 0 25:8 24
Häcken 10 6 4 0 20:7 22
Linköping 10 7 1 2 20:8 22
Vittsjö 10 5 4 1 12:9 19
Eskilstuna 11 6 1 4 14:12 19
Kristianstad 10 5 3 2 22:11 18
Örebro 11 5 0 6 12:14 15
Piteå 10 4 2 4 15:12 14
Hammarby 10 4 1 5 12:19 13
Djurgarden 10 4 0 6 15:18 12
Kalmar 10 3 0 7 11:21 9
Umeå 10 2 1 7 10:19 7
Brommapojkarna 10 2 0 8 8:20 6
AIK 10 1 0 9 7:25 3
Spánn
C-deild:
Real Madrid B – Real Betis B................. 4:0
- Andri Lucas Guðjohnsen lék seinni hálf-
leikinn með Real og skoraði fjórða mark
liðsins.
0-'**5746-'
Þýskaland
B-deild:
Gummersbach – Rimpar .................... 29:23
- Elliði Snær Viðarsson skoraði 4 mörk
fyrir Gummersbach en Hákon Daði Styrm-
isson er frá vegna meiðsla. Guðjón Valur
Sigurðsson þjálfar liðið sem hefur þegar
tryggt sér sigur í deildinni og sæti í 1. deild.
Dormagen – Aue.................................. 28:21
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 1
mark fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði 1 skot í marki Aue sem er neðst og
fallið úr deildinni þegar tveimur umferðum
er ólokið.
Hagen – Coburg................................... 26:31
- Tumi Steinn Rúnarsson skoraði ekki fyr-
ir Coburg sem er í 11. sæti.
Frakkland
Cesson Rennes – Aix ........................... 28:25
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði 3
mörk fyrir Aix sem er í þriðja sæti þegar
þrjár umferðir eru eftir.
Montpellier – Nantes .......................... 27:29
- Ólafur Andrés Guðmundsson lék ekki
með Montpellier vegna meiðsla. Liðið er í
fimmta sæti.
Nancy – Chartres ................................ 34:31
- Elvar Ásgeirsson lék ekki með Nancy
sem er neðst og þremur stigum frá öruggu
sæti.
Svíþjóð
Fjórði úrslitaleikur:
Ystad IF – Skövde................... 42:42 (47:46)
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 8
mörk fyrir Skövde.
_ Ystad vann einvígið 3:1 og er sænskur
meistari.
$'-39,/*"
Ítalía
Undanúrslit, fyrsti leikur:
Virtus Bologna – Dethrona Tortona 77:73
- Elvar Már Friðriksson var ekki í leik-
mannahópi Dethrona Tortona að þessu
sinni.
Úrslitakeppni NBA
Vesturdeild, fimmti úrslitaleikur:
Golden State – Dallas....................... 120:110
_ Golden State vann einvígið 4:1 og mætir
Boston eða Miami í lokaúrslitunum um
NBA-meistaratitilinn.
086&(9,/*"
var ég látin fara frá Courage þegar
það voru aðeins þrír dagar eftir af
alþjóðlega félagaskiptaglugganum.
Því var ég á fullu að reyna að finna
mér umboðsmann þar sem ég var
ekki með slíkan á þeim tímapunkti,
og leita að tækifærum til þess að fá
að spila. Vinkona mín lék með liði á
Íslandi, hún naut þess til hins ýtr-
asta, og svo hafa nokkrir liðsfélagar
mínir í gegnum tíðina, markverðir
og útispilarar, spilað á Íslandi þann-
ig að ég hafði þá þegar mjög góða
sýn á hvernig það yrði að vera hér.
Svo þegar tækifærið barst þá heils-
aði ég upp á Gunnar [Magnús Jóns-
son þjálfara] og hann sagði mér frá
Keflavík. Ég ræddi við hann á zoom,
hann sagði mér að þau væru í leit að
markverði og hefðu áhuga á mér.
Þetta var á fimmtudegi og nokkrum
zoom-símtölum síðar skrifaði ég
undir samninginn á sunnudegi.
Þetta tók mjög fljótt af en fyrir
mig var það mjög þýðingarmikið að
eiga þessi zoom-símtöl því þá færðu
tilfinningu fyrir manneskjunni sem
þú ert að ræða við og mér leið strax
eins og ég gæti passað vel inn í hóp-
inn, að Gunni og Sævar gætu þjálfað
mig. Mér fannst það rökrétt og ég
skuldbatt mig þá og þar,“ sagði
Samantha.
Alltaf rými fyrir bætingar
Spurð hvort hún væri ánægð með
eigin frammistöðu í leikjunum sex
hingað til sagði hún: „Ég er mjög
gagnrýnin manneskja en ég myndi
segja það. Látum ekki svona, þú ert
að taka viðtal við mig fyrir dagblað,
þannig að ég er ánægð og mjög
þakklát. Ég votta Guði þakklæti. En
ég mun halda áfram að líta á mynd-
bandsupptökur og reyna að taka
betri ákvarðanir, koma boltanum
betur frá mér og hjálpa liðsfélögum
mínum. Það er alltaf rými fyrir bæt-
ingar en já, ég er ánægð með
frammistöðu mína hingað til.“
Keflavík hefur ekki gengið nægi-
lega vel að undanförnu eftir að hafa
byrjað vel en Samantha telur liðið þó
á réttri leið. Hvar í Bestu deildinni
telur hún að Keflavík muni enda í
lok tímabils?
„Hugrökk spurning! Hugrökk
spurning kallar á hugrakkt svar ekki
satt? Ég tel að við munum enda ofar
en liðið gerði á síðasta tímabili. Ég
vil ekki nefna neitt ákveðið sæti en
ég trúi því. Ég tel að við munum
gera betur en fólk heldur. Það er
allavega það sem ég stefni á,“ sagði
Samantha Leshnak Murphy.
„Líður eins
og heima
hjá mér“
- Bandaríski markvörðurinn hefur
leikið afar vel fyrir lið Keflavíkur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Markvörður Samantha Leshnak hefur reynst Keflvíkingum góður lið-
styrkur og hún átti drjúgan þátt í góðri byrjun liðsins á Íslandsmótinu.
BEST Í MAÍ
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Bandaríkjakonan Samantha Les-
hnak Murphy, markvörður kvenna-
liðs Keflavíkur í knattspyrnu, er
leikmaður maímánaðar að mati
Morgunblaðsins eftir að hafa unnið
sér inn 7 M í einkunnagjöf blaðsins í
fyrstu sex leikjum tímabilsins. Hef-
ur hún fengið sjö mörk á sig í leikj-
unum og haldið marki sínu hreinu í
þremur þeirra.
„Þetta er svo mikill heiður. Ég er
markvörður, þannig að hversu oft
mun þetta gerast? Þetta er mikill
heiður og ég reyni alltaf að gera mitt
besta fyrir liðið mitt þegar ég er á
æfingu og úti á velli að spila. Ég verð
að gefa Keflavík kredit, Hirti [Fjeld-
sted], Óskari [Rúnarssyni] og auð-
vitað Sævari [Júlíussyni], sem er
markmannsþjálfarinn minn. Ég
kalla hann Jódann minn af því að
hann er svo vitur, hann veit bara
allt!“ sagði Samantha í samtali við
Morgunblaðið.
„Mér hefur bara liðið eins og ég sé
heima hjá mér. Ég tel að ég hafi náð
að standa mig eins vel og ég vildi, ég
hef ekki á nokkurn hátt spilað full-
komlega og það er margt sem ég
þarf að bæta, en þetta hefur reynst
mér frábært umhverfi hvort sem um
er að ræða þjálfunina eða stelp-
urnar. Ég verð að gefa Keflavík
kredit og öllum hér, frá toppi til tá-
ar, Bennýju [Benediktu Benedikts-
dóttur] og Kalla [Karli Magnússyni],
öllum. Það er búið að vera frábært
hérna og ég er bara himinlifandi
með þetta satt að segja,“ hélt hún
áfram.
Tók mjög fljótt af
Samantha, sem er 25 ára gömul,
hóf meistaraflokksferil sinn með
North Carolina Tar Heels, knatt-
spyrnuliði Norður-Karólínu-háskóla
í Chapel Hill, þar sem hún lék um
tæplega fjögurra ára skeið. Hún var
ekki valin í nýliðavali NWSL-
deildarinnar í Bandaríkjunum í jan-
úar 2019 en nokkrum mánuðum síð-
ar samdi hún þó við North Carolina
Courage í deildinni, þar sem hún lék
tvo leiki og varð meistari með liðinu
á sínu fyrsta tímabili.
Hún kvaðst þakklát fyrir að hafa
fengið tækifæri til þess að koma til
Íslands og leika með Keflavík eftir
að hafa ekkert fengið að spila með
Courage á síðasta ári.
„Svo ég sé fullkomlega hreinskilin
Samantha Leshnak, bandarískur markvörður Keflvíkinga, var besti leik-
maðurinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í maímánuði samkvæmt einkunna-
gjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni.
Samantha, sem kom til liðs við Keflvíkinga stuttu áður en Íslandsmótið
hófst, hefur varið mark liðsins mjög vel og samtals fengið 7 M fyrir
frammistöðu sína í fyrstu sex leikjum liðsins. Þar af fékk hún þrjú M fyrir
einstaklega góðan leik þegar Keflavík vann óvæntan sigur á Breiðabliki,
1:0, í annarri umferð deildarinnar.
Topplið Vals á fjóra leikmenn í úrvalsliði maímánaðar, sem sjá má hér
fyrir ofan og er byggt á M-gjöfinni, og einn leikmann til viðbótar á vara-
mannabekknum. Arna Sif Ásgrímsdóttir miðvörður úr Val og Brenna Lo-
vera framherji frá Selfossi eru næsthæstar í einkunnagjöfinni en þær
fengu 6 M hvor í maímánuði. vs@mbl.is
Lið maímánaðar hjá Morgunblaðinu
í Bestu deild kvenna 2022
VARAMENN:
Íris Dögg Gunnarsd. 3 1 Þróttur
HaleyThomas 4 2 ÍBV
Mist Edvardsd. 4 1 Valur
Sif Atladóttir 4 1 Selfoss
Arna Eiríksdóttir 4 1 Þór/KA
Hildur Antonsd. 4 1 Breiðablik
Olga Sevcova 2 1 ÍBV
3-5-2 Hversu oft leikmaður hefur
verið valinn í lið umferðarinnar
2
Fjöldi sem leik-
maður hefur fengið
2
Samantha Leshnak
Keflavík
Jasmín Erla
Ingadóttir
Stjarnan
Þórdís Hrönn
Sigfúsdóttir
Valur
Ingibjörg Lúcía
Ragnarsdóttir
Stjarnan
Ásdís Karen
Halldórsdóttir
Valur
Ameera Hussen
ÍBV
Brenna Lovera
Selfoss
Elísa Viðarsdóttir
Valur Arna Sif
Ásgrímsdóttir
Valur
Danielle Marcano
Þróttur
Júlíana Sveinsdóttir
ÍBV
3
7
3
5
3
6
2
4
2
5
4
2
1
5
2
5
3
5
1
5
2
6
Samantha var best í maí
_ Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liv-
erpool gerir sér góðar vonir um að
miðjumennirnir öflugu Thiago og Fab-
inho geti tekið þátt í úrslitaleik Meist-
aradeildar Evrópu gegn Real Madrid á
Stade de France í París í kvöld. Þeir
hafa glímt við meiðsli en fóru báðir
með enska liðinu til Parísar í gær.
_ Sadio Mané, lykilmaður Liverpool,
hefur verið orðaður við Bayern Münc-
hen í aðdraganda leiksins. Klopp segir
það ekki angra sig. „Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem
orðrómar um Bay-
ern München
koma upp fyrir
stórleik. Þetta er
ekkert vandamál.
Mér er alveg sama
um Bayern Münc-
hen orðrómana.
Sadio er að ein-
beita sér að þessum leik. Hann veit
hvað þetta er mikilvægur leikur. Sadio
er í besta formi lífs síns og það er
gaman að fylgjast með honum í leikj-
um og á æfingum,“ sagði Klopp. Hann
tók það einnig fram að stemningin í
leikmannahópi Liverpool væri afar
góð.
_ Golden State Warriors tryggði sér í
fyrrinótt meistaratitil Vesturdeildar
NBA í körfubolta með því að sigra Dall-
as Mavericks 120:110 í fimmtu við-
ureign liðanna. Einvígið endaði því 4:1
fyrir Golden State sem mætir ann-
aðhvort Boston Celtics eða Miami
Heat í lokaúrslitunum. Klay Thomp-
son fór fyrir Golden State og skoraði
32 stig. Slóveninn Luka Doncic skor-
aði 28 stig fyrir Dallas og Spencer
Dinwiddie 26.
_ Daníel Ágúst Halldórsson, sem var
valinn efnilegasti leikmaður 1. deildar
karla í körfubolta í vetur, þar sem hann
lék með Fjölni, er genginn til liðs við
úrvalsdeildarlið Þórs í Þorlákshöfn.
Daníel er 17 ára gamall og skoraði 14,3
stig að meðaltali, tók 5,4 fráköst og
gaf 5,6 stoðsendingar í leikjum Fjölnis
í 1. deildinni í
vetur.
_ Andri Lu-
cas Guðjohn-
sen skoraði
síðasta mark
varaliðs Real
Madrid í
spænsku C-
deildinni í
knattspyrnu á keppnistímabilinu þeg-
ar liðið vann varalið Real Betis, 4:0, í
lokaumferðinni í gær. Hann skoraði
þar með fjögur mörk fyrir liðið á tíma-
bilinu og spilaði alls 20 leiki af 38. Lið
Andorra vann riðilinn og tryggði sér
sæti í B-deildinni og Albacete, sem Ís-
lendingurinn Diego Jóhannesson
leikur með, endar í öðru eða þriðja
Eitt
ogannað