Morgunblaðið - 28.05.2022, Síða 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
“Top Gun: Maverick is outstanding.”
“Breathtaking”
“It’s the BEST MOVIE OF THE YEAR!”
“Might be the best movie in 10 years.”
“Top Gun: Maverick is fantastic.” “Best Action Sequel Of All Time”
“What going to the movies is all about”
“You must see this one in the theater.”
“a must see!”
U S A TO D AY
72%
Empire Rolling StoneLA Times
STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND
ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER.SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
BENEDICT
CUMBERBATCH
ELIZABETH
OLSEN
chiwetel
ejiofor
BENEDICT
WONG
xochitl
gomez
MICHAEL
STÜHLBARG
RACHEL
MCadams
96%
Empire
The Playlist BBC The sun
Total FilmRogerEbert.com
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Gleðin fyllti troðfullan og sveitt-
an Húrra um síðustu helgi
þegar keppt var til úrslita í
Wacken-hljómsveitakeppninni. Sjö
sveitir léku þá til úrslita á meðan sig-
urvegarinn árið 2019, Morpholith, sá
um að hita upp salinn. Hin ógurlega
Misþyrming sleit þá kvöldi.
Já, þetta er búin að vera löng og
ströng bið en kófið sá til þess að þrjú
ár eru síðan téð keppni fór síðast
fram. Þorsteinn Kolbeinsson hefur
frá upphafi, eða síðan 2009, haft veg
og vanda af skipulagningu keppn-
innar hér á landi. Þorsteinn hefur
borið gæfu til að sjá stóru myndina
og hefur iðulega snúið keppninni upp
í fjölæran viðburð sem styrkir við ís-
lensku öfgarokkssenuna. Með öðrum
orðum, keppnin sem slík er ekki aðal-
atriðið þannig lagað. T.a.m. hefur
Þorsteinn verið duglegur að fá er-
lenda blaðamenn, gagnrýnendur og
fólk með stöðu í hinum alþjóðlega
þungarokksbransa til að koma til
landsins og taka þátt í keppinni sem
dómarar. Meðfram þessu kynnir
Þorsteinn viðkomandi fólk fyrir
sveitunum, hefur ofan af fyrir þeim
með útsýnisferðum og slíku og sáir
þannig fræjum beggja vegna borðs.
Samningar, tónleikaferðalög og
almenn athygli hefur sprottið upp úr
þessu havaríi, senunni hér til mikilla
hagsbóta.
Viðburðir eins og Wacken-
keppnin gefa fólki líka tækifæri til að
skoða hvernig senan lítur út í dag,
taka „smakk“ ef svo mætti segja. Og
Málmsendiherrar Íslands
Ljósmynd/Hrafnkell Tumi og Hilmir Árnason.
sveitirnar á laugardaginn sýndu vel
fjölskrúðugheitin sem hér þrífast.
Dauðarokkshundarnir dásamlegu í
Devine Defilement kepptu t.d. ásamt
riffasúpumeisturunum í Merkúr og
síðmálmskjarnasveitinni Krownest.
Svartþungarokkið fékk þá líka að
fljúga (Forsmán), einslags melódískt
nýdauðarokk með dassi af málm-
kjarna (Holdris) og svo melódískt,
framsækið „atmósferískt“ svart-
þungarokk (Vögel). Engar tvær
sveitir því eins og dásamlegt að Frón
búi yfir svona litríkri sköpun í öfga-
rokkinu.
Það var hins vegar Múr sem bar
sigur úr býtum. Bíðið við, ætla að
drekka aðeins af skilgreiningabik-
arnum. Hér fór epískt og atmósfer-
ískt öfgarokk með vísunum í Opeth
og Sólstafi t.a.m. Ég setti mig í sam-
band við Kára Haraldsson, leiðtoga
Múrs, en hann leikur þar á hljóm-
borðsgítar og syngur. Hann var að
vonum kátur, búinn að vinna Wack-
en-keppnina en auk þess útskrifaðist
hann úr MÍT fyrr í mánuðinum. Kári
var svo vinsamlegur að leyfa mér að
heyra prufuupptökur af nokkrum
lögum sem eru í vinnslu fyrir breið-
skífu. Tvö þeirra, „Heimsslit“ og
„Holskefla“, voru spiluð síðasta laug-
ardagskvöld. Hið fyrrnefnda, tíu
mínútur, er ógurlegt, smávegis Sól-
stafir í gangi en líka níðþung riff og
bæði dómsdagssprettir („doom“) og
drunutilþrif („drone“). Og íslenskar
kvæðavísanir í bláendann. Eftirtekt-
arvert er hversu vel lagið er samið og
útsett, það er tónskáldablær yfir
mætti segja (þess má geta að Kári á
tónlistina í kvikmyndinni Harmur
sem frumsýnd var fyrir stuttu). Svip-
að má segja um „Holskeflu“, mel-
ódískt öfgarokk í ætt við Opeth. Kári
segir að lokaútgáfa laganna liggi ekki
fyrir og sum séu eldri en önnur. Í lög-
unum sem eru aukreitis við þessi
(„Eldhaf“ og „Frelsari“) má heyra
áhrif frá Anathema og Sigur Rós
t.a.m.
Prufuupptökur eða ekki, allt
saman er þetta einkar lofandi verð ég
að segja og ekki undarlegt að Múr
hafi hrósað sigri. Ég óska þeim góðs
gengis, bæði hér heima og erlendis
næstu misseri. Öfgarokkið er greini-
lega í ágætis málum um þessar
mundir og kófið hafði greinilega lítil
áhrif og hefur mögulega bara byggt
undir þessa sköpun sem nú er að
ryðjast upp á yfirborðið.
»
Hið fyrrnefnda, tíu
mínútur, er óg-
urlegt, smávegis Sól-
stafir í gangi en líka níð-
þung riff og bæði
dómsdagssprettir
(„doom“) og drunutilþrif
(„drone“).
Þungarokkssveitin Múr
sigraði í Íslandsriðli
keppninnar Wacken
Metal Battle sem fram
fór um síðastliðna helgi
á Húrra. Ljóst er að
gróska mikil einkennir
íslenskt öfgarokk.
Reffilegir Meðlimir Múrs
munu spila á Wacken í sumar.
Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmason-
ar, Volaða land, hefur fengið afar
góðar viðtökur á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes þar sem hún var frum-
sýnd fyrir fáeinum dögum. Myndin
er í aðaldagskrá hátíðarinnar, í
flokki Un Certain Regard og hafa
gagnrýnendur verið afar jákvæðir í
sínum dómum. Átján virtir kvik-
myndagagnrýnendur hafa ausið
myndina lofi og er hún með hæstu
meðaleinkunnina af öllum í sínum
flokki, 4,17 af fimm mögulegum,
eins og sjá má á stigatöflu ICS-
gagnrýnendasamtakanna á vef Int-
ernational Cinephile Society, ics-
film.org. Skýtur myndin einnig
þeim sem eru í aðalkeppninni ref
fyrir rass því engin þeirra fær svo
háa meðalstjörnugjöf.
Volaða land heillar
gagnrýnendur
Í Cannes Hlynur Pálmason leikstjóri.
Simon McBurn-
ey, einn virtasti
leikstjóri heims,
er þessa dagana
að vinna í Þjóð-
leikhúsinu að
þróun sýningar
sinnar sem frum-
sýnd verður í
London á næsta
ári og er byggð á
skáldsögu nóbelsverðlaunahafans
Olgu Tokarczuk, Drag plóg þinn
yfir bein hinna dauðu, að því er
fram kemur í tilkynningu frá leik-
húsinu. Er Þóðleikhúsið samstarfs-
aðili hins virta leikhóps Complicité,
Odéon-leikhússins í París o.fl. um
þessa alþjóðlegu sýningu sem sýnd
verður víða um lönd á næsta ári og
þá m.a. í Þjóðleikhúsinu. Compli-
cité er sagður einn virtasti leik-
hópur Evrópu og hefur hann hlotið
yfir 50 eftirsótt leiklistarverðlaun.
Einn virtasti leik-
hópur Evrópu
Simon McBurney