Morgunblaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022 ✝ Nanna Hlín Pétursdóttir fæddist 4. ágúst 1930 á Kvíabóli Norðfirði (í Nes- kaupstað). Hún lést á Kvíabóli 23. maí 2022. For- eldrar: Guðrún Ei- ríksdóttir, húsmóðir á Kvía- bóli í Neskaup- stað, f. 9.9. 1897 í Sandvík, Norðfjarðarhreppi, ættuð úr Meðallandi í Vestur- Skaftafellssýslu, d. 5. apríl 1994 í Neskaupstað, og Pétur Ragnar Sveinbjörnsson, f. 15.12. 1895 í Neskaupstað, sjó- maður og útgerðarmaður í Neskaupstað. Pétur og Guð- rún bjuggu á Kvíabóli. Hann drukknaði þegar mb. Frið- þjófur frækni fórst í Norðfirði 26.4. 1933. Þá varð Guðrún móðir Nönnu ekkja með 7 börn fædd á árunum 1918- 1932, þau ólust þau upp hjá móður sinni á Kvíabóli. Nanna hélt heimili með móður sinni og bjó áfram á Kvíabóli eftir 1951-1952. Á unglingsárunum vann hún um tíma í Verslun Sigfúsar Sveinssonar. Eftir það vann hún um tíma á skrifstofunni hjá Drátt- arbrautinni. Guðröður kaup- félagsstjóri náði að sannfæra hana um að vinna í Kaup- félaginu Fram, þar vann Nanna í áratugi, fyrir utan tímann sem hún var á Lauga- landi og tvo vetur, eftir að Hallgrímur bróðir hennar missti fyrri konuna frá unga syninum, þá héldu þær mæðg- ur heimili fyrir feðgana og Nanna vann í Kaupfélagi Hafnarfjarðar hjá Ragnari bróður sínum, sem þar var kaupfélagsstjóri. Nanna end- aði starfsferilinn hjá hjón- unum Víglundi og Jónu, í versluninni Við lækinn, í Nes- kaupstað, fyrir u.þ.b. 20 ár- um. Undanfarin ár hjálpaði hún Pjetri við ýmislegt sem sneri að gistiheimilinu hans og versluninni Tónspil. Hún stýrði heimilinu á Kvíabóli til dánardags. Jarðarförin fer fram í Norðfjarðarkirkju í dag, 1. júní, kl. 14. Athöfninni verður streymt á Facebook-síðu Norðfjarðar- kirkju. Hlekk frá streymi má einnig nálgast á: https://www.mbl.is/andlat. hennar dag, til eigin dánardags. Nanna og bræð- ur hennar voru 4. ættliðurinn sem bjó á Kvíabóli. Þar búa nú 5. og 6. ættliðir. Bræður Nönnu: Eiríkur, f. 19. apríl 1918, d. 7. janúar 2003, Ragnar, f. 21. október 1919, d. 4. nóvember 2013, Sveinþór, f. 5. apríl 1922, d. 7. febrúar 2013, Hall- grímur, f. 9. nóvember 1925, d. 4. desember 2019, Jens Gunnar, f. 1. janúar 1928 d. 17. janúar 1998, Pétur Ragn- ar, f. 26. ágúst 1932. Mæðg- urnar Guðrún og Nanna ólu upp son Hallgríms, Pjetur Sævar, frá fyrra hjónabandi, eftir að móðir hans lést af slysförum, þegar hann var á fyrsta ári. Nanna gekk í Barnaskóla og Gagnfræðaskóla í Nes- kaupstað, hún fór í Hús- mæðraskólann á Laugalandi Ég mun aldrei gleyma árun- um sem við eyddum saman í allt mögulegt. Eins og þegar ég var lítil og þú komst að sækja mig á leikskólann. Við vörðum heilu klukkustundunum í að teikna, mála, spila borðvist, perla, sitja úti og spjalla, vera úti á palli í fótbolta, dansa og horfa á mynd- ir/þætti á meðan við borðuðum popp og íspinna. Ég fór líka oft með þér og Pjetri á rúntinn að borða ís og gefa öndunum brauð. Svo fórum við líka í berjamó öll þrjú og urðum blá í kringum munninn. Það var líka svo gaman að hlusta á sögurnar frá því þegar þú varst yngri. Ég gat alltaf leitað til þín og þú varst alltaf til staðar. Þú varst alltaf tilbúin að gera allt fyrir alla og áttir alltaf nóg til að gera mann pakksaddan. Ég er alveg viss um að allir sem hafa kynnst þér eru að ei- lífu þakklátir. Vinir og vinkonur mínar voru alltaf velkomin til þín. Þú varst mér eins og amma. Varst og verður alltaf besta vin- kona mín. Ég verð alltaf glöð að hafa getað alist upp með þig við hlið mér. Ég mun elska þig að eilífu Nanna og mun aldrei, aldrei nokkurn tímann gleyma þér. Þín Katla. Nú eru miklar breytingar á Kvíabóli. Nanna föðursystir mín, sem bjó þar allan sinn langa aldur, hefur kvatt þetta líf. Hún var eina systirin í sjö barna hópi Guðrúnar ömmu og Péturs afa. Nanna var á þriðja ári þegar faðir hennar fórst með bátnum Friðþjófi frækna og var næstyngst af börnunum. Næst- ur fyrir ofan hana í aldursröð var faðir minn. Þau systkinin bjuggu alla tíð á Kvíabóli, einnig Eiríkur sem var elstur. Nanna og Eiríkur voru bæði ógift og barnlaus. Amma og Nanna ólu upp elsta son Hallgríms, hann Pjetur, sem missti móður sína þegar hann var á fyrsta ári. Nanna og Pjetur voru mjög ná- in. Ég fæddist og ólst upp á Ísa- firði, en fyrsta ferð okkar mæðgna austur á Norðfjörð, til að heimsækja ættingjana, var þegar ég var eins árs, þar steig ég mín fyrstu spor. Móðursystir mín og nafna bjó þá á Norðfirði, auk fólksins míns á Kvíabóli. Nanna reyndist mér alltaf mjög vel, hún hélt vel utan um allt sem tengdist okkur ættingjun- um, myndir, sögur og fleira. Nanna var dugleg að taka myndir, merkja þær með sinni fallegu rithönd og senda okkur. Hún vann í Kaupfélaginu Fram í áratugi. Þangað var gaman að koma, Nanna og samstarfskonur hennar voru allar svo flottar, búðin fín og mikið vöruúrval. Ég og síðan fjölskylda mín nutum góðs af því í formi gjafa frá þeim mæðgum. Hún passaði upp á afmælisdaga og þess háttar. Hún hringdi gjarnan í mig þeg- ar eitthvert okkar átti afmæli. Þegar ég var tíu ára fór ég í fyrsta sinn ein austur og var haldið upp á afmælið mitt þar. Nanna bakaði dýrindis kökur og tertur, tók svo að sjálfsögðu myndir sem eru mér mjög dýr- mætar. Þá hitti ég í fyrsta sinn litla bróður minn, sem var tæp- lega tveggja ára. Hann fékk gott atlæti hjá ömmu og Nönnu, síðan bættist systir okkar við tveimur árum seinna. Hún heitir seinna nafni móðursystur okkar. Á þeim árum voru margir á Kvíabóli, amma, Nanna, Siggi bróðir ömmu, Eiki og Pjetur auk pabba og fjölskyldu. Ég fékk að gista í herberginu hjá ömmu og Nönnu. Þar fór vel um mig. Nanna sá til þess að ég hefði nóg að gera, það voru keyptar dúkkulísur, litabækur og svo leyfði amma mér að þræða tölurnar sínar upp á tvinna, það þótti mér mjög skemmtileg iðja. Þegar heim var komið bað ég móðurömmu mína að leyfa mér það sama með hennar tölusafn, en það var ekki í boði. Dætur mínar nutu þess líka að eiga Nönnu að. Síðan bættust barnabörnin við, en því miður tókst okkur aldrei að leiða þau saman þar sem þau hafa búið í Danmörku á annan áratug. Nanna saumaði falleg náttföt á dótturdætur mínar, þegar þær voru litlar. Bróðir minn og fjölskylda hafa búið á Kvíabóli og notið góðs af góðri frænku. Katla dóttir þeirra á eftir að sakna samvistanna við Nönnu okkar, en þær voru mjög nánar. Við hjónin nutum þess að vera með þeim í fyrra þegar Katla var fermd. Hún fermdist meira að segja á gamla vinnustaðnum hennar Nönnu. Myndirnar og minningarnar ylja. Elsku Nanna, fallega góða frænka, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín verður minnst og sakn- að. Þín bróðurdóttir Áslaug Jóhanna og fjölskylda. Nanna Hlín Pétursdóttir ✝ Kristján Jó- hannesson fæddist á Saurum í Helgafellssveit 23. apríl 1931. Hann lést á Selfossspít- ala 12. maí 2022. Foreldrar Krist- jáns voru Guðrún Hallsdóttir frá Gríshóli, hús- freyja, f. 2. mars 1903, d. 4. sept. 1993, og Jóhannes Guðjónsson bóndi á Saurum í sömu sveit, f. 30. jan. 1898, d. 31. jan. 1950. Systkini Kristján eru: 1) Leifur Kr., f. 12. nóv. 1932, kona hans var María S. Gísla- dóttir, f. 10. nóv. 1932, d. 16. nóv. 2020. 2) Sigríður, f. 8. júní 1939, d. 18. sept. 2005, eigin- maður a) Karl Guðmundsson, f. börn og eitt barnabarn. Börn Jóhannesar og Sólveigar eru: Kristján, f. 1974, kona hans er Unnur Þórólfsdóttir, þau eiga tvö börn; Björgvin, f. 1978, fyrrverandi eiginkona er Halla Rós Arnarsdóttir, þau eiga þrjár dætur; Ingvar, f. 1982, kona hans er Carina Ek, þau eiga fjögur börn. 2) Brynja, f. 1956. Eiginmaður Brynju er Örn Bergsson. Þeirra börn eru: Hrefna, f. 1980, eigin- maður Magni Þór Mortensen, þau eiga tvo syni; Steinþór, f. 1983, sambýliskona Ana Maria Iriarte og eiga þau einn son; Halla Tinna, f. 1988, eiginmað- ur Arnar Stefánsson og eiga þau tvö börn. Sambýliskona Kristjáns til 30 ára var Inga Eiríksdóttir, f. 2. ágúst 1936, en hún lést 12. apríl síðastliðinn. Þau bjuggu lengst af í Garðabæ en fluttu á Selfoss fyrir um þremur árum. Dóttir Ingu er Bertha Sigurð- ardóttir, f. 1956, hennar eig- inmaður er Tryggvi Karl Magnússon, f. 1949, þau eiga þrjú börn og níu barnabörn. Kristján stundaði skóla- göngu eins og tíðkaðist á þeim tíma, fór svo í Reykholt til náms og síðan í Iðnskólann að læra rakaraiðn og vann við það um tíma, m.a. í Kaup- mannahöfn. Hann stofnaði rak- arastofuna á Klapparstíg og vann sem rakari þar í mörg ár. Síðan stofnaði hann heildsölu sem verslaði með ýmsar hár- snyrtivörur. Kristján stofnaði síðan heildsöluna Ásborg og verslaði þá með alls konar verkfæri, tæki og tól til smíða. Hann var áhugasamur um rennismíðar og hélt fjölmörg námskeið í rennismíði. Garð- rækt höfðaði mikið til hans og hann vann til ýmissa verðlauna fyrir garðinn sinn. Sérstakt dálæti hafði hann á rósum og dalíum og ræktaði þær í gróð- urhúsinu sínu, einnig var hann í ýmsum klúbbum því tengd- um. Kristján verður jarðaður frá Selfosskirkju í dag, 1. júní 2022, kl. 14. 10. sept. 1931, d. 21. okt. 2006. b) Bragi Björnsson, f. 30. júlí 1932, d. 6. jan. 1997. c) Sam- býlismaður Björn Dagbjartsson, f. 19. jan. 1937. 3) Hallur, múrari, f. 3. des. 1941, d. 5. ág. 2018. Hinn 2. ágúst 1957 giftist Krist- ján Hrefnu Júlíusdóttur, f. 2. jan. 1930, d. 24. maí 2011. Þau skildu eftir um 30 ára hjóna- band. Börn þeirra eru: 1) Jó- hannes, f. 1952. Eiginkona hans er Sólveig Sigurðardóttir, f. 1950. Jóhannes átti áður dótturina Guðrúnu Berglindi, f. 1970, hennar maður er Jón Þorsteinsson, þau eiga þrjú Elsku afi minn. Það er óraunverulegt að standa frammi fyrir kveðju- stund, einungis mánuði eftir að við kvöddum ömmu. Undan- farna daga hefur hugurinn ver- ið undirlagður af þakklæti og yndislegum minningum sem við áttum saman. Það má segja að ég og þú höfum komið inn í fjöl- skylduna á sama tíma, en þið amma höfðuð nýverið tekið saman þegar ég fæddist. Þú sagðir mér svo oft söguna af því þegar þið skáluðuð fyrir fregn- unum af lítilli stúlku sem var komin í heiminn, en þá voruð þið amma erlendis að njóta lífs- ins eins og ykkur einum var lagið. Við urðum strax í uppá- haldi hjá hvort öðru, og vorum við það svo sannarlega enn þeg- ar leiðir skildi. Það eru ógleymanleg ferða- lögin sem við áttum saman, bæði Mallorca ferðin okkar og þegar við eyddum saman viku í Kaupmannahöfn. Eins allar minningarnar úr sumarbú- staðnum á Flúðum og öll hvers- dagslegu samtölin yfir einum kaffibolla, bæði á Móaflötinni og í notalegu íbúðinni ykkar ömmu á Selfossi. Elsku afi, takk fyrir allt. Ég veit að amma mun taka vel á móti þér, við sjáumst síðar. Þín Anna Rut. Elsku Kristján Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Bertha og Tryggvi. Kristján Jóhannesson Þegar mér bárust fréttir af andláti Magðalenu Sigurð- ardóttur, föðursystur minnar, komu margar minningar upp í hugann. Lena frænka, eins og hún var alltaf kölluð, var hávaxin og glæsileg kona og ákveðinn per- sónuleiki. Hún var fædd í litla torf- bænum í Hrísdal, systkini hennar voru 10. Húsið var vel byggt og fór vel um alla, þótt þröngt væri, en eins og afi sagði: hýbýli hvers manns eru „höllin“ hans. Hún tók þátt í öllum störfum heimilislífsins, bæði úti og inni. Hún var níu ára þegar ég fæddist, elsta barnabarn afa og ömmu, og fékk því mikla at- hygli frá systkinum pabba og var Lena þar ekki undanskilin, þótti mér ákaflega vænt um hana. Þegar hún hafði aldur til fór hún í húsmæðraskólann á Ísafirði. Þennan vetur þar kynntist hún lífs- förunaut sínum, Oddi Péturssyni, stofnuðu þau sitt heimili og bjuggu þar allan sinn búskap, eignuðust sjö börn. Oddur lést fyrir nokkrum árum. Heimili þeirra var oft fjöl- mennt, en alltaf var nóg pláss, því fengum við Magndís að kynnast, þegar við, fimm manna fjölskylda, fórum að heimsækja þau árið 1979, ekki kom til greina annað en að við borðuðum kvöldmat og gistum hjá þeim, þótt við værum með tjald og allt til að elda mat. Þau fóru með okkur um bæinn, Lena sýndi okk- Magdalena Mar- grét Sigurðardóttir ✝ Magdalena Margrét Sigurðardóttir fæddist 26. sept- ember 1934. Hún lést 16. maí 2022. Útför fór fram 27. maí 2022. ur skógræktina inni í dal, þau voru mjög stolt af þessari perlu sem hún hafði tekið þátt í að skapa. Svo var farið með okkur á Ingjaldssand og fleiri staði, þetta voru ynd- islegir dagar sem við áttum með þeim. Svo 10-12 árum seinna vorum við í heimsókn hjá þeim og var okk- ur þá boðið í bátsferð til Hesteyrar, ógleymanleg ferð með Oddi, Mar- gréti dóttur þeirra og fjölskyldu, sannkölluð ævintýraferð. Við gleymum ekki glampanum í aug- um hans þegar hann nálgaðist Hesteyri; að koma í gamla húsið sem fjölskyldan á var eins og að koma í annan heim. Lena gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir sitt bæjarfélag, hún hafði ákveðna sýn á málefni sam- félagsins, hafði mikinn metnað fyr- ir því sem henni var falið. Fjöl- skyldan varð fyrir miklu áfalli í byrjun árs 2009 þegar Margrét dóttir þeirra lést eftir baráttu við krabbamein, frá ungum börnum þeirra hjóna, auk þess að vera mik- ils metinn læknir. Ýmis áföll hafa komið við þessa fjölskyldu, slysfar- ir sem hafa reynt mikið á. Við heimsóttum þau fyrir nokkrum ár- um um hvítasunnu þegar barna- barn okkar, sem þá bjó í Bolung- arvík, var fermt, við sáum þá að mjög hefði hallað undan fæti. Nú er Lena komin í sumarlandið til þeirra Odds og Margrétar. Kæra fjölskylda, við hjón þökk- um alla þá vinsemd sem okkur hef- ur verið sýnd í gegn um árin. Minn- ingin um Lenu frænku mun lifa. Sigurþór og Magndís. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, LILJA MAGNÚSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 20. maí. Jarðsungið verður frá Háteigskirkju fimmtudaginn 2. júní klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kristniboðssambandið. Guðbjörn Baldvinsson Ingibjörg Sigurðardóttir Lilja Baldvinsdóttir Kristján Árni Baldvinsson Magnús Þ. Baldvinsson Bettina Wilhelmi Halldór Baldvinsson Katrín Garðarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGI EINAR JÓHANNESSON frá Dynjanda, lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði miðvikudaginn 25. maí. Hann verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 3. júní klukkan 14. Streymt verður frá útförinni á facebook-síðu Viðburðastofu Vestfjarða. Einnig má nálgast hlekk á streymi á www.mbl.is/andlat. Alda S. Gísladóttir Elvar G. Ingason Dagný S. Geirsdóttir Brynjar Ingason Guðbjörg R. Jónsdóttir afabörn og langafabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, lést sunnudaginn 15. maí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. júní klukkan 13. Dætur, tengdasynir, barnabörn og systur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.