Morgunblaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022 Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Gréta, Gerður María, Guðrún Marta, Ragnhildur Margrét, Bensi, Bergur Ebbi og aðrir ástvinir, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kolbrún, Birgir og Brynja. Kæri Svenni. Það eru svo margar hugsanir sem hafa farið í gegnum hugann síðustu daga eftir að ég fékk þær sorgarfrétt- ir að þú værir farinn. Þær eru stórar og smáar. Ein þeirra er afneitun. Það er svo erfitt að meðtaka og skilja að þú sért far- inn. Önnur er eftirsjá. Ég hefði átt að vera meira til staðar fyrir þig þegar þú varst að glíma við svona erfið veikindi. Það eru margar góðar minn- ingar sem ég á um þig og með þér. Ein þeirra er ferðin okkar til London sumarið 1996 og allar samverustundirnar og samræð- urnar sem við áttum þá um lífið og tilveruna. Þetta sama sumar var önnur eftirminnileg ferð far- in norður að Víkingavatni. Við keyrðum fjórir vinir saman á rauða Fordinum þínum sem gekk einfaldlega undir nafninu Rauður. Þetta var ekta „Road Trip“ þar sem gekk á ýmsu en minningarnar lifa sterkt. Ég man líka eftir skiptunum þegar þú varst til staðar fyrir mig þeg- ar ég þurfti að létta á mínu hjarta. Sérstaklega man ég eftir þegar amma mín dó og ég var nokkuð dapur, þá gafstu mér svo gott faðmlag að það hjálpaði mér mikið við að komast í gegn- um það. Að koma í heimsókn til ykkar í Blönduhlíðina var alltaf skemmtilegt. Það var alltaf svo mikið líf hjá ykkur bræðrunum og áhuginn svo mikill á öllu mögulegu að það smitaði út frá sér. Benedikt og Gerður voru líka góðir gestgjafar og aldrei langt í kalt mjólkurglas og með því ef svo bar undir. Að lokum vil segja að ég mun alltaf muna eftir þér sem dug- legum, greindum, skemmtileg- um og ekki síst góðum manni með mikla ævintýraþrá. Þegar þú sást tækifæri þá greipstu þau. Ég votta Benedikt, Bergi, Margréti, dætrum og öðrum ná- komnum mína dýpstu samúð. Þinn vinur, Ásgeir Tryggvason. „Strákar mínir, hvað haldið þið að sé dýrmætast í lífinu?“ spurði Benedikt, pabbi Svenna, og leit til skiptis á okkur fé- lagana í aftursætinu. Allt tal um peninga, græjur eða rafmagns- rakvélarnar þrjár sem félagi okkar hafði fengið í fermingar- gjöf varð samstundis marklaust. Þótt komið væri grænt ljós haggaðist blái volvóinn ekki á miðri Kringlumýrarbrautinni. „Heilsan,“ sagði Bensi loks og ók aftur af stað: „Heilsan er það dýrmætasta í þessu lífi.“ Þetta atvik rifjast upp fyrir mér nú þegar veikindi hafa yf- irbugað æskuvin minn í blóma lífsins. Sveinn Rúnar Benedikts- son var ekki aðeins yndislegur, afburðagreindur drengur með einstakt hjartalag – hann bjó yf- ir drifkrafti og seiglu sem jaðr- aði við trúarlegt algleymi. Þegar úlnliður hægri handar fór af stað og keðjan á úrinu byrjaði að hristast vissi maður að ekki yrði aftur snúið; Svenni var kominn með hugmynd og ekkert gat stöðvað hann. Af fram- kvæmdagleðinni spunnust marg- ar sögur og sumar rötuðu í blöð- in – eins og þegar Svenni, ásamt tveimur jafnöldrum sínum, stofnaði tískuvöruverslun á horni Laugavegar og Klappar- stígs eftir fyrsta ár í menntó með heitustu fatamerkin í hill- unum og eðlu í búðarborðinu. Búðin hét Free Fall og fór auð- vitað lóðbeint á hausinn en okk- ar maður hristi brosandi höfuðið og fann umsvifalaust annan far- veg fyrir slagkraft sinn. – Allt frá því að ég sá Svenna ræsa Macintosh 128K heimilistölvuna í fyrsta sinn mátti ljóst heita að drengurinn var í telepatísku sambandi við hugbúnað, enda fann hann sig snemma á því sviði og starfaði sem farsæll ráð- gjafi þegar veikindin læstu klóm sínum í hann. Við bjuggum í sömu götu frá því að við vorum pjakkar og þar til við fluttum að heiman, vorum í sama bekk allan grunnskólann og brölluðum margt saman: Ég hleyp af stað á eftir bjöllunni eftir að Svenni hefur hvíslað í eyra mitt rétta svarinu við úr- slitaspurningunni í spurninga- keppni grunnskólanna; við horf- umst í augu á meðan Svenni spilar óbósóló sem hann hefur útsett við „Imagine“ eftir John Lennon og ég leik undir á píanó; við stofnum leikhóp og flytjum frumsamið melódrama á Reykj- um í Hrútafirði um dreng sem verður eiturlyfjum að bráð … Minningarnar streyma fram nú þegar Svenni er fallinn frá og einna vænst þykir mér um þær sem tengjast annars vegar kær- leiksríku æskuheimili hans í Blönduhlíðinni og hins vegar ættaróðalinu á Víkingavatni en þangað bauð Svenni nokkrum vinum sumarið eftir að hann fékk bílpróf í ferð sem hafði djúpstæð áhrif á okkur alla. Þótt leiðir okkar Svenna lægju hvor í sína áttina á fullorð- insárum urðu ævinlega fagnað- arfundir þegar við rákumst hvor á annan. Fundum okkar bar saman skömmu eftir að hann hafði kynnst Margréti og ekki fór á milli mála hversu ástfang- inn Svenni var af henni; sömu- leiðis að hann var í essinu sínu sem fjölskyldufaðir, fluttur aftur á æskuslóðirnar í Blönduhlíð- inni. Margrét og dætur, Benedikt, Bergur og aðrir aðstandendur – ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Gunnar Þorri Pétursson. Ég gleymi því aldrei þegar við hittumst fyrst í Danmörku sumarið 2005 og hófum svo sam- an störf hjá Microsoft á Íslandi. Sá kraftur og snilligáfa sem þú bjóst yfir smitaðist fljótt í það ævintýri sem varð ein af okkar mestu lífsreynslu í atvinnulífi þar sem þú tókst hvern sigurinn af öðrum. Að fá að vera þinn starfsfélagi og vinur var sannur heiður og alltaf lærdómsríkt, enda ekkert sem þú varst ekki tilbúinn að leggja á þig til þess að verða bestur í og útskýra fyr- ir okkur hinum. Eftir stuttan að- skilnað, þegar þú ákvaðst að keyra kringum hnöttinn, lágu leiðir okkar saman á ný í starfi, þegar Crayon Island var stofnað árið 2013. Þar varst þú fyrsti maður sem viðskiptavinir Cra- yon vildu fá til sín vegna þeirrar þekkingar sem þú bjóst yfir. Eins og áður varst þú aðal- driffjöðrin þrátt fyrir að veikjast snemma í því ferli. Við ræddum oft framtíðarplön og það var aldrei spurning um hvort, heldur hvenær þú tækir næsta skref, enda vildir þú meira en allt verða heilbrigður og hafa getu til þess að láta drauma þína ræt- ast. Hvort sem var í námi, vinnu eða sem vinur og fjölskyldufaðir varst þú frumkvöðull og alltaf fimm skrefum á undan. Sú orka sem þú færðir okkur öllum sem fylgdu þér er ógleymanleg, hvort sem það voru gleðiöskrin eða hlátrasköllin sem glumdu í návist þinni, þá var aldrei nein ládeyða í kringum þig. Markmið þín um að gera Cra- yon að stórveldi á Íslandi gáfu von um að senn myndir þú geta sigrað veikindin og tekist á við næsta fjall, þann tind sem þú kysir sjálfur að klífa, en raunin varð önnur. Elsku Gréta, við Jóna erum endalaust þakklát fyrir að hafa átt dásamlega stund með ykkur Sveini í Kaupmannahöfn um miðjan maí, þar sem við rædd- um um gamla tíma og von um betri líðan. Við hugsum til ykkar, Gréta, Gerður María, Guðrún Marta og Ragnhildur Margrét, á þessum erfiðu tímum, þar sem sorgin og missirin er svo mikill. Kæri vinur, minning þín mun aldrei gleymast og er ég æv- inlega þakklátur fyrir að hafa fengið að fylgja þér á okkar lífs- leið. Hvíl í friði. Guðmundur Aðalsteinsson. Við vorum nokkrir læknar með kynningu á nýjungum í þekkingu á ME-sjúkdómnum á fræðslufundi hjá ME-félaginu í desember 2019. Þar komu frá- bærar spurningar frá manni úti í sal sem ég vissi þá ekki deili á en greinilegt var að hann var búinn að kynna sér fræðin á bak við sjúkdóminn í þaula. Þar var Sveinn Benediktsson mættur og eftir að fundi lauk kom hann til okkar og bauð upp á samvinnu. Þá var í undirbúningi málþing um ME á Læknadögum rúmum mánuði síðar og vildum við gjarnan fá umræðu í fjölmiðlum í tengslum við þingið. Sveinn var fús til þess og einlægt viðtal við hann birtist í Morgunblaðinu 26. janúar 2020 undir heitinu „Eins og að vera með flensu í fimm ár“. Síðan þá var Sveinn, þrátt fyrir mjög skerta orku, ötull við að halda okkur við efnið. Reglu- lega sendi hann mér fréttir af nýjustu vísindarannsóknum varðandi ME-sjúkdóminn og með hvatningu um hvort ekki væri hægt að koma á samstarfi við hina ýmsu rannsóknahópa. Allt var það feikilega vel ígrund- að. Við höfum einnig spjallað saman í síma og yfir kaffibolla og velt fyrir okkur málum um hvað væri hægt að gera til að skilja þennan sjúkdóm og finna lækningu. Þegar fram kom hugmynd um að gera fræðslumynd um ME- sjúkdóminn bauðst Sveinn strax til þess að vera viðmælandi í myndinni. Myndin var frumsýnd á RÚV þriðjudaginn 17. maí sl. og heitir: „ME-sjúkdómurinn: Örmögnun úti á jaðri“. Við Sveinn vorum reyndar ekki alls kostar ánægðir með heitið á myndinni, fannst það ekki fanga hversu alvarlegur þessi sjúk- dómur er. Myndin hefur hlotið mjög góðar viðtökur, þökk sé Sveini og öðrum ME-sjúklingum sem komu fram í myndinni. Í framhaldi af frumsýningunni vorum við Sveinn í samskiptum fram á hans síðasta dag um hvernig við gætum fylgt mynd- inni eftir til að hvetja heilbrigð- isyfirvöld til að koma á formlegri þjónustu við ME-sjúklinga. Nú er því miður fjöldi fólks um heim allan að greinast með ME-sjúkdóminn í kjölfar Co- vid-19. Það er vissulega dapur- legt að það hafi þurft heimsfar- aldur til þess að vekja athygli á ME-sjúkdómnum. Hins vegar vekur það von til þess að auknir fjármunir verði settir til rann- sókna á ME sem leiða muni til skilnings á meingerð sjúkdóms- ins og í kjölfarið til árangurs- ríkrar meðferðar. Ég mun sárlega sakna Sveins og hans hvetjandi og endalaust frjóu nálgunar á þessa stóru áskorun. Nú verðum við heil- brigðisstarfsmenn að standa undir merkjum Sveins og halda áfram að leita leiða við að finna lækningu við ME-sjúkdómnum. Friðbjörn Sigurðsson. Hann Sveinn okkar, eða Sve- Ben eins og við kölluðum hann, með stóra hjartað, allar tilfinn- ingarnar, einlægnina, eldmóð- inn, sterku réttlætiskenndina, viskuna og hvatvísina, svo ekki sé minnst á húmorinn, var ein- stakur. Krafturinn og hraðinn, sem einkenndi Svein og allt sem hann tók sér fyrir hendur var gert með ákafa og ástríðu, hvort heldur var í námi, í vinnu, í ferðalögum eða í framkvæmd- um. Að kveðja þennan einstaka og góða dreng er erfiðara en orð fá lýst. Sveinn kom til Microsoft Ís- landi árið 2005 þegar fyrirtækið var í örum vexti. Sveinn var tals- vert yngri en við hin, féll samt strax í hópinn, enda alltaf boðinn og búinn. Sveinn kom inn með miklum krafti, metnaður hans var óendanlegur og hann smitaði svo sannarlega út frá sér. Meðal hópsins mynduðust einstök vin- áttubönd, sem hafa haldist allar götur síðan, þótt hver hafi haldið í sína áttina. Við vorum þátttakendur í hæðum og lægðum í lífi hvor annars, hvort sem var persónu- lega eða vinnulega og elsku Sveinn átti svo sannarlega hlut í hjarta okkar. Við fylgdumst með þegar hann og Gréta giftu sig og þegar dæturnar fæddust. Einnig á ferðalögum þeirra víðs vegar um heiminn, hvort heldur tvö með bakpoka á flakki um Aust- ur-Evrópu og Asíu, klifrandi á topp Hvannadalshnjúks og síðar með Gerði Maríu í Land Ro- vernum Mjallhvíti. Þau gerðu sér far um að vera í tengslum við fólkið sitt, hvort heldur fyrri samstarfsfélaga og jafnvel ætt- ingja þeirra og ávallt snerti Sveinn við öllum með einlægni sinni, stóra brosinu og kraftin- um. Veikindi Sveins tóku mikið af honum en alltaf bar hann sig vel þegar við hittum hann. Það kom berlega í ljós í sjónvarpsþætti um sjúkdóm hans á RÚV nýver- ið hversu mikið þessi sjúkdómur tók af honum, en Sveinn var allt- af fyrstur til að staldra við, líta í eigni barm og sjá hvað hann gæti gert betur og þarna gat hann lagt hönd á plóginn við að kynna baráttuna við þennan sjúkdóm og það gerði hann stór- kostlega vel. Við kveðjum Svein með mikl- um trega en eftir eigum við frá- bærar og verðmætar minningar um einstakan dreng sem kvaddi okkur allt of fljótt. Við munum ætíð minnast hans með virðingu og kærleika í hjarta. Elsku Gréta okkar, Gerður María, Guðrún Marta og Ragn- hildur Margrét, missir ykkar er ólýsanlega mikill. Megi almættið halda utan um ykkur og styðja í gegnum þessa erfiðu göngu. Hugur okkar er hjá ykkur. Fjöl- skyldu og vinum sendum við ein- lægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sveins Benedikts- sonar. Elvar Steinn Þorkelsson Gísli Rafn Ólafsson Brynja Sigríður Blomsterberg Guðrún Birna Jörgensen. Nú er sól í Hlíðunum og sig- urgleði á Hlíðarenda en samt ríkir sorg í hverfinu. Sveinn var mikill örlagavaldur í lífi okkar. Það var eitt septemberkvöld fyr- ir tæpum sjö árum að það var handsalað að við yrðum ná- grannar þeirra Grétu og Sveins. Við höfðum lengi verið að leita að stærra húsnæði í Hlíðunum og vorum nánast búin að gefast upp á þeirri leit þegar parhús í Blönduhlíðinni var sett á sölu. Strax sama kvöld og auglýsingin birtist fórum við í göngutúr að skoða húsið að utan og mættum þá Sveini sem var eitthvað að dytta að lóðinni. Við könnuð- umst hvert við annað síðan í menntaskóla og Sveinn sá strax í hvaða erindagjörðum við vor- um. Hann mældi okkur út, gaf sig síðan á tal við okkur og var fljótur að kveða upp dóm: Já, þetta gæti gengið! Þannig var það ákveðið að við skyldum verða nágrannar og tveimur dögum síðar vorum við búin að kaupa hinn hlutann af parhúsinu hjá Grétu og Sveini. Það var mikil gæfa að hitta Svein þetta kvöld og fyrir hans hlut í ferlinu verðum við alltaf þakklát. Hann leiddi okkur í all- an sannleika um töfra þessa merka húss, sýndi okkur end- urbæturnar sem hann hafði gert og sannfærði okkur endanlega um að þetta væri einmitt rétta húsið fyrir fjölskyldu okkar. Undanfarin ár höfum við átt frá- bærar stundir í parhúsinu með þeim Grétu og Sveini og unnið saman að ýmsu sem varðar hús og lóð. Sveinn hafði mótaðar skoðan- ir og lagði mikla rækt við að gera allt vandað og rétt því í Blönduhlíðinni skyldi ekki tjald- að til einnar nætur. Sérstaklega er minnisstætt þegar við vorum að einangra háaloftið okkar megin og Sveinn sá tækifæri til að komast þannig á milli þilja til að bora loftgöt á útveggina sín megin og tryggja þannig að ekki myndaðist raki undir þakinu. Nokkra daga í röð mætti hann í heilgalla með grímu og öryggis- gleraugu til að skríða eins og ormur með risastóra borvél úr háaloftinu okkar og yfir til sín. Hann tók frí úr vinnunni til að klára þetta erfiða verkefni í tímaþröng áður en smiðirnir lok- uðu leiðinni. Aðrir hefðu kannski tekið sénsinn og vonað að ekki myndaðist raki, en Sveinn var ekki einn af þeim. Það var betra að taka ormagöngin strax en lenda mögulega í myglu síðar. Fjölskyldurnar tvær í efsta húsinu í Blönduhlíð voru eins og spegilmyndir hvor af annarri, með þrjár dætur hvorum megin. Seinna bættist við drengur og köttur okkar megin og sam- gangur á milli barna og katta var mikill. Við vorum í útivist og íþróttum með Val og hittumst líka alltaf í bókabílnum á mánu- dögum. Sveins er sárt saknað og það er tómlegt án hans. Við munum gæta hússins áfram eftir þeirri lífsspeki sem Sveinn kenndi okkur og verða Grétu og dætrunum þremur stoð og stytta á erfiðum tímum. Minning Sveins lifir með okk- ur sem hér búum. Kristján og Stella. Tjaldið fellur í miðri sýningu. Áhorfendur eru agndofa, ráða- lausir og máttlausir. Vonin um að dregið verði frá á ný dvínar með hverri mínútu. Henni skýt- ur upp af og til aftur en dvínar jafn harðan. Það dimmir í saln- um. Þögnin er óbærileg og áhorfendum tekst ekki að koma upp orði. Sitja þöglir í dimmum salnum. Sviðið og salurinn hafa verið vettvangur magnaðra atriða. At- riða sem voru upphugsuð af okk- ar snjallasta og vænasta félaga og vini. Oft trúðum við ekki í fyrstu en okkur var ávallt sýnd leiðin að markinu. Úthugsað og útreiknað. Því fylgdi gleði, hlát- ur og stolt. Við risum hærra en ómögulekinn og eignuðumst ei- lífar minningar. Það er sárt að kveðja kæri vinur en ég hugga mig við að bera minningu þína með mér uns tjald mitt er fellt. Halldór J. Jörgensson. Við hjá Crayon vorum að fagna 20 ára afmæli fyrirtækis- ins föstudaginn 20. maí þegar við fengum þær hörmulegu fréttir að okkar frábæri vinur og félagi, Sveinn Benediktsson, væri látinn. Við eigum engin orð til að lýsa því áfalli og þeirri sorg sem fyllti okkur. Sveinn starfaði með okkur undanfarin átta ár og var algjör lykilmaður í uppbygginu Crayon á Íslandi. Hann hafði einstaka ástríðu fyrir starfi sínu og sinnti því af þeim mikla krafti sem ein- kenndi hann svo sterkt. Kraftur hans og metnaður var afar smit- andi og ómetanlegur fyrir fyrir- tækið. Þegar nýjungar eða áskoranir mættu okkur var hann alltaf fyrstur til að kafa ofan í allar fáanlegar upplýsingar og hætti ekki fyrr en hann skildi allt til hlítar. Hann gerði aldrei neitt með hangandi hendi og sætti sig aldrei við illa unnið verk. Vegna þess var hann okk- ur hinum fyrirmynd og hvatn- ing. Hann var líka ötull í því að hvetja vinnufélaga sína áfram og tryggja að við vikjum ekki und- an áskorunum. Hann stækkaði fólk í kringum sig með hvatn- ingu, þolinmæði og endalausri elju til að deila þekkingu sinni. Sveinn sagði oft að það eina sem við værum að selja væri traust. Það endurspeglaðist æv- inlega í hans störfum þar sem heilindi, vandvirkni og metnaður fyrir eigin hönd, fyrirtækisins og ekki síst viðskiptavina voru allt- af í fyrirrúmi. Sveinn hafði í nokkur ár tek- ist á við ME-sjúkdóminn með ótrúlegum dugnaði og þraut- seigju. Eins og í öðru sem hann tók sér fyrir hendur kynnti hann sér allt um sjúkdóminn ítarlega, og vann að því með ME-félaginu og læknum sínum að leita lausna. Við sem unnum með Sveini spurðum hann stundum hvernig hann hefði það og svarið var allt- af „allt frábært þegar ég sé þig“ og svo var haldið áfram af krafti. Ég bar mikið traust til Sveins og á eftir að sakna samtalanna okkar sárt. Hann var uppfullur af hugmyndum, var alltaf með augun fram á veginn og það var ómetanlegt að spegla við hann ýmsar hugleiðingar og leita ráða hjá honum. Hann var kraftmik- ill, vandvirkur, hreinskilinn og ákaflega skýr í hugsun. Og ekki síst hlýr og góður félagi. Hann skilur eftir sig stórt tómarúm í hjarta okkar allra. Sveinn var mikill fjölskyldu- maður. Hann talaði oft um stelp- urnar sínar, starfið með íþrótta- félaginu Val eða eitthvað af þeim löngu ferðalögum sem þau fóru öll saman. Þetta var honum greinilega mikils virði. Hugur okkar allra er hjá konu hans Margréti og dætrum þeirra, Gerði Maríu, Guðrúnu Mörtu og Ragnhildi Margréti. Minningin um einstakan vinnu- félaga og vin mun lifa áfram með okkur. Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Crayon á Íslandi. Kæri vinur. Það eru þung skref að þurfa að kveðja þig í dag. En heiður að fá að hylla þig í leiðinni. Þú varst okkar allra mikil- vægasti liðsmaður, þungamiðjan í hópnum og gerðir alla í kring- um þig að betri manneskjum. Hávær og hlýr, kátur og hvetj- andi, metnaðarfullur og fram- sýnn, endalaus uppspretta þekk- ingar og örlátur á ráðgjöf. Drifkrafturinn var einstakur og það þrátt fyrir veikindin sem þú þurftir að kljást við. Þess utan varstu tryggur félagi og hafðir alltaf augun á hvort aðrir þyrftu stuðning. Sögustundirnar þínar eru ógleymanlegar og ófá hlátra- sköllin sem ómuðu um Borgar- túnið þegar þú sagðir frá af inn- lifun og með tilþrifum. Það er sagt að maður komi í manns stað, en fyrir okkur verð- ur ekki annar Sveinn. Við fáum aldrei í einum einstaklingi það sem þú hafðir til að bera. Þú SJÁ SÍÐU 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.