Morgunblaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ “Top Gun: Maverick is outstanding.” “Breathtaking” “It’s the BEST MOVIE OF THE YEAR!” “Might be the best movie in 10 years.” “Top Gun: Maverick is fantastic.” “Best Action Sequel Of All Time” “What going to the movies is all about” “You must see this one in the theater.” “a must see!” U S A TO D AY 72% Empire Rolling StoneLA Times STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER.SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI BENEDICT CUMBERBATCH ELIZABETH OLSEN chiwetel ejiofor BENEDICT WONG xochitl gomez MICHAEL STÜHLBARG RACHEL MCadams 96% Empire The Playlist BBC The sun Total FilmRogerEbert.com John, Rufus og líka Judy Ljósmyndir/Juliette Rowland Vinir John Grant og Rufus Wainwright náðu vel saman á tónleikunum í Silfurbergi á sunnudag, 29. maí. undir lokin og tóku þeir tvö lög sam- an. Smullu saman eins og flís við rass, kannski fullvel því þetta eru býsna líkir tónlistarmenn í grunninn. Grant þó mun meira að daðra við hljóm níunda áratugarins með sínum hljóð- gervlum en þetta kvöld ákvað hann að flytja lög sem hentuðu betur með flygli og án hljómsveitar. Kynnti Grant til sögunnar samstarfsmann sinn „Kormak“ sem er þá væntanlega Kormákur en frekari deili kann ég ekki á þeim ágæta manni sem stóð sig þó vel. Örlítið fannst mér hans hljóð- gervlaleikur keppa við flygilinn hjá Grant og líklega eitthvert hljóðstill- ingarklúður þar á ferð sem bætt var úr fljótlega. Grant var ekki alveg í sínu besta formi heldur, klikkaði á dýpstu nótunum í einu lagi og sló stundum heldur þungt á lykla slag- hörpunnar. Mörg frábær lög tók hann þetta kvöld, líkt og Wainwright, og má til dæmis nefna „Marz“ af Queen of Denmark og „The Cruise Room“ af nýjustu plötu hans, Boy from Michi- gan , sem er hin prýðilegasta, líkt og allar fyrri plötur Grants reyndar, og „Grey Tickles, Black Pressure“ af samnefndri plötu. Eftir stutt hlé mætti svo aðal- stjarnan, Wainwright, í himinbláum jakkafötum og skellti sér beint í fyrsta lag af miklum krafti og öryggi. Eftir gott úrval eigin laga tók hann syrpu helgaða Judy Garland, lög sem finna má á tónleikaplötunni Rufus Does Judy at Carnegie Hall. Syrpa þessi var fulllöng fyrir minn smekk og á heildina litið voru tónleikarnir of langir, eins og sjá mátti af tíðum salernisferðum tónleikagesta. Eitt lag reyndi sérstaklega á þolinmæðina en í því liðu margar sekúndur á milli píanótóna, svo margar að það varð á endanum spaugilegt. Hið dásamlega „Going to Town“ flutti Wainwright svo undir lokin en þar fer sannkallað gæsahúðarlag. Að öllu samanlögðu var þetta eftirminnilegt kvöld með frábærum listamönnum. » … hér var kominn mikill fagmaður, söngurinn fallegur og kraftmikill líkt og píanó- leikurinn. Raddfagur Wainwright við flygilinn í Silfurbergi. Kraftmikill Grant þandi raddböndin, eins og sjá má. AF TÓNLIST Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tvö sjarmatröll tróðu upp í Silfurbergi Hörpu sunnudags- kvöldið 29. maí. Aðalnúmerið var hið ástsæla bandarísk-kanadíska söngvaskáld Rufus Wainwright en um upphitun sá okkar ástsæli John Grant sem er ekki enn kominn með ís- lenskan ríkisborgararétt, ótrúlegt en satt, og vakti Wainwright einmitt at- hygli á því á tónleikunum. „Veitið honum íslenskan ríkisborgararétt,“ hvatti Wainwright íslensk stjórnvöld við mikinn fögnuð tónleikagesta. Óhætt að taka undir þau orð, er ekki tími til kominn? Koma svo! Wainwright fæddist árið 1973, sonur alþýðutónlistarfólksins Kate McGarrigle og Loudons Wainwrights og tónlistarferilinn hóf hann aðeins 13 ára. Þá fór hann í tónleikaferðir með móður sinni, systur og frænku sem skipuðu hljómsveitina McGarrigle Sisters and Family. Tengsl Wainwrights við norðurameríska alþýðutónlist voru því býsna sterk í æsku og fram á fullorðinsár en þegar sólóferillinn hófst fór hann í aðra átt og er hvað þekktastur fyrir angur- værar ballöður sínar, hugvekjandi texta og dálæti á söngleikjatónlist og óperum. Wainwright á sér dyggan hóp aðdáenda víða um lönd og á tónleik- unum í Silfurbergi var staddur hópur sem keypt hafði sérhannaða tónleika- ferð eða -pakka til Íslands með skoð- unarferðum, máltíðum og öllu tilheyr- andi, eins og hann minntist á sjálfur. Skal engan undra þar sem maðurinn er hinn viðkunnanlegasti og auðvitað frábær tónlistarmaður, eins og von- andi sem flestir vita og Ísland auðvit- að líka geggjað. Frá fyrstu stundu var ljóst að hér var kominn mikill fagmaður, söngurinn fallegur og kraftmikill, líkt og píanóleikurinn. Wainwright sló á létta strengi og spjallaði við tónleika- gesti af og til og gerði góðlátlegt grín að dapurlegustu lögum sínum. Og þau voru mörg þetta kvöld, kannski aðeins of mörg þar sem tónleikarnir stóðu yfir í rúmar tvær klukkustund- ir, fyrir utan auðvitað upphitun Johns Grants. Grant var kallaður upp á svið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.