Morgunblaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 28
Sviðslistir skipa stórt hlutverk á Listahátíð í Reykjavík
sem hefst í dag og lýkur 19. júní. Má af einstökum slík-
um viðburðum nefna Every Body Electric, rafmagnað
dansverk sem sagt er á vef hátíðarinnar ögra við-
teknum hugmyndum um möguleika líkamans og
orkuna sem býr í okkur öllum; A Simple Space sem lýst
er sem leiftrandi sirkussýningu á heimsmælikvarða;
Taylor Mac sem kemur fram í dag og á morgun á stóra
sviði Þjóðleikhússins og fléttar saman dragi, tónlist og
kímni og Heimferð sem sögð er „einstæð örleikhús-
upplifun í húsbíl“ og er fjallað um á bls. 24.
Vef hátíðarinnar má finna á slóðinni listahatid.is.
Sviðslistir í stóru hlutverki
Lundúnum og við streymum þeim
beint,“ segir Debora og hvetur
gesti til þess að búa til kórónur í
tilefni dagsins en þær bestu verði
verðlaunaðar. „Þetta er auðvitað að
breskri, vinsælli fyrirmynd.“
Klukkan 15 til 16.30 verður
hæfileikakeppni, nokkurs konar
Britain’s Got Talent, og er óskað
eftir að þátttakendur skrái sig á
netinu (https://forms.gle/
QzzWGxhCy4xV8xWV8). Debora
segir að börnin geti gert það sem
þau vilja í allt að þrjár mínútur.
„Dóttir mín ætlar til dæmis að
dansa enskan vals við strák sem er
Breti í aðra ættina eins og hún.“
Síðan verður bingó klukkan 18,
spurningakeppni þar sem spurn-
ingar tengjast drottningunni
(Queen Quiz) klukkan 19.30 og
klukkutíma síðar hefst kvöldveislan.
Aðgöngumiðinn, sem gildir fyrir
te og köku, kostar 1.000 kr. fyrir
fullorðna og 500 kr. fyrir börn fimm
ára og eldri, en allur hagnaður af
skemmtuninni rennur óskertur til
Píeta-samtakanna. Miða má kaupa
á tix.is (https://tix.is/is/event/13387/
queen-s-platinum-jubilee-celebra-
tions/). „Rétt innan við 1.000 Bretar
búa á Íslandi og við höfum ekki
komið oft saman, en með þessu
erum við að reyna að bæta úr því,“
segir Debora. „Samskiptin hafa
mest verið á Facebook en þetta er
tilvalið tækifæri til þess að sjá and-
litin á bak við skrifin og svo viljum
við auðvitað líka sjá sem flesta Ís-
lendinga.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Elísabet II. Bretadrottning hefur
verið við völd í 70 ár og nær þrem-
ur mánuðum betur, en hún tók við
krúnunni 6. febrúar 1952, og hefur
setið lengst allra núlifandi konung-
borinna þjóðhöfðingja. Vegna þess-
ara tímamóta verður aukafrídagur í
Bretlandi í vikunni, frí hjá mörgum
frá fimmtudegi til sunnudags, og
fjögurra daga hátíð frá og með
morgundeginum. Breska sam-
félagið á Íslandi tekur þátt í
gleðinni í Reykjavík á laugardag og
býður öllum sem vilja taka þátt í
sérstakri dagskrá á Bruggstofunni
við Snorrabraut að slást í hópinn.
Fjórar breskar konur að upp-
runa, Debora B. Ólafsson, Kathryn
Gunnarsson, Elaine McCrorie og
Audrey Louise, ákváðu að bjóða
upp á þessa dagskrá og hafa skipu-
lagt hana. „Við viljum að sjálfsögðu
vera með í gleðinni,“ segir Debora.
„Þess vegna bjóðum við upp á fjöl-
skylduhátíð og ekki aðeins fyrir
Breta heldur alla á Íslandi og ég
veit að margir Íslendingar hafa
mikinn áhuga á bresku konungs-
fjölskyldunni og elska drottning-
una,“ heldur hún áfram. Debora
flutti til Íslands fyrir áratug og
vinnur með eiginmanni sínum,
Sigurvin Ólafssyni, hjá ferðaskrif-
stofunni Nordic Luxury, þar sem
hann er leiðsögumaður en hún
starfar í söludeild.
Fjölbreytt dagskrá
Kathryn og Debora fóru yfir
lausa enda á veitingastaðnum Apó-
teki í fyrradag. „Það hæfir að fá sér
síðdegiste á þessum tíma,“ segir
Debora og leggur áherslu á að
Kathryn, sem flutti til Íslands 2016
og stofnaði fljótlega mannauðsfyrir-
tækið Geko, sé aðalsprautan. „Við í
Geko aðstoðum fyrirtæki við að
byggja upp sterk teymi,“ segir hún.
„Hún er límið í hópnum,“ bætir
Debora við.
Bruggstofan verður opnuð gest-
um hátíðarinnar klukkan 14 á laug-
ardag. „Þann dag verða tónleikar í
Haldið upp á tíma-
mót hjá drottningu
- Breska samfélagið hérlendis skipuleggur hátíð í Reykjavík
Morgunblaðið/Eggert
Síðdegiste Kathryn Gunnarsson og Debora Ólafsson á Apóteki.
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 152. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Óli Valur Ólafsson, nítján ára Garðbæingur, var besti
leikmaðurinn í fyrstu átta umferðum Bestu deildar
karla í fótbolta samkvæmt M-gjöfinni, einkunnagjöf
Morgunblaðsins. Óli Valur er í stóru hlutverki hjá
Stjörnunni sem hefur komið mjög á óvart með ungt lið
og er í öðru sæti deildarinnar. „Við strákarnir þekkjum
hver annan mjög vel,“ segir Óli Valur. »22
Nítján ára og er bestur í deildinni
ÍÞRÓTTIR MENNING