Morgunblaðið - 01.06.2022, Side 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022
Þýskaland
B-deild:
Coburg – Nordhorn............................. 31:28
- Tumi Steinn Rúnarsson skoraði fjögur
mörk fyrir Coburg sem er í 11. sæti af 20
liðum þegar tvær umferðir eru eftir.
E(;R&:=/D
Ítalía
Undanúrslit, þriðji leikur:
Dethrona Tortona – Virtus Bologna 69:77
- Elvar Már Friðriksson var ekki í leik-
mannahópi Dethrona Tortona.
_ Virtus Bologna vann einvígið 3:0 og er
komið í úrslitaeinvígið um ítalska meistara-
titilinn.
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Besta deild kvenna:
Þórsvöllur: Þór/KA – Keflavík ................. 18
Þróttarvöllur: Þróttur R. – Stjarnan.. 19.15
Varmá: Afturelding – Breiðablik ........ 19.15
Selfoss: Selfoss – KR............................ 20.15
2. deild kvenna:
Ásvellir: KÁ – KH ................................ 19.15
Í KVÖLD!
_ Rúnar Ingi Erlingsson hefur fram-
lengt samning sinn við körfuknatt-
leiksdeild Njarðvíkur um tvö ár. Rúnar
gerði kvennalið Njarðvíkur að Íslands-
meistara á síðustu leiktíð, þrátt fyrir
að liðið væri nýliði í efstu deild.
_ Enski miðjumaðurinn Alex Oxlade-
Chamberlain er á förum frá enska
knattspyrnufélaginu Liverpool. Ox-
lade-Chamberlain kom til Liverpool frá
Arsenal árið 2017. Leikmaðurinn var í
aukahlutverki hjá Liverpool á nýliðinni
leiktíð og var aðeins níu sinnum í byrj-
unarliði í ensku úrvalsdeildinni.
_ Brynjar Atli Bragason, varamark-
vörður Breiðabliks í knattspyrnu, hef-
ur skrifað undir nýjan samning við fé-
lagið. Nýi samningurinn gildir út
keppnistímabilið 2024. Brynjar Atli er
22 ára gamall og kom til Breiðabliks
frá Njarðvík.
_ Handknattleikskonan Sara Odden
hefur yfirgefið Hauka og samið við
þýskt félag. Er um mikla blóðtöku að
ræða fyrir Hauka þar sem Sara hefur
verið markahæsti leikmaður liðsins
síðustu tvö tímabil. Vísir greindi frá.
_ Danska knattspyrnufélagið Lyngby,
sem Freyr Alexandersson þjálfar, er að
ganga frá kaupum á framherjanum
Mathias Kristensen frá Nykøbing.
Kristensen átti afar gott tímabil með
Nykøbing í dönsku 1. deildinni á leik-
tíðinni og skoraði 18 mörk og var
markahæstur allra í deildinni. Freyr
stýrði Lyngby upp í
efstu deild á dögunum
og tekur Kristensen
með sér í deild þeirra
bestu. Kaupin þýða
aukna samkeppni
fyrir Sævar Atla
Magnússon en
Sævar skoraði
fjögur mörk og
lagði
upp
þrjú
til við-
bótar með
Lyngby á leiktíð-
inni.
Eitt
ogannað
BESTUR Í MAÍ
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
„Okkur í liðinu hefur gengið vel, við
höfum náð að spila vel saman og ég
er mjög sáttur við eigin frammi-
stöðu,“ sagði Óli Valur Ómarsson, 19
ára hægri bakvörður Stjörnunnar, í
samtali við Morgunblaðið en hann er
leikmaður maímánaðar að mati
blaðsins, eftir að hann vann sér inn
níu M í átta fyrstu umferðum Bestu
deildar karla í knattspyrnu.
Eins og fram kom í blaðinu í gær,
var Óli valinn besti leikmaðurinn í
áttundu umferð deildarinnar. Hann
skoraði glæsilegt sigurmark Stjörn-
unnar gegn ÍBV á sunnudaginn, sitt
fyrsta mark í efstu deild, og fékk tvö
M fyrir frammistöðu sína hjá Morg-
unblaðinu.
Óli Valur lék á yngri árum framar
á vellinum, síðast á síðasta tímabili
þegar hann lék nokkrum sinnum
sem kantmaður.
„Í yngri flokkunum spilaði ég allt-
af frammi eða á kantinum og svo
þegar Óli Jó tók við, man ég að mér
var fyrst spilað í bakverðinum og
svo þegar Ejub [Purisevic] tók við
sem aðstoðarþjálfari, byrjaði ég á
kantinum fyrst. Svo meiddist Heiðar
[Ægisson] og þá fór ég í bakvörðinn
og hef verið þar síðan. Mér líður
bara mjög vel þar,“ útskýrði hann.
Stjarnan hefur vakið athygli fyrir
vaska framgöngu á tímabilinu, enda
í 2. sæti Bestu deildarinnar um þess-
ar mundir. Það er ekki síst vegna
þess að fjöldi ungra og uppalinna
leikmanna Stjörnunnar á við Óla
Val, Adolf Daða Birgisson, Ísak
Andra Sigurgeirsson og Eggert Ar-
on Guðmundsson hafa verið í stórum
hlutverkum hjá liðinu, auk þess sem
Guðmundur Baldvin Nökkvason
hefur látið að sér kveða í nokkrum
leikjum. Þessir strákar eru allir
fæddir árin 2003 og 2004.
Kemur frá Álftanesi
„Við erum uppaldir Stjörnumenn.
Við erum búnir að spila mjög lengi
saman allir strákarnir og þekkjum
hver annan mjög vel, myndi ég
segja,“ sagði Óli Valur sem lék sinn
fyrsta leik í efstu deild 16 ára gamall
gegn ÍBV í lokaumferð tímabilsins
2019. Nú eru leikir hans með liðinu í
deildinni orðnir 33 talsins. Hann
spilaði 17 leiki í fyrra og hefur leikið
alla átta leikina í ár.
Hann byrjaði þó að spila í fótbolta
í yngri flokkunum í nágrannasveit-
arfélaginu, sem nú er reyndar hluti
af Garðabæ.
„Já, ég og Adolf erum frá Álfta-
nesi og skiptum yfir til Stjörnunnar
þegar við byrjum í ellefu manna
bolta í 4. flokki. Hann er einu ári
yngri en ég en við skiptum á sama
aldri,“ sagði hann. Óli Valur skipti
undir lok árs 2015 og Adolf Daði í
upphafi árs 2017.
Stjarnan vill alltaf
vera í toppbaráttu
Spurður hvort það hafi komið
honum og liðsfélögum hans í Stjörn-
unni á óvart, hve vel liðinu hefur
gengið hingað til, sagði Óli Valur:
„Við erum ekkert endilega að pæla í
því. Við erum bara búnir að vera
duglegir að æfa og mætum svo í
hvern leik, klárir í slaginn. Við reyn-
um bara að vinna leiki.“
Bætti hann því við að Stjarnan
vilji vitanlega halda sér í toppbar-
áttu en að það sé þó ekki eina mark-
miðið. „Okkur langar náttúrlega
alltaf að vera í toppbaráttu en mark-
miðið er meira að bæta okkur leik
eftir leik. Skila betri frammistöðu og
taka einn leik í einu, ég held að það
sé það sem við einbeitum okkur
mest að.“
Markmiðið að verða
atvinnumaður
Óli Valur var á dögunum valinn í
U21-árs landsliðið í fyrsta sinn. „Það
kom alveg smá á óvart en ég hafði
alveg pælt í því. Ég var mjög
spenntur að fá að vita hvernig valið
væri,“ sagði hann og bætti því við að
honum þætti verkefnið með liðinu,
þrír heimaleikir í undankeppni EM
2023, mjög spennandi. Íslenska liðið
á fram undan þrjá heimaleiki, gegn
Liechtenstein, Hvíta-Rússlandi og
Kýpur, en þeir fara allir fram á Vík-
ingsvellinum dagana 2., 8., og 11.
júní.
Það er hins vegar ekkert nýtt fyr-
ir Óla að klæðast landsliðsbúningi
Íslands. Hann á þegar 20 leiki að
baki með yngri landsliðunum og
spilaði fyrst með U15 ára landslið-
inu haustið 2017 og síðast með U19
ára landsliðinu þegar það lék í milli-
riðli Evrópumótsins í lok mars á
þessu ári.
Að lokum var Óli Valur spurður
að því hver framtíðarmarkmið hans
sem knattspyrnumanns væru: „Mig
langar að verða atvinnumaður. Það
er langtímamarkmið og aðalmark-
mið mitt.“ Þótti honum líklegra að
hann gæti skapað sér feril sem at-
vinnumaður í stöðu bakvarðar.
„Eins og staðan er núna er það
þannig,“ sagði Óli Valur Ómarsson
að lokum í samtali við Morgun-
blaðið.
„Við strákarnir þekkjum
hver annan mjög vel“
- Óli Valur Ómarsson er fremstur í flokki ungu leikmannanna í Stjörnuliðinu
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Bestur Óli Valur Ómarsson á fullri ferð í leik Stjörnunnar gegn ÍBV, þar sem hann tryggði Garðabæjarliðinu sigur
með glæsilegu marki. Óli Valur fékk níu M samtals í átta fyrstu leikjum Stjörnunnar í Bestu deildinni.
Óli Valur Ómarsson, hægri bakvörður Stjörnunnar, fékk níu M í einkunna-
gjöf Morgunblaðsins í átta fyrstu umferðum Bestu deildar karla í fótbolta
2022, fleiri en nokkur annar leikmaður deildarinnar. Þessi nítján ára gamli
piltur er því útnefndur leikmaður maímánaðar hjá blaðinu, þótt fyrstu leik-
irnir hafi reyndar farið fram í apríl. Óli fékk tvisvar tvö M fyrir frammi-
stöðu sína og fimm sinnum eitt M.
Einkunnir leikmanna í þessum fyrstu átta umferðum ráða liðsvalinu sem
sjá má hér fyrir ofan. Óli Valur er eini leikmaðurinn sem fékk samtals níu
M en á hælum hans komu þrír sóknar menn sem allir fengu átta M, þeir
Ísak Snær Þorvaldsson og Jason Daði Svanþórsson úr Breiðabliki og Emil
Atlason úr Stjörnunni.
Breiðablik á flesta leikmenn í ellefu manna úrvalsliðinu, enda er Kópa-
vogsliðið með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar að þessum átta umferð-
um loknum. Auk Ísaks og Jasonar er miðvörðurinn Damir Muminovic í lið-
inu og þá er Höskuldur Gunnlaugsson á varamannabekknum.
Alls hefur 21 leikmaður í deildinni fengið fimm M eða fleiri í einkunn hjá
Morgunblaðinu í fyrstu átta umferðunum og sautján þeirra eru í úrvals-
liðinu hér fyrir ofan. Sindri Kristinn Ólafsson úr Keflavík er síðan efstur
markvarða deildarinnar með fjögur M.
Jason Daði hefur tvisvar verið valinn besti leikmaður umferðar hjá
blaðinu og þeir Ísak Snær, Óli Valur, Emil, Stefán Árni Geirsson úr KR,
Oliver Stefánsson úr ÍA og Helgi Guðjónsson úr Víkingi einu sinni hver.
Breiðablik hefur fengið langflest M samtals eða 55. Stjarnan er með 45,
Víkingur 45, KR 39, Valur 39, KA 37, Keflavík 36, FH 34, Fram 34, ÍBV 25,
Leiknir R. 24 og ÍA hefur fengið fæst M eða samtals 23. vs@mbl.is
Lið maímánaðar hjá Morgunblaðinu
í Bestu deild karla 2022
VARAMENN:
Höskuldur Gunnlaugsson 6 1 Breiðablik
Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 2 ÍBV
Felix Örn Friðriksson 6 1 ÍBV
Júlíus Magnússon 6 Víkingur
Ísak Andri Sigurgeirsson 5 2 Stjarnan
Tryggvi Hrafn Haraldsson 6 1 Valur
Nökkvi Þeyr Þórisson 5 3 KA
4-3-3 Hversu oft leikmaður hefur
verið valinn í lið umferðarinnar
2
Fjöldi sem leik-
maður hefur fengið
2
Sindri Kristinn Ólafsson
Keflavík
Damir
Muminovic
Breiðablik
Hólmar Örn
Eyjólfsson
Valur
Óli Valur
Ómarsson
Stjarnan
Kennie Chopart
KR
Fred Saraiva
Fram Matthías
Vilhjálmsson
FH
Jason Daði
Svanþórsson
Breiðablik
Kristall Máni
Ingason
Víkingur
Emil Atlason
Stjarnan
Ísak Snær Þorvaldsson
Breiðablik
2 2
1
1
2
2
1
22
4
4
9 7
6 6
6 7
8 8
7
8
Óli Valur fékk níu M í
fyrstu 8 umferðunum