Morgunblaðið - 03.06.2022, Blaðsíða 19
✝
Árni Pálsson
fæddist á Rauf-
arhöfn 24. febrúar
1950. Hann lést 18.
maí 2022 á Drop-
laugarstöðum.
Hann var sonur
hjónanna Páls
Hjaltalíns Árnason-
ar, f. 12. mars 1927,
d. 19. janúar 1999,
og Unu Hólmfríðar
Kristjánsdóttur, f.
12. apríl 1931. Árni átti einn
bróður, Kristján, f. 2. júlí 1955,
en hann lést að slysförum 9.
október 1964.
Árni eignaðist Þórarin Val
með Rögnu Þórarinsdóttur 25.
júní 1969. Eiginkona Þórarins
er Katrín Guðrún Pálsdóttir,
börn þeirra eru Agnes Eva,
Steinar Gauti, maki Guðrún
Björk Garðarsdóttir, og Auðunn
Elfar.
Árið 1972 giftist Árni Guðríði
Gyðu Halldórsdóttur en þau
skildu árið 2003. Börn þeirra
eru tvö: 1) Una Kristín, f. 10.
febrúar 1973, maki Björn Sverr-
isson. Börn Unu af fyrra sam-
un og á Haferninum. Hann lauk
sveinsprófi í rafvélavirkjun á
Siglufirði árið 1970. Einnig lauk
Árni meistaraprófi í
rafvélavirkjun á Ísafirði árið
1974.
Árni vann sem vélstjóri á mb.
Sigurvon á árunum 1971-1977.
Árin 1977-1979 starfaði hann
hjá Rafafli SVS á Suðureyri. Ár-
ið 1979 flutti fjölskyldan til Mý-
vatnssveitar þar sem Árni vann
á rafmagnsverkstæði Kísiliðj-
unnar til ársins 1991. Þaðan lá
leiðin suður til Reykjavíkur þar
sem hann vann á rafmagnsverk-
stæði Eimskips til starfsloka.
Samhliða síðasta starfsári sínu
hjá Eimskip settist Árni á skóla-
bekk til að auka skipstjórnar- og
vélstjórnarréttindi sín. Hann
lauk því námi árið 2017 og
stefndi á að vinna á hvalaskoð-
unarbát á sumrin. Sá draumur
rættist og vann hann við hvala-
skoðun hjá Norðursiglingu á
meðan heilsan leyfði.
Útförin fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag, 3. júní 2022,
klukkan 13.00. Athöfninni verð-
ur streymt á youtubesíðu Graf-
arvogskirkju:
http://mbl.is/go/z6c3v
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
bandi Árni Rúnar
Örvarsson og
Andrea Örvars-
dóttir, maki Árna
Rúnars er Erla
Lind Friðriksdóttir
og barn þeirra
óskírður. Börn Unu
og Björns eru Óli
Júlíus og Heiðrún
María. 2) Páll
Hjaltalín, f. 30.
mars 1976, maki
Friðborg Hauksdóttir. Börn
Páls eru Brynja Rós, Júlía Björt
Hjaltalín og Kjartan Hjaltalín.
Árið 2007 giftist hann síðari
eiginkonu sinni, Hallgerði Pét-
ursdóttur. Börn Hallgerðar af
fyrra hjónabandi eru Sigrún
Jónsdóttir, Jón Gauti Jónsson og
Sólveig Ásta Jónsdóttir.
Árni sleit barnsskónum á
Raufarhöfn en þegar hann var
sextán ára fór hann í Iðnskólann
á Akureyri og lauk þaðan
burtfararprófi í rafvélavirkjun
árið 1968. Þaðan lá leiðin til
Siglufjarðar þar sem hann var
lærlingur hjá Síldarverk-
smiðjum ríkisins í rafvélavirkj-
Elsku pabbi minn og besti vin-
ur er látinn og margs að sakna.
Við pabbi áttum einstakt sam-
band og vorum miklir vinir. Ég
gerði mikið grín að honum fyrir
að vera rúðustrikaður en er nú
sjálf orðin alveg eins. Pabbi var
alltaf til í að skreppa eitthvað
með mér eða okkur hjónunum
eða fara með mér í göngutúra.
Við vorum miklir trúnaðarvinir
og gat ég sagt pabba allt sem lá
mér á hjarta. Hins vegar var það
þannig að þegar ég vildi ekki fá
hreinskilið svar, þá spurði ég
pabba ekki álits. Ég vissi alltaf
hvar ég hafði pabba og það var
mjög gott. Ef eitthvað bjátaði á
var pabbi mættur til að styðja við
þá sem þurftu á að halda. Hann
var afar stoltur af barnabörnun-
um sínum og spurði um hvert og
eitt þeirra þegar hann hringdi í
mig eða hitti mig. Á fullorðins-
aldri fór ég í háskólanám og var
pabbi duglegur að segja mér hve
stoltur hann væri af mér. Þegar
ég var að bugast við skrifin á
mastersritgerðinni ákvað pabbi
að hringja í mig 2-3 sinnum á dag
til að hvetja mig áfram og minna
mig á að ég gæti þetta og hann
væri svo stoltur. Samband okkar
var mjög gott fram að veikindum
pabba en hann fékk MND-sjúk-
dóminn fyrir rúmlega einu og
hálfu ári. Þá hittumst við nánast
daglega og þegar hann gat ekki
lengur komist til okkar hjóna, þá
fórum við daglega heim til hans.
Pabbi elskaði þegar maðurinn
minn ræddi við hann um pólitík
því þá sagði hann að það væri svo
gott að fá Bjössa til þess að æsa
sig upp, því þá myndi blóðið
renna hressilega í æðunum.
Pabbi hélt í húmorinn allan þann
tíma sem hann glímdi við veik-
indin. Að hans sögn nennti eng-
inn að heimsækja fúlan og leið-
inlegan kall. Ég heyrði hann
aldrei kvarta undan veikindum
sínum og hann gat gert grín að
ástandinu. Sem dæmi má nefna
að þegar hann var kominn í hjóla-
stól þá fórum við í átak. Ég hafði
það markmið að losna við nokkur
kíló og hann ætlaði að gefa í á
hjólastólnum svo ég myndi nú
svitna aðeins. Eitt af þessum
skiptum fórum við í búðina í leið-
inni að kaupa inn vistir fyrir
heimilið. Pokarnir voru hengdir
aftan á stólinn og brunað heim.
Pabbi komst svo skemmtilega að
orði þegar hann sagði: „svo er ég
látinn bera pokana heim, lamað-
ur maðurinn“.
Pabbi var mikill sögumaður og
sagði hann að góð saga ætti aldr-
ei að gjalda sannleikans. Hann
rifjaði reglulega upp árin sem
hann var á sjó og þekkti nöfn á
flestum bátum. Pabbi vann á
sumrin hjá Norðursiglingu á
Húsavík sem skipstjóri á hvala-
skoðunarbát. Það þótti honum
skemmtilegt og minntist þess
tíma með mikilli gleði.
Ég vil koma á framfæri þakk-
læti til MND-teymisins á Lands-
spítalanum og starfsfólki Drop-
laugarstaða.
Una Kristín Árnadóttir.
Elsku afi, það er erfitt að sætta
sig við hversu fljótt þú fórst, þú
áttir að fá miklu lengri tíma til að
tala við hvalina við Húsavík, njóta
íslenskrar náttúru og spjalla við
nýja langafabarnið þitt. En þetta
kennir okkur það að við vitum
aldrei hvað morgundagurinn ber
í skauti sér. Ég man þann dag
sem ég frétti af veikindum þínum
eins og hann hefði verið í gær.
Þetta var auðvitað mikið sjokk
fyrir þig og alla fjölskylduna en
þrátt fyrir að greinast með þenn-
an banvæna sjúkdóm þá tókstu
veikindunum af miklu æðruleysi
og ákvaðst að njóta hvers dags.
Ég dáðist að því hvernig þú tækl-
aðir veikindin og hvað það var
alltaf stutt í grínið hjá þér. Þú
kenndir okkur fjölskyldunni svo
sannarlega að njóta lífsins á með-
an við höfum tök á.
Ég er mjög þakklát fyrir
tæknina sem við búum við í dag
því hún gerði mér kleift að spjalla
við þig yfir Atlantshafið í gegnum
myndsímtöl. Síðasta myndsímtal-
ið okkur var laugardaginn 23.
apríl síðastliðinn. Þetta var
óvænt og mjög ánægjulegt sam-
tal í ljósi þess hvernig atburða-
rásin síðar þróaðist. Þú hringdir
upp úr þurru af því að þú hélst að
ég hefði verið að reyna að ná á
þér, svo var ekki þótt ég hefði
verið búin að hugsa um það í
nokkra daga að fara að hafa sam-
band. Þú fræddir mig um stöðu
mála hjá þér og svo spjölluðum
við um íslenska og bandaríska
pólitík sem svo oft áður. Þrátt
fyrir stutt spjall var þetta mér
mjög dýrmæt stund sem ég mun
hlýja mér við.
Þú hafðir mikla unun af því að
tala og að segja sögur. Margar af
þeim sögum sem þú sagðir mér
voru frá þinni barnæsku og yngri
árum. Það var alltaf jafn
skemmtilegt að hlusta á þig þrátt
fyrir að heyra sumar sögurnar
margoft og stundum í breyttri
mynd! Við fjölskyldan í Espilundi
höfðum það að sið að hringja alltaf
í þig á jóladag. Það verður skrítið
að heyra ekki í þér á næsta jóla-
dag og hlusta á þig röfla um veðr-
ið eða alla gallana í ríkispólitík-
inni, en við verðum að láta góðar
minningar duga.
Þegar ég hugsa til baka til okk-
ar samskipta þá stendur helst upp
úr að áður en ég flutti til Reykja-
víkur til að stunda háskólanám
fékk ég þig nokkrum sinnum til að
taka við námsviðurkenningum
fyrir mína hönd. Ég man hvað þú
varst stoltur, brostir allan hring-
inn og talaðir um viðburðina vik-
um og jafnvel mánuðum saman.
Það yljar mér nú um hjartarætur
að hafa fyllt þig slíku stolti.
Ég vildi óska þess af öllu
hjarta að það væri til lækning við
þessum djöfullega sjúkdómi sem
tók þig frá okkur allt of snemma.
Vonandi finnst lækning von bráð-
ar svo aðrir óheppnir einstakling-
ar í þínum sporum þurfi ekki að
ganga í gegnum allt það sem þú
þurftir að upplifa. Þinnar nær-
veru verður sárt saknað elsku afi
minn. Ég vona að þú sért að sigla
áhyggjulaus um höfin blá þarna
fyrir handan. Takk fyrir allan
stuðninginn og samveruna.
Þín sonardóttir,
Agnes Eva
Þórarinsdóttir.
Þá skilur leiðir, heldur fyrr en
von var á. Við eigum eftir að
sakna símtalanna við þig þar sem
við ræddum allt milli himins og
jarðar og vissum að þegar spurt
var til veðurs þá var kominn tími
til að kveðja. Að kveðja fyrir fullt
og allt er eitt það erfiðasta sem
við gerum, sorg, söknuður og aðr-
ar tilfinningar taka allt yfir en
einnig hellast yfir okkur fjölmarg-
ar góðar minningar um samveru
okkar í gegnum tíðina.
Þú fagnaðir stórviðburðum
með okkur, s.s. skírnum, ferming-
um, útskriftum og afmælum. Þú
varst alltaf hreinskilinn og heið-
arlegur við okkur, talaðir aldrei
undir rós heldur lést allt vaða eins
og staða málanna var hverju
sinni. Þér var mjög umhugað um
afabörnin, Agnesi, Steinar og
Auðun, og vildir allt um þeirra
hagi vita, vildir þeim allt það
besta sem veröldin hefur upp á að
bjóða. Þú varst mikið á ferðinni
síðari ár og munum við sakna
samræðnanna við eldhúsborðið
yfir kaffibollanum á leið þinni til
og frá ömmu á Rauf.
Við dánarbeð
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Þórarinn og Katrín.
Vinátta er flókið fyrirbæri og
lengi hægt að velta fyrir sér
hvernig hún verður til milli
manna. Eitt er þó víst að við Árni
urðum vinir við fyrstu kynni og
það var gott og auðvelt að vera
vinur hans og vinátta Árna var
skilyrðislaus og sönn. Fjölskyldur
okkar tengdust tryggðaböndum
allt frá sambúðinni í Lynghrauni
fyrir rúmum fjórum áratugum til
dagsins í dag. Einnig tengdumst
við Árni gegnum vinnu okkar í
Mývatnssveit og síðar þegar hann
flutti suður og hóf störf fyrir Eim-
skip. Við unnum saman verkefni
og við hittumst utan vinnu allan
þann tíma. Aldrei bar skugga á
vináttu okkar Árna.
Sjómennska var Árna hugleik-
in alla tíð. Á yngri árum bjó hann
á Suðureyri við Súgandafjörð þar
sem hann stundaði sjóinn. Hann
gat mikið spjallað um fólkið og
vinina á Suðureyri og Sigurvonina
þar sem hann var vélstjóri í nokk-
ur misseri. Hann fylgdist með
veðri og sjósókn og aflatölum og
sagði margar sögur af sjónum,
veiðum, veiðiferðum og veiðar-
færum og mannskapnum um
borð. Árni var mikill sögumaður
og stundum komu sögurnar hver
af annarri. Þá var gaman að
hlusta.
Árni var verkstjóri á raf-
magnsverkstæðum Kísiliðjunnar
í Mývatnssveit og síðar Eimskips
í Sundahöfn, farsæll stjórnandi.
Árna var vel treyst af sínum und-
ir- og yfirmönnum enda lausna-
miðaður og alltaf að hugsa um
hvernig hlutum væri betur fyrir
komið. Hann kunni gott lag á fólki
og var góður fagmaður á raf-
magnssviðinu. Hann treysti og
kom vel og einlæglega fram við
fólk. Árni gat líka verið fastur fyr-
ir, sumir segja þrjóskur en það
fannst mér ekki.
Þegar Árni hætti störfum hjá
Eimskip ákvað hann að hefja nýj-
an starfsferil, að gerast skipstjóri.
Þá réð hann sig hjá Norðursigl-
ingu á Húsavík til sumarstarfa við
hvalaskoðun. Á þeim bæ þekktu
menn Árna og vissu að honum
væri vel treystandi fyrir lífi og
limum farþega. Starfið tók hann
föstum tökum frá upphafi og fór
strax að pæla í endurbótum á
Náttfara en það var skipið hans.
Hann skipti m.a. um vél í skipinu
eitt árið.
Árni hugsaði gjarnan um
skipulag og samhengi hlutanna.
Það gerði hann bæði í einkalífi og
starfi. Hann var alltaf tilbúinn
með plan B og C. Sterkt karakter-
einkenni og góður eiginleiki að
mínu mati.
„Ég hef það fínt,“ sagði Árni
alltaf þegar hann var spurður um
hvernig hann hefði það, kominn
með taugasjúkdóminn MND.
Árni greindist með sjúkdóminn í
febrúar í fyrra. Stuttu áður geng-
um við saman á Úlfarsfell, en þá
var sjúkdómsgreiningin ekki
komin. Þá sagðist hann vona inni-
lega að þetta yrði ekki „einhver
skammstöfun“ sem þó reyndist
vera. Strax í upphafi ákvað hann
að takast á við sjúkdóminn af já-
kvæðni og gerði það með reisn.
Hann var alltaf glaður og gaf af
sér, hlustaði og sagði sögur til
hinsta dags.
Við vottum fjölskyldu Árna
samúð okkar og þökkum honum
trausta vináttu. Megi minningin
um góðan dreng lengi lifa.
Sigurður Grímsson
og Birna Pálsdóttir.
Látinn er í Reykjavík góður
vinur minn Árni Pálsson rafvéla-
virkjameistari. Í janúar í fyrra
greindist hann með þann sjúkdóm
sem dró hann svo til dauða en
fram að þeim tíma hélt ég að Árni
yrði allra karla elstur. Hann sem
lifði svo heilbrigðu lífi í allri sinni
formfestu og þrjósku, enda ekki
nefndur Ove á facebook fyrir ekki
neitt. Sem dæmi um það var alltaf
hafragrautur í morgunmat, eldað-
ur af sérstakri natni, eftir hans
uppskrift. Hann ákvað svo einn
daginn að eftirleiðis ætlaði hann
að hjóla í vinnuna, úr Grafarvogi
og niður í Sundahöfn. Alla daga
fóru hann og hjólið saman niður í
Sundahöfn en ég er ekki viss um
hvort bar hvern þegar verst voru
veður.
Ég kynntist Árna þegar Sigur-
von ÍS 500 var keypt til Suður-
eyrar haustið 1971. Hann fylgdi
með í kaupunum og var vélstjóri
þar um borð í nokkur ár, giftist
súgfirskri konu og var búsettur á
Suðureyri til 1979 er hann fluttist
í Mývatnssveit. Á Suðureyrarár-
um hans tókst með okkur vinátta
sem hefur enst alla tíð. Það var
ekki þannig að við töluðumst við á
hverjum degi en þegar við hitt-
umst eða töluðum saman í síma,
þá var alltaf eins og við hefðum
síðast talað saman í gær. Og við
gátum alltaf rifjað upp góðar sög-
ur af einhverju sem við höfðum
lent í og fundið spaugilegu hlið-
arnar, og það var aldrei á kostnað
neinna annarra en okkar sjálfra.
Ef einhver var bjálfalegur í sög-
unni, þá var það annar hvor okk-
ar. Þetta var mikill kostur við
Árna.
Síðast þegar við hittumst, sem
var á sjúkrahúsinu rúmum hálf-
um mánuði fyrir dauða hans,
hann orðinn langt leiddur og átti
erfitt með andardrátt, rifjaði
hann upp einhverja vitleysuna og
við byrjuðum að hlæja og hann
var nærri kafnaður í ósköpunum,
og var lengi að ná sér á eftir. Ég
er fullur þakklætis fyrir að hafa
fengið að kynnast Árna og vil
votta aðstandendum hans mína
dýpstu samúð, sérstaklega eigin-
konu og aldraðri móður, og svo
börnum, tengdabörnum og af-
komendum þeirra.
Megi minning hans lifa.
Guðni A. Einarsson,
Suðureyri.
Árni Pálsson
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022
Núna kveð ég
hinstu kveðju
elskulega tengda-
móður mína, Hall-
dóru Aðalsteins-
dóttur. Ég hitti hana fyrst fyrir
rúmum 45 árum þegar ég kynnt-
ist syni hennar Magnúsi Magn-
ússyni. Bæði hún og tengda-
pabbi, Magnús Þorbjörnsson,
tóku mér opnum örmum þegar
ég kom inn í fjölskylduna. Milli
okkar tókust ágæt kynni sem
aldrei bar skugga á. Fyrst á
Fálkagötu 22 en seinna á
Kleppsvegi 62 en þangað fluttu
tengdaforeldrar mínir í íbúð fyr-
ir aldraða þegar heilsu Magn-
úsar fór að hraka.
Á Fálkagötu og Kleppsveg
var gott að koma og tók tengda-
mamma alltaf á móti okkur með
kaffi og kleinum eða pönnukök-
um. Fyrst var það auðvitað allt
heimabakað en tengdamamma
var mikil húsmóðir og sá um
heimilið af miklum myndarskap.
Seinna eftir að heilsan bilaði átti
hún alltaf eitthvert búðarkeypt
bakkelsi til að bjóða upp á. Ef
stórar veislur voru á dagskrá
var mjög gott að biðja tengda-
mömmu um að fá lánaðan salinn
Halldóra
Aðalsteinsdóttir
✝
Halldóra Að-
alsteinsdóttir
fæddist 16. júní
1927. Hún lést 11.
maí 2022. Útförin
fór fram 25. maí
2022.
á Kleppsvegi og
alltaf var hún tilbú-
in að hjálpa til við
veisluhöldin.
Börnunum okkar
þremur var tengda-
móðir mín sérlega
góð amma en mjög
náin vinátta varð til
á milli þeirra. Einn-
ig var hún mikil
amma langömmu-
barnanna og þegar
fyrsta barnabarnabarnið kom í
heiminn var hún tilbúin að passa
hann, þá komin langt yfir sjö-
tugt.
Halldóra var mjög ern nánast
fram á síðasta dag, mundi ótrú-
lega hluti og þekkti alla. Síðustu
vikurnar í lífinu voru henni þó
erfiðar en hún þurfti að dvelja á
Vífilsstöðum þar sem hún gat
ekki lengur séð um sig. Var hún
ekki allskostar sátt við lífið eins
og það var orðið enda vildi hún
hvergi vera nema heima. Má
segja að hún hafi orðið hvíldinni
feginn eða eins og segir í þessu
litla erindi:
Þegar dags er þrotið stjá
þróttur burtu flúinn.
Fátt er sælla en sofna þá
syfjaður og lúinn.
(Rögnvaldur Björnsson)
Að leiðarlokum minnist ég
tengdamóður minnar með mikilli
hlýju og þakka henni samfylgd-
ina í gegnum árin. Hvíl í friði.
Kristín Valdimarsdóttir.
Það var nú sorg-
leg stund þegar
tíðindin bárust að
Erna frænka væri
farin, um leið
komu margar góðar og hlýjar
minningar í hugann.
Stýrimannastígurinn kemur
svo sterkt upp því þar áttum
við svo skemmtilegar stundir,
við Bassi að leika okkur meðan
þið systur brölluðuð alls konar.
Ég elskaði að liggja á hleri
þegar þið mamma sátuð að
spjalla inni í eldhúsi, þið voruð
svo fyndnar saman og miklir
karakterar. Ansi líkar henni
ömmu Sísí heitinni, þótt hvorug
ykkar hefði nú samt viðurkennt
það!
Þú hugsaðir líka svo vel um
Erna Margrét
Laugdal Ottósdóttir
✝
Erna Margrét
Laugdal Ott-
ósdóttir fæddist 1.
apríl 1954. Hún lést
20. apríl 2022. Út-
för hennar fór fram
11. maí 2022.
mig þegar ég fékk
að búa hjá þér á
Ránargötunni þar
sem þú varst með
þessa fínu rólu í
garðinum. Ég
gleymi því ekki
þegar ég var að
leggjast til hvílu
eitt kvöldið og rek
augun í mann fyrir
utan gluggann í
rólunni, ég stekk
fram í dramakasti gelgjuskeiðs-
ins til þess að láta þig vita og ef
við þyrftum nú að hringja á
lögregluna en þá horfðir þú á
mig alveg róleg og sagðir:
„Jájá, þetta er örugglega bara
Jói, hafðu ekki áhyggjur af
honum.“
Þú varst svo góð við alla og
fórst ekki í manngreinarálit.
Nú geymir Guð þig elsku
frænka og minning þín lifir
áfram í fallegu fjölskyldunni
sem þú skapaðir.
Þín litla frænka,
Anna Margrét Bender.