Morgunblaðið - 03.06.2022, Side 11

Morgunblaðið - 03.06.2022, Side 11
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hópbílar Ágúst Haraldsson við rúturnar á plani fyrirtækisins í Hafnarfirði. „Ferðaþjónustan er komin á fullt, sem kallar á að við stækkum flota okkar,“ segir Ágúst Haraldsson, rekstarstjóri Hópbíla. Fyrirtækið fékk á dögunum afhenta tvo nýja hópferðabíla af gerðinni VDL; ann- an 57 farþega en hinn fyrir 63 far- þega. Af síðarnefndu stærðinni fóru einnig tveir bílar til dótturfyrirtækis Hópbíla, Reykjavík Sightseeing. Rútur af gerðinni VDL eru fram- leiddar í Hollandi og hafa komið sterkar inn að undanförnu, skv. upp- lýsingum frá Vélrás ehf. sem er með Íslandsumboð fyrir þessari tegund. Alls eru 9 bílar af þessari tegund komnir í flota Hópbíla. „Við val á bílum horfum við meðal annars til þess að vel fari um far- þega, svo sem að Wi-Fi tenging sé um borð. Einnig þurfa bílarnir að vera eyðslugrannir og krafan er sömuleiðis að útblástur sé í lág- marki,“ segir Ágúst Haraldsson. Í flota Hópbíla eru í dag alls um 200 bílar til fólksflutninga, litlir sem stórir. Slíkt er nauðsyn, því sem verkefnin eru fjölbreytt. „Akstur í dagsferðum í tengslum við komur stóru skemmiferðaskip- anna með kannski 2.000-3.000 far- þega um borð, er mikilvægur þáttur í starfi okkur. Á allra stærstu dögum yfir sumarið, þegar nokkur skip eru í höfn á sama tíma, í Reykjavík og Hafnarfirði, þarf í raun allar til- tækar rútur í landinu,“ segir Ágúst Haraldsson. sbs@mbl.is Kaupa nýjar rútur - Hópbílar velja VDL - Ferðaþjón- ustan á fullt - Flotinn er fjölbreyttur Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Áhugavert efni bókarinnar fellur vel að þeim markmiðum sem við fylgjum í skólastarfinu,“ segir Hilm- ar Már Arason, skólastjóri í Snæ- fellsbæ. Nýlega kom út Árbók Ferðafélags Íslands 2022 – Undir jökli frá Búðum að Ennisfjalli. Sögu- sviðið er samkvæmt því utanvert Snæfellsnes, hörfandi jökullinn að meðtalinni náttúru og byggð þar í kring í úfnu hrauni við klettótta strönd sem hafið kemur að með ógn- arkrafti. Höfundur bókarinnar er Sæmundur Kristjánsson á Hellis- sandi, að frátöldu því að Daníel Bergmann skrifar kafla um náttúru og fuglalíf. Bókin er 264 blaðsíður, í harðspjöldum og vönduð að allri gerð eins og jafnan er í þessari út- gáfu sem á sér 95 ára sögu. Fræðsla um nærumhverfið er hluti af skólastarfinu, en í Grunn- skóla Snæfellsbæjar er þetta áhersluþáttur í starfinu. Átthaga- fræði er þar kennd skv. námskrá skólans og skólastefnu og er kynnt á vefsetrinu atthagar.is. „Ég veit ekki til þess að stefna lík þessari gildi við neinn annan skóla á landinu. En reynslan er góð,“ segir Hilmar skólastjóri. Til lífs og lærdóms Námið í átthagfræði er fléttað inn í almennt starf og hinar ýmsu náms- greinar. Þá er farið í skipulagðar vettvangsferðir til lífs og lærdóms, svo sem í gönguferðir, fyrirtæki heimsótt, hvalaskoðun og fleira slíkt. Allt er þetta svo skv. deildaskiptingu skólans skv. aldri nemenda og starfsstöðvum sem eru þrjár, það er í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsu- hóli á sunnanverðu Nesinu. „Alls eru nemendur við skólann um 220. Þar af er um þriðjungur af erlendum uppruna sem hefur gert starfið hér fjölbreyttara á svo marg- an hátt,“ segir Hilmar. Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri FÍ, mætti í Snæ- fellsbæ í vikunni og afhenti skól- anum góðan stafla af bókinni. Félag allra landsmanna „Við viljum vera félag allra lands- manna og hafa góð tengsl við fólk, til dæmis á þeim svæðum sem ferðir okkar eru um og sagt frá í bókum okkar. Að því leyti var mikilvægt að koma hingað í dag, segir Páll. Árbækurnar fara til gjafa til krakka sem eru að ljúka grunnskóla- náminu og hafa náð góðum árangri. Nokkur eintök verða svo á bókasöfn- um skólans og munu þar nýtast vel, m.a. við kennslu. Árbókin hentar vel til náms í átthagafræði - Vegleg bókagjöf FÍ til Grunnskóla Snæfellsbæjar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gjöf Hilmar Már Arason skólastjóri, til vinstri, veitti bókunum viðtöku frá Páli Guðmundssyni, framkvæmdastjóra FÍ. Lengst til hægri Vilborg Lilja Stefánsdóttir, en hópinn mynda annars nemendur í efstu bekkjum skólans. Bárðarlaug Náttúruvætti og einn margra merkra staða við Snæfellsjökul. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022 295 Vinnuvettlingar PU-Flex Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði frá 365 Glærir ruslapoka Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk 1.995 Strákústar mikið úrval Öflug stungu- skófla Garðverkfæri í miklu úrvali Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar......... Léttar og góðar hjólbörur með 100 kg burðargetu 999Barna- garðverk- færi frá 395 Ruslatínur frá 295 Úðabrúsar í mörgum stærðum frá 995 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fös. kl. 9-18, lau. kl. 10-17, sun. kl. 12-16 Garðslöngur í miklu úrvali Hrífur Greinaklippur frá 585 Burstar framan á borvél 3 stk. Mikið úrval af garðstömpum Fötur í miklu úrvali frá1.495 Laufhrífur Icelandair fagnar í dag 85 ára afmæli, en fyrirtækið rekur sögu sína aftur til stofnunar Flugfélags Akureyrar árið 1937. Í mars 1940 var nafni þess breytt í Flugfélag Íslands. Árið 1973 sameinaðist félagið Loftleiðum og nafni þess breytt í Flugleiðir, sem síð- ar tók upp nafnið Icelandair. Að baki Icelandair og forverum þess liggur heilmikil saga, sem ein- kennist bæði af stórum sigrum og miklum skakkaföllum, en hér stendur félagið enn 85 árum síðar. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í samtali við Morgunblaðið að það sem fyrst og fremst hafi einkennt fyrir- tækið, sé frumkvöðlaandi þess starfs- fólks sem hefur starfað fyrir félagið í gegnum tíðina. „Það er ástæða þess að flugfélag sem stofnað var árið 1937 er enn starfandi í dag,“ segir Bogi Nils. „Fyrirtækið og starfsfólk þess í gegnum tíðina hefur gengið í gegnum ýmislegt á 85 árum en staðist þær áskoranir vel. Nú erum við í mikilli sókn, eftir því sem áhrif heimsfarald- ursins minnka." Bogi Nils segir að í dag verði fagn- að, bæði með starfsfólki og farþegum en allir farþegar sem fljúga með fé- laginu í dag fá 1.937 vildarpunkta í til- efni dagsins. Viðskiptamódel sem virkar Bogi Nils segir að Ísland sé vel staðsett á milli Evrópu og Norður- Ameríku og sú sérstaða hafi verið fé- laginu mjög heilladrjúg, enda byggi það leiðakerfið á því að tengja álf- urnar tvær. Það leiðarkerfi, í þeirri mynd sem við þekkjum í dag, var tek- ið upp árið 1987, eftir að ný flugstöð var opnuð í Keflavík. Fram að því hafði félagið flogið bæði til Evrópu og vestur um haf, en ekki eftir því leiða- kerfi að tengja heimsálfurnar saman. „Leiðakerfið, sem er hjartað í okk- ar rekstri, hefur gert okkur kleift að bjóða öflugar tengingar til og frá Ís- landi, yfir Atlantshafið og hér innan- lands. Það hefur jafnframt verið for- senda þess að byggja hér upp ferðaþjónustu allan ársins hring en þar vorum við í fararbroddi með fjár- festingu í innviðum, nýsköpun og uppbyggingu hótela um allt land. Með þessu hefur Icelandair lagt mik- ið af mörkum til íslensks samfélags og efnahags,“ segir Bogi Nils. „Við horfum bjartsýn til framtíðar. Hér eftir sem hingað til sjáum við mikil tækifæri í viðskiptamódeli okk- ar og hlökkum til að halda merkjum Íslands áfram á lofti um allan heim næstu 85 árin.“ gislifreyr@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Flugrekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir frumkvöðlaanda starfsfólkis félagsins hafa einkennt félagið alla tíð. Icelandair fagnar 85 ára afmæli - Fagnað með starfsfólki og farþegum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.